Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Ný tegund hryðjuverkamanna komin fram á sjónarsviðið: Mikið mannfall er hið eina sem skiptir máli Hryðjuverkamenn eru ekki leng- ur eins og þeir voru í gamla daga. Úr grasi virðist vaxin ný tegund hryðjuverkamanna sem hefur það markmið að valda sem allra mestu tjóni og drepa sem flesta í einu. Sérfræðingar í starfsaðferðum hryðjuverkamanna eru sammála um að árásirnar á World Trade Center í New York og Pentagon, höfuðstöðvar bandariska land- varnaráðuneytisins, í Washington á þriðjudag séu hápunktur þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin tuttugu ár. Sú þróun hneigist öll í þá átt að verða sem flestum að bana í tæknilega flóknum aðgerðum. Þessar aðgerðir hafa oft verið skipu- lagðar af mönnum sem lýsa sjaldan ábyrgð sinni á verknaðinum, né setja fram einhver skýr markmið. Hryðjuverkum fækkað „Hryðjuverkum hefur farið fækk- andi en á sama tíma hefur særðum og látnum flölgað,“ segir L. Paul Bremer III, fyrrum sérfræðingur stjórnar Ronalds Reagans í hryðju- verkamálum, i viðtali við dagblaðið The New York Times. Bremer átti þátt i að semja reglur um aðgerðir stjórnvalda gegn hryðjuverkum. „Tilhneigingin hef- ur verið sú að hefndaraðgerðum hefur flölgað þar sem hryðjuverka- mennirnir reyna að drepa sem flesta saklausa borgara." Hryðjuverk sem vopn í pólitískri baráttu eða hemaðarlegri er gömul aðferð. Þeim hefur verið beitt af þjóðríkjum, hópum og einstakling- um. Hryðjuverkastarfsemi er stríð sem brýtur allar reglur stríðsins. Hún er því áhrifarík og hættuleg á annan hátt en hefðbundnar hernað- araðgerðir. Mikilvægast er að hryðjuverk eru pólitískt vopn sem hefur það markmið að þvinga fram viðbrögð eða breytta afstöðu, annað hvort i röðum óvinarins eða eigin röðum. Pólitískur tilgangur Michele Zanini er sérfræðingur við Rand-stofnunina og einn höf- unda bóka um baráttuna gegn hryðjuverkamönnum. Hann segir að grundvallarmunurinn á hryðju- verkamönnum nú til dags og hefð- bundnum hryðjuverkahópum, eins og palestínskum frelsishreyfingum á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar, sé sá að ákveðinn þankagangur hafi einkennt aðgerðir þeirra. „Hann var sá að þeir beittu of- imm beldi í pólitískum tilgangi og þess vegna var þeim mikilvægt að halda því innan ákveðinna marka. Þeir vildu auðvjtað líka eigna sér verk- in. Tilgangurinn var að telja ein- hvern á að aö gera eitthvað sem maöur vildi að hann gerði eða hætta einhverju sem maður vildi ekki að hann gerði,“ segir Michele Zanini í viðtali við vefritið Salon.com. Stööugt áhvggjuefni Hryðjuverkastarfsemi hefur verið stöðugt áhyggjuefni þjóðaleiðtoga um allan heim undanfarinn aldar- flórðung. Það eru hins vegar Banda- ríkjamenn, bæði heima og heiman, stríði milli hinna sterku og hinna veikburða. . REUTERiMYND Horfst í augu við hryllinginn Ung stúlka semLbýr á Manhattan horfir meö hryllingi á verksummerkin eftir árásina á World Trade Center í. New York á þriðjudagsmorgun. Tveimur farþegaþotum, sem var rænt fyrr um daginn, var flogiö á tvo turna byggíngarinnar. Taliö er aö allt aö tuttugu þúsund manns hafi farist í þessu óhugnaniegasta hryöjuverki sögunnar. gr...................—.....