Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 14. JULI 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjaiti Jónsson Ritstjórar: Jönas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Jarðgöng í Reykjavík Umferðarræsi eiga heima niðri í jörðinni eins og önnur holræsi. Þau fækka umtalsvert vandamálunum, sem fylgja utanáliggjandi umferðarræsum á borð við Miklu- braut, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut, er mynda eins konar einskismannsland milli hverfa. Aukin bortækni við jarðgöng hefur gert þau að fjár- hagslega álitlegum kosti við skipulag umferðar í stórborg- um. Nýjar hugmyndir skipulagsyfirvalda um að bora gat á Skólavörðuholt, Öskjuhlið og Digranesháls eru í ánægju- legu samræmi við þessa tækniframfor. Með jarðgöngum undir Skólavörðuholt má tengja Sæ- braut og Hringbraut. Með jarðgöngum undir Öskjuhlíð má tengja Hringbraut og Hafnarfjarðarveg. Með jarðgöng- um undir Digranesháls má tengja Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut. Allt væri þetta til þæginda. Raunar má halda áfram á sömu braut. Væri ekki lika góður kostur að leggja Miklubraut gegnum Háaleitið til að losna við gatnamót Háaleitisbrautar? Og skipulagsyfir- völd eru raunar með ágæta hugmynd um að leggja Kringlumýrarbraut undir Miklubraut. Umferðarholræsi eru efnahagsleg nauðsyn í stórborg- um nútímans. Þau ein geta flutt mikinn fjölda fólks og mikinn varning milli borgarhverfa á skjótan og viðstöðu- lausan hátt. Þau draga líka úr menguninni, sem fylgir þvi að koma bílum úr kyrrstöðu við umferðarljós. Umferðarræsi eru hins vegar rúmfrek á yfirborði jarð- ar. Slaufur við gatnamót taka mikið rými og draga úr hlýju í yfirbragði borgar. Mannvirkin þvælast fyrir gang- andi fólki, sem þarf að bíða lengi við gangbrautarljós og fara yfir hverja reinina á fætur annarri. Núverandi lausnir fyrir gangandi vegfarendur gera tak- markað gagn. Það kostar fólk fyrirhöfn að príla upp á göngubrýr, sem liggja yfir umferðarræsi. Og göngubraut- ir við mislæg gatnamót ná ekki til hættulegra hliðar- akreina, þar sem bílar eru oft á nokkurri ferð. Með því að færa umferðarræsin niður í jörðina eru því margar flugur slegnar í einu höggi. Við náum kostum um- ferðarræsanna og losnum við þungbærustu galla þeirra. Yfirborð jarðar verður skipulagslega og fagurfræðilega betri heild. Borgin fær mýkra yfirbragð. Fjármálin eru einföld. Jarðgöng höfuðborgarsvæðisins eiga að hafa forgang. Þau verða svo mikið notuð, að þau verða langsamlega arðbærasta vegagerð, sem hugsast get- ur í landinu, hundraðfalt arðbærari en önnur jarðgöng, sem nefnd hafa verið í fjölmiðlaumræðunni. Jarðgöng undir Skólavörðuholt, Öskjuhlið og Digranes- háls mynda sameiginlega einn umferðarás, sem styttir ferðatímann milli Kvosar og Smára niður í lítinn hluta af því, sem hann er núna. Þetta skapar nýja möguleika í al- menningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins. Nýr forstjóri Strætó hefur lagt til að flutt verði hingað erlend nýjung, sem leysir neðanjarðarlestir af hólmi á fjárhagslega hagkvæman hátt. Það eru litlir, sjálfvirkir rafbílar, sem ganga á gúmhjólum á eins konar teinum i göngunum og tengja saman hverfismiðstöðvar. Þegar miðstöðvar helztu byggðakjarna svæðisins hafa verið tengdar með viðstöðulausum samgönguæðum, sem að töluverðu leyti eru neðanjarðar, verður orðið einkar fljótlegt og ódýrt að ferðast langar leiðir á svæðinu, hvort sem er í