Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Page 4
4 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Fréttir Mikil samlegðar- og hagræðingaráhrif af kaupum Orkuveitu á Landssímanum Vert að skoða nánar - þótt síðar verði, segir Alfreð Þorsteinsson. Fráleitt, segja sjálfstæðismenn Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, seg- ir að það standi nú upp úr eftir að Guðmundur Þóroddsson skilaði greinargerð til stjórnarinnar um kosti þess og galla að Orkuveitan keypti kjölfestuhlutinn í Landssím- anum að veruleg samlegðaráhrif gætu verið fólgin í slíkum kaupum. Alfreð segir að á sama tíma og TDC vildi í viðræðum um kaupin á Sím- anum bæði lægra verð fyrir fyrir- tækið og setti fram kröfu um að það fengi að hækka gjöld fyrir þjónust- una hljóti menn að spyrja sig að því hvers vegna slíkt kapp sé lagt á að semja við erlenda fjárfesta þegar flest bendi til, eins og fram komi í greinargerðinni, að með því að selja Orkuveitunni þurfi ekki að hækka gjöldin. Málið var rætt á stjórnar- fundi Orkuveitunnar í gær þar sem umrædd greinargerð forstjóra var lögð fram en á þeim fundi bókuðu þau Jóna Gróa Sigurðardóttir og Vil- hjálmur Vilhjálmsson, fullrúar D- lista, að þeim þætti sú hugmynd að selja hiutafélagið Landssímann ein- okunarfyrirtækinu Orkuveitunni „fráleit". Auk þess myndi það hækka orkugjöld á borgarhúum að fara út í slíkt. Alfreð Þorsteinsson visar því á bug að þessi kaup myndu hækka orkugjöld og segir sjálfstæðismenn ekki bestu ráðgjafa sem hægt sé að fá varðandi málefni Landssímans. Hann viðurkennir þó að þetta mál sé í bið á meðan einkavæðing- arnefnd eigi enn í samskiptum við útlendinga. Vilhjálmur Vilhjálmsson. Alfreð Þorsteinsson. Guömundur Jóna Gróa Þóroddsson. Sigurðardóttir. í greinargerð Guðmundar Þór- oddssonar er gert ráð fyrir því að ná fram hagræðingu með því að reka bæði Orkuveituna og Lands- símann áfram sem sjálfstæð fyrir- tæki með þá grunnstarfsemi sem þau stunda í dag en stofna sameig- inlegt þjónustufyrirtæki utan um stoðsviðin. Þannig gætu bæði fyrir- tækin líklega haldið sínu félags- formi og séreinkennum en notið þeirrar hagræðingar sem felst í sameiningu stoðsviðanna. BG R-listinn kynnir óflokksbundna frambjóðendur: Læknir og prestur fá sæti - Dagur B. Eggertsson í 7. sæti og Jóna Hrönn Bolladóttir í því tólfta Dagur B. Eggertsson læknir og Jóna Hrönn Bolladóttir miðbæjar- prestur verða frambjóðendur á R-list- anum utan flokka og setjast í 7. og 12. sæti listans. Þetta er sameiginleg niö- urstaða kjörnefndar flokkanna sem að listanum standa og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Dagur hafði um nokkurt skeið verið orðaður við þetta sæti og um skeið virtist það standa í veginum að sam- eina framboð og framhaidsnám sem hann hyggur á í smitsjúkdómalækn- ingum í Sviþjóð. Það mál leystist þannig að Dagur mun stunda námið að verulegu leyti hér heima. Dagur segist í samtali við DV telja að næstu ár ráði úrslitum um það hvernig Reykjavik og íslendingar fari út úr samkeppninni við útlönd um fólk og fyrirtæki. „í því sambandi skipta, held ég, fimm málaflokkar miklu máli. I fyrsta lagi þarf að vera fyrir hendi metnaðarfull skólastefna. í öðru lagi þarf að vera hér alþjóðlegur borgarbragur. í þriðja lagi þarf at- vinnulífið að vera framsækið. I fjórða lagi þarf þjónustan við borgar- ana að vera skilvirk og góð. Og í fimmta lagi þurfa að vera í borginni nútímalegir stjórnunarhættir. Sjálfur hef ég mestan áhuga á og mun beita mér mest í verkefni sem kallast þekkingarþorp í Vatnsmýrinni þar sem leiða þarf saman háskólafólk, sprotafyrirtæki og fleiri aðila til að búa til nýsköpunarumhverfi sem gæti orðið afl í hagkerfi framtíðar- innar,“ segir Dagur. Aðspurður hvort hann telji þá að flugvöllurinn og flugvallarstarfsemin þurfi að víkja segist Dagur ekki telja nauðsynlegt að flýta þeim áformum sem þegar eru uppi um takmörkun á þeirri starf- semi. Hitt sé ljóst að þegar til lengri tíma sé litið, 25-50 ára, muni þessi starfsemi þó væntanlega fara. Jóna Hrönn Bolladóttir miðbæjar- prestur hefur til þessa ekki verið virk í pólitísku starfi en starf hennar sem miðbæjarprests hefur vakið mikla athygli en þar hefur hún starf- að með ýmsum hópum, jafnt ungling- um, almennum borgurum sem utan- garðsmönnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét þau orð falla þegar listinn var kynntur í gær að R-listinn vildi sjá fyrir öllum þörf- um, bæði andlegum