Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 29
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001
37
DV
„murder by the minute" i okkar þátt-
um og engin ræðuhöld. Þetta átti að
vera brútal og var það oft. Þetta var
þægileg og gefandi tilbreyting, að geta
smnfusað hluti mánuðum saman mið-
að við hraðann sem alltaf var í fréttun-
um.“
Svipað og á NT og Tímanum
- Undanfarið misseri hefur verið i
gangi þróun hjá íslenska útvarpsfélag-
inu sem sumir hafa líkt við flótta og
kallað Flóttann mikla í háifkæringi.
Mjög margir lykilmenn hafa horfið úr
starfi, bæði þeir sem haldið hafa um
stjómvölinn á rekstrarsviði og einnig
þekkt andlit af skjánum. Ert þú hluti
af einhverjum atgervisflótta?
„Mér var gert tilboð sem ég gat ekki
hafnað. Ég hef séð svipaða hluti gerast
þegar ég var á NT og Tímanum þar
sem lykilmenn hættu og þá var eins og
færi af stað atburðarás sem erfitt var
að sjá fyrir endann á.
Það er ekkert leyndarmál að ís-
lenska útvarpsfélagið á í miklum fiár-
hagslegum þrengingum. Það er erfitt
árferði og gengisbreytingar sem rétt er
að kaila gengisfellingar hafa haft mjög
dramatísk áhrif á afkomu fyrirtækis-
ins. Þetta er fyrirtæki með miklar
skuldir í erlendri mynt, sérstaklega
dollurum, og útgjöld í erlendum mynt-
um en allar tekjur í islenskum krón-
um.
Mitt brotthvarf frá Stöð 2 tengist
þessum aðstæðum ekkert. Það var eng-
inn vondur við mig né setti mér stól-
inn fyrir dymar. Ég á aðeins góðar
minningar frá veru minni þar og fór
sáttur,"
Hefði skorið ísland í dag
- Eggert telur ljóst að innan
skamms verði Stöð 2 að grípa til rót-
tækra aðgerða til þess að draga úr út-
gjöldum því fátt sýnist vera um tæki-
færi til þess að auka tekjur i svipinn.
En hvað hefði hann gert?
Helgarblað
„Ég hefði lagt ísland í dag niður og
dregið verulega úr umsvifum frétta-
stofunnar. Með þessu er ég ekki að
varpa neinni rýrð á þá sem þar vinna
eða þeirra verk en ef þetta hefði verið
gert um líkt leyti og Skjár einn skai'
niður sína fréttadeild þá hefði að
minnsta kosti samfélagið fengið þau
skýru skilaboð að við erum öll að
deyja. Ef sjáifstæðar sjónvarpsstöðvar
á Islandi eiga að lifa þá verður að losna
við RÚV út af auglýsingamarkaði eða
gefa fólki kost á að velja hvort það
borgar áskriftargjöld af því. Þetta er
frekar einfalt."
Eins og Bónus og Hagkaup
- Skjár einn kom inn á sjónvarps-
markaðinn með brauki og bramli og
þótt mikið tap hafi verið á rekstrinum
sýnist hann samt vera tryggður út
næsta ár. Það er samdóma álit flestra
að ókeypis samkeppni hafi þegar vald-
ið Stöð 2 miklu tapi. Voruð þið sofandi
á verðinum?
„Við gerðum þau mistök að líta
aldrei á þá sem alvöru samkeppni.
Þetta var í raun nákvæmlega eins og
þegar Bónus kom inn á markaðinn og
Hagkaupsmenn sváfú á verðinum þar
til það varð of seint. Við gerðum þessi
sömu mistök.
Ég var til dæmis einn þeirra sem
var alltaf sannfærður um að Skjár
einn myndi ekki halda þetta út nema
nokkra mánuði. Þeir reyndust síðan
vera að framleiða mjög mikið af efni
sem fólk vildi sjá þótt mikið af því
væri lélegt og buðu upp á mikið af ■
spennandi erlendu efni.“
Trúi ekki á Skjáinn
„Ég er sannfærður um að Skjár einn
á enga framtíð fyrir sér sem ókeypis
sjónvarpsstöð. Ég trúi ekki á þessa við-
skiptahugmynd og er sannfærður um
að innan skamms munu þeir læsa
sinni dagskrá eða finna aðrar leiðir til
að innheimta tekjur.
Sú hugmynd að peningamenn séu
að halda Skjá einum gangandi af ein-
skærri heift út í Jón Ólafsson og í þeim
tilgangi sérstaklega að ganga af Stöð 2
dauðri finnst mér afar langsótt. Þannig
hugsa ekki þeir peningamenn sem ég
hef kynnst," segir Eggert og vill bæta
við af gefnu tilefni að Jón Ólafsson eigi
ekkert í emax.
Þráðlaust net
- En hvað er það sem Eggert er að
fara að gera?
„Ég sagði einhvem tímann í gamni
að það væri þrennt sem mig langaði til
að starfa við. Eitt væri fjármagns-
markaður, annað væm fiarskipti og
það þriðja væri að vera forsætisráð-
herra en ég reiknaði reyndar ekki með
því að það væri laust.
