Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 46
54 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80-ára________________________________ Kristín Jónasdóttir, Maríubakka 28, Reykjavík. 75 ára________________________________ Ásdís Pétursdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. lakobína Elísabet Björnsdóttir, Úthlíð 8, Hafnarfiröi. Skúli Marteinsson, Háaleitisbraut 18, Reykjavík. 70 ára________________________________ Ágúst Sigurösson, Birkihvammi 3, Hafnarfirði. 60 ára________________________________ Sigurborg Skjaldberg, Þúfubaröi 17, Hafnarfirði. Eiginmaöur hennar er Baldur Snæhólm Einarsson. Þau eru í útlöndum. Oóra Magnúsdóttir, Hamraborg 14, Kópavogi. Guöni Magnús Sigurösson, Hlíðargötu 29, Sandgeröi. Guörún Daníeisdóttir, Tryggvagötu 24, Selfossi. Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Jaöarsbraut 29, Akranesi. Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsstööum 1, Flúðum. Kristbjörg Siguröardóttir, Jörundarholti 188, Akranesi. Óskar Rafn Þorgeirsson, Skarösbraut 13, Akranesi. Sigurður Jónsson, Ásvegi 8, Dalvík. Vésteinn Arngrímsson, Fellsenda 2, Búöardal. Vigdís Gústafsdóttir, Lyngheiði 9, Hverageröi. Þóra Valdimarsdóttir, Gimli, Reyöarfirði. 50 ára________________________________ Einar Marinósson, Þrastarhólum 8, Reykjavtk. Elísabet H. Einarsdóttir, Suðurhúsum 6, Reykjavík. Geir Reynisson, Faxabraut 51, Keflavík. Guöbjörg A. Stefánsdóttir, Dverghömrum 46, Reykjavík. Óiafur Sverrisson, Byggöavegi 105, Akureyri. Sesselja Ólafsdóttir, Heiömörk 2a, Hverageröi. Sigríöur Ása Einarsdóttir, Skipasundi 45, Reykjavík. 40 ára________________________________ Ásdís Eyrún Sigurjónsdóttir, Dalshöföa, Kirkjubæjarklaustri. Ásta Júlía Arnardóttir, Engihjalla 7, Kópavogi. Eiríkur Guömundsson, Heiöargeröi 14, Akranesi. Georg Jimmy Tucsök, Skeggjastööum, Hvolsvelli. Gunnólfur Lárusson, Stekkjarhvammi 7, Búöardal. Ingunn Lilja Guömundsdóttir, Holtsgötu 20, Njarövík. Jósefína V. Antonsdóttir, Breiövangi 13, Hafnarfiröi. Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, Reykjabyggö 43, Mosfellsbæ. Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir, Lindarholti 10, Raufarhöfn. Jensína Ólafsdóttir, Sefgöröum 26, Seltjarnarnesi, andaöist á Landspítala Landakoti miövikud. 5.9. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Unnar Magnússon, Hringbraut 104, Keflavík, lést á Landspítala Vífilsstöðum þriðjud. 11.9. Jarðarfarir Útför Sveins Ellerts (Ellertssonar) Ellerts viöskiptafræðings, Jackson Heights, New York, sem fara átti fram frá Akraneskirkju föstud. 14.9., hefur veriö færö til mánud. 17.9. kl. 14.00 af óviðráðanlegum ástæðum. Magnús Bjarni Blöndal, Snæringsstöðum, Vatnsdal, andaöist á Háskólasjúkrahúsinu Huddinge, Svíþjóö, föstud. 7.9.. Útför hans ferfram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugard. 15.9. kl. 14.00. Útför Brynhildar Stefánsdóttur, Vallholti 34, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugard. 15.9. kl. 11.00. Margrét Kristín Pétursdóttir, Hraunbúöum, Vestmannaeyjum, sem andaöist aöfaranótt fimmtud. 6.9., veröur jarösungin frá Landakirkju laugard. 