Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 29
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 37 Helgarblað „Það á ekki að eiga sér stað að stórir hluthafar í almenningshlutafélögum geti neytt aflsmunar í viðskiptum, fótum troðið minnihlutann og hina smœrri hluthafa sem telja sig ekki geta haft áhrif á gang mála. “ geir Pétursson sem svo náðu meirihluta í nýrri stjóm. „Þeir, ásamt fjölmörgum öðrum, lögðu á sig ómælda vinnu í aðdraganda hluthafafundarins. Þessir þrír menn eiga sérstakar þakkir skild- ar fyrir að verja hagsmuni fyrir- tækisins í þessu máli,“ segir Sturla og kveðst hafa verið í nánu samráði við þremenningana með- an á orrahríðinni stóð. „Ég taldi mér skylt að starfa með þeim enda hagsmunir félagsins í húfi. Alger einhugur ríkti meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins og var stuðningur þeirra ómetanlegur." Sturla Geirsson kveðst alls ekki vera mótfallinn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, líkri því sem menn hafa á prjónunum varðandi Sóltúnsheimilið. „En verðið sem menn voru að gæla við og átti að greiða Jóhanni Óla fyrir með hlutabréfum í Lyfjaversluninni var hins vegar gjörsamlega úr lausu lofti gripið. Söluverð sem endurskoðandi Frumafls nefndi var 100 til 200 milljónir kr. og gengi bréfa í Lyfjaverslun íslands hefur að undanförnu verið yfir 5,0. Við erum því að tala um að verðið hefði verið í allt að einn milljarður króna. Ef við hefðum átt að kaupa þetta fyrirtæki hefði þurft að fara náið yfir málið og þær áætlanir og rekstrarforsend- ur sem Frumafl væntanlega hefur. Til þess kom aldrei." Um það hvort eðlilegt sé að lyfjafyrirtæki standi að rekstri öldrunaheimilis segir Sturla að þar verði að fara að öllu með gát. „Ef rekstrinum er haldið algjör- lega aðskildum getur það gengið en allt getur orkað tvímælis. Aug- Ijós hætta er á hagsmunaárekstr- um þegar lyfjafyrirtæki er farið að reka hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Menn verða að gæta að trúverðugleikanum, tO að mynda að það viðhorf verði ekki viðtekið að fólk á slíkum öldrunarheimil- um taki meira af lyfjum en eðli- legt getur talist. Auðvitað eru það læknar sem ávísa lyfjum og þeim er alveg treystandi til þess að slíkt gerist ekki. En út á við getur þetta skapað tortryggni." Viðskiptasiðferði á gráu svæði eru þau orð sem Sturla Geirsson notar um hugmyndir fyrrverandi meirihluta stjórnar Lyfjaverslun- ar íslands að kaupa meirihlutann í Frumafli af Jóhanni Óla Guð- mundssyni. „Menn verða hins vegar að gæta alls siðferðis, sér- staklega þegar um ræðir stóra hluthafa í félögum þar sem þeir sjálfir hafa yfirráð. í slíkum tilvik- um þarf sérstaka aðgæslu. Staðan er krítísk og mun meiri varkárni er þörf en í viðskiptum við þriðja aðila. Þetta á sérstaklega við í al- menningshlutafélögum á markaði. Án þess að ég vilji nefna ákveðin nöfn né dæmi þá veit ég að mörg mjög vafasöm dæmi af áðurnefnd- um toga eru til úr íslensku við- skipalífi. Þau snúast yfírleitt um að menn eigi viðskipti sem eru til þess fallin að vera betri fyrir einn aðilann en annan og almennir hluthafar eru látnir borga brús- ann. Hin aðferðin er að ná völdum og láta þá félögin sjálf borga her- kostnaðinn við það sem almennir hluthafar greiða síðan á endan- um.“ Sturla Geirsson bætir við að vísast muni almenningur átta sig á...að þetta sé miklu stærra mál en svo að þetta séu aðeins átök innan Lyfjaverslunar íslands. Það hefur sýnt sig í þessu máli að full •ástæða er fyrir minni hluthafa í almenningshlutafélögum að gæta sinna hagsmuna í félögum, en ekki bara hina fáu og stóru. Hefði niðurstaðan á hlutahafafundinum á þriðjudaginn orðið önnur hefði það einfaldlega spillt fyrir ís- lenska. hlutabréfamarkaðnum. Skilaboðin hefðu verið þau að þátttaka í almenningshlutafélagi væri fyrst og fremst fyrir stóra hluthafa sem gætu skarað eld að sinni köku. Ég vona að þetta mál verði til þess að ýta við mönnum sem fara með eftirlit á hlutabréfa- markaði, svo sem löggjafanum, Verðbréfaþingi og Fjármálaeftir- liti.