Eftir að ég tók próf sem löggiltur
verðbréfamiðlari má segja að það
fyrsta hafi ræst og þegar ég fékk tæki-
færi til að koma inn í þetta fyrirtæki
sem heitir emax þá fannst mér það
vera mitt stóra tækifæri og hugsaði
mig ekki um.
Ég hefði gjaman viljað vera áfram
með Peningavit á Stöð 2 en þetta var
einfaldlega meira spennandi."
Eggert segir þetta þar sem við sitj-
um í höfuðstöðvum emax í Hlíðasmára
í Kópavogi. Það er bert og tómlegt hús-
næði en einhver spenningur í loftinu.
Þar situr við borð annar flóttamaður
af Stöð 2, Hannes Jóhannsson, sem var
helsti tæknimeistari þar til margra
ára. Hannes var sagður svo ómissandi
að þegar Stöð 3 lagði upp laupana eftir
skamman tíma var hann sá eini af
fyrrum starfsmönnum Stöðvarinnar
sem átti strax afturkvæmt á sinn
gamla vinnustað.
emax ætlar að bjóða landsmönnum
upp á þráðlausa tengingu við Netið.
Þetta verður gert á örbylgjusviði á
svokölluðu 2,4 GHz tíðnisviði. Átta
sehur sem hvert getur annað 2000 not-
endum hafa verið settai' upp og þráð-
laust samband er þegar í boði fyrir
helstu götur í miðbænum og Eggert
segir það gilda um 80% af Reykjavík.
„Við erum eina fiarskiptafyrirtækið
á íslandi sem reiðir sig ekkert á Lands-
símann heldur stendm' eitt. Við erum
hins vegar til í samstarf því það er
bjargfóst sannfæring okkar að sam-
skipti verði þráðlaus í mun meiri mæli
en nú er gert.“
Þjónusta verður seld í áskrift með 12
mánaða skuldbindingu og Eggert full-
yrðir að tiltölulega auðvelt verði að
bjóða lægra verð og betri þjónustu
heldur en þegar er fyrir hendi á mark-
aðnum. Ema er í samstarfi við amer-
ískt fyrirtæki sem heitir IDigi um
tækilausnir en stærstu eigendur eru
Spectra AB, sem er skandinavískt fyr-
irtæki, og Hámark sem er fiárfesting-
arfélag á Akureyri í eigu norðlenskra
sparisjóða. PÁÁ
Eggert hjá eMax
Hann segist ekkert eiga nema góðar minningar eftir ettefu ára feril í
sjónvarpi og blaöamennsku. Hann stundaöi jöfnum höndum fréttaskrif
og þáttagerð.
Norðurljósin dofna:
Hætt og farin
- lykilmenn hverfa á braut á meðan
skuldirnar vaxa
Páll Magnússon
Farinn aö skrifa
fréttatilkynningar
fyrir Kára Stef-
ánsson.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Farinn aö skrifa
leiöara í DV.
Þeir sem muna
um það bil
fimmtán ár aftur
í tímann þegar
Stöð 2 var að
hefja göngu sína
minnast þess ef-
laust þegar verið
var að manna
skútuna og
þekktar skjá-
stjörnur og
fréttahaukar
voru hausaveidd-
ar af eina keppi-
nautnum sem þá
var við lýði, RÚV. Þekkt nöfn og
vanir fréttahaukar eins og Páll
Magnússon, Hallur Hallsson, Yngvi
Hrafn Jónsson og Ómar Ragnarsson
stóðu upp úr stólum sínum á RÚV
og örkuðu upp á Lyngháls til að
taka þátt í ævintýrinu. Enginn
þeirra er þar lengur.
Það er eðli fiölmiðla að þeir eru
hvikulir vinnustaðir. Menn ganga
út í reiðiköstum eða brenna upp
undan álagi. Það
sem hefur verið
að gerast á Stöð 2
undanfarið miss-
eri sýnist vera af
nokkuð öðrum
toga því þar hafa
lykilmenn gengið
út í hrönnum,
bæði úr efstu lög-
um stjórn-
pýramídans en
ekki síður hafa
þekkt andlit horf-
ið af skjánum eitt
af öðru. Þótt maður komi oftast í
manns stað þá verður ekki betur
séð en stjórnendur Stöðvar 2 séu
markvisst að losa sig við dýra
starfskrafta með langa reynslu og
ráða í þeirra stað ódýra viðvaninga
sem verða þjálfaðir upp í beinni út-
sendingu.
Fjörutíu hættir á árinu
Alls hafa um 40 starfsmenn hætt
hjá Norðurljósum það sem af er ár-
inu og er það í samræmi við yfirlýs-
ingar Hreggviðs
Jónssonar for-
stjóra í upphafi
ársins. Þar af
hafa 20 hætt sjálf-
ir. Samkvæmt
bestu heimildum
DV er enn von á
frekari uppsögn-
um.
Á þessu ári,
sem senn er liðið,
hættu tveir
reyndustu frétta-
haukar Stöðvar 2
störfum með til-
tölulega skömmu millibili. Fyrst
hvarf Páll Magnússon af vettvangi
og gerðist blaðafulltrúi íslenskrar
erfðagreiningar. Það þóttu mörgum
vera nokkur tíðindi og sjónarsviptir
að slíkum jaxli úr stétt fréttamanna.
