Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Helgarblað I>V Áföll Eyjamanna - Tyrkjarán, eldgos, húsbrunar, kvótaskerðing, áföll Árna Johnsens, væntanlegt brotthvarf Keikós Það er stundum sagt að mótbyr og meðbyr gangi yfir í hrinum og trúlega er sagan í Biblíunni um hin sjö mögru og sjö góðu ár hin þekktasta af þeim. Allt er þegar þrennt er segir íslensk al- þýðutrú og vísar til sama fyrirbæris. Vestmannaeyingar hafa sem hluti islensku þjóðarinnar ekki fariö var- hluta af mótlæti gegnum aldimar og sumt af þekktustu áfollum fyrri alda kom hart niður á Eyjamönnum og nægir að nefna Tyrkjaránið og móðu- harðindin sem dæmi. Á seinni tímum hafa Vestmannaey- ingar fengið sinn skerf af mótlæti þeg- ar þjóðinni hefur annars gengið vel og er Vestmannaeyjagosið 1973 sennilega frægasta dæmið um það. Þá tóku reyndar aðrir landsmenn mjög virkan þátt í hjálparstarfi svo Eyjamenn stóðu ekki einir. Á síðasta ári má halda því fram að röð áfalla hafa dunið yfir Eyjamenn. Þessi áfóll hafa verið með ýmsu móti - sumum má líkja við slys eða óhöpp en flest þeirra verða þó að flokkast undir harðindi af mannavöldum. Öll áföllin hafa þó átt það sameiginlegt að hafa haft djúpstæð áhrif á andann í Vest- mannaeyjum og hvert um sig hafa þau haft áhrif, sum minni önnur meiri. ísfélagið brennur Það varð Vestmannaeyingum mikið áfall þegar Sigurður Einarsson, for- stjóri ísfélags Vestmannaeyja, lést langt fyrir aldur fram haustið 2000. Sigurður var ekki aðeins forystumað- ur í atvinnulífi bæjarins heldur leið- togi í félagsmálum með margvíslegum hætti og naut almennrar virðingar í bæjarfélaginu og mikið mark tekið á ráðum hans. Óhætt er að segja að frá- fall hans hafi verið öllum Vestmanna- eyingum harmdauði. Tæpum tveimur mánuðum eftir frá- fall Sigurðar, í byrjun desember 2000 brann Isfélag Vestmannaeyja til kaldra kola í eimun stærsta eldsvoða sem sést hefur þar í bæ. 150 manns stóöu uppi atvinnulausir skömmu fyrir jól og nær 100 ára saga stærsta fyrirtækis bæjar- ins var rústir einar. Þetta var mikið reiðarslag fyrir bæjarfélagið, ekki síst vegna þess að fljótlega var staðfest að bruninn væri verk brennuvargs sem kveikt hefði í húsinu. Svo tekið sé nærtækt dæmi má segja að ísfélagið hafi verið World Trade Center Eyja- manna og íkveikjan sannkallað hryðjuverk. Rannsókn málsins stóð lengi og fjöldi manns var yfirheyrður ísfélagið brennur Tæpum tveimur mánuöum eftir frá- fall Sigurðar Einarssonar brann ís- félag Vestmannaeyja til kaldra kola af völdum brennuvargs. Þaö hryöjuverk og víötækt atvinnu- leysi í kjölfariö og langvarandi óvissa um uppbyggingu var Vestmannaeyingum mikiö áfall. Snorri er farinn Nærri 500 manns hafa flutt frá Eyjum síðustu árin og margir litríkir bæjarbú- ar í þeirra hópi. Snorri prédikari í Betel er farinn norður til Akureyrar. án þess að tækist að upplýsa málið og ódæðismaðurinn er enn ófundinn. Skömmu síðar varð hörmulegt banaslys í Eyjum þegar tveir fullorðn- ir menn, fjölskyldufeður, þekktir borg- arar í Eyjum drukknuðu í höfninni þegar bíll þeirra rann í sjóinn í hálku. Mikið var rætt um hvort byggja ætti upp bolfiskvinnslu í ísfélaginu á ný og lengi vel fékkst engin niðurstaöa i mál- ið þótt nú séu uppi áætlanir um slíka endurreisn nálægt ári eftir brunann. Snorri er farínn líka Ekki er að efa að þessi áfóll hafa orð- ið til þess að auka brottflutning fólks frá Vestmannaeyjum en íbúum þar hefur fækkað um rúmlega 500 manns frá 1995 sem lætur nærri að vera 1% fækkun á hverju ári. í þessu umróti hafa margir þekktir Vestmannaeying- ar flutt í burtu og samfélagið misst svolítið af þeim lit sem það áður hafði. Þannig komst hinn litriki prédikari Snorri í Betel í fréttirnar þegar hann tók sig upp og flutti norður til Akur- eyrar þar sem hann les nú syndugum pistilinn eins og honum einum er lag- ið. Þar þagnaði ein rödd Eyjamanna sem hafði einstakt lag á að skera sig úr fjöldanum. HeijóKur og flugið Á undanfömu ári hafa samgöngu- mál Vestmannaeyinga tekið nokkrum breytingum og verða þær að teljast áfaÚ. Hið fyrra var þegar rekstur ferj- unnar Herjólfs var boðinn út og Sam- skip reyndust eiga lægsta tilboðið. Höf- uðbækistöðvar Herjólfs hafa jafnan verið í Vestmannaeyjum og nokkur störf skapast í kringum þær. Mörgum Vestmannaeyingum