Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2001, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 Utlönd REUTER-MYND Biöröð við bankann íbúar í Buenos Aires í Argentínu í biöröö eftir aö komast inn í bankann sinn aö taka út fé. Stjórnvöld hafa takmarkaö úttektir einstaklinga. Börðu potta og pönnur gegn að- haldsaðgerðum Reiði argentínsks almennings í garð sívaxandi efnahagsþrenginga og aðhaldsaðgerða stjórnvalda sauð upp úr í gær. í höfuðborginni Buenos Aires börðu menn saman pottum og pönnum í mótmælaskyni i fátækra- hverfunum jafnt sem í hinum flnni. Þúsundir manna tóku þátt i mót- mælaaðgerðunum sem voru skipu- lagðar af kaupmönnum. Viðskipti við þá hafa dregist saman um áttatiu prósent eftir að stjórnvöld settu há- mark á þær upphæðir sem leyfllegt er að taka út úr banka til að reyna að koma I veg fyrir að bankakerfi landsins hrynji. Aðgerðirnar í gær voru eins kon- ar forleikur að allsherjarverkfalli sem boðað er í dag. Mannréttinda- frömuðir hafa áhyggjur í ESB Aðgerðirnar sem lönd Evrópu- sambandsins hafa gripið til í barátt- unni gegn hryðjuverkastarfsemi valda mannréttindafrömuðum og ýmsum þingmönnum þungum áhyggjum. Þeir segja að verið sé að þvinga harðneskjulegri lagafrum- vörp í gegn á kostnað mannréttinda. „Yflrvöld eru tilbúin að samhæfa kúgunina en ekki mannréttindi," sagði Michel Tubiana, forseti Mann- réttindabandalagsins sem hefur að- setur í París. I kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin hafa Evrópusambandið og aðildarríki þess lagt fram íjölda lagafrumvarpa til að auðvelda bar- áttuna gegn alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Rudolph Giuliani. Giuliani stefnir að fyrirtækjaráðgjöf Giuliani, borgarstjóri New York, sagðist í gær hafa hug á því að hefja eigin atvinnurekstur þegar erfiðum emæbættisferli hans í kjölfar hryðju- verkaárásanna á borgina þann 11. september sl. lýkur um áramótin. Eins og kunnugt er háði Giuliani harða baráttu gegn glæpum á embætt- isferli sinum tU að laða atvinnufyrir- tæki til borgarinnar og að hans sögn hyggst hann einmitt stofna ráðgjafar- fyrtæki til aðstoðar illa stöddum fyrir- tækjum. „Mér sýnist það góð hug- mynd og reynsla síðustu mánaða ætti að koma sér vel,“ segir Giuliani. Spennan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs: Tíu ísraelar drepnir í árás á langferðabifreið Öryggisráð israelsku ríkisstjórnar- innar ákvaö á fundi sínum í morgun að slíta öllum samskiptum við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og palestínsk yfirvöld í kjölfar morðárás- ar palestínskra byssumanna á ísra- elska fólksflutningabifreið í gær, þar sem að minnsta kosti tíu manns létu lífið og um þrjátíu særðust. Árásin var gerð á þjóðveginum nálægt land- nemabænum Emmanuel á Vestur- bakkanum og var bifreiðin á leið 1 gegnum beygju á veginum þegar sprengja sprakk undir henni um leið og bílstjórinn hægði ferðina. Um leið hófu þrír palestínskir byssumenn að henda handsprengjum að bifreiðinni og í kjölfarið fylgdi vélbyssuskothríð, ekki aðeins á bifreiðina heldur einnig á farþega sem komist höfðu út og reyndu að flýja af vettvangi. Að sögn eins farþegans, sem slapp án meiðsla, varð mikil sprenging und- ir rútunni aftan til sem tætti