Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 24
24 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Óvinurinn - Osama bin Laden - maðurinn sem allir Vesturlandabúar ótt- ast. Fetar í fótspor Sjakalans, Abu Nidal og Saddams Husseins Osama bin Laden, maðurinn sem er óvinur Vesturlanda númer eitt, er leið- togi eða foringi arabískra hryðjuverka- samtaka sem kalla sig al-Qaeda sem út- leggst Stöðin á íslensku. Stöðugt fleiri visbendingar benda til þess að hópar þeir sem frömdu hryðjuverkin í New York og Washington á þriðjudag hafi notið annaðhvort leiðsagnar eða fjár- magns frá Stöðinni. Osama bin Laden er 43 ára gamall milljarðamæringur, yngsti sonur sjeiks- ins og kaupsýslumannsins Mohammeds Awad bin Laden frá Jemen sem stórefn- aðist á byggingarframkvæmdum, aðal- lega í Saudi-Arabíu þar sem Osama ólst upp. Osama er yngstur 53 bama og eitt ör- fárra barna fóður sins sem á engin al- systkini. Hann á sjálfur að sögn að minnsta kosti þrjár konur. Persónuleg auðæfi hans eru sögð nema um 300 milj- ónum dollara sem em tæplega þrjátíu milijarðar íslenskra króna. Stríð í Afganistan Osama yfirgaf heimaland sitt 1979 til þess að taka þátt í bardögum í Afganist- an með múslímum gegn innrás Sovét- manna. Það heilaga strið var að ein- hverju leyti kostað af ameriskum leyni- þjónustum og talið er að Osama hafi hlotið einhveija þjálfun og leiðsögn und- ir handarjaðri CLA. Fjöldi araba tók þátt 1 stríðinu í Afganistan sem naut einnig stuðnings nokkurra þjóða við Persaflóa og stór hluti þeirra naut þjálfunar frá Amerikönum. Osama sneri síðar aftur heim til Arabíu en varð fljótlega landflótta vegna baráttu sinnar gegn stjórnvöldum þar og dvaldi eftir það ámm saman í Súdan en hryðjuverk hans þar gegn Banda- ríkjamönnum neyddu hann til þess að flýja til Afganistans þar sem hann hefur dvalist i felum í nokkur ár. Hann er þar gestur talibanastjómarinnar sem hefur ráðið lögum og lofum í landinu undan- farin ár. Heilagt stríð Osama bin Laden hefur barist gegn Bandaríkjamönnum síðastliðin 10 ár að því er talið er. Bæði 1996 og svo aftur 1998 lýsti hann því yfir að heilagt stríð stæði gegn Bandaríkjunum og hefur ít- rekað þær yfirlýsingar síðan. Ákafar tilraunir Bandaríkjamanna til þess að hafa hendur í hári hans hafa engan árangur borið né heldur háar flárhæðir sem settar hafa verið honum til höfuðs, eða 5 milljónir dollara síðan 1999. Eldflaugar sem Bandarikjamenn skutu á Afganistan í kjölfar árása á sendiráð þeirra í Afríku 1998 náðu ekki að myrða bin Laden en 20 Pakistanar létust í árásinni. Hvar er hann? Erfitt getur orðið fyrir Bandaríkja- menn að koma fram hefndum með því að myrða Osama bin Laden þar sem dvaiarstaður hans er nær algerlega óþekktur. Hann hefur í nokkur ár nær aldrei sofið tvær nætur á sama stað, ferðast alltaf i lítt áberandi bílum og hef- ur hætt að nota faxvélar og síma sem auðvelda njósnurum að staðsetja hann. Hann hefur sést á nokkrum gervitungla- myndum á ferð miili tjaldborga, moldar- kofa og helia í flöllum Afganistans. I byrjun vikunnar var talið að hann væri í borginni Kandahar í Afganistan en aðrir njósnarar telja að hann haldi sig einkum í þorpinu Farm-e-Hadda sem er rétt utan við borgina Jalalabad í aust- urhluta landsins. Óljósar fregnir herma að hann hafi verið hnepptur í stofufang- elsi af afgönskum yfirvöldum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum af ótta við hefndaraðgerðir en þær hafa enn ekki verið staðfestar. Laustengd samtök Hryðjuverkasamtök hans, Stöðin sem hann stofnaði að sögn 1989, eru meira í ætt við laustengda hreyfmgu nokkurra Carlos eða Sjakalinn Var talirm hættulegasti hryöjuverkamaöur heimsins allt frá 1972 þegar ísra- eiskir íþróttamenn voru myrtir í Munchen. Er talinn hafa tugi