“ Vaxtarbroddar ekki síst erlendis Það var árið 1994 sem Sturla Geirsson kom til starfa hjá Lyfja- verslun ríkisins. „Ég náði því að vinna í tvær vikur hjá ríkisfyrir- tæki,“ segir Sturla sem fyrst vann að einkavæðingu fyrirtækisins, varð síðan framkvæmdastjóri heildsölusviðs, þá ijármálastjóri og loks lá leiðin í starf forstjóra. „Einkavæðing á að vera í bland við annan rekstur. Við eigum aö sjá ákveðinn samanburð í at- vinnulífinu og samkeppnin stuðl- ar líka að framförum. Reynsla af einkavæðingu þessa fyrirtækis er góð og ef ég á að gefa einhver ráð tO þeirra manna sem nú vinna að sameiningu Landssímans og ríkis- bankanna þá er það fyrst og fremst að menn verða þegar út í samkeppnina er komið að vera fljótir að aðlaga sig að lögmálum Ágæt einkavæðing rekstur. Viö eigum að s/'á ákveöinn samanburö í atvinnulífinu og samkeppnin stuöl- irum. Reynsla af einkavæöingu þessa fyrirtækis er góö. “ Skaraö eld aö sinni köku „Heföi niöurstaöan á hlutahafafundinum á þriöjudaginn oröiö önnur heföi þaö einfaldlega spillt fyrir íslenska hluta- bréfamarkaönum. Skilaboöin heföu veriö þau aö þátttaka í almenningshlutafélagi væri fyrst og fremst fyrir stóra hlut- hafa sem gætu skaraö eld aö sinni köku. Ég vona aö þetta mál veröi til þess aö ýta viö mönnum. “ markaðarins, vera vakandi í sam- keppninni og hafa til dæmis skipuritið þannig að menn séu fljótir að bregðast við nýjum að- stæðum,“ segir Sturla og leggur áherslu á að starfsfólk sé mesti auður sérhvers fyrirtækis. Velta Lyfjaverslunar íslands og dótturfyrirtækja er i dag um 6,2 milljarðar króna og hefur mikið vaxið á síðustu árum. Starfsmenn eru um 180. Félagið festi ekki alls fyrir löngu kaup á fyrirtækjunum A. Karlsson ehf. og Thorarensen- Lyfjum ehf. og verða þau áfram rekin með sjálfstæðum hætti en rekstur þeirra þó samræmdur að Lyfjaverslun íslands svo sem í dreifingarmálum. Þá á fyrirtækið hlut í ýmsum öðrum fyrirtækjum, meðal annars erlendis, og telur Sturla vaxtarbroddana ekki síst þar. Einnig séu kröfur íslendinga til sinnar eigin heilbrigðisþjón- ustu miklar. Það skapi fyrirtækj- um, svo sem í lyfjageiranum, sóknarfæri, ekki síst þegar þjóðin sé að eldast og vöxtur því fyrirsjá- anlegur í heilbrigðiskerfmu, „En fram á síðasta dag gat þetta farið á hvorn veginn sem var. Vissulega fengum við mikinn með- byr og stuðning, ekki síst utan úr þjóðfélaginu frá fólki sem er alveg ótengt félaginu. Ég tel raunar að hefði Hœstiréttur komist að annarri niður- stöðu en raunin varð með lögbannskröfuna hefði dugað fyrir meiri- hlutann, sem þá var, að kaupa hlut eins af stcerri hluthöfum félagsins til að ná yfirráðum og fara með sigur á hluthafa- fundinum. “ Missi ekki úr Laxárferð Sturla Geirsson er rúmlega fertugur að aldri, fæddur og uppalinn í höfuðborginni. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað meðal annars hjá Húsasmiðjunni og Reykjavíkurborg en lengstum hjá Lyfjaverslun íslands - eins og að framan greinir. Eiginkona Sturlu er Ásta Friðriksdóttir, skrifstofu- maður hjá Fást ehf. og eiga þau tvö börn, tvíburana Árna og Erlu Guðrúnu sem eru fædd 14. ágúst 1992. Rólegur fjölskyldumaður er sú lýsing sem Sturla Geirsson gefur sjálfum sér. Maður sem leggur ’ mikið upp úr orðheldni, ellefta boðorðinu sem svo hefur verið kallað. Og áhugamálin eru helst útivist og veiðiskapur, til að mynda á urrðiðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit. Þangað er Sturla búinn að fara í vor eins og allan síðasta aldarfjórðunginn. „Mér væri það mikið áfall ef ég missti úr Laxárferð, þangað fer ég þótt rigni eldi og brennisteini." -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.