Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV 170 SELTJARNARNES Draumahverfið DV kannaði hvert væri draumahverfi Reykvíkinga: 101 draumur 101 rís Miöbærinn er oröinn draumahverfi Reykvíkinga í staö Vesturbæjarins sem hrapar niöur í 5.-6. sæti. Kópavoginn og hina nýju verslunar- miðstöð Smáralind. Ef þú nennir ekki að flytja í miðbæinn þá skaltu bíða eftir því að miðbærinn flytji heim til þín! Grafarvogur hefur verið í örri þróun undanfarin ár og tekur hann stökk í vinsældum núna. í fyrra vildu 7,6% Reykvikinga eiga heima í Grafarvoginum sem var nokkru minna en á heima í hverfinu. Nú vilja hins vegar 13,3% eiga heima I nýjasta úthverfmu. Slær Grafarvog- urinn þar með út vinsæl hverfi eins og svæði 105 með sínum hlíðum og mýrum og tekur Vesturbæinn í nef- ið. Skýrir draumar Þegar fólk á sér skýra drauma er enginn vandi að vera nákvæmur. Fólk nefndi sérstaklega Fossvoginn, Laugarnesiö, Skerjafjörð og Þing- holtin þegar það var spurt um draumahverfi. Þetta verða að teljast ólík svæði. Fossvogurinn er rómað- ur fyrir veðursæld og flokkast vana- lega sem „bamvænt" hverfi, Laug- arnesið og Skerjaijörðurinn hafa sjávarsíðuna og einbýlin en í Þing- holtunum ríkir annar veruleiki þótt vissulega sjáist þar sums staðar til sjávar. Það hlýtur að vekja nokkra at- hygli að af þeim sem spurðir voru hvar í Reykjavík þeir vildu helst búa svöraðu þrír Hafnarfjörður, þrír Kópavogur, einn vildi búa í Garðabæ, einn á Álftanesi en eng- inn nefndi Mosfellsbæ. -sm Höfuðborgarbúar hafa síðustu misserin verið fasteignaóðir. Segja má að einhvers konar þjóðflutning- ar hafi átt sér stað. Þekktur er flótti af landsbyggð til borgar og innan borgarmúranna eru allir á sífelldu iði eins og Fasteignablað Morgun- blaðsins ber vitni um. í tengslum við flutningana hefur frægðarsól Völu Matt risið sem aldrei fyrr þar sem hún valsar í þvi sem næst beinni útsendingu um frambærileg- ar stofur og salemi. Vesturbærinn hrapar Fyrir um það bil ári gerði DV könnun á því hvert væri drauma- hverfi Reykvíkingsins. Þar bar helst til tíðinda að Vesturbærinn átti gríðarlegu fylgi að fagna en 22,5 prósent Reyk- víkinga vildu helst búa í Vest- urbænum. Það sem reyndar gerir Vesturbæ- inn erfiðan er að hann er í tveim- ur póstnúmer- um. Þótt flestir líti á Vesturbæ- inn sem 107 Reykjavík er elsti hluti hans í 101. Nokkru á eftir Vesturbæn- um kom 101 Reykjavík, mið- bærinn sjálfur, siðan Breiðholt og svo koll af kolli. Nokkrar sviptingar hafa orðið í draumum Reykvíkinga hvað varðar búsetu. Miöbærinn, 101 Reykjavík, hefur skotist á toppinn og vilja 18,4% Reykvíkinga búa þar. Nokkru neðar kemur Seljahverfið, siðan Grafar- vogur, svæði 105 og þá loks 107 Reykjavík í fimmta sæti sem Vest- urbærinn deilir með Árbæ. Fall Vesturbæjarins er nokkuð og spurning hvort hægt sé að bein- tengja vinsældir hverfisins við gengi Knattspymufélags Reykjavík- ur. Árið 2000 varð KR meistari og Vesturbærinn vinsælasta hverfið en sumarið 2001 var Vesturbæingum nokkru þyngra í skauti því KR lenti í sjöunda sæti. Tómas Guðmunds- son og kvæöi hans um Vorkvöld í Vesturbænum sækir því minna á fólk þegar það les fasteignayfirlitin en áöur. í stað þess