Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Síða 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
DV
Vandamál
forríku
frúarinnar
Nicole Glover hafði allt til aö
bera sem kona getur óskað sér.
Hún var glæsileg og lifði lífi sem
flestir geta aðeins látið sig dreyma
um. Eiginmaðurinn var áhrifamik-
ill bankamaður með góð sambönd
við jöfra atvinnulífs og stjórnmála.
Þau áttu tvær fallegar dætur.
Range Rover frúarinnar sást iðu-
lega á stæðum fyrir utan dýrustu
lúxusverslanir í Sidney. Hún
klæddist fötum frá Gucci, bar
skartgripi frá Cartier og notaði
ilmvatn frá Chanel.
Og þótt hún væri yfirleitt ekki
sérlega matlystug boröaöi hún
reglulega úti og hafði lag á að láta
sjá sig á réttum stöðum með réttu
fólki. Ef nokkur manneskja virtist
vera reglulega vel inn undir hjá
þekktustu stjómmálamönnum og
peningamönnum Ástralíu var það
Nicole Glover.
Range Rover-inn átti að sýna að
þar fór útivistarmanneskja sem
stundaði óbyggðaferðir og það
sport sem þeim tilheyra. Hún átti
milljón dollara hús viö ströndina
sem notalegt var að skjótast í um
helgar og þegar henni hentaði að
hvíla sig frá samkvæmislifl eigna-
og valdastéttarinnar.
Önnum kafinn eiginmaöur
Eiginmaðurinn Mark Glover var
og er varaforseti og þar með fram-
kvæmdastjóri Ástralíudeildar
Bank of America. Hann vann fjórt-
án klukkustundir á dag og hafði
litlar hugmynd um eða áhyggjur af
í hvað kona hans eyddi dögunum.
Hann reiknaði með að eftir að frú-
in væri búin að aka dætrunum í
rándýran einkaskóla færi hún að
versla sér til gamans, borða hádeg-
isverð með vinafólki, sækja fundi
nokkurra góðgerðarnefnda og láta
snyrta hár sitt og neglur, að ríkra
manna eiginkvenna hætti.
En hin 36 ára gamla samkvæm-
isljónynja átti sér leyndarmál sem
átti eftir að rústa glæsilegan lifsstil
hennar. Jafnframt því að taka þátt
i samkvæmislífi og háttum ríka
fólksins tók þessi aðlaðandi dökk-
hærða kona þátt í lífskjörum
dreggja samfélagsins. Hún varði
Eiginmadur Nicole
Glover var voldugur
bankastjóri og á yfir-
borðinu skorti hana
ekkert af lífsins gœð-
um. En hvers vegna
leitaði hún á subbuleg-
ustu krár borgarinnar
og umgengst þar úrköst
þjóðfélagsins sem héldu
sig í hverfum sem heið-
virðar manneskjur
vildu helst ekki láta sjá
sig í?
miklu af tíma sínum í sóðalegustu
hverfum Sidney-borgar þar sem fé-
lagsskapurinn var hinir ömurleg-
ustu allra borgarbúa.
Tvöfalt líferni
Þegar Nicole var ekki í hlutverki
ríku og glæsilegu eiginkonu auð-
mannsins hékk hún í búllum þar
sem eiturflklar héldu til og var þá
ein af þeim. Hún var haldin
óstjómlegri heróínfíkn.
Þetta tvöfalda lífemi kom i ljós
þegar hún ók á og stórslasaði unga
stúlku sem var við háskólanám.
Stúlkan lifði af en það gerði orðstír
Nicoleekki.;
í ljós kom að eiginmaðurinn eða
nánustu ættingjar frúarinnar
höfðu enga hugmynd um að í 15 ár
hafði hún veriö eiturlyfjafíkill.
Hún hafði byrjaö á tiltölulega væg-
um efnum og setti í sig næstum
hvað sem var af eitrinu en þegar
hér var komið sögu dugði ekkert
minna en sterkir heróínskammtar.
Þegar Mark Glover sinnti banka-
viðskiptum og ferðaðist til Singa-
pore, Hong Kong, London eða New
York stundaði eiginkonan sín við-
skipti án þess að þurfa að ferðast
Ekiö upp á gangstétt
Range Rover fínu frúarinnar hafnaði á Ijósastaur eftir að hafa ekiö yfir
unga stúlku á gangstéttinni.
út fyrir borgarmörkin. Hún leitaði
þá á bari og billjardstofur þar sem
fíkniefnaviðskipti og -neysla fóru
fram.
En þótt fíknin ræki hana áfram
og hún svifist einskis til að komast
í vímu var hún ekki viti sínu fjær.
Hún var ávallt hrædd um að ein-
hver þekkti sig og upp kæmist um
tvöfalt lífernið. Hún fór aldrei í
glæsifötunum í búllumar. Þegar
hún fór í illræmdu hverfín til að
kaupa eitrið var hún oftast klædd í
snjáðar gallabuxur og fátæklega
peysu.