15.9. kl. 10.30. DV Sjötíu og fímm ára Árni Jón Konráðsson sjómaður í Reykjavík Ámi Jón Konráðsson sjómaður, Rjúpufelli 42, Reykjavík, verður sjö- tíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Árni fæddist að Móum í Grinda- vík og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum á Seltjarnames og síðan að Merkisteini í Sogamýri. Þau átti síðan heima í Bræðraborg við Bræðraborgarstíg en lengst af við Bergþórugötuna. Þá var hann í sveit að Rútsstöðum í Dölum eitt sumar og hjá ömmusystur sinni að Stærrabæ í Grímsnesi i þrjú sumur og einn vetur. Árni stundaði Bretavinnu á stríðsárunum, var síðan starfsmað- ur Reykjavíkurborgar en fór til sjós 1948 og átti eftir að vera fjörutíu og átta ár til sjós sem háseti, bátsmað- ur og stýrimaður. Árni var fyrst á bátnum Ingólfi Amarsyni RE, síðan á Bjamarey VE, var á síld á bátnum Arinbimi RE um skeið og síðan á Elliðaey VE, þá á Fylki RE þar til skipið fórst 1956 er það fékk tundurdufl í vörpuna sem sprakk við síðu skips- ins. Ámi var á togaranum Júni frá Hafnarfirði 1956-57, var síðan á tog- aranum Skallagrími, þá á Fylki nýja til 1964, á Sigfúsi Bergmann frá Grindavík til 1967, var síðan á tog- aranum Sigurði til 1973. Hann kom þá í land um skeið og starfaði við hafnarframkvæmdir í Grindavík. Ámi var á Engeynni frá Reykjavík, síðan Otri GK og loks aftur á Engey þar sem hann var til 1995 er hann kom í land og lauk sínum langa sjó- mannaferli. Árni var heiðraður af Sjómanna- Attræður dagsráði á sjómannadaginn 1989. Þá er hann heiðursfélagi Sjómannafé- lags Reykjavikur. Fjölskylda Árni kvæntist 1.9. 1954 Helgu Helgadóttur, f. að Skógtjörn á Álfta- nesi 16.1. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Helga Kristins Guðmundsson- ar, f. 24.11. 1902, d. 31.1. 1991, bif- reiðarstjóra í Hafnarfírði, og k.h., Pálínu Pálsdóttur, f. 27.9. 1907, d. 19.1. 1970, húsmóður. Böm Áma og Helgu eru Pálína Kristín, f. 29.3. 1953, klæðskeri, bú- sett í Hafnarfirði, gift Guðbrandi Ingimundarsyni múrara og eiga þrjú böm; Sigríður, f. 5.3. 1955, verslunarmaður í Reykjavík, var gift Gisla Sigmundssyni en þau skildu og eiga þau tvær dætur en sambýlismaður Sigríðar var Hall- dór Axel Halldórsson sem nú er lát- inn;Ásta, f. 5.12. 1956, verslunar- maður í Hafnarfirði, gift Sigurði Jónssyni, verkamanni hjá Eimskip, og eiga þau saman tvö börn auk þess sem hún á son frá því áður; Valgerður, f. 21.2. 1959, garðyrkju- maður og verslunarmaður í Reykja- vík, gift Baldvini Skúlasyni iðn- verkamanni og eiga þau tvö böm; Konráð, f. 7.10.1960, bifreiðarstjóri í Danmörku og á hann fimm börn; Hafliði Ingibergur, f. 18.10. 1970, bif- reiðarstjóri í Reykjavík en kona hans Louisa Sigurðardóttir tölvu- fræðingur og á hann eina dóttur; Ámi, f. 20.6. 1972, húsasmiður í Reykjavík, en kona hans er Sólrún Pétursdóttir, starfsmaður við dag- heimili, og eiga þau þrjú börn. Systkini Árna: Guðbjörg, f. 21.11. 1922, d. 14.2. 1923; Ásta Halldóra, f. 6.11. 1924, d. 24.4. 1944, húsmóðir í Reykjavík; Sigríö- ur Þóra, f. 15.11. 1928, d. 30.12. 1982, húsmóðir í Reykja- vik; Jóhanna, f. 12.6. 1930, húsmóð- ir í Sandgerði; Egg- ert, f. 11.4. 1934, verkamaður og síð- ast húsvörður við Landsbanka ís- lands; Ásdís Guð- björg, f. 21.3. 1936, lengst af verkstjóri í Hafnarfirði; Rafn, f. 14.12. 1937, lengst af sjómaður í Reykjavík. Foreldrar Árna vom Konráð Árna- son, f. 26.2. 1902, d. 22.12. 1975, versl- unarmaður og innheimtumaður í Reykjavik, og k.h., Sigríður Jóns- dóttir, f. 1.12. 1895, d. 20.6. 