er komin inn stemning fyrir miðbænum. Vesturbærinn á niðurleið KR landaöi meistaratitli áriö 2000 og þaö geröi Vesturbærinn í skoöanakönnun snemma árs 2001. Hvort tveggja er á hraöri niöurleiö. Miðbærinn víða Við viljum ekki versla í miðbæn- um en það er fint að búa þar eru skilaboð sem hægt er að lesa út úr könnun DV. Á því ári sem liðið er hefur verið mikil umræða um skipulagsmál og þá sérstaklega um miðbæinn. Kannski málið sé að Reykvíkingar hafi gert upp við sig að þeir vflji búa í borg þar sem húsalengjur, mannlíf og þægileg þrengsli einkenna lífið og þar sem stutt er á krána ef svo ber undir. Ekki er hægt að segja annað en að Seljahverfið komi sterkt inn í þessari könnun. í síðustu könnun var Breiðholtið aflt með 11,9% vin- sældir en nú vilja 13,5% borgarbúa eiga heima í Seljahverfinu. Líklegt er að þar komi inn nálægðin við „Miöbærinn" fór annað Seljahverfiö er oröiö næstvinsælasta hverfi Reykjavíkur ef marka má skoöanakönnun DV. Kannski vinsældirnar megi á einhvern hátt skýra meö nálægöinni viö Kópavog og Smáralind. Arnold erfiður í sambúð Fyrir skömmu var Premiere- tímaritið með frétt um vöðva- tröllið Arnold Schwarzenegger þar sem því var haldið fram að hann væri ráð- ríkur, yfirgangs- samur auk þess sem hann hefði haldið fram hjá konu sinni, Mariu Shriver. Eftir að greinin birtist ruku margir upp til handa og fóta til varnar Arnoldi og var í þeim hópi James Cameron og Jamie Lee Curtis. Þótti nokkuð draga úr málsvörn Arnolds að kona hans þagði þunnu hljóði á meðan lætin stóðu. Maria Shriver hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um samband þeirra. í viðtali viðurkennir hún að hjóna- band þeirra hafi ekki alltaf verið „slétt og fellt“. Húsbóndi hennar pirri hana bæði og hvetji til dáða. Hún segir einnig: „Það eru mistök að halda að eiginmaðurinn geti verið besta vinkonan, besti elsk- huginn, besti stuðningsaðilinn, umhyggjusamastur og sá besti. Það er of mikið lagt á eina mann- eskju að ætlast til þess.“ Hún við- urkennir að hún hafi alltaf búið um rúmið sitt. En þau ummæli sem sérstaklega vöktu athygli voru þessi: „Af hverju varð ég ekki hrifinn af stráknum í næsta húsi? Ég á margar vinkonur sem eiga menn sem eru mun auðveld- ari í sambúð en sé sem ég valdi.“ Kannski er þetta ekki jafn ótvíræð stuðningsyfirlýsing og sú sem James Cameron sendi frá sér. Arnold Schwarzenegger. Kominn með spangir Sennilega finnst engum gaman að vera með spangir en það er huggun harmi gegn að flestir af- plána þær þjáningar í takmarkað- an tíma á ung- lingsárum. Það er þó ekki svo með alla. Leikar- inn heimsfrægi, Tom Cruise, fékk nýlega þann úr- skurð að hann væri með afskap- lega skakkt bit og þarf kappinn nú að ganga með spangir á tönn- unum í alflangan tíma til þess að rétta þetta af. Tom verður fertugur á þessu ári svo mörgum finnst þetta eflaust heldur seint. Þessi tannlýti leikarans fræga sem virðast hafa farið fram hjá milljónum kvikmyndahúsgesta uppgötvuðust að sögn þegar hann fór með böm sín tvö á fund tann- réttingasérfræðings. Sérfræðingur- inn sannaði eftirminnilega að hann þekkir góðan kúnna þegar hann sér hann og það fór öll fjöl- skyldan út með spangir. Rétt er