Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Page 24
28 ______________________________________________________________FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 Tilvera I>V Dauði Baldurs og draugar í fornum sögum: Lífið eftir dauðann lí f iö Hljómar spila norðan heida Frægasta bítlahljómsveit á íslandi fyrr og síðar, hinir einu sönnu Hljómar, spila á veitingastaðnum við Við Pollinn á Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsta skemmtun Hljóma norðan heiða síðan 1968 og mun sveitin leika flest þekktustu Hljómalögin og auk þess ýmsar perlur Bítlanna, Stones og fleiri sveita sem gerðu garðinn frægan á sjöunda áratugnum. Húsið verður opnar klukkan 21 og hefst skemmtunin kl. 23 stundvíslega. Miðaverð er 1800 krónur. Klúbbar ■ GOTT GLENS A CLUB 22 UM HELGINAi I kvöld ætlar Doddi litli aö taka sér stöðu í búrinu á Club 22 á miönætti og halda uppi villtri partístemningu um nóttina og fram undir morgun. Ef þú ert graður hlökkum viö til að sjá þig! ■ KAFFI REYKJAVÍK í kvöld er Dans á Rósum með fjörugt dansi- ball. DJ Elliot byrjar 22 í þásu og verður eftir ballið. ■ KRISTJÁN X Á HELLU Hinn einn sanni Bubbi Morthens heldur miðnæturtónleika á veitinga- staðnum Kristján X á Hellu í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. ■ MIÐGARÐUR SKAGAFIRÐI Stuömenn munu sjá um aö trylla mannskapinn á Norðurlandi í kvöld á dúndurballi i Miögaröi í Skagafirði. ■ GAUKIJR Á STÖNG Hreimur og félagar í hljómsveitinni Land og synir verða með brjálaö ball á Gauki á Stöng í kvöld. Klassik Í REYkHÖLfSHÁfÍÐ Á FIMM ARA VIGSLUAFMÆLI REYKHOLTS- KIRKJU Reykholtshátíö verður haldin á fimm ára vígsluafmæli Reykholtskirkju um helgina. Úrvals tónlistarmenn, innlendir sem erlend- ir, koma fram á fernum tónleikum. Hátíöarguösþjónusta verður á sunnudegi kl.14.00. Herra Siguröur Siguröarson vígslubiskuþ í Skál- holti, þrédikar. A hátíöinni verða flutt vel þekkt og sígild verk meistaraevr- óþskrar tónlistarsögu. Uþplýsingar um Reykholt og hátíöina er að finna á vefsíðunum www.reykholt.is og www.vortex.is/festival og hjá Heimskringlu. Sveitin ■ SPENNANDI HELGI I VkPEY Við ey hefur upp á margt aö bjóða um helgina. Reiöhjól eru lánuö án end- urgjalds og eyjan hefur að geyma ókeyþis tjaldstæði fyrir þá sem vilja. Boðiö er uþþ á gönguferö á laugar- daginn og kaþólska messu á sunnudag kl. 14 með tilheyrandi staðarskoöun.Viðeyjarstofa er oþin alla helgina meö kaffisölu og sýning- in Klaustur á Islandi er opin frá kl. 13.00-16.15 alla helgina. Leikhús ■ MEÐ VIFtO I LUKUNUM Leikritiö Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Coon- ey veröur sýnt í kvöld klukkan 20 á Stóra sviöi Borgarlelkhússins. Leik- stjóri er Þór Tulinius og þýöandi Arni Ibsen. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Vésteinn Ólason, prófessor og for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar, er þessa dagana staddur austur á Skriðuklaustri. Á morgun kiukkan átta, verður hann með fyr- irlestur á vegum Gunnarsstofnunar sem nefnist Dauði Baldurs og draugar í fornum sögum. Dauði Baldurs „Ég ætla aö tala um ákveðna þætti í fornum textum," segir Vé- steinn, „í fyrsta lagi er það frásögn- in af dauða Baldurs í Snorra Eddu. Frásögn Snorra er bæði löng og rækileg, hann segir nákvæmlega frá því hvernig Baldur deyr, er brennd- ur og hvernig er reynt að bjarga honum frá heljum. í fyrirlestrinum ætla ég að skýra frásögnina sál- fræðilega og tengi hana nútíman- um. Eftir því sem ég kemst næst fjallar sagan um allar þær tilfinn- ingar sem vakna þegar einhver ná- inn fellur frá eða skyndilegt dauðs- fall ber að höndum." Hugmyndir manna um lífið eftir dauðann Vésteinn segist telja að frásögnin um dauða Baldurs hafi hugsanlega virkað huggandi fyrir fólk þótt hún hafi ekki verið skrifuð í þeim til- gangi. „Ég tala líka um nokkra katla í ís- lendingasögunum sem segja frá draugum og velti fyrir mér hvaða hugmyndir menn höfðu um þá dauðu, framhaldslífiö og hvers kon- ar líf það hefur verið. Ég reyni