Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 14. JÚLl 2001 DV 19 Helgarblað Einstakur bílaáhugamaður, safnari og varahlutasali á Garðsstöðum í Ögurvík: meira en 180 bíla inni í ísafjarðardjúpi - er með sjö árgerðir af Moskvits - keypti upp varahlutalager hjá B&L Á Garðsstöðum í Ögurvík í ísa- fjarðardjúpi býr Þorbjörn Stein- grímsson stóreignamaður hvað varðar bíla sé miðað við fjölda. Fæstir þeirra eru þó á skrá. „Ég held þeir séu orðnir fleiri en 180. Inni í skemmu á ég líka talsvert af bílum,“ segir Þorbjörn sem er orð- inn þekktur á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað því fólk leitar orðið mjög gjarn- an til hans ef varahluti vantar í ýmsar tegundir bíla. „Ég byrjaði á þessu árið 1980 en síðustu tvö ár hefur þetta stór- aukist hjá mér. Ferðafólk sem er á ferð um ísa- fjarðardjúpið kemur líka oft hingað til að fá gert við bíla Þetta er nauðsynlegt," segir Þorbjörn Steingrímsson Á sjö Moskvits- bíla sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum. sina Þorbjörn. Þegar DV kom í Ögurvík sagði Vilborg Ólafsdóttir, móðir Þorbjarn- ar, að bændum í Djúpinu þætti oft gott að vita um öll tækin og vara- hlutina í Ögurvík. „Stundum hafa menn notið góðs af, þegar þeir eru að hamast í heyskap, komið hingað og fengið varahluti," segir Vilborg. Hún segir að mikil umferð hefði verið um Djúpið í sumar. Til að mynda var ferðafólk, ellilífeyrisþeg- ar frá Eyjafirði, í rútuferð í Djúpinu þegar DV var á ferð. Eyfirðingarnir voru að bíða eftir bát við litla bryggju í Ögurvik. Báturinn var að koma utan úr Djúpi til að sækja Ey- firðingana og fara með þá í skoðun- arferð út í Vigur. Þaðan átti svo að halda með bátnum til ísafjarðar um kvöldið. Sérstakur aðdáandi Moskvits „Minn fyrsta bíl eignaðist ég 12 ára,“ segir Þorbjörn og það vottar fyrir mikilli umhyggju í röddinni. „Þetta var Moskvits. í dag á ég ár- gerðir ‘58, ‘59 Og ‘60 Og ‘63, ‘64 og ‘65. Gamll tímlnn Kirkjan og Ögurvíkurhúsiö gamla og reisulega sem nú er í eigu Landsbanka íslands. ÐV-MYNDIR GVA Horft heim að Garösstaö í Ogurvík. Skammt frá er kirkja. Sumir hafa slegiö þvi fram í gríni aö efekiö er þjóöveginn skammt frá mætti vei ímynda sér aö góö kirkjusókn hafi veriö þann daginn sé miöaö viö bílaflotann. Þorbjörn hefur stillt bílum sínum upp á skipulagöan og snyrtilegan hátt þannig aö aögengi aö hverjum bíl er þægiiegt. 1958-bíllinn er alveg gangfær. Svo á 1973. Hann er á lsafirði,“ segir Þor- ég líka uppgerðan Moskvits, árgerð björn sem er starfsmaður hjá Eim- Vagnar í uppáhaldl hjá Þorblrni Aö minnsta kosti er þeim skipaö í nokkurs konar öndvegi. Fremstur er Ford Grand Torino, árgerö 1970, þá kemur Moskvits, árgerö 1958, og síöan Voikswagen, árgeröir 1976. Allir bílarnir eru gangfærir. skip á ísaflrði. - Ætlarðu að selja Moskvits-bíl- ana eða hvað? „Nei, nei, ég læt þá ekki. En það eru margir sem falast eftir þeim.“ - Vantar þig ekki varahluti í þá? „Nei, nei, ég keypti lagerinn upp hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum þegar þær hættu með Moskvitsbíl- ana svo mig vantar ekkert. Þorbjörn orðar það svo að hann sé meira og minna með allar gerðir af bílum, gangfærum sem ógangfær- um. „Þetta er allt upp í árgerðir 1999 en elsti bíllinn er árgerð 1954.“ -Ótt Tónleikar Led Zeppelin 22. júní 1970 Áttu minjar frá þessum frægu tónleikum, s.s. upptöku, myndir af tónleikunum, aðgangsmiða, áritað plaggat, ummæli tónleikagesta, hljómsveitarmanna eða framkvæmdaraðila? Vinsamlegast hafið samband við Kristínu í síma 869-0291 eða fjj skrifið til dagmey@hotmail.com Áhugaverðar minjar verðlaunaðar. ishcsur - SörUsiciiS 26 - 220 Hífnarflörður - 555-7000 - www.lshcsur.is Reiðnámskeið hefjast mánudaginn 23. júlf og eru vikulega út 17. ágúst. Hvert námskeið stendur yfir í eina viku. Skipt er í tvo aldurshópa 8 - 12 ára frá kl. 9 - 12 og 13- 15 ára frá kl. 13- 16. Miðað er við 12 nemendur í hóp með 2 leiðbeinendum. Verð er kr. 7.500 pr. bam. Allar nánari uppiýsingar og innritun í síma 555 7000 alla daga frá kl. 8-22. Munið að allir sunnudagar lijá okkiir erti dagar Frá kl. 14-17 Börnin .1 htstbak fyrii I OOkr Káko, vöfflur og grillaðar pylsur HESTAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.