Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 I>V Radovan Karadzic Milosevic ætlaöi að framselja hann til Haag til aö friöa Vesturlönd. Milosevic: Ætlaði að fram- selja Karadzic Slobodan Milosevic, nú ákærður sem stríðsglæpamaður í Haag, fyrir- skipaði árið 1996 handtöku og fram- sal á Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, til Stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Momcilo Perisic, núverandi að- stoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, var herráðsforingi Milosevics forseta þegar fyrirskipunin var kunngerð. Hann segist hins vegar hafa neitað að handtaka Karadzic. MOosevic vildi framselja Karadzic til að friða Vest- urlönd. Á þessum tíma var viðskipta- bann á Júgóslavíu og skilyrðið fyrir því að fá banninu aflétt var að Kara- dzic yrði framseldur. Radovan Karadzic er nú efstur á lista SÞ yfir striðsglæpamenn. Ofbeldið eykst á Vesturbakkanum Átökin á Vesturbakka Jórdanár magnast enn og er lítið sem minnir á vopnahlé Georges Tenets CIA- stjóra. Forvígismaður í Hamas-sam- tökunum lést í bílsprengju í gær. Palestínumenn segja það anga af yf- irlýstri launmorðastefnu ísraels- manna á leiðtogum palestínskra baráttusamtaka. Samtökin hyggjast hefna morðsins. Einn ísraeli var skotinn til bana og annar særður í borginni Hebron á Vesturbakkanum. ísraelskir her- menn fóru í kjölfarið inn á palest- ínskt yfirráðasvæði og skutu á tvær bækistöðvar palestínskra yfirvalda. Að minnsta kosti 51 Palestínumað- ur særðist í gær í árásum ísraels- hers og landnema. Michael Portillo Líklegt þykir aö hann muni vera einn hinna tveggja útvöldu. Þrír eftir í íhalds- slagnum David Davis lagði upp laupana í leiðtogaslag breska Ihaldsflokksins í gær. Þar með eru frambjóðendumir orðnir þrír en Michael Anchram, fyrrverandi formaður flokksins, var kosinn burt á fimmtudag. Fyrirkomulagið í kosningunum er þannig að þingflokkur íhalds- flokksins kýs nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur eru eftir. Það verða því Iain Duncan Smith, Kenneth Clarke og Michael Portillo sem berjast um að komast í lokaum- ferðina. Þá fá 300 þúsund meðlimir flokksins færi á að kjósa. Portillo þykir sem fyrr sigurstranglegastur. Næsta kosning verður á þriðjudag. Kínverjar hrepptu Ólympíuleikana Kínverjar fá að halda Ólympíu- leikana í fyrsta skiptið árið 2008. Ju- an Antonio Samaranch, formaður Alþjóða Ólympíunefndarinnar, til- kynnti klukkan rúmlega 2 í gær að Peking hefði verið valin úr hópi fimm borga til að halda leikana. Borgirnar Osaka í Japan, París í Frakklandi, Toronto í Kanada og Istanbúl í Tyrklandi lutu í lægra haldi fyrir Peking. Kosning Alþjóða Ólympíunefndarinnar var tvíþætt. I fyrstu umferð var sú borg sem fæst atkvæði fékk dregin út úr kosning- unum. Seinni umferðin var endan- leg og kom þá í ljós að Peking hafði sigrað með yfirburðum. Kínverska höfuðborgin fékk 56 atkvæði, en í öðru sæti var Toronto með 22 at- kvæði. París, sem hafði verið talin næstsigurstranglegust, fékk 18 at- kvæði. Istanbúl rak lestina með 9. Ólympíuleikamir eru pólitískt mikilvægir fyrir Kínverja sem misstu af því að halda leikana árið 2000 þegar Sidney var valin með tveggja atkvæða mun. Fréttirnar Fögnuöur í Peking Pekingbúar þustu út á götur í gær og fögnuöu kjöri Alþjóöa Ólympíu- nefndarinnar. eru mikil hvatning fyrir kínversk yfirvöld til að bæta ráð sitt. Kínverj- ar segja leikana tækifæri fyrir land- ið til að opna sig fyrir afganginum af heiminum. Gríðarleg útgjöld taka nú við hjá Kínverjum við að undirbúa höfuð- borgina fyrir leikana. Ijárfesta þarf í vegakerfi, lestakerfi, íþróttaleik- vöngum og hreinsun borgarinnar. í heild ætla Kínverjar að eyða um 350 milljörðum íslenskra króna í um- bætur og undirbúning fyrir leikana. Margar umbætumar munu bæta lífskjör hinna 14 milljóna íbúa í Peking. Meðal annars verður komið fyrir gasleiðslu sem á að leiða til mun hreinna lofts i borginni, þ.e. kolareykurinn verður að mestu upprættur. íbúar í Peking æddu út á götur borgarinnar og fögnuðu kjöri Ólympíunefndarinnar gríðar- lega í gær. Ekki fógnuðu þó allir. Franskur stjórnmálamaður kallaði kjörið hneyksli og líkti því við ákvörðunina um að halda leikana