hana að hluta til í sundur og brotnuðu við það svo að segja allar rúður í afturhlutan- um. „Bílstjóranum tókst síðan að halda áfram eina hundrað metra á meðan skothríðin dundi á okkur,“ sagði farþeginn. Einn byssumannanna lá dauður eft- ir á þjóðveginum eftir að bifreið keyrði yfir hann, en hinir tveir voru hraktir á ílótta af ísraelskum öryggis- vörðum eftir að þeir höfðu haldið áfram skothríð á sjúkralið sem komið var til hjálpar. Al-Aqsa-herdeildin, tengd Fatha- samtökum Yassers Arafats, hefur þeg- ar lýst ábyrgð á árásinni, en fljótlega á eftir sprengdu tveir Hamas-liðar sig í loft upp í landnemabænum Gush Katif á Gaza-svæðinu, þar sem þrír óbreyttir borgarar slösuðust. ísraelskar orrustuflugvélar hófu fljótlega eftir árásirnar sprengjuárás- ir á palestínsk skotmörk á Gaza-svæð- inu og Vesturbakkanum og var tveim- ur sprengjum m.a. varpað nálægt höf- uðstöðvum Yasser Arafats í Ram- allah. Að sögn talsmanna ísraelska hersins var Yasser Arafat ekki skot- markið, enda mun hann ekki hafa verið á staðnum þegar árásin var gerð. Einnig var sprengjum varpað á ratsjárturn flugvailarins í Gaza, auk þess sem þyrlupallur Arafats í borg- inni Nablus á Vesturbakkanum var sprengdur í loft upp. Viðbrögð palestínskra yfirvalda voru að loka öllum bækistöðvum og stofnunun Hamas- og íslömsku Jihad- samtakanna, auk þess sem öllum skól- um og heilsugæslustöðvum var lokað. Þau fordæmdu einnig árásirnar og sögðust gera allt til að stöðva hryðju- verkin, en kvörtuðu yfir stöðugum árásum ísraelsmanna sem gerðu þeim erfitt fyrir. Eins og áður telja ísraelsk stjórn- völd Yasser Arafat ábyrgan fyrir árás- unum og segja þær afleiðingar lin- kindar hans gegn hryðjuverkaöflun- um. „Aðgerðir hans hingað til eru að- eins sjónarspil fyrir sjónvarpsstöðv- arnar,“ sagði Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar sem sent hefur aukið herlið að helstu byggðum Palestínumanna á óróasvæðunum. Bandaríski samningamaðurinn, Anthony Zinni, sem reynt hefur að koma á vopnahléi á undanförnum vik- um, hvatti Arafat til að handtaka þeg- ar þá sem væru ábyrgir fyrir árásun- um, en í gær hafði Zinni farið fram á tveggja sólarhringa hlé á loftárásum við ísraelsmenn til að lægja öldurnar. „Árásirnar í gær eru eflaust svar Arafats viö beiðni Zinnis,“ sagði tals- maður ísraeia. Tíu manns lágu í valnum Hér á myndinnu sjáum viö einn hinna tíu sem létust í moröárás palestínskra byssumanna á ísraelska langferðabifreiö viö bæinn Emmanuel á Vesturbakkanum í gær. Fjöldi féll í skotbardaga í indverska þinginu í morgun Allir ráðherrar og þingmenn Ind- lands voru heilir á húfi í morgun eftir að vopnaðir menn hófu skot- hríð inni í þinghúsinu. Að minnsta kosti tíu menn féllu í árásinni sem á sér ekkert fordæmi í indverskri sögu. Ekki var í morgun vitaö um ástæður árásarinnar. Atal Behari Vajpayee forsætisráð- herra og nokkrir aðrir ráðherrar voru í þinghúsinu þegar skothríðin hófst en þeir hlutu ekki meiðsl. Þá var Sonja Gandhi, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, víst einnig í húsinu. Indversk sjónvarpsstöð sagði að fjórir af hryðjuverkamönnunum fimm sem stóðu fyrir árásinni hefðu fallið í skotbardaga við öryggissveit- ir. Læknar á nærliggjandi sjúkra- húsi sögðu að sex öryggisverðir að minnsta kosti hefðu fallið í bardög- unum og að íjórtán hefðu hlotið al- varleg sár. Fréttir herma að sjón- REUTER-MYND A verði vlð þinghúsiö Indverskir lögregluþjónar standa vörö viö þinghúsiö í Nýju-Delhi þar sem til skotbardaga kom í morgun. varpsmyndatökumaður hafi einnig særst. Ekki er vitað um örlög fimmta árásarmannsins. Talið er að árásarmennirnir séu harðlínumenn frá Kasmír sem berj- ast fyrir sjálfstæði héraðsins frá Indlandi. Sjónarvottar heyrðu skothríð í þinghúsinu í að minnsta kosti klukkustund eftir að árásin byrjaði laust fyrir hádegi að staðartíma. Fundi í báðum deildum þingsins hafði verið frestað skömmu áður. Hundruð vel vopnaðra sérsveitar- manna tóku sér stöðu við þinghúsið og lokuðu nærliggjandi götum. Ör- yggissveitir um alla Nýju-Delhi voru settar í viðbragðsstöðu. Ofbeldi er nær daglegt brauð á Indlandi og ekki er lengra siðan en í október að 38 manns týndu lífi í sjálfsmorðsárás á héraðsþingið í fylkinu Jammu og Kasmir. Útilokar ekki kosningar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, sagði í morgun að hann útilokaði ekki að boðað yrði til þingkosninga á næsta ári, þótt hann hefði engin áform þar um. Koizumi á í höggi við andstæðinga innan eigin flokks um umbætur í efnahagsmálunum. Skelfur í Ástralíu Jarðskjálfti i Suðurhöfum sem mældist sjö stig á Richter skók litl- ar sjávarbyggðir í vesturhluta Ástr- alíu í morgun. Ekki er vitað til að skemmdir hafi orðið. Leitin hert í Bosníu Friðargæslusveitir NATO í Bosn- íu ætla að herða leitina að tveimur leiðtogum Bosníu-Serba í borgara- stríðinu, þeim Radovan karadzic og Ratko Mladic, og reyna að koma þeim í hendur stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Myndband sýnt í dag Fastlega er gert ráð fyrir að bandarísk stjórnvöld geri opinbert í dag myndband sem þykir sanna sekt Osama bin Ladens í hryðju- verkaárásunum vestanhafs. Áfengisneysla í jafnvægi Áfengisneysla í Færeyjum í fyrra var 6,8 lítrar af hreinum vínanda, fimmtungi úr lítra meira en árið á undan. Áfengisneyslan hefur verið nokkuð stöðug undanfarin sex ár. Finnar vilja stofnun Paavo Lipponen, for- sætisráðherra Finn- lands, sagði í gær að leiðtogar Evrópusam- bandsins ættu að fall- ast á að hafa fyrirhug- aða matvælastofnun ESB í Helsinki. Búist er við að staðsetning verði ákveðin á leiötogafundi um helgina. Sýklaárás yfirvofandi Bandaríski talibaninn John Wal- ker, sem er í haldi landgönguliða í Afganistan, hefur sagt leyniþjón- ustumönnum að al-Qaeda-hryðju- verkasamtökin ætli að gera sýkla- árás á Bandaríkin í lok föstumánað- arins ramadans. Honum lýkur á sunnudag. Karzai kominn til Kabúl Hamid Karzai, for- sætisráðherra vænt- anlegrar bráðabirgða- stjórnar í Afganistan, kom til höfuðborgar- innar Kabúl seint í gærkvöld. Honum var komið fyrir í opinber- um móttökubústað, að sögn tals- manns Norðurbandalagsins. ETA-menn teknir Franska lögreglan hefur handtek- ið Qóra Spánverja sem grunaðir eru um að tilheyra ETA, skæruliðasam- tökum Baska. Ekki lengra kjörtímabil Vladimír Pútín Rússlandsforseti eyddi í gær vangaveltum manna um að hann hefði í hyggju að lengja kjörtímabil forsetans. Það er nú Qögur ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.