einkabílum eða almenningsvögnum. Umferðarholræsi í jarðgöngum undir höfuðborgarsvæð- inu eru ein skynsamasta hugmyndin í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins um langan aldur. Jónas Kristjánsson DV Frelsi fyrir svarta Ökumaðurinn leit aftur í og horfði blóðhlaupnum augum á farþegann. „Það er níðst á svarta fólkinu," urraði hann milli samanbitinna tanna og hvítinginn í aftursætinu skrapp sam- an í skelfíngu þess er veit að hann er genginn í gildru. Nú var komið að uppgjöri milli hvítra og svartra. Far- þeginn átti að svara fyrir syndir hvita meirihlutans og glæpi gegn svörtu mannkyni. „Við íslendingar erum góðir við svertingja og alla aðra sem ofsóttir hafa verið í gegnum tíðina," sagði farþeginn og rödd hans titraði örlítið þar sem hann var einn í aftur- sæti limósínu skammt frá Houston í Texas þar sem hvítir kraftalegir menn tróna gjaman efst í píramída mannflórunnar. Hann hugsaði ákaft sitt ráð. Þeir voru tveir í bílnum og svo virtist sem til uppgjörs gæti dregið á hverri stundu. Líkumar voru ökumanninum í hag og farþeginn horfði með skelf- ingu á hægri upphandlegg hans. Vöðvar hans hnykluðust og farþegan- um var fulljóst að hann hefði ekkert í manninn að gera. Gulir og góðir Farþeginn hafði fengið góð ráð áður en hann hélt af landi brott til Bandaríkjanna. Honum var sagt að taka aldrei nema gula leigubíla því alls kyns fantar sætu um saklausa ferðamenn. Hann kinkaði ákaft kolli og stimplaði inn í minni sér að halda sig við þá gulu. Þar sem ferð- in lá um fjölda stórborga fylgdi hann ráðgjöfinni. Á Kennedyflug- velli tók hann gulan leigubíl sem stjórnað var af sakleysislegum bíl- stjóra sem um árabil hafði þjáðst af heimþrá til Tyrklands. Sá tók fyrir- fram ákveðið gjald fyrir ferðina þar sem hann skilaði manninum af sér á Manhattan. Ferðalangurinn frá íslandi slamp- aðist borg úr borg með það að leið- arljósi að ferðast aðeins í gulum leigubílum. Kostnaðurinn var nokk- ur og þegar hann kom til Houston var hann orðinn efins um að það færi betur með pyngju hans að ferð- ast sífellt í umræddri gerð leigubíla. Hópur manna sem litu út fyrir að vera leigubílstjórar stóð nokkra metra frá honum. Þar sem hann horfði á þá náði hann takmörkuðu augnsambandi við tveggja metra háan og vöðvastæltan mann með sólgleraugu. Sá kom aðvífandi og spurði hvort hann vantaði ekki far. „Ertu gulur,“ spurði aðkomumaður- inn. Sá stóri leit í kringum sig og hálf- hvíslaði svo. „Nei, en ég fer með þig fyrir hálfvirði þess sem þeir gulu taka. Farið kostar 30 dollara og ég ek þér á limósinu en ekki einhverj- um gulum skrjóð." Eitt augnablik klingdi viðvörun- arbjalla í huga verðandi farþega en svo náði hagsýnin yflrhöndinni og hann gerði samning um túrinn. Bíl- stjórinn rétti honum höndina. „Ég heiti Ike,“ sagði hann. Svarti Texasbúinn var afskaplega stimamjúkur þar sem hann bar tösku farþega síns að glæsivagnin um sem stóð kolsvartur og glans andi með skyggða glugga á bíla stæði flugstöðvarinnar. Hann svipti upp afturhurðinni og farþeg- inn sté inn í bifreiðina. Hon um fannst hann vera sem þjóðhöfðingi í opinberri heimsókn í Texas. „Bölvað bull er þetta með gula leigu- bíla,“ hugsaði hann með sér þar sem bifreiðin rann mjúklega af stað inn á hraðbrautina. „Var það ekki Holiday Inn,“ kallaði Ike bílstjóri aftur i. „Yes, sir,“ sagði íslendingurinn í aftursætinu. Nokkru síðar fann farþeginn að bif- reiðin var komin á mikla ferð og ekið