mannslífa á samviskunni en fór huldu höföi allt til 1994 þegar hann var handtekinn á skuröarhoröi og hírist nú í fangelsi. ir réttu nafni Ilich Ramirez Sanchez. Hann var þjáifaður og menntaður í Moskvu en iUræmdasta afrek hans er þátttaka í fjöldamorði á ísraelskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Múnchen 1972 en einnig tengdist hann nokkrum flugránum og launvígum hér og þar um heiminn. Carlos var hundeltur um heiminn í meira en 20 ár og leitaði síðast skjóls í Súdan eftir að hafa verið vísað frá Sýr- landi þar sem hann hafði dvalist árum saman. Árið 1994 var hann lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna minni hátt- ar skurðaðgerðar. Hann var sofandi af- hentur frönskum yfirvöldum og dreginn fyrir dóm í Frakklandi og er þar í fang- elsi. Sagt er að hann sé í algerri einangr- un í fremur illri vist. Af þessu öllu saman má trúlega draga þá ályktun að þótt einhver sé sæmdur nafnbótinni óvinur númer eitt þá þýðir það ekki að eftirleikurinn verði auð- veldur eða að sá hinn sami verði fljót- lega handsamaður. Sennilega ná Banda- rikjamenn ekki að handsama bin Laden nema þjóðir Austurlanda snúi algerlega baki við honum og framselji hann.-PÁÁ Nokkur helstu hryðjuverk tengd Osama bin Laden Það tíðkast ekki lengur að þeir sem fremja hryöju- verk lýsi þeim með formlegum hætti á hendur sér eins og algengt var á áttunda og níunda áratugn- um. Þess vegna er ekki nákvæmlega vitaö hve mörgum árásum og hryðjuverkum Osama bin Laden eða hópar tengdir honum hafa staöiö að. Þetta er listi yfir þau sem menn eru nokkuð vissir um að hann sé að meira eða minna leyti ábyrgur fyrir. 1992 Árás á hótel í Aden í Jemen þar sem um 100 amer- ískir hermenn bjuggu en þeir voru á leið til hjálpar- starfs í Sómalíu. Enginn særöist I sprengingunni en Osama bin Laden lýsti verkinu á hendur sér. Febrúar 1993 Bílsprengja springur í World Trade Center í New Vork sem drepur sex manns og særir meira en 1000. Nóvember 1995 Sprengja springur i þjálfunaibúðum hersins í Riyad í Saudi-Arabíu. Rmm ameriskir hermenn létust og 31 slasaðist. Júní1996 Sprengja springur í íbúðablokk í bandarískri herstöð i Dahran i Saudi-Arabíu. 19 ameriskir hermenn lét- ust og 372 hermenn og óbreyttir ameriskir borgarar særðust. Ágúst1998 Sprengiur springa í sendiráðum Bandarikjanna í Kenía og Tansaniu. 224 dóu í sprengingunni, þar af 12 Amerikanar. Október 2000 Orrustuskipið USS Cole veröur fyrir sprengju í Aden í Jemen. 17 hermenn létust og 39 særöust. Júní 2001 Tíu handteknir með handsprengjur og vélbyssur í Amman í Jórdaniu grunaðir um að hafa ætlað að ráðast inn í sendiráð Bandarikjanna í Sanaa i Jemen. September 2001 Fjórum flugvélum rænt i Ameriku og tveimur þeirra flogið á World Trade Center og einni á Pentagon. Sú ^órða hrapar í Pennsylvaníu. Mestu hryðjuverk mannkynssögunnar. Óttast að tala látinna nái tveimur tugum þúsunda. lltt með fréttum utan úr þeim heimi sem stendur svo mikill ótti af honum. Óttast ekki dauðann í viðtali við The Nation árið 1998 sagði bin Laden að aðilar í Saudi- Arabiu sem hann telur landráðamenn sem hafi selt sjálfstæði sitt fyrir olíu- gróða, hafi boðið honum rúmlega 500 milljónir dollara fyrir að láta af sínu heilaga stríði gegn Bandaríkjunum. Til- boðinu var ekki tekið. I sama viðtali flokkar hann dauða 107 flóttamanna í Quana af völdum ísraela sem alþjóðlegt hryðjuverk sem verði að hefna svo réttlætið nái fram að ganga. Þá kemur einnig skýrt fram að Osama óttast ekki dauðann og hann seg- ir að haldið sé verndarhendi yfir sér og í stríðinu við Rússa hafi hann sofið vært 30 metra frá rússneskum her- mönnum sem leituðu hans ákaft og sprengjur sem varpað var að honum hafi ekki sprungið. „Við múslímar óttumst ekki dauð- ann,“ segir bin Laden. „Þegar við deyjum þá fórum við í sælustað og rétt fyrir dauðann færist yfir okkur ró frá Allah sem vemdar okkur alla.