að tengja þetta allt saman og við hug- myndir okkar um sömu mál í nú- tímanum.11 Þegar Vésteinn er spurður um niðurstöðu þessara vangaveltna seg- ir hann að þær séu svo sem ekkert nýjar. „Menn trúðu því að það leyndist líf í líkamanum eftir dauð- ann og þegar menn gengju aftur sem draugar væri það í skrokknum sjálfum en ekki sem einhver andi eða vofa. Þessi hugmynd er mjög sterk í fornum sögum, sumum þjóðsögum og lifir jafnvel enn í dag. Ég tíni til nokkur dæmi í fyrirlestrinum eins og þegar Gunnar kveður úr haugi sínum í Njálssögu og segi frá nokkrum afturgöngum í Eyrbyggja- sögu og minnist á Vikivaka eftir Gunnar Gunnarsson." Er hálfpartinn að borga fyrir mig Að lokum segir Vésteinn að hann hafi unnið með efni úr Snorra Eddu áður og að þessi fyrirlestur tengist ekki stórri rannsókn eða bókarskrif- um. „Ég fékk að dvelja í fræðimanns- íbúðinni á Skriðuklaustri í þrjár vik- ur og er hálfpartinn að borga fyrir mig með fyrirlestrinum." -Kip DV-MYND DANÍEL Höfuöstóövarnar Bjarki Már Karlsson fyrir framan höf- uöstöövar íslenskrar upplýsinga- tækni í Borgarnesi. Nýtt vefumsjónarkerfi: Notenda- vænt íslenskt umhverfi - segir Bjarki Már Karlsson íslensk upplýsingatækni í Borgar- nesi hefur sett á markaðinn nýtt al- íslenskt vefumsjónarkerfi sem feng- ið hefur nafnið Nepal. Kerfið, sem er alfarið þróað af starfsfólki ÍUT, hefur fengið góðar viðtökur. Nepal er miðlægur hugbúnaður sem gerir notendum sínum kleift að sjá að öllu leyti um innihald og uppbygg- ingu vefsetra sinna í íslensku vinnuumhverfi, setja fréttir á vef- inn, bæta við efni eða taka það út, setja inn myndir og tölur, gefa upp- lýsingar um starfsemina og starfs- fólk og margt fleira. í samtali við DV sagði Bjarki Már Karlsson hjá íslenskri upplýsinga- tækni að framleiðsla og þróun Nepal færi alfarið fram á aðalstöðv- um fyrirtækisins í Borgarnesi en þjónustusvæði þess væri þó allt landið. „Með Netinu verða fjarlægð- ir að engu og þegar um þjónustu eins og þessa er að ræða er hægt að veita hana hratt og örugglega." Bjarki segir að útflutningur sé þó ekki á dagskrá í bráð. „Margir af keppinautum okkar eru að bjóða upp á innflutt vefumsjónarkerfi sem taka mismikið tillit til íslenskra að- stæðna. Við leggjum áherslu á not- endavænt íslenskt vinnuumhverfi og á það að vera ávallt í stakk búið til að koma á móts við óskir við- skiptavina. í því liggur styrkur ís- lenskrar framleiðslu." Vésteinn Ólason prófessor Frásögnin um dauöa Baldurs hefur hugsanlega virkaö huggandi fyrir fólk pótt hún hafi ekki veriö skrifuö í peim tilgangi. -DVÓ Ný safnplata með Bítlunum á leiðinni Trommari Bítlanna sál- ugu og Islandsvinur með meiru, Ringo Starr, hefur stokkið til varnar vini sín- um og fyrrverandi hljóm- sveitarfélaga, George Harrison. Eins og flestir vita þá birti breska blaöið Mail on Sunday frétt þess efnis að George, sem ný- lega greindist með heila- æxli, væri búinn að gefa upp alla von og biöi nú dauða síns með stóískri ró. Harrison var fljótur að kveða niður slíkan orðróm. Starr sagði í viðtali í bandaríska sjónvarps- þættinum Access Holly- wood að hann hefði aldrei trúað fréttunum af George. ífyrsta lagi sagð- ist Ringo hafa hitt George fyrir þrem vikum og þá hefði honum liðið vel. Ringo sagði aö allir Bítl- arnir þrir væru í góðu sambandi og létu hver annan vita ef eitthvað bjátaði á. Þar sem George hefði ekki hringt var Ringo þess fullviss að allt væri í himnalagi. Ringo upplýsti í sama sjónvarpsþætti að hann, George og Paul McCartn- ey ætluðu sér að hittast seinna á árinu tO að ræða hugsanlega útgáfu á öðr- um safndiski tU að fylgja eftir þeim sem kom út í fyrra og náði miklum vin- sældum. Safndiskurinn var sá mest seldi í Bret- landi á seinasta ári og náði auk þess toppsæti vinsældarlista í yfir 34 löndum. Ringo er að hefja tón- leikaferð um Bandaríkin með hljómsveit sinni, AU Starr Band. í sveitinni eru gamlir rokkhundar, m.a. Greg Lake úr Emer- son, Lake og Palmer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.