Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Page 39
UV LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Ottast um heilsu Whitney Houston* Orðrómur um að poppsöng- konan Whitney Houston hefði látist af of stórum skammti eit- urlyfja fór á kreik á fimmtudag en blaðafulltrúi hennar var ekki seinn á sér að kveða hann niður. „Ég var að tala við Whitney," sagði blaðafulltrúinn Nancy Seltzer í yflrlýsingu sem hún sendi frá sér. „Hún hefur það fínt og skilur ekki hvers vegna einhver hefur tíma til að koma nýjum gróusögum á kreik, mið- að við alit sem gengur á núna. Hún er heima í New Jersey með fjölskyldu sinni.“ Svo mörg voru þau orð blaða- fulltrúans. Hinu verður kannski ekki neitað að orðróm- ur af þessu tagi sprettur ekki upp að ástæðulausu. Vitað er að Whitney og eiginmaður hennar, Bobby Brown, hafa lengi átt í vanda með fíkn sína í ólögleg eiturlyf. Þau hafa bæði komist í kast við lögin vegna þessa, hann þó oftar en hún. Ekki var svo útlit söngkon- REUTER-MYND Orðrómur um dauða Whitney Svo viröist sem allt tal um dauöa Whitney Houston sé ótímabært. unnar á stórtónleikum Michaels Jacksons í New York á dögunum til aö bæta úr skák. Mörgum manninum var brugð- ið þegar Whitney steig fram á sviðið. Hún var svo horuð að undrum sætti og gekk greini- lega ekki heil til skógar. Whitney kom fram á fyrri tón- leikum Michaels en aflýsti þátt- töku í hinum síðari. Hvort það var af völdum veikinda eða uppistandsins vegna holdar- farsins skal ósagt látið. „Hún lítur nánast út eins og beinagrind," varð stjörnublaða- konunni Barböru Walters að orði. Slúðurblaðamaðurinn Matt Drudge sagði sem svo að Whit- ney hefði litið verr út en söng- konan Karen Carpenter skömmu áður en hún lést af völdum átraskana. REUTER-MYND Fáklæddar í Argentínu Fyrirsætur sýna brjóstahöld og nærbuxur á sýningu argentískra tískuhönnuöa í Buenos Aires fyrir skemmstu. Klæönaöurinn vakti athygli manna. Indíánar og kúrekar vinsælir í Þýskalandi Kúreka- og indíánasögur þýska skáldsagnahöfundarins Karls May hafa veriö mjög vinsælar í Þýskalandi síöustu áratugina, svo vihsælar aö sérstakar Karl May-hátíö- ir hafa veriö haldnar árlega síöustu 50 árin í Bad Segebergin, þar sem sögur Mays hafa veriö settar á svið. Myndin hér aö ofan er frá 50 ára afmælishátíöinni sem nýlega var haldin og sjáum viö Aptasí-höföingjann Winnetou (Gojko Mitic) berjast fyrir lífi sínu viö Stóra Úlf (Joshy Peters). Berry Berenson meðal fórn- arlambanna í New York Leikkonan Berry Berenson, ekkja leikarans Anthony Perkins sem lést árið 1992, var meðal farþega i flugvél American Airlines, sem var fyrri vél- inn sem flaug á World Trade Center í New York á þriðjudaginn. Berenson, aem var 53ja ára, starfaði einnig sem ljósmyndari og var á leið heim til Los Angelel úr fri frá Cape Cod. Berenson, sem var dótturdóttir tískuhönnuðar- ins Elsu Schiaparelli og systir leikkonunnar Marisu Berenson, var þekktust fyrir leik sinn i myndunum „Cat People" og „Remember My Name“. Hún lætur eftir sér tvo syni og er annar þeirra Osgood Perkins Jr, sem lék á móti Reese Witherspoon í „Legally Blonde“. Af öðrum þekktum einstklingum úr dægurheiminum sem fórust í hryðjuverkunum má nefna, David Angell, framleiðanda og höfund sjónvarpsþáttanna • „Frasier" og Cheers", en hann var ásamt konu sinni, Lynn, í sömu vél og Berenson. Angell, sem var 54 ára, hlaut sex Emmy verðlaun á ferlinum fyrir sjón- varpsþætti sína, en var einnig höfund- ur „Wings“ gamanþáttana. Þá var, Barbara Olson, fréttaskírandi á CNN, meðal farþega í vélinni sem lenti á Pentagon. Upplýsingar í síma: 561-8585 / 561-8586 Aðhaldsnámskeið Gauja litla, frír prufutími Hópastarf: Valkyrjur í vígahug (konur) Vinir í víðáttu (karlar) Unglinganámskeið: 13 til 16 ára frír prufutími Barnastarf: Kátir krakkar 7-9 ára 10 -12 ára REYKJAVÍK OG AKUREYRI HEILSUGARÐUR CAUJA LITLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.