Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 18
18 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Sumarmyndir DV: Litlir sjóarar og sumarstúlkur Var Mozart norn? Jónas Sen skrifar Um þessar mundir standa yfir æf- ingar á Töfraflautunni eftir Mozart og verður hún frumsýnd um næstu helgi. Það er ekki í fyrsta sinn sem hún er sýnd hérlendis, enda ein vin- sælasta ópera sem samin hefur verið. Tónlistin er undurfögur og auðskilj- anleg, og sagan hugljúft ævintýri. Mikið er um samtöl á milli tónlistar- atriða og því krefst verkið töluverðra leikhæfileika sem okkar frábæru söngvarar hafa vonandi til að bera í ríkum mæli. Allar óperur Mozarts eru stórkost- legar, enda var tónskáldið snillingur. Hann átti líka að hafa verið óskap- lega góður þegar hann var lítiÚ, englabam, eða svo sagði tónmennta- kennarinn minn í bamaskóla, sem var elskuleg gömul kona. Hún sagði þetta til að við skólafélagamir yrðum prúðir og stilltir en það virkaði ekki. í tónmennt var fjallað um klassíska tónlist, sem á þessum tíma þótti ægi- lega hallærisleg, og þegar gamla kon- an spilaði einu sinni fyrir okkur á pí- anóið Fúr Elise eftir Beethoven fékk hún skutlu í hausinn. Goðsögnin um hinn prúða og góða Mozart hefur verið lífseig. Það kom berlega í ljós þegar kvikmyndin Ama- deus var sýnd um miðjan níunda ára- tuginn. Mozart, sem leikinn var af Tom Hulce, hló skrækum hlátri út alla myndina og var sóðalegur klám- kjaftur. Hann var fullkomin and- stæða óvinar síns, hins illa Salieris, sem var fágað prúðmenni. Þetta fór óskaplega fyrir brjóstið á mörgum kollegum mínum og það var ekki tal- að um annað i samsætum og á kenn- arastofum. Ef maður vogaði sér að vera á öndverðum meiði lá við aö maður væri rekinn út. Það er því varla að ég þori að segja það núna að mér þótti Amadeus frábær. í Amadeus kom fram sú kenning að Salieri, sem var keppinautur Moz- arts, hafi komið honum fyrir kattar- nef. Aðrar skýringar á ótímabærum dauða tónskáldsins eru til, þar á með- al sú að frímúraramir hafi drepið hann. Mozart, sem var sjálfur frímúr- ari, átti að hafa kjaftað frá leyndar- málum reglunnar í Töfraflautunni en þar er eitt og annað sem augljóslega er byggt á frímúrarafræðum. Fljót- lega eftir að Töfraflautan var frum- sýnd dó tónskáldið og þykir það mjög grunsamlegt. Margir halda að Frímúrarareglan sé einhvers konar glæpasamtök; sum- ir imynda sér meira að segja að þar sé reglulega stundað kynsvall. En því fer víðs fjarri; Frímúrarareglan hefur mannrækt að markmiði og margir mikilsmetnir menn eru þar á meðal. Á íslandi er þó aðeins kristnum karl- mönnum boðin innganga og hlýtur það að teljast ferlega gamaldags að regla með svo háleit markmið skuli mismuna fólki á grundvelli kynferðis og trúarbragða. Kannski er það boð- skapur reglunnar að aðeins væri hægt að rækta sjálfan sig ef maður er laus við tuðið í helvítis kerlingunum. Sem betur fer er önnur Frímúrara- regla á íslandi með víðari sjóndeild- arhring og nefnist hún Sam-frímúr- Sumarmyndasamkeppni DV stendur sem hœst. Munið að hœgt er að velja bestu mynd mánaðarins á Visi.is Takið þátt í skemmtilegum leik. Allir saman nú. Amminammlnamm Þessi gaf ekkert eftir í baráttunni viö beiniö. Myndina tók Arnar B. Vignisson. Sofandi í bílnum Þaö er ekki ónýtt aö geta fengiö sér lúr í bílnum. Þessa mynd tók Kristín Jóna Guöjónsdóttir af Ástrósu Mirru Þráinsdóttur. arareglan. Þar eru bæði karlar og konur af hvaöa trú sem er. Hulunni hefur að einhverju leyti verið svipt af Frímúrarareglunni sið- ustu árin með tilkomu ýmissa bóka, sérstaklega The Hiram Key eftir Christopher Knight og Robert Lomas, en þeir eru báðir frímúrarar. Margir reglubræður þeirra eru ekki sáttir viö bókina því í henni er ljóstrað upp um ýmislegt sem gerist á flmdum og á að vera leyndarmál. Höfundar upp- lýsa að Frímúrarareglan eigi rætur að rekja til fomra launhelga Egypta- lands (sem er ástæðan fyrir því að Töfraflautan er látin gerast þar) og það er því engin tilviljun að flestir helstu dulspekingar tuttugustu aldar- innar hafa verið frímúrarar. Aleister Crowley var hátt settur frímúrari og upphafsmaður nornahreyfingar nú- tímans, Gerald Gardner var það einnig. Þess má geta að Gardner var mjög hrifinn af því að ganga um berrassaður og hann hafði óskaplega gaman af flengingum. Margar nomir em því naktar í trúarathöfnum sin- um og em flengdar þegar þær em vígðar inn. í dag segjast ótal konur viðs vegar um heim (og menn líka) vera nomir og stunda nokkurs konar náttúrutrú sem oft er ærið nýaldar- leg. Ef marka má margar íslenskar heimasíður er töluvert af unglingum hér á landi á kafi i svoleiðis hlutum. Ástæðan fyrir því er einföld. Þáver- andi biskup íslands, Séra Ólafur Skúlason, sagði eitt sinn í sjónvarps- viðtali að kirkjan ætti undir högg að sækja vegna þess að það væri engin „mystík" í henni lengur. Launhelgar em hins vegar heillandi og því sækir fólk í Frímúrararegluna, nomaskap og annað þviumlíkt. í vissum skilningi er „mystík“ í tónlistinni líka. Að minnsta kosti er nóg af henni í Töfraflautunni, þar sem egypsku goðin Isis og Ósiris eru tilbeðin og hofprestar og ævintýra- persónur ganga um ljóslifandi. Ævin- týrin segja manni oft meira en virðist við fyrstu sýn og sumir telja sig skynja alls kyns boðskap í Töfraflaut- unni. Alltént er tónlist Mozarts himnesk og það veröur enginn svik- inn af henni. Nú er bara að vona að sem flestir hugljómist á óperusýning- unum á næstunni og enginn söngvari fái skutlu í hausinn fyrir að geta ekki leikið. Jónas Sen I blóma lífsins Sumarmynd ágústmánaöar var þessi mynd eftir Arnar Má Hall Guömundsson. Sumarstúlkur Þessa mynd tók Randí Níelsdóttir af sannkölluöum sumarstúlkum. Litli sjóarinn Hafið bláa hugann dregur og ekki síður hugi ungra en gamalla. Myndina tók Valur Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.