“ í viðtalinu, sem fer fram hátt í snævi þöktum fjöllum Afganistans, lýsir blaða- maöurinn Robert Fisk þvi hve einangr- aður bin Laden virðist vera og fylgjast Osama bin Laden Maöurinn sem heimsþyggöin leitar aö. Mest eftirlýsti hryöjuverkjamaður heims undanfarin ár. Fimm mittjóna verölaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans um árabii hafa engan árangur boriö. Óvinur númer eitt Osama bin Laden er ekki eini arabinn sem hefúr náð þeirri vafasömu stöðu að vera skilgreindur sem helsti óvinur Bandaríkjanna og um leið alls hins vestræna heims. Það var reyndar Bill Clinton forseti sem sagði að bin Laden væri óvinur Bandaríkjanna núm- er eitt í kjölfar árásanna á sendiráðin í Afríku. Næstur á undan honum var Saddam Hussein, forseti Iraks, sem hefúr verið svamasti óvinur alls sem amerískt er allar götur síðan stærsta herveldi heims fór gegn honum í Persaflóastríðinu 1990. Síðan hefur Irak verið í umdeildu við- skiptabanni. Saddam hefur iðulega sýnt í verki hatur sitt á Bandaríkjamönnum en enn hefur ekkert komið fram sem tengir hann við árásimar 11. september sl. Andúðin er gagnkvæm og hafa bandarískir ráðamenn meðal annars líkt Saddam Hussein við Adolf Hitler. Hvar er Abu Nidal? Fyrir rúmum 10 árum var arabíski hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal tákn- mynd alþjóðlegra hryðjuverka og var hundeltur um allan heim. Hann beindi hins vegar spjótum sínum einkum gegn þjóðum utan Vesturlanda og lét mjög til sín taka i hryðjuverkum gegn ísrael og Jórdaníu en einnig Sýrlandi meðan hann naut stuðnings Iraka. Hann var þvi miklu fremur málaliði á sviði hryðjuverka og vann fýrir þann sem greiddi laun hans og skaut yfir hann skjólshúsi. Hans var ákaft leitað af amerískum leyniþjónustum árum saman en fannst aldrei og er talinn vera enn í felum i Lí- bíu þar sem hann starfaði ailt fram til 1994. Á valdatíma Reagans var hann skilgreindur sem óvinur Ameríku núm- er eitt. Handtekinn á skurðarborðinu Árum saman var Carlos eða Sjakal- inn, eins og hann var yfirleitt kallaður, einn frægasti hryðjuverkamaður heims- ins sem er talinn hafa myrt 83 menn á ferli sínum. Carlos er fæddur í Venezúela og heit- Saddam Hussein, leiötogi Iraks Maöurinn sem hefur veriö helsti óvinur Bandaríkjamanna síöastliöin 10 ár. Hatar Ameríku meira en allt annaö og hefur veríö líkt viö Hitler. Abu Hryöjuverkamaöur sem Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagöi aö væri óvinur Bandaríkjanna númer eitt. Áköf leit árum saman bar engan árangur og Abu Nidal hef- ur ekki náöst enn og ekkert til hans spurst í nokkur ár. hópa en þaulskipulagðan her. Sagt er að Osama hafi að undanfómu látið tveim- ur aðstoðarmönnum sínum eftir stjórn samtakanna. Þetta eru tveir Egyptar, Ayman-al-Zawahiri og Muhammed Atef sem báðir hafa starfað með epgypskum samtökum sem kalla sig al-Jihad sem þýðir Heilagt strfð. Þau samtök myrtu meðal annars 62 ferðamenn í Luxor í Egyptalandi 1995. Nokkur önnur hryðjuverkasamtök misjafnlega mikið þekkt eru sögð tengj- ast bin Laden sem láti þeim í té fjár- muni til þjálfunar. Sagt er að fylgis- menn hans séu allt að 3.000 talsins og hann sé í miklum metum hjá ungum aröbum sem hata vestræna lífshætti og sérstaklega Bandaríkjamenn. Maður sem handtekinn var við mis- heppnaða tilraun til að koma fyrir stórri sprengju á flugvellinum í Los Angeles þegar ný öld gekk í garð sagðist við yfirheyrslur hafa verið þjálfaður í búðum Osama bin Ladens f Afganistan. Þannig sýnist bin Laden frekar vera eins og könguló í miðjum vef nær ósýni- legra smáhópa fremur en skýr leiðtogi eins hers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.