fannst bærinn setja ofan við að missa yfirráðin yfir Herjólfi þótt hann haldi að sjálfsögðu áfram að ganga. Það er líka eins gott því frá og með 1. október næstkomandi hættir Flugfé- lag íslands áætlunarflugi til Vest- mannaeyja. Þessi niðurskurður er meðal hagræðingaraðgerða í kjölfar stórkostlegs tapreksturs Flugfélagsins Kelko er á förum Keikó háhyrningur og kvikmynda- stjarna kom Vestmannaeyjum á heimskortiö. Nú mun flikkiö vera á förum annaöhvort til Húsavíkur eöa eitthvaö annaö. Þetta er ákveöiö áfall fyrir Eyjamenn. Flugfélagið hættir Þaö bætist viö röö áfalla sem duniö hafa á Eyjamönnum þegar Flugfélag ís- lands hættir áætlunarflugi þangaö í næsta mánuöi. ur sjávarpláss, selt frá nokkuð af kvóta en lögin um kvótasetningu á smábáta, sem tóku gildi 1. september síðastlið- inn, koma sérlega illa niður á Eyjum að mati heimamanna. í fyrsta lagi hverfur mikið af ýsu- kvóta frá Eyjum við að ýsuveiðar smá- báta voru settar undir kvóta. Kvóta- setning á skötusel, keilu og löngu kom einnig mjög illa við Eyjamenn en veið- ar á skötusel hafa verið að byggjast upp þar og á Suðurlandi undanfarin ár með vaxandi sókn í utankvótategund- ir. Góð löngumið eru skammt frá Vest- mannaeyjum og því hafa heimamenn um að hýsa hann og gimilegt tilboð um langa dvöl hefur einnig borist frá Reykjanesbæ. Þótt Vestmannaeyingar yrðu fyrir nettum vonbrigðum þegar í Ijós kom að engir ferðamenn máttu fá að sjá kvikindið og fáir heimamenn hafi séð hann i raun og veru þá kom hann Eyjunum á heimskortið í ákveðnum skilningi og útlendir fagur- kerar á sviði hvalaheimkynna völdu Vestmannaeyjar úr hópi íslenskra sjávarplássa til að hýsa þann svart- hvíta. Nú á líka að taka hann í burtu. -PÁÁ notið góðs af og telja þvi umrædda lagasetningu um kvóta á smábáta eitt mesta reiðarslag sem dunið hefur yfir Vestmannaeyjar í mörg ár. Auk þess berst útgerð Breka VE í bökkum um þessar mundir og ljóst að bæði munu einhver störf tapast úr bæjarfélaginu og sennilega verður kvóti Breka leigður til annarra út- gerða fyrst um sinn þótt hann hverfi ekki úr bæjarfélaginu. Árni eitt versta áfalliö Það sem hefur verið kallað einu nafni: Mál Áma Johnsens fyrrverandi þingmanns hefur valdið gríðarlegu uppnámi í Vestmannaeyjum síðustu mánuði og er óhætt að segja að heima- mönnum hafi ekki brugðið meira í annan tíma. Viðmælandi DV í Eyjum orðaði það svo að þótt þeir reyndu að bera höfuðið hátt og sýna „kallinum" virðingu eins og hann orðaði það, væri ekki vafi á að Vestmannaeyingar fyndu til skammartilfinningar og djúpra vonbrigða vegna þessa máls sem engan veginn er séð fýrir endann á. Varla þarf að rifia upp að máiin snú- ast um stórfelld afglöp Áma Johnsens i opinbem starfi, þjófnað og misbeit- ingu opinbers fiár. Lögreglurannsókn stendur yfir en sýnt þykir að Ámi verði ákærður og hljóti dóm fyrir af- brot sín. Ámi hefur verið dugmikill fyrirgreiðsluþingmaður fyrir Vest- mannaeyinga árum saman, nokkurs konar tákn bæjarfélagsins og naut mikils persónufylgis á heimavelli. Og Keikó líka Eins og þetta allt sé ekki nóg þá ber- ast nú fréttir af því að háhymingurinn Keikó sé á fömm frá Vestmannaeyj- um. Rætt hefur verið við Húsvíkinga Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður Árni hefur árum saman veriö nokkurs konar erkiVestmannaeyingur og táknmynd eyjanna. Afsögn hans og afglöp hafa rist djúpt í þjóöarvitund eyjarskeggja og eru hluti af hrinu áfalla sem duniö hafa yfir samfélagiö þar. en Vestmannaeyingar tóku þessari breytingu afar illa og mótmæltu há- stöfum þótt þau mótmæli breyttu engu um áform félagsins. Heimamaður í Vestmannaeyjum sem hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn til margra ára sagði í samtali við DV að gremja syði í Eyjamönnum vegna sam- göngumála og hugsuðu þeir ráðherra samgöngumála Sturlu Böðvarssyni þegjandi þörfina, og ekki síður Áma Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Búsifjar kvótakerfisins Áföll Eyjamanna sem tengjast sjáv- arútvegi eru eiginlega sérstakur kapít- uli. Eyjamenn hafa, eins og mörg önn- Herjólfur siglir Helsta samgönguæö eyjarskegga er ekki lengur undir stjórn heimamanna heldur var reksturinn afhentur Samskipum eftir útboð. Þetta fannst þeim vera áfall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.