Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 26
26
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
Helgarblað
DV
„Þeir gera það. Þeir eru að reyna
að vinna sín verk af samviskusemi
og reyna að leggja sig eftir því að
kynna sér framkvæmd dóma í ná-
grannalöndunum. Svo eru þeir að
reyna að bera þetta saman við aðra
dóma í málum sem þeir telja sam-
bærileg. Það ber þeim að gera. Við
viljum ekki að menn sem fremja
svipuð afbrot taki út mjög misjafna
refsingu. En þá er þess að gæta að
nauðgunarbrot eru mismunandi
gróf og þess vegna er refsiramminn
svona víður. Það getur verið að
fólkið sé byrjað að hafa kynmök
þegar öðrum aðilanum snýst hugur
og hinn er ekki sáttur við það og
fylgir fram vilja sínum með ofbeldi.
Þótt það sé nauðgun þá er hún ekki
eins grófur verknaður og í þessu til-
tekna máli. Þess vegna hljóta refsi-
ákvarðanirnar að þurfa að vera
mjög misjafnar innan þessa brota-
flokks.“
- I þjóðfélagsumræðunni ber
mikið á þeirri skoðun að herða beri
refsingar. Er refsigleðin kannski
orðin of mikil?
„Það kom mér á óvart að í ný-
legri skoðanakönnun kom fram að
fimmti hver íslendingur er fylgj-
andi dauöarefsingum,“ segir Jón
Steinar. „Ég er algjörlega andvígur
dauðarefsingum. Það lýsir uppgjöf
samfélagsins að dæma menn til
dauða. Það er verknaður sem er oft
sambærilegur við þann sem sá
dæmdi drýgði. Við getum ekki
talist til siðaðra þjóða ef við beitum
slíkum refsingum. Mér sýnist ref-
sigleðin vera mikil. Ég held að fólk
verði að staldra við og reyna að
gera sér grein fyrir að einn ógæfu-
maðurinn i afbrotinu, og oft ekki sá
minnsti, er afbrotamaðurinn. En
það er stundum erfitt að höndla þá
hugsun þegar verknaðurinn er al-
varlegur." -KB
Dómstólar verða
að taka sig á
„Það er greinilegt af viðbrögðum
fólks að réttlætiskennd þess er mis-
boðið með þessum dómi. Hann opin-
berar líka mikið misræmi í refsing-
um eftir því hvert brotið er. Ég held
að það sé fyrst og fremst vandamálið.
Refsiramminn er því ekki endilega
vandamál, heldur hitt að dómararnir
nota hann ekki í nauðgunarmálum,"
segir Bryndís Hlöðversdóttir, þing-
maður og þingflokksformaður Sam-
fylkingar. Hún segist ekki vilja kveða
upp úr um það hvort breyta þurfi lög-
um en segir dómstóla verða að taka
sig á í málum sem snúa að kynferðis-
afbrotamálum, og þá sérstaklega þar
sem böm eiga í hlut. „Þar verður að
fara kirfilega ofan í þessi mál og ekki
síst málsmeðferðina," segir Bryndis.
„Ekki er langt síðan hávær umræða
var i þjóðfélaginu um Bamahúsið.
Dómstólar voru ekki alltaf tilbúnir
að taka gildar yfirheyrslur sem voru
teknar i Bamahúsi og hentuðu böm-
unum, þolendunum, í þessum erfiðu
málum. Mál eins og þau þarf að taka
til rækilegrar skoðunar. Ég er ekki
viss um að það sé endilega nauðsyn-
legt að breyta refsirammanum.
Vandinn snýr fremur að sönnunar-
byrðininni í kynferðisafbrotamálum,
hún er oft fáránlega erfið fyrir
þolendur."
- Er refsigleði í þjóðfélaginu að
aukast?
„Já, mér fmnst það. í þessu til-
tekna máli fyllist maður reiði og við-
bjóði þegar maður les lýsingamar úr
dómnum. Almennt séð held ég þó að
við þurfum að staldra við og meta
það hvort hert refsilöggjöf sé endi-
lega svarið. Inn í þetta blandast dóm-
ar í fíkniefnamálum og það er spurn-
ing hvort það sé lausn að henda í
fangelsi ungmennum sem eru veik
og þurfa aðstoð. Ég efast stórlega um
að það sé lausnin." -KB
Bryndís Hlööversdóttir.
„Þaö er greinilegt af viöbrögöum
fólks aö réttlætiskennd þess er mis-
boöiö meö þessum dómi. Hann op-
inberar líka mikiö misræmi í refsing-
um eftir því hvert brotiö er. Ég held
aö þaö sé fyrst og fremst
vandamáliö. “
I ævagömlum
aldingarði
- stefnumót við Skrúð í Dýrafirði. Garðurinn kynntur með hljóð-
færaleik og skógarbrauði. Spaugsamur spörful meðal gesta
Ketilkaffi og skógarbrauö
Boöiö var upp á ketilkaffi og skógarbrauö á stefnumóti viö Skrúö, sem 400
manns sóttu.
hafi hann átt nokkuð á brattann að
sækja enda veðurfar afar óhagstætt.