í Berlín 1936. Funhlti í Palestínu Palestínumenn léku sér á ströndinni í funhita á Gaza-svæðinu í gær. Þaö getur greinilega haft marga kosti í för meö sér aö búa í landi sem ekki er fyllilega bílavætt. Átök milli Palestínumanna og ísraela fara stigvaxandi og Ariel Sharon, forsæt- isráöherra ísraels, fer um víöan völl í áróöursstríöi þjóöanna. Tveggja daga heimsókn hans til Ítalíu lauk í gær. Bush sagður ætla í hart gegn Kúbu George W. Bush Bandaríkjafor- seti ætlar að sýna nágrannaríkinu Kúbu aukna hörku, samkvæmt nafnlausum upplýsingum úr banda- riska þinginu. Eftir 3 daga mun Bush þurfa að ákveða hvort hann lætur ákvæöi úr Helms-Burton lögunum taka gildi sem leyfir bandarískum borgurum að fara í mál við hvem þann sem nýtir sér eignir sem kommúnistar á Kúbu gerðu upptækar í byltingunni 1959. Talið er að ef hann geri ákvæð- iö virkt muni Evrópuríki bregðast ókvæða við, enda gætu mörg evr- ópsk fyrirtæki staðið frammi fyrir lögsókn í kjölfarið. Ef Bush hins vegar lætur umrætt ákvæði Helms- Burton laganna taka gildi mun hann ávinna sér stuðning Kúbverskættaðra Bandaríkjamanna George W. Bush Er sagöur ætla aö blása lífi í barátt- una viö kommúnista á Kúbu. sem flestir eru andvígir kommún- istastjórn Fidels Castro. Enda eru flestir kúbverskir Bandaríkjamenn flóttamenn frá Kúbu. Stuðningur þeirra við Bandaríkjaforseta yrði einnig mikilvægur bróður forset- ans, Jeb Bush, fylkisstjóra í Flórída, sem ætlar i endurkjör á næsta ári. Ný stefna Bush gagnvart Kúbu er talin miða að því að styðja stjórnar- andstæðinga á eyjunni gegn yfir- völdum. Hann hefur þegar boðist til að útvega stjórnarandstæðingum peninga og tæki. í öðru lagi verður aukinni hörku beitt í framkvæmd viðskiptabanns- ins á Kúbu. Þá ku Bush ætla að finna leið til aö koma í veg fyrir truflanir Kúbverja á sjónvarps- og útvarpssendingum til kommúnista- ríkisins. m Stálu úr dánarbúi Díönu Fimmtugur breskur maður er kærður fyrir að hafa verslað með stolna muni úr dán- arbúi Díönu prinsessu, sem lést árið 1997. Munum að andvirði 150 milljónir króna hefur verið stolið úr dánarbúi Díönu. Einn ræningjanna reyndist vera bryti hennar sem hún kallaði „klettinn sinn“ sökum meintrar heiðvirðu og tryggðar. Þorpsbúar fluttir nauðugir Yflrvöld í Namibiu hafa sagt íbú- um þorps í norðurhluta landsins að hafa sig á brott fyrir ágúst næst- komandi ellegar verði þeir fluttir nauðugir. Þorpið er nálægt heimili forseta landsins sem vill fá flugvöll þar sem þorpið er. Enn stangað í Pamplona Sjöunda bolahlaup San Fermin hátíðarinnar í Pamplona á Spáni fór fram í gær. 7 manns voru lagðir inn á spítala þennan daginn, einn stang- aður í lærið. Frömdu satanískt morð Þýskt par hefur viðurkennt að hafa framið satanískt morð á kunn- ingja sínum. Þau stungu hann 66 sinnum á heimili sínu i Bochum og börðu hann með hamri. Afganar banna Internetið Talebanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun Intemetsins í landinu. Stjórnin vill vernda íbúana fyrir ógeðfelldu og ósiðlegu efni. Fær að hitta hetjuna sína EMira Markovic, eiginkona Slobodans Milosevics, hefur fengið leyfi hol- lenskra yfirvalda til að heimsækja eig- mann sinn í fangels- ið í Haag. Hún kallar hann hetjuna sína. Lausn á kynlífsvanda Breskir geðlæknar segjast hafa fundið aðferð til að losa menn við kynlífsvanda sem 29 prósent kyn- ferðislega virkra karlmanna eru haldnir. Þeir segja latexhring geta forðað frá ofbráðlátu sáðláti. Pútín verði rólegur Jean Chretien, for- sætisráðherra Kanada, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni bíða og sjá hvernig þró- un eldflaugavarnar- kerfi Bandaríkjamanna líður. Chretien átti fund með Pútín í gær. Sjöburar í Washington Sjöburar fæddust í Washington í Bandaríkjunum seint á fimmtudags- kvöld. Konunni heilsast vel en börn- in, 5 drengir og tvær stúlkur, eru á gjörgæslu. Hippi óttast framsal Líklegt þykir að landflótta banda- ríski hippaleiðtoginn, Ira Einhorn, verði framseldur til heimalandsins á næstunni. Hann flúði til Frakk- lands árið 1977 þegar hann var ákærður fyrir morðið á kærustu sinni. Nýlega skar hann sig á háls og púls til að mótmæla framsalinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.