Ekki löngu seinna tók Sigmundur
Ernir Rúnarsson aðstoðarfrétta-
stjóri föggur sínar og hvarf til starfa
hér á DV og hef-
ur þá sérstöðu að
vera sá eini úr
hópnum sem fer
til starfa á öðrum
fiölmiðli.
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson og
Jón Ársæll Þórð-
arson eru báðir
horfnir til ann-
arra starfa við
dagskrárgerð á
sama vinnustað
en óhætt mun að _______________
eigna þeim ríkan
hlut af vinsældum þáttarins ísland í
dag og Jón Ársæll gerði frasann
„Þetta er ísland í dag“ nær ódauð-
legan.
Félagi þeirra, Helga Guðrún
Johnson, er einnig horfin af vett-
vangi og sest á skólabekk og er haft
Helga Guðrún
Johnson
Farin og ætlar
aö hugsa um
svínin.
Páll Baldvin
Baldvinsson
Farinn eftir
samtats
10 ára starf.
Hannes
Jóhannsson
Farinn í annaö
sinn meö
reynstuna.
fyrir satt að hún ætli að hasla sér
völl í svínarækt að því loknu en
hún er gift Kristni Gylfa Jónssyni,
einum Brautarholtsbræðranna, sem
eru að gera föðurleifð sína að
stærsta svínabúi landsins.
„Perlum er enn kastað fyrir
svín,“ sagði ónefndur viðmælandi
DV um þá tilfærslu.
Ragnheiður Elín Clausen, þula
þjóðarinnar, flutti sig frá RÚV á
fyrra ári og hóf störf í íslandi í dag
en hætti störfum fljótlega eftir að
Páll Magnússon hvarf af vettvangi
en hann mun
hafa ráðið hana í
óþökk nokkurra
samstarfsmanna
sinna.
Þekktir og
óþekktir
Hannes Jó-
hannsson, reynd-
asti tæknimaður
Stöðvar 2 til
margra ára, hef-
ur hætt og hafið
......*.. störf hjá emax
þar sem fyrir var á fleti fyrrum fé-
lagi hans, Eggert Skúlason, sem
hætti hjá Stöð 2 í mai eftir 11 ára
starf.
Viktor Ólason markaðsstjóri er á
förum frá fyrirtækinu og það sama
er fullyrt um Svein Andra Sveins-
son, fiármálastjóra félagsins. Þetta
er staðfest af yfirmönnum Norður-
ljósa. Þeir hafa báðir veriö lykil-
menn í rekstri íslenska útvarpsfé-
lagsins og verður skarð þeirra án
efa vandfyllt.
Fyrir fáum mán-
uðum hætti
einnig Jensína
Böðvarsdóftir,
starfsmanna-
stjóri ÍÚ, eftir
langt og farsælt
starfhjáfélaginu.
Því starfi gegndi
einnig Halla
Tómasdóttir um
tima en hvarf
einnig á braut.
Páll Baldvin
Baldvinsson, sem hefur starfað sem
dagskrárstjóri Stöðvar 2 í samtals tíu
ár á tveimur tímabilum, hefur látið af
störfum þar eftir að þriggja mánaða
skyndilegu leyfi hans lauk og er fátt
vitað um áform hans utan hvað hann
er sagður sitja við skriftir.
Björgvin Halldórsson, söngvari
og þúsundþjalasmiður, hefur lengi
verið starfsmaður íslenska útvarps-
félagsins, bæði sem umsjónarmaður
Bíórásarinnar en
einnig hefur
hann verið
„rödd“ Stöðvar 2
og lesið inn á
dagskrárkynn-
ingar af stakri
snilld. Hann mun
halda því áfram
en að öðru leyti
hverfa til starfa á
öðrum vettvangi.
Björgvin
Halldórsson
Farinn en röddin
lifir áfram.
Ragnheiður Elín
Clausen
Farin og sést
ekki meir í ís-
landi í dag.
Níu milljarðar
í nýlegri úttekt
1 Frjálsrar versl-
unar á fiölmiðlamarkaði er fullyrt
að skuldir Norðurljósa nemi 9 millj-
örðum um þessar mundir. Þar er
fullyrt að báðar frjálsu sjónvarps-
stöðvarnar rói lifróður vegna sam-
dráttar á auglýsingamarkaði. Þar er
bent á að stöðin gæti þurft að grípa
til örþrifaráða eins og þeirra að
loka fréttastofunni eða draga starf-
semi hennar verulega saman.
Sérfræðingar sem DV ræddi við
taldi að samkeppni Skjás eins og
Stöðvar 2 einkenndist um þessar
mundir af því að báðar stöðvar
væru að bíða eftir dauða hinnar.
Hann taldi að neyðarúrræði Stöðvar
2 yrði að kaupa upp samkeppnina
eins og gert var þegar Stöð 3 ruddi
sér til rúms á markaðnum fyrir
nokkrum árum. PÁÁ