„Eftir að foreldarar mínir hættu að
sinna garðinum voru ýmsir sem litu
eftir honum en þegar því lauk, fólk
flutti í burtu og annað slíkt, lenti
garðurinn í mikilli niðumíðslu. Það
er svo heiðursfólk sem á undanfórn-
um árum hefur staðið að uppbygg-
ingu garðsins og em þar fremstir í
flokki þeir frændur, ættaðir frá Læk
héma rétt hjá, þeir Sæmundur Kr.
Þorvaldsson og Brynjólfur Jónsson.
Undir þeirra forystu hafa ýmsir kom-
ið að uppbyggingu Skrúðs og hafa
gert þetta með myndarbrag."
Skrúfaði frá bununni
Það var ánægulegt fyrir Þröst að
vera á þessum kynningardegi, sem
kallaður var Stefnumót við Skrúð,
enda ekki einasta að verið væri að
kynna garðinn heldur átti hann af-
mæli þennan dag og var ekki laust
við að þessi hetja þorskastríðanna
kæmist við þegar hann hugsaði til
baka til þeirra ára þegar
hann var púki að fara,
ásamt Hlyni bróður sin-
um, fyrrum veðurstofu-
stjóra, í garðinn með for-
eldrunum.
„Það er stórkostlegt að
sjá garðinn kominn i
þetta horf,“ segir Þröstur
sem kann frá ýmsu að
segja frá því að hann
byrjaði að fylgja foreldr-
um sínum í garðinn. Oft
var margt stórmenna að
skoða garðinn og þá ekki
síst gosbrunninn sem var
sá fyrsti slíkur á íslandi.
„Það voru tvær bunur úr
honum, beint upp í loftið
og svo var hægt að láta
fjórar bunur koma út úr
honum og þegar foreldrar
okkar voru að sýna fólki
þetta nýmæli vorum við bræðumir
fengnir tfi að skrúfa frá og framkalla
gosið. Fyrst lét maður bununa koma
beint upp og þegar fólkið hafði raðað
sér í kringum brunninn þannig að
ekki kom vatn á það skrúfaði ég frá
bununni út úr honum þannig að fólk
fékk væna gusu yfir sig. Ég var alveg
sérstaklega laginn við þetta. Það varð
stundum svolítið fjaðrafok en mér
var skemmt," segir þessi glaðværi
maður sem síðar hlaut viðumefnið
spaugsami spörfuglinn.
Minning foreldra
Þröstur viö minnismerki um foreldra
sína í Skrúöi, þau Sigtrygg Guö-
laugsson og Hjaltalínu Guöjónsdótt-
ur, sem stofnuöu garöinn.
Ketilkaffi og skógarbrauö
Sæmundur Kr. Þorvaldsson var
frumkvöðull að Skrúðshátíðinni
sem bar yfirskriftina Stefnumót
við Skrúð og stefnt að því að mað-
ur væri manns gaman. Boðið var
upp á ketilkaffi og skógarbrauð
bakað auk þess sem flutt voru
ávörp og saga garðsins rakin.
Yfir 400 manns sóttu garðinn á
þessum merkisdegi. Tónlistamað-
urinn Guðni Franzson lék á ýmis
hljóðfæri og þar á meðal á svo-
kallaðan ljóðalurk sem er hljóð-
færi ættað frá frumbyggjum
Ástralíu. -GS
Ljoöalurkur
Guöni Franzson leikur á Ijóðalurk sem er hljóöfæri
ættaö frá frumbyggjum Ástralíu.
Spaugsami spörfuglinn
Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skiþherra, viö gosbrunninn þar sem hann
gaf fólki væna bunu, af hreinum prakkaraskaþ.
„Það var byrjað á þessum garði um
leið og faðir minn kom hingað að
Núpi árið 1905. Næstu fjögur árin
fóra í að hlaða veggi umhverfís garð-
inn og hann flutti með sér steina í
veggina i hverri ferð frá Núpi. Hann
burðaðist með einn til tvo steina i
ferð eftir stærð þeirra. Garðurinn var
svo vígður 8. ágúst 1909,“ segir Þröst-
ur Sigtryggsson, fyrrverandi skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni, þar
sem hann var staddur í hinum merka
grasagarði, Skrúði við Núp í Dýra-
firði.
Garðurinn lenti í mikilli
niöurníöslu
Skrúður er um margt sérstakur
garður enda fyrsti matjurtagarður
hérlendis ætlaður til kennslu. Það
var hinn merki kenni- og fræðimaður
séra Sigtryggur Guðlaugsson, faðir
Þrastar, sem kom garðinum á legg og
verður það að teljast talsvert stór-
virki enda er í garðinum að finna
ýmsar plöntur sem ekki höfðu áður
verið ræktaðar hér á landi. Garður-
inn varð strax snar þátt-
ur i kennslu við ung-
mennaskólann á Núpi
og var ætlunin ekki síst
að sýna fram á heil-
brigði garðávaxta til
neyslu. Þröstur segir
garðinn hafa lifað mörg
skeið. Frostaveturinn
1918 hafi hann farið afar
illa