*----------------- ------------------'■■■—*.......... ■ sem hafa verið skctmörk aðgerð- anna sem hafa verið hvað stærstar í sniðum og þar sem tjónið hefur orð- ið mest. Mannskæðustu hrýðjuverk- unum hefur verið beint gégn óbreyttum bandarískum borgurum, þar á meðal sprengjutilræðið í þotu Pan Am flugfélagsins yfír Lockerbié í Skotlandi árið 1988, sprengjutil- ræðinu í Oklahomaborg árið 1995 og í tilræðunum .gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu áriö 1998. En það eru þó ekki einungis Bandarikjamenn sem hafa þátt þola hryllileg hryðjuverk. Bandaríska utanríkisráðuneytið telur að Ind- verjar hafi verið fórnarlömb flestra hryðjuverka á árinu 1999. Þá voru Indverjar einnig fómarlömb manii- skæðasta hryðjuverksins þar til flugvélarnar tvær flugu á turna World Trade Center á þriðjudags- morgun, eða þegar flugvél ind- verska flugfélagsins sprakk í tætlur skammt frá írlandi 1985. Aðskilnað- arhópur sikka lá undir grun um að hafa framið ódæöisverkið sem varð 329 mönnum að bana. Sérfræðingar í hryðjuverkum hafa átt von á sífellt fleiri stórfelld- um hryðjuverkum en allar slíkar hugleiðingar tengjast notkun gjör- eyðingarvopna, þar á meðal sýkla- vopna og kjamorkuvopna, sem menn óttast að vel skipulagðir hóp- ar og ríkir geti komist yfir áður en langt um líður. Sýklar og kjarnorka „Flestir þeirra sem berjast gegn hryðjuverkainönnum flölluðu um líkurnar á dómsdagsátburðárás þar sem beitt yrði sýklavopnum eða kjarnorkuvopnum," segir' Julietté Kayyem, sérfræðíngur í hryðju- verkum, við Kennedy-stjórnsýslu- skólann við Harvard háskóla. „Við óttuðumst að „ejtthvað hræðilegt kynni aö gerast en ekki að það yrði gert með hefðbundnum aðferðum flugrána sem minna á átt- unda áratug tuttugustu aidarinnar,“ segir hún. Michele Zanini segir að gamal- dags hryðjuverkemenn hafi beitt of- beldi meira sem eins konar tákni, þeir hafí meö því viljað sýna hversu mikil alvara bjó að baki og að þeir hafi verið tilbúnir til að valda ööru fólki þjáningum. Nýju hryðjuverka- mennirnir telji sig hins vegar eiga i ábýrgð á tilræðinu á hendur sér. Lí- biskur maður hefur nú verið fund- inn sekur um að hafa komið sprengjunni fyrir. Heimamaður, Timothy McVeigh, stóð fyrir tilræðinu i Oklahomaborg árið 1995, mannskæðasta tilræöinu á bandarískri grund þar til á þriðju- dag. McVeigh var tekinn áf lifi í sumar. Ofbeldi sem aðgerð En maðurinn.sem talinn er eiga sök á flestum mannskæðum hryðju- verkum gegn bandarískum borgur- um er milljarðamæringurinn Osama bin Laden, sem heldur til í Afganistan, undir verndarvæng tali- bana sem þar ráða ríkjum. Hann er. efstur á lista grunaðra fyrir hryðju- verkin á þriðjudag og víst þykir aö hann hafi staðið fyrir hryðjuverk- um á borð við sprengjutilræðin við sendiráö. Bandaríkjanna í Kénía og Tansaníu 1998 og sprengjutilræðið við bandaríska herskipið Cole í Jemen í fyrra. Michele Zanini segir að tilræðin á þriðjudag séu i anda þess sem bin Laden hefur áður gert. „Þetta er ofbeldi sem notað er sem aðferð við stríðsrekstur. Því fleiri sem látast, þeim mun betra er það,“ segjr Zanini. Byggt á New York Times, Aften- posten og Salon.com. Veikleiki hins sterka „Hinir veiku gera uppreisn og þeir hafa fullan skilning á því að það er engin leið að sigrast á hinum sterka með því áð ráðast framan að honum. Þeir notfæra sér því veik- leika hins sterka. Þeir gefa það með hryðjuverkum. Þeir viljá ekki berj- ast á venjulegum vígvelli af því að þeir vita aö þeir yrðu teknir í bak- aríið. Þeir grípa því til aðferða hryðjuverkamanna og skæruliða. Osama bin Laden Íítur svo á að hann eigi í langvinnu striði við Bandarikin með tilheyrandi orrust- um og hefferðum. Hernaöarlegí markmið.áijgj.að valda eins miklum skaða ogSfttur er.“ segir Michele Zanini, -smræðingur við ' Rand- stofnunina. Sprengjútilræöið í flugvél Pan Am yfir Lockerbié árið 1988, þar sem 270 manns Iétust, virðist hafa vérið vendipunktur í aðgerðum hryðjuverkamanna. Það var fyrsta aðgerðin þar sem markmiðið var að drepa sem flesta og enginn lýsti REUTER-MYND Höfuðpaurinn? Hryðjuverkamaöurinn Osama bin Laden er grunaður um aö bera ábýrgö á tilræöunum á þriöjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.