1957, hús- móðir. Ætt Konráð var sonur Áma, lausa- manns á Þorkötlustöðum, bróður Sigríðar, ömmu Ingvars Þórarins- sonar, bóksala á Húsavík. Árni var sonur Áma, hreppstjóra á Þorkötlu- stöðum, Magnússonar, b. á Þor- kötlustöðum, bróður Einars, afa Sveinbjörns Beinteinssonar skálds og Bjarna Bjarnasonar læknis. Magnús var sonur Ólafs, b. á Efri- Brú í Grímsnesi, Jónssonar og Ragnhildar Beinteinsdóttur, hrepp- stjóra og stórb. í Þorlákshöfn Ingi- mundarsonar, b. í Holti, Bergsson- ar, ættfóður Bergsættar, Sturlaugs- sonar. Móðir Árna lausamanns var Valgerður Gamalíelsdóttir. Móðir Konráðs var Þóra, systir Engilbertínu, ömmu Guðjóns lækn- is og lögfræðinganna Gísla Kristins og Sveins Sigurkarlssona. Þóra var dóttir Hafliða, b. á Hrauni í Grinda- vík, Magnússonar, b. á Járngerðar- stöðum, Þórðarsonar. Móðir Hafliða var Margrét Einarsdóttir. Móðir Þóru var Sigríður Jónsdóttir, hrepp- stjóra og dbrm. á Hrauni, Jónsson- ar, ættfoður Járngerðisstaðaættar, Jónsson. Móðir Sigríðar var Guð- björg Gísladóttir, b. á Lambafelli, Eirikssonar og Gyðríðar Jónsdótt- ur. Sigríður var hálfsystir, samfeðra, ísleifs Jónssonar, verkfræðings og fyrrv. forstöðumanns Jarðborana ríkisins. Sigríður var dóttir Jóns, b. í Einlandi í Grindavík, Þórarinsson- ar, og Guðbjargar Ásgrímsdóttur. Árni og Helga verða hjá dóttur sinni og tengdasyni að Holtsgötu 16, Hafnarfirði, og verða þar með heitt á könnunni milli kl 16.00 og 19.00 á morgun. Sigurður Sigmundsson umsjónarmaður sumarvinnu Landsvirkjunnar Sigurður Sigmundsson, umsjón- armaður sumarvinnu Landsvirkj- unar, Ey II, Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist að Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum og kynnt- ist ungur almennum sveitastörfum. Hann er rafveituvirki að mennt. Sigurður var við vegavinnnu þrjú sumur á unglingsárunum, í línu- vinnu og við mælingar hjá RARIK í fjórtán ár, starfaði við mælingar hjá ýmsum verktökum, s.s. Suðurverki hf„ Gunnari og Guðmundi sf„ Grét- ari Sveinssyni og fleirum, starfaði á Skattstofu Suðurlands í þrjú ár og hjá Kaupfélagi Rangæinga og Héðni hf. við rafvirkjun. Þá hefur hann starfað við vinnurannsóknir og fleira hjá ráðgjafarþjónustunni Hannarr sf. og verið verkstjóri hjá Landsvirkjun. Á síðustu árum hefur Sigurður átt þátt í að móta fræðslu ungs fólks sem stundað hefur sumarvinnu hjá Landsvirkjun. Auk þess hefur hann starfað með Skógrækt ríkisins, Landgræðslunni og ýmsum áhuga- mannafélögum að uppgræðslu og skógrækt. Sigurður hefur stundað smábú- skap með kindur og hross i félagi við eiginkonu sína, auk þess sem hann hefur stundað ökukennslu í hjáverkum. Sigurður hefur setið í hrepps- nefnd Vestur-Landeyja, í stjórn Leikfélags og Tónlistarfélags Rang- æinga, var formaður Félags ís- lenskra línumanna frá stofnun þess og næstu tíu árin, sat í stjóm Raf- iðnaðarsambands íslands og sam- bandsstjóm ASÍ. Hann hefur sungið með RARIK-kórnum, Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Rangæinga og mörgum samkórum. Um þessar mundur tekur hann þátt í söngdag- skrá Sögusetursins á Hvolsvelli um Njálu. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.4. 1965 El- ínu Jónsdóttur, f. 3.12. 1944, bónda og húsfreyju. Hún er dóttir Jóns M. Jónssonar, bónda að Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, og Ástu Helga- dóttur húsfreyju. Böm Sigurðar og Elínar eru Ásta María, f. 12.11. 1964, vaktstjóri, en fyrri maður hennar var Sigurður Sigþórsson og eru börn þeirra Silja og Hrafn en seinni maður hennar er Lárus Þorsteinsson og eru börn hans Helga Guðrún og Hermann Sveinn; Sigmundur, f. 29.6.1966, tón- listarkennari; Jón Magnús, f. 30.8. 