Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Qupperneq 56
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Eiginmanns íslenskrar konu saknað eftir hryðjuverkaárásina á New York: Ólýsanleg sorg - segir Kristján Ragnarsson, yfirlæknir og tengdafaðir Howards Boulton „Hér ríkir djúp og ólýsanleg sorg,“ sagði Kristján Tómas Ragnarsson, íslenskur læknir sem búsettur er í New York ásamt eiginkonu sinni, þegar hann ræddi við DV í gær um hörmungar undan- farinna daga. Hann gegnir starfi yfirlæknis á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York. Eig- inmanns Vigdísar, dóttur Kristjáns, Howards Boulton, er saknað eftir að hin hryllilegu hryðjuverk voru unn- in á World Trade Center sl. þriðju- dag. Hann vann á 84. hæð í syðra turni byggingarinnar. Howard og Vigdís eiga 7 mánaða gamlan dreng. Heimili þeirra er mjög nærri World Trade Center, eða á 4. stræti á Man- hattan. Kristján sagði atburði síðustu daga af þvílíkum toga að þeir snertu alla, hvar sem væri í heiminum. Þeir snertu ekki síst Islendinga og ef þeir fyndu á einhvern hátt að þeir hefðu einnig átt fulltrúa í New York, sem hefðu orðið fyrir hörm- ungunum, þá væri það þess virði aö ræða það á opinberum vettvangi. Á þeim grundvelli kvaðst Kristján reiðubúinn að segja sögu fjölskyldu sinnar allt frá því að ógnir hryðju- verkanna skullu á. Sjá viðtal við Kristján Tómas Ragnarsson á bls. 14 -JSS Árni G. Sigurðsson, flugstjóri hjá Flugleiðum: Algjör paník í Bandaríkjunum - ekki raunhæft að hafa vopnaða menn um borð DV, MONTREAL:____________________ „Eg sé ekki fram á að það verði vopnaðir verðir um borð eða stál- veggir á flugstjómarklefunum," segir Ámi G. Sigurðsson, flugstjóri hjá Flugleiðum um varnir gegn flugræningjum. Árni flaug á fimmtudag áleiðis til Bandaríkj- anna en varð að snúa frá og lenda í Montreal ásamt þremur öðrum Flugleiðavélum. Fimmta vél Flug- leiða sem lagði af stað vestur um haf lenti í Winnipeg. Flugbann hef- ur verið í bandarískri lofthelgi allt síðan hryðjuverkin voru framin á þriðjudag. „Það er algjör paník í Bandaríkj- um í framhaldi af þessum hrika- ""‘legu hryöjuverkum. Ég tel að lausnin sé fólgin í því að efla örygg- isgæslu á jörðu niðri. Að hafa vopnaða öryggisverði í öllum flug- vélum er alltof dýrt og flugfélög rísa ekki undir því,“ segir Árni. Hann segir að þrátt fyrir að ísra- elar hafi ráð á að vera með vopn- OV-MYNDIR ÞÖK Ahöfnin Árni G. Sigurösson, Kristinn F. Eiríksson og Magnea Erla Antonsdóttir, fyrsta flugfreyja, við komuna til Montreal. aða öryggisverði um borð i öllum farþegavélum gangi það ekki upp á íslandi. „Það er mjög notalegt að leggja við hlið þessarra véla á flugvöllum en venjuleg flugfélög hafa ekki efni á slíku,“ segir Ámi. Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, segist óttast að sú tegund hryðjuverka sem sýndi sig í sinni verstu mynd á þriðjudag eigi eftir að endurtaka sig ef ekki verði gripið til aðgerða. „Það sýndi sig þegar hryðjuverkamennirnir rændu fjórum flugvélum samtímis að öryggismál eru alls ekki í nógu góðu lagi,“ segir Sigurður. Hann tekur í sama streng og Ámi flugstjóri varðandi það að ekki sé raunhæft að vera með vopnað fólk um borð í flugvélum. „Fyrst og fremst verður að taka á öryggismálum á flugvöllum. Flugfé- lög standa ekki undir kostnaði við að hafa vopnaða menn um borð,“ segir Sigurður. • -rt Gamli forstjórinn Siguröur Helgason, fyrrverandi for- stjóri Flugleiöa, á vellinum í Montreal. Gírafinn kominn heim! dvaiynd gv Kvikmyndatökumaöurinn Páll Reynisson tók í gær á móti gíraffa sem hann veiddi á ferö slnni um Suður-Afríku. Gíraffmn var stoppaöur upp áöur en hann kom hingað til lands og heldur Páll á hauskúpunni. Gíraffinn mun aö líkindum veröa stofustáss hjá Páli en þess má geta aö hann er hátt í fimm metrar á hæö. Pattstaða uppi um fjárhagsvanda Landspítalans: Engin rök í núverandi gjaldtöku „Það er pólitísk ákvörðun hvort tekið verði smágjald af sjúklingum eða ekki en ef ein- hver gjaldtaka er fyrir hendi yf- irleitt þá verður hún að vera rökrétt. Mér finnst ekki rökrétt að nú sé viðhöfð gjaldtaka á dag- og göngudeildum en ekki hjá þeim sem leggjast inn. Rekstur dag- og göngudeildar er miklu ódýrari og þetta virk- ar eiginlega öfugt. Við ættum því frekar aö taka upp gjald á þeim þætti sem dýrari er í rekstrinum," segir Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnar Landspítalans. Vantar samræmingu Stjóm Landspítalans fund- aði í fyrradag en ekkert nýtt kom fram á þeim fundi um leiðir til að rétta fjárhags- vanda ríkisspítalanna af. Á fundi stjórnar um síðustu mánaðamót litu umdeildar hugmyndir dagsins ljós um aukna gjaldtöku en Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur hafnað slíku al- farið. Koma þau viðbrögð stjómar- formanni Landspítalans á óvart í ljósi fjárhagsstöðu spítalans? „Nei, þau komu ekki á óvart en mér finnst rök hníga að því að þetta verði samræmt," segir Guðný en útilokar ekki að málið verði tekið upp á Alþingi þótt hún hafi að sjálf- sögðu ekki um slíkt að segja. Landspítalinn er að leita leiða til að rétta af 250 milljóna króna halla fyrstu sex mánuði ársins. Líklegt má telja að hallinn muni halda áfram þar sem fæstar tillögur stjórnar um breytingar eru þannig að árangur af þeim komi fram strax. Guðný segir hins vegar að til langs tíma litið sá hagræðingar að vænta, ekki síst með aukinni samhæfingu sérgreina. -BÞ Jón Kristjánsson. Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 Útiljós Brother merkiuélin Rafport llú er unnt að merhja alit á heimillnu, köhubauka, spálur, shóla- dðt, geista- diska o.fl. nýbgiauegi 14 » síml 554 4443 « H.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.