Slyslð
Hún fór síðan heim meö
skammtinn sinn og sprautaði hon-
um í sig, ýmist gegnum bera húð-
ina eða leitaði uppi staði innvortis
til að fela nálarstungumar. Síðan
hékk hún í vímu fyrir framan sjón-
varpið eða hafði bók í höndum.
Ef hætta var á að eiginmaðurinn
kæmi snemma heim hélt Nicole sig
á börum eða krám þar sem eitur-
fíklar héldu sig og fengu aö njóta
vímunnar i friði.
Hún var á einum slíkum stað
þann 19. ágúst 1999. Þegar leið á
daginn og tími var til kominn að
fara heim hringdi hún í leigubíl tU
að aka sér að þeim stað þar sem
hún hafði lagt Range Rovernum
sínum. Þegar þau komu að jeppan-
um varð leigubUstjórinn að vekja
frúna.
Nicole sté þegar upp í bíl sinn og
ók af stað og ætlaöi fyrst að ná í
dóttur sina sem var í dagvistar-
skóla. Líklegt þykir að hún hafi
sofnað undir stýri því hún gleymdi
einni beyjunni og ók rakleitt upp á
gangstétt og á 25 ára gamla stúlku,
Ursulu McWUliams, og endaði á
ljósastaur.
Stúlkan varð undir bUnum og
hlaut mikla höfuðskaða, sprungið
nýra og lifur, handleggsbrot auk
annarra meiðsla. Hún var talin í
lífshættu í heUa viku og var með-
vitundarlaus í mánuð. Hún er enn
mjög Ula farin og auk líkamlegra
örkumla er sálarlífið í rúst.
Skilnaður
Lögreglumenn sem komu að
slysinu tóku eftir því að augu bU-
stjórans sem oUi því voru blóð-
hlaupin, fljótandi í tárum og með
undarlegan glampa, Augnlokin
voru hálflokuð og röddin drafandi.
Morfín fannst í blóði sem þótti
greinUeg vísbending um heróín-
notkun.
Glæsilega auðmannsfrúin viður-
kenndi fúslega að hafa ekiö undir
áhrifum fikniefna og hafa orðið
völd að alvarlegu slysi. Hún viður-
kenndi einnig að hafa veriö eitur-
fíkUl í yfir 14 ár.
Eiginmaðurinn bar að hann
hefði ekki haft hugmynd um fíkn
og lifnaðarhætti konu sinnar. Eftir
að upp komst vegna bUslyssins
skUdu þau hjónin. En bankamað-
urinn telur að nú sé Nicole komin
yfir fíknina eftir meðferð sem hún
fékk. í réttinum sagði hann að
hann væri viss um aö hún myndi
aldrei snerta fikniefni aftur þar
sem hún hefði nú lært sína lexíu
og sæi innUega eftir að hafa lifað
slíku líferni og valdið öðrum
skaða.
Samkvæmisstjarna
Nicole Giover var ein skærasta stjarnan í samkvæmislífí
Sidney-borgar og tíöur gestur í dýrustu versiunum og veitingahúsum
í féiagsskap hinna votdugu og ríku.
Hámarksdómur
En dómarinn, Reg Blanch, var
ekkert uppnæmur yfír staðhæfing-
um um að hún væri orðin ný og
betri manneskja. Hann sagði að
undir venjulegum kringumstæðum
hefði hún fengið skUorðsbundinn
dóm en áður hafði hún tvisvar ver-
ið staðin að því að aka bíl undir
áhrifum áfengis og síðasta brot
hennar væri mjög alvarlegt. Hlaut
hún því hámarksdóm, þriggja ára
fangelsisvist.
Þegar dómurinn var kveðinn
upp gróf Nicole andlitið í höndum
sér og grét. Dómarinn sá ekki
ástæðu til að hlífa henni og árétt-
aði að hún heföi stefnt eigin lífi,
barna sinna og annarra vegfarenda
í bráöa hættu með því að aka bU
undir áhrifum svo sterkra lyfja
sem raim bar vitni.
Hann bað frúna að hugleiða það
í fangelsinu hvað hún hefði brotiö
af sér og sagði að það hefði ekki
veriö spurning um hvort hátterni
hennar leiddi tU stórslyss heldur
hvenær. En þótt Nicole hugleiði
gerðir sinar og gangi í gegnum
endurhæfíngu er það lítil huggun
fyrir stúlkuna sem hún ók yfír.
Hún á nú erfiöa ævi fyrir höndum
vegna eiturfíknar finu frúarinnar i
Sidney sem enn situr I fangelsi og
á ekki afturkvæmt í glæsUegt sam-
kvæmislíf eða félagsskap hinna
ríku og voldugu.
Herra alheimur í dauðadeild
Bertil Fox komst á toppinn en hvað fór úrskeiðis á
paradísareyjunni í Vestur-Indíum?