Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Side 43
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 51 J3V Tilvera Dalur vættanna - draugar, huldufólk, skrímsli, fram- hjáhald, drekkingar og morð í Elliða- árdalnum Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistar- svæði Reykvíkinga og á hverjum degi fara mörg þúsund manns um dalinn. Að öllu jöfnu er Elliðaárdal- urinn fallegur, vina- legur og hættulaus en þegar gluggað er í sög- una er margt öðruvísi en sýnist í fyrstu. Helgi Sigurðsson, sagnfræð- ingur á Árbæjarsafni, hefur safnað sögum um hörmungar og huldar vættir í Elliðaárdalnum og skipulagt göngu um dalinn sem tekur um eina og hálfa klukkustund. Mýrardraugurinn Helgi segir að Elliðaárdalurinn búi yfir ýmsum huldum vættum. „Segja má að flestir bæir sem áttu land að dalnum tengist draugagangi eða huldufólki á einhvern hátt. Efsti bær- inn í dalnum er Elliðavatn. Á seinni hluta 19. aidar settust tveir vinnu- menn þar að drykkju í beitarhúsum ásamt manni er nefndist Magnús Jónsson, en hann hafði lært nokkuð í frönsku. Nokkrum dögum seinna fannst Magnús helfrosinn í mýri ná- lægt Vatnsenda og voru hrafnar lagst- ir á náinn. Talið var víst að hann hefði orðið úti vegna drykkjunnar. Líkið var tlutt heim að Elliðavatni. Gekk Magnús síðan aftur við beitar- húsin. Fólk hafði ekki svefnfrið fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, högg- um og hurðaskellum. Draugurinn var fyrst kallaður Mangi og sótti mest að öðrum vinnumannanna sem drukkið höfðu með honum og hrökklaðist sá burt. Eftir það sást draugurinn mest við beitarhúsin og í mýrinni þar sem Magnús varð úti og eftir það var hann nefndur Mýrardraugurinn." Með hausinn í hendinni „Önnur saga sem tengist dalnum ofanverðum er einnig frá 19. öld. Eft- ir að Guðmundur á Kópavogsbýlinu dó urðu menn óþyrmilega varir við að hann lægi ekki kyrr. Hann reynd- ist mjög mannskæður. Dag einn, haustið eftir að hann andaðist, gekk maður nokkur sem Stefán hét upp að Vatnsenda og dvaldist þar fram undir sólsetur. Honum var fylgt vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þegar fylgdarmaðurinn var ný- skilinn við Stefán sá hann mann rétt fyrir norðan sig og þekkti hann strax Guðmund úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel. Hann hélt þó áfram og var draugurinn alltaf á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni og hvarf. Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur. Talið er að Guðmundur sé enn á ferli og menn telja sig verða vara við hann annað slagið. Draugasteinar „Svo nefndir Draugasteinar eru við stíginn við suðurenda Árbæjarstíflu. Þetta eru nokkur björg, állt að mann- hæðarhá og er talið að í þeim búi álf- ar. Uppi á Breiðholtsbarðinu við fjöl- býlishúsið að Vesturbergi 2-6 er önn- ur álfabyggð samkvæmt Fornleifa- skrá Reykjavíkur. Trúin á álfabyggð- ina var svo sterk að fjölbýlishús sem átti að byggja á staðnum var flutt til að raska henni ekki. Þetta geta allir séð sem fara um Vesturberg." Framhjáhald og morð „Neðar í dalnum við austurenda Bústaðavegar stóð bærinn Bústaðir. Þar bjuggu eitt sinn hjón og var hjá þeim vinnumaður sem hét Þorgarð- ur. Sagt var að konan héldi við Þor- garð og að bóndi þyrfti að sinna óvandari verkum og var oft úti yfír fé í illviðrum en Þorgarður sat heima. Eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim og heldur ekki nóttina eftir. Næsta morgun