var í stórsvigi milli annarra bíla á hraðbrautinni. Heldur fannst honum ökulagið skrykkjótt og værðin sem yfir honum var vék fyrir undnm. Hann sá hvar bílstjórinn bar hand- arbakið upp að vitum sér og saug dug- lega upp í nefið. Það virkaði traust- vekjandi á farþegann. Það hlaut að vera hægt að treysta slíkum manni. Honum var hugsað til samferða- manna á Islandi sem tóku í nefið. Borgfirskir bændur og vestfirskir sjó- menn. Allir voru þeir sómamenn. Hann ákvað að láta sér líða vel í Texas. Glæsivagninn jók enn ferðina og sveiflurnar milli akgreina gerðu orð- ið farþeganum erfltt að halda kyrru fyrir í dúnmjúku aftursætinu. Bíl- stjórinn hækkaði í stereógræjunum og reggae-tónlist var við það að hálf- æra farþegann. Bílstjórinn leit aftur í bílinn og tók af sér sólgleraugun og beraði tryllingsleg augu. „Ég þekki fallegustu kon- urnar í borginni og veit um besta dópið. Nefndu óskir þínar og ég uppfylli þær, “ sagði hann blíðum rómi og varð í framan eins og andi Aladd- íns úr Þúsund og einni nótt. ,11 li»M M» rrr: ...i iiii - *ia «»»*•» . II.. filiil' »*»» ■ Járnbrautarbylting á íslandi íslendinga hefur löngum dreymt stóra drauma um jámbrautarvætt land í líkingu við það sem gerist hjá „alvöru" þjóðum. Þó slíkum draumi hafi enn ekki verið hrint í framkvæmd kann að vera styttra í það en marga grunar. Allt veltur það þó á þvi að hugmyndir stór- huga manna verði ekki kæfðar án nákvæmrar úttektar strax i fæð- ingu. „Púkó“ að fara í strætó Einu kynni íslendinga af járn- brautarlestum er gamall gufujálkur sem dró vagna hlaðna af grjóti til hafnargerðar við Reykjavíkurhöfn fyrir miðja síðustu öld. Lengra hafa jámbrautardraumar íslendinga ekki náð, ef undan eru skildir hand- knúnir jámbrautarvagnar á salt- flskreitum og síldarplönum. Þeir voru víða við lýði allt fram á sjö- unda áratuginn. Einstaklingshyggj- an hefur þess í stað gert ísland að mestu bílaþjóð veraldar, þar sem meira en annar hver íbúi landsins á bíl. Sé minnst á almenningssam- göngur í líkingu við það sem víðast þekkist í stórborgum um allan heim þá hafa þær ekki verið hátt skrifaðar hérlendis. Notkun stræt- isvagna hefur stöðugt farið minnk- andi þrátt fyrir ágæta þjónustu. Það þykir hreinlega hallærislegt og „púkó“ að ferðast með slikum vögn- um. Tveir til þrír bílar á heimili þykja því sjálfsagður hlutur og sama þótt það setji stóran hluta þjóðarinnar í skuldaklafa sem margir kikna undan. Djörf hugmynd Hugmyndir Skúla Bjarnasonar, stjórnarformanns Strætó byggða- samlags, hafa á ný vakið vonir járn- brautaráhugamanna um að kannski sé þetta eitthvað annað og meira en fjarlægur draumur. Mikil umræða um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs og samgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar ýtti einnig af stað umræðu um jámbrautir á ís- landi. Svo langt fór sú umræða að í dag er unnið af fullum krafti við hagkvæmniathugun á þvi verkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Hugmyndir Skúla lúta þó kannski ekki beint að gerð þungra og mikilfenglegra jámbrautarlesta sem flestir kannast við. Heldur er hann þar að horfa til nútímalegra léttbyggðra sjálfvirkra lesta sem nú ryðja sér óðum til rúms í borgum Evrópu. Skúli telur lika að ein meg- inástæðan fyrir slöku gengi strætis- vagna sé hugarfarið varðandi notk- un þeirra. Það þurfl að breyta imyndinni og afstöðu fólks til slíkra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.