og líkamlegum, og því væru komnir bæði læknir og prestur á listann. -BG Ný á llsta Dagur B. Eggertsson, 7. maöur R-listans í Reykjavík, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræöast viö. Jóna Hrönn Bolladóttir miöbæjarprestur, sem sést til hægri, veröur í 12. sætinu. Skjálftar halda áfram við Mýrdalsjökul: Taka ber niðurstöðu sjálf- virkra mælinga með fyrirvara - segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur „Það ber að taka upplýsingamar á vefnum með þeim fyrirvara að þar eru bráðabirgðaniðurstöður úr sjálf- virkri mælingu sem eftir á að fara yfir til að fá endanlega útkomu," sagði Ragnar Stefánsson jarðeðlis- fræðingur við DV. Margir fylgjast með jarðskjálfta- vef Veðurstofunnar til að sjá hreyf- ingar sem þar koma fram á landinu. Skjálftavirkni er enn nokkuð stöðug undir Mýrdalsjökli, helst í honum vestanverðum, í og við Goðabungu. í gær komu fram á vefnum tveir skjálftar skammt austan Skóga und- ir Eyjafjöllum á 11 og 15 kílómetra dýpi. „Vegna skekkju í frumniðurstöð- unum koma þeir fram á þessum stað. Óregluleg bygging jarðlagana gerir það að verkum að þeir stað- setjast utan upptakanna. Þessir skjálftar hafa verið ofar, á Fimm- vörðuhálsinum eða í Goðabungunni sjálfri," sagði Ragnar. Vlð skjálftamælana Ragnar Stefánsson vill taka mælingum sjálfvirkra skjálftamæla meö fyrirvara. Hann segir að það komi ekki á óvart aö sjá skjálfta á 10-15 kílómetra dýpi við Mýrdalsjökul en yfirleitt séu þeir grynnri. Hann bætir við að þær hreyfingar sem í jökl- inum eru núna séu ekki öðruvísi en það sem menn þekkja. „Það er mikið ið á þessu svæði. Það sem sker sig úr núna er hve lengi fram eftir vetri þetta stendur. Við höf- um verið að sjá með ná- kvæmum mælingum þenslu á svæðinu fyrri partinn í vet- ur. Hlaup úr jöklinum fyrir tæpum þrem árum sýnir að svæðið er lifandi. Við erum á verði vegna Mýrdalsjökuls en höfum enn ekki fengið vísbendingar um að gos sé í vændum á svæðinu," sagði Ragnar Stefánsson. -NH Hrasaði um rör: Tvær milljónir í bætur Hæstiréttur hefur dæmt Lands- símann til að greiða konu tvær milljónir króna í miska- og örorku- bætur vegna óhapps sem varð við Rofabæ í Reykjavík sumarið 1997. Plaströr sem leggja átti undir gang- stétt var um stund lagt þvert yfir hana án þess að viðvaranir væru veittar til vegfarenda. Konan kom skokkandi eftir gangstéttinni, féll um rörið og fótbrotnaði. Varanlegur miski konunnar var metinn 15% og varanleg örorka hennar jafnhá. Sök var skipt til hálfs á milli konunnar og fyrirtækisins þar sem aðstæður á staðnum hefðu að mati dómsins átt að vara konuna við, hefði hún sýnt aðgát. -ÓTG Tveir Litháar: Dæmdir fyrir falsaða dollaraseðla Tveir menn frá Litháen hafa ver- ið dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa selt verslunum og veitingahús- um í Reykjavík falsaða dollaraseðla í janúar. Hér var um að ræða tíu seðla sem hver var að upphæð 50 dollarar. Mönnunum er gefið að sök að hafa vitað „eða haft grun“ um að seðlamir hafi verið falsaðir. Þeir hafi fengið þá í viðskiptum eða keypt þá í borginni Kaunas i Lit- háen og flutt þá með sér til íslands ásamt tíu öðrum sams konar seðl- um. Fyrirtækin sjö fara öll fram á bætur frá ákærðu, á bilinu frá 4.200-10.000 krónur. -Ótt Bandaríska sendiráðiö Veggimir loguðu. Ákærðir fyrir að varpa bensín- sprengju Þrir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir að varpa bensín- sprengju á aðsetur bandaríska sendiráðsins og sendiherrans við Laufásveg aðfaranótt 21. apríl á síð- asta ári. Þeim er gefið að sök að hafa smánað erlenda þjóð og erlent riki opinberlega. Þegar bensínsprengjunni var hent á húsið blossaði upp eldur á framhlið þess. Ríkissaksóknari ákærir þremenningana fyrir að hafa sammælst um nóttina að varpa bensínsprengju á sendiráðið. Einn þeirra hafi útbúið sprengjuna - gler- flösku fyllta af bensíni með kveik á stútnum. Eftir það er þeim gefið að sök að hafa farið saman að sendi- ráðinu. Sá sem útbjó sprengjuna setti þá á sig húfu og jakka af hin- um tveimur, bar eld að kveiknum og hljóp síðan úr húsagarði rétt hjá með logandi sprengjuna að sendi- ráðinu og kastaði henni í vegg við anddyri hússins. Eldur blossaði upp en öryggisvörður sendiráðsins kom brátt og slökkti. Nokkrar skemmdir urðu á framhlið hússins, samkvæmt ákæru ríkissaksóknara. Brot þremenninganna getur varð- að fangelsi allt að sex árum séu sak- ir miklar. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.