Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Fréttir DV Lögreglan leitaði eiganda Lykilhótela í gær en fann ekki: Reyndu handtöku án árangurs - lögmenn eru meö samtals fimmtán kröfur á hendur honum Stuttar fréttir ■ Lögreglan í Reykjavlk hugöist í gærmorgun handtaka Jón Ragn- arsson, eiganda Lykilhótela, þar sem hann hefur ekki sinnt ítrekuð- um boðunum í fjárnám. Fór að- gerðin fram að boði sýslumanns- embættisins i Reykjavík, Lögregl- unni tókst ekki að hafa uppi á Jóni þrátt fyrir eftirgrennslanir sam- kvæmt upplýsingum DV. Ástæða þessara lögregluaðgerða er sú að Lögmannsstofa í Reykja- vík hefur í þrígang árangurslaust fyrir hönd skjólstæðinga sinna far- ið fram á fjárnám hjá Lykilhótel- um í kjölfar dóma sem falliö hafa á fyrirtækið. Lögmannsstofan er með níu kröfur á hendur Jóni. Aðrir aðilar eru með sex kröfur á hendur honum. Að meginstofni til er um að ræða kröfur vegna launa, sem og vangoldinna lifeyrissjóðsiðgjalda. Eins og DV hefur greint frá hefur Jón verið dæmdur til að greiða fjölmörgum fyrrverandi starfsmönnum bætur vegna ým- issa vinnuréttarbrota en skjólstæð- Jón Ragnarsson. ingar hafa enn ekki fengið krónu í sinn vasa. Brot Jóns áttu sér einkum stað á tveimur hótelum sam- kvæmt dómunum, á Hótel Val- höll og á Lykilhóteli við Mý- vatn. Dæmt var í fjölda mála í október og höfðu verkalýðsfé- lögin miiligöngu í hluta mál- anna. Elstu brotin ná aftur tii ársins 1999 og snúast um mis- háar fjárhæðir. í nokkrum tilfellum var dæmt að vanefndir hefðu orðið á kjarasamningum, s.s. að lögbundnir fridagar hefðu ekki verið veittir. Þá var í öðrum tilvikum dæmt að umsam- in laun hefðu ekki verið greidd og í einhver skipti var samkvæmt dómun- um borgað eftir töxtum sem voru und- ir lágmarkslaunum. Jón Ragnarsson sagði í samtali við DV fyrir skömmu að þessi mál yrðu gerð upp á næstu dögum og að sjálf- sögðu myndi ekki koma til þess að hann yrði hnepptur í bönd. Hann sagðist óhress með dómana og óá- nægja starfsmannanna hefði komið í bakið á honum. DV tókst ekki að ná i Jón Ragnarsson í gær, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir. -hlh Fyrri undanúrslit: MR áfram á sigurbraut - sigraði lið MH „Það er bara góður undirbúning- ur sem er að skila sér í góðri frami- stöðu í keppninni," sagði Snæbjörn Guðmundsson, einn keppenda Menntaskólans í Reykjavík, eftir keppnina í gær. „Okkur gekk mjög vel i dag en það sama verður ekkert endilega upp á teningnum næst. Nú er bara að halda sér á jörðinni og fara að huga að úrslitaviðureign- inni sem verður eftir tvær vikur.“ Lið MR náði strax í upphafi góöri forystu á lið Menntaskólans við Hammrahlíð og þegar keppnin var yfirstaðin stóðu leikar 38-19 fyrir lið MR. Hin undanúrslitaviðureigin verður eftir tæpa viku en þar mun Menntaskólinn við Sund etja kappi við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Það lið sem sigrar mætir MR í úrslitum. -áb Börn í meðferö: Engir styrkir Foreldrar bama á meðferðarheimil- um hljóta lítinn sem engan styrk frá ríkinu vegna feröakostnaðar. Þetta kom fram í fyrir- spumatíma á Al- þingi þegar Ásta R. Jóhannesdóttir og fleiri bám saman hagi foreldra lang- veikra bama og foreldra meðferð- arbama. Ásta Ásta R. sa£Öi að í síðara Jóhannesdottir tOvikinu þekkti hún fólk sem hefði þurft að greiða hundrað þúsunda króna árlega í ferðakostnað. En foreldr- ar langveikra fengju ferðir greiddar. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði aö vistun bams væri gerð aö beiðni foreldra og fagaðOa og foreldrar bama á meðferðarheimOum slyppu við kostnað sem annars hlytist af því að hafa þau heima. í reglum segði að foreldrar ættu að bera ferðakostnað. Þeir gætu þó leitað tO bamavemdamefndar eða Bamastofu um sérstaka fjárhagsaðstoð. -BÞ Blíiöift í da/í Oruggur sigur MR-ingar sigruöu MH-inga öruggiega í Gettu betur í gærkvöld og voru aö vonum kampakátir. Deilur milli Eðalvara og Samkeppnisstofnunar: Ný ákvörðun skal tekin í málinu - umboðsmaður Alþingis fellst á sjónarmið Eðalvara „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og ég fagna henni sem sigri litla mannsins á kerf- inu,“ segir Sigurð- ur Þórðarson hjá fyrirtækinu Eðal- vörum. Hann hef- ur lengi eldað grátt sOfur við Sam- keppnisstofnun vegna málefna fyrir- tækis sins en nú síðast reyndi HeOsu- verslun íslands, sem er dótturfyrir- tæki Lyfjaverslunar íslands, að koma óorði á fyrirtæki Sigurðar að hans Sigurður Þórðarson. sögn. Auglýsingar birtust í fjölmiðlum þar sem því var slegið fóstu að ákveðið ginseng sem verslun Sigurðar var með tO sölu innOiéldi mOtið af J skordýraeitri og kemísk um efnum sem röskuðu örverufræðOegu jafh- vægi í vörunni. Þetta segir Sigurður ekki ein- ungis vera rangt heldur hrein og bein öfugmæli þar sem það var staðfest af erlendum rannsóknar- stofum auk HoOustuvemdar ríkisins að ginseng HeOsuverslunar íslands innihéldi skordýraeitur en ekki öfugt. Sigurður leitaði tO Samkeppnis- stofhunar vegna meintra auglýsinga sem hann taldi að kæmu óorði á fyrir- . tæki sitt og kostuðu það I milijónir í tap. „Þetta er I ekki í fyrsta skipti sem I ég á í deOum við Sam- keppnisstofnun og þeir vora ekki lengi að leggja blessun síria yflr þessa aðfor,“ segir Sigurður. Hann leitaði þess vegna tO umboðsmanns Alþingis sem féllst á sjónarmið hans og lagði fyrir áfrýjunamefnd samkeppnismála að taka nýja ákvörðun í málinu. Sigurður segir það vera mikinn sigur fyrir sig og Eðalvörur. -áb Fordómar innbyggðir í kerfið Líkti þingmanni við fóstur EIR-síöan Svipaður góðum sportbíl DV-Bílar Áætlanir fjarri lagi Náttúraverndarsamtök Islands telja að arðsemisáætlanir Landsvirkj- unar vegna Kárahnjúkavirkjunar séu fjarri lagi. RÚV greindi frá. Hlutafélag um rafmagið Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráð- herra hefur mælt fyrir frumvarpi um stofnun hlutafélags sem taki viö rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýtt hluta- félag í eigu ríkisins taki við eignum og skuldbindingum Rafmagnsveitn- anna. RÚV greindi frá. Engin vaxtalækkun Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri telur ekki tOefni tO vaxtalækkunar að sinni. Hann segir að forsendur í efnahagsmálum geti breyst hratt og þróun og horfur í gengis- og verðlagsmálum á næstu vikum og mánuðum hafi mikið að segja um vaxtamálin. Túristatekjur HeOdargjaldeyristekjur af erlend- um ferðamönnum voru um 38 mOlj- arðar króna í fyrra, rúmlega sjö mOljörðum meira en árið 2000. Laxnesshátíð H Laxnesshátíð ' “ verður haldin i Kult- urhúsinu í Stokk- hólmi 20. mars en sama dag verður sér- stök sýning með tO- vitnunum í verk skáldsins opnuð í borginni. Laxness- hátíðir verða síðan haldnar í Gauta- borg, Örebro, Umeá, Huskvama, Jönköping, Malmö og Lundi síðar á árinu. Mbl. greindi frá. Tvö ný hótel Áform eru um að reisa tvö hótel við Aðálstræti í Reykjavík. Annað yröi á lóðinni Aðalstræti 16 en hitt í Aðalstræti 4. RÚV greindi frá. Kaupa í Securitas Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hefur eignast meirihluta í öryggis- gæslufyrirtækinu Securitas. Gögn til saksóknara Fulltrúar ríkislögreglustjóra af- hentu ríkissak- sóknara gögn sín í máli Árna John- sens klukkan eitt í dag. Gögnin voru flutt í tveimur stór- um pappakössum og öðrum minni. Afhending þeirra hefur dregist vegna þess að starfs- menn ríkislögreglustjóra þurftu að taka af þeim fjölda afrita. Vísir.is greindi frá. Risatrukkur út af Björgunarsveitin Vikverji var köUuð út um klukkan átta í morgun þegar 10 hjóla fiskflutningabíU fór út af þjóðvegmum við bæinn Brekk- ur í Mýrdal. Björgunarsveitarmenn fóru á 15 tonna trukki sem björgun- arsveitin á og drógu bflinn upp á þjóðveg aftur með aðstoð veghefils frá Vegagerðinni. -hlh Leiðrétting í frétt blaðsins í fyrradag um lok rannsóknar ríkislögreglustjórans á málum Árna Johnsens, fyrrverandi alþingismanns, var sagt að Flugráð, sem Ámi á sæti i, færi með stjóm flugmála í landinu. Þetta er rangt. Flugráð er ráðgefandi ráð en stjóm flugmála er í höndum Flugmála- stjórnar og samgönguráðherra. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.