1967, nemi í vélhönnun og starfs- maður Grunfoss í Danmörku en kona hans er Áslaug Elísa Guð- mundsdóttir tækniteiknari og er dóttir þeirra Elín; Baldur, f. 21.1. 1969, verktaki; Helga Dögg, f. 23.2. 1973, verslunarmaður en maður hennar er Guðjón Þorvarðarson íþróttafræðingur og er sonur þeirra Andrés Karl; Friðrik Svanur, f. 18.8. 1976, nemi við listaháskóla og starfsmaður Merl en unnusta hans er Kristrún Karlsdóttir. Alsystir Sigurðar er Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir, f. 29.6. 1940, ráðskona Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Hálfsystkini Sigurðar, sam- mæðra, eru Jón Sigurðsson, f. 13.7. 1925, d. 1992, bankamaður, hljóm- sveitarstjóri og textahöfundur í Kópavogi; Vigfús Sigurðsson, f. 25.6. 1927, fyrrv. húsasmiður á Hellu; Guðrún Sigurðardóttir, f. 6.2. 1934, fyrrv. bóndi og tónlistarkennari. Foreldrar Sigurðar voru Sig- mundur Þorgilsson, f. 1893, d. 1968, skólastjóri, búsettur að Ásólfsskála undir Evjaíjöllum, og Júlíana Björg Jónsdóttir, f. 1.7. 1896, d. 1978, hús- freyja. Sigurður og Elín verða í Dan- mörku á afmælisdaginn. Arinu eldri Vilhjálmur Árnason hrl. er 84 ára í dag. Vilhjálmur er af Hánefsstaðaætt, bróðir Tómasar, fyrrv. ráö- herra og seðlabanka- stjóra, Þorvarðar heitins forstjóra og Margrétar, móöur Valgeirs Guöjónssonar tónlistarmanns. Meðal frænda þeirra eru Snorri Sigfús Birgisson tónskáld og Vilhjálmur Einars- son skólastjóri, faðir Einars spjótkast- ara. Allt eru þetta miklir ágætismenn, verklagnir, markvísir, staffírugir og við- ræðugóðir. Vilhjálmur fékk prýöilegt uppeldi viö sveitastörf og sjómennsku en hann var mörg ár á sjó og vélbátaformaður I sex ár. Hann lauk stúdentsprófi frá MA, lög- fræðiprófi frá HÍ og var lengi meö lög- fræðistofu með syni slnum Árna, frænda sínum Eiriki Tómassyni og fleiri þungavigtarmönnum, s.s. Hreini Lofts- syni einkavæðingarformanni. Þá sat Vilhjálmur I stjórn íslenskra aðalverk- taka 1954-84 og lét sig ekki muna um að vera stjórnarformaður þess ágæta fýrirtækis 1971-84 og 1988. Rannveig Guömundsdottir alþingismaöur er 61 árs í dag. Rannveig er ekki bara krati heldur strangt til tekið ísafjarðarkrati, enda fædd þar og uppalin. Hún stundaði skrifstofustörf, var búsett I Noregi I nokkur ár og starfaði á tölvudeild Rugleiða. Rannveig sat I bæjarstjórn Kópavogs I áratug, var þrisvar forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráös. Hún hefur veriö þingmaöur Reykjaneskjördæmis fyrir Alþýðuflokkinn, jafnaðarmenn og síðan Samfylkinguna frá 1989, var tvívegis formaður þingflokks Alþýðuflokksins, formaður þingflokks jafnaðarmanna og er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þá var hún félagsmálaráðherra 1994-95, sat I flokksstjórn Alþýðuflokksins frá 1978 og var varaformaður hans um skeið. Lítið hefur borið á Rannveigu I pólitíkinni aö undanförnu. En eins og vinkona hennar og kollegi sagði um árið: Þeirra tími mun koma. Jóhann Pétur Malmquist tölvuprófessor er 52 ára í dag. Jóhann er bróður Guðmundar Malmquist sem var forstjóri Byggðastofnunar um langt árabil. Jóhann lauk B.S.-prófi I stærðfræði og eðlisfræði frá Caroll College, Wisconsin I Bandarikjunum, Ph.D.-prófi I tölvuverkfræði frá Pennsylvania State University og stundaði framhaldsnám við Pennsylvania Státe University. Jóhann hefur verið prófessor við Háskóla Islands frá 1985 og hefur komið mikið við viðburðarika sögu tölvuþróunar, tölvukennslu og tölvuviðskipta hér á landi slðustu árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.