fannst hann í Elliða- ánum með áverka sem menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða og var Þorgarður fundinn sekur. Hann átti þess kost að greiða fébætur eða vera tekinn af lífi. Þorgarður fór til bóndans að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Bóndinn var tal- inn-vel í efnum og tók málaleitaninni ekki illa en þáð gerði húsfreyja hans. Þorgarður fékk þvi enga aðstoð og var tekinn af lífi. Gekk hann aftur og sótti að Selshjónunum og var því kaOaður Sels- Móri. Hann var á ferli að minnsta kosti fram á síð- ustu öld.“ Sæskrímsli í Elliða- árvogi „Árið 1883 var hraust- mennið Guðmundur Guð- brandsson við Elliðaár- voginn að tína krækling í beitu. Skyndilega kom að honum ókennileg skepna þakin skeljum og á stærð við veturgamlan kálf. Guðmundur stóð í stimp- ingum við skepnuna í tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum. Hann var svo illa til reika að hann lá rúmfastur í tvo sólarhringa." Dvergar og álfar Helgi segir að snemma vors 1990 hafi Erla Stefánsdóttir sjáandi verið í gönguferð um Elliðaárhólmann og orðið vitni að margvíslegri „innri birtingu náttúrunnar“ eins og hún orðaði það. „Strax og Erla kom yfir bogabrúna sá hún tvö sambyggð hús IVIargt býr í myrkrinu Helgi Sigurösson, sagnfræöingur á Árbæjarsafni, hefur safnaö sögum um huldar vættir í Elliöaár- dalnum og skipulagt göngu um dalinn sem tekur um eina og hálfa klukkustund. S ■ Dvergar og álfar Dverga- og álfabyggð Álfarnir eru á stærð við 6-8 ára börn og klæddir rauðum og grænum fötum. Ára þeirra er í sömu tónum og fötin. Arnes útilegumaður Reyndi hann að tefja fyrir Arnesi en hann var ókyrr og enduðu samskipti þeirra með því að Arnes svipti manni flötum og hljóp á brott. Sæskrímsli í Elliðaárvogi Skyndilega kom að honum ókennileg skepna, þakin skelj- um og á stærð við veturgamlan kálf. Skötufoss og drekkingahylur Ef reimt er í dalnum ætti það að vera hér, bæði vegna morðs sem þar var framið og þar var líka opinber aftökustaður. Framhjáhald og morð Næsta morgun fannst hann í Elliðaánum með áverka sem menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða. Breiðholt Draugasteinar Trúin á álfabyggðina var svo sterk að fjölbýlishús sem átti að byggja á staðn- um var flutt til að raska henni ekki. mfn-------------- Arnes í Þófaramyllunni Með hausinn í hendinni Draugurinn var við hlið hann uns hann kom niður á móts við Breið- holt. Nam draugurinn þá allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marg- hneigði sig með hausinn í hendinni. Mýrardraugurinn Nokkrum dögum seinna fannst Magnús helfrosinn í mýri nálægt Vatnsenda og voru hrafnar lagstir á náinn. ■■■■-■■ Tók höfuðið • *Fofan Mýradraugurinn Ahugaverðir viðkomustaðir Þeir sem ganga um Elliðaárdalinn ættu aö gefa sér góöan tíma og staldra viö á áhugaveröum stööum og rifja upp söguna eöa svipast um eftir huldum vættum. og „voru þybbnir dvergar þar á stjái“. Stutt þar frá var annar bær og „voru smávaxnir dvergar úti fyrir, forvitnir og glaðir og störðu undr- andi“ á hana. Ofar við ána sá Erla síðan jarðdverga eða gnóma, sem voru ekki hærri en 12 sentímetrar á hæð og klæddust björtum og litrík- um fatnaði. Enn ofar, á hraunrana, kom hún í þorp jarðdverga. „Nokkur voru á einni hæð og fleiri á mörgum hæðum, með turnum og spírum og garðar voru í kringum hvert hús.“ í furulundi þar skammt frá kom Erla síðan í álfabyggð og voru álfarnir á stærð við 6-8 ára börn. „Voru þeir græn- og rauðklæddir, með árur í sömu tónum og fötin. Sást vel inn til þeirra, voru herbergin lítil en mörg og mjög snyrtilega búin.“ Á göngu sinni sá Erla einnig trjáverur og for- tíðarmyndir kvenna við þvott á ár- bakka.“ Arnes í þófaramyllunni „Meðal kunnustu útilegumanna á íslandi fyrr á tíð var Arnes Pálsson, sem meðal annars bjó um skeið með Fjalla-Eyvindi og Höllu á vatnsheiði. Af Arnesi eru til ýmsar sögur og ein þeirra í Elliðaárdal. í stuttu máli fjallar hún um gæslu- mann sem rakst á Arnes sofandi í þófaramyllunni snemma morgu Arnes hafði staf í hendí og poka hlið sér. Gæslumaðurinn greip það hvort tveggja og hljóp heim að / túni. Vaknaði þá Arnes og hann. Tókst gæslumanninum ao senda stúlku til Reykjavíkur að segja hvað um væri að vera. Reyndi hann síðan að tefja fyrir Arnesi en hann var ókyrr og enduðu sam- skipti þeirra með því að Arnes svipti gæslumanni flötum í bæjar- göngunum og hljóp á brott. Hafði hann þá séð til þrjátíu manna flokks sem kom eftir Bústaðaholtinu frá Reykjavík. Veittu þeir Arnesi eftir- fór upp eftir Elliðaánum og þaðan alit suður í Garðahraun á Álftanesi þar sem hann hvarf þeim sjónum f skjóli myrkurs." Elliðaár Eins og flestum er kunnugt voru konur oftast líflátnar meö því aö drékkja þeim. Ekki er vitaö hversu mörgum var drekkt í Elliðaánum. Morð og drekkingar Að sögn Helga eru Skötufoss og Drekkingarhylur einhverjir sögufræg- ustu staðir í Elliðaárdalnum. „Ef enn er reimt í dalnum þá ætti það að vera þar, bæði vegna morðs sem þar var framið og þar var lika opinber aftöku- staður. Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður sem hét Sæmundur Þórarins- son. Kona hans hét Steinunn Guð- mundsdóttir og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að drepa bónda sinn. Kvöld eitt í september fóru þeir Sæ- mundur og Sigurður til veiða í Elliða- ánum. Þegar þeir voru staddir viö Skötufoss gekk Sigurður aftan að Sæ- mundi og sló hann með tréfjöl og hratt honum í hylinn. Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga að Sæ- mundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til ieitar og fannst lík Sæmund- ar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir sem drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var grafið en smám sam- kom upp orðrómur um að Sigurð- væri valdur að dauða Sæmundar hefði vitneskju um endalok hans. á Sigurð og þegar hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var einnig gengið á Stein- unni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvalds- ins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“, eins og segir í Vailaannál." Drekkingarhylur Helgi segir að það hafi þótti í frá- sögur færandi að Steinunni Guð- mundsdóttur var drekkt í læknum fyrir austan Kópavogsþingstað en ekki á hefðbundnum stað í „Elliðaá syðri" eins og komist er að orði i Vallaannál. „Eins og flestum er kunnugt voru konur fyrst og fremst líflátnar með drekkingu. Ekki er vitað hversu mörgum konum var drekkt í Elliða- ám en ein þeirra var Vigdís Þórðar- dóttir. Vigdís hafði borið út barn sitt árið 1696, að Ingunnarstöðum i Brynjudal, Kjós. Heimildir eru fáorð- ar um mál hennar en konur sem báru út barn á þeim tima voru nær undantekningarlaust fátækar og ein- stæðar. Líflátsdómar fyrir útburð tíðkuðust á 17. öld og fram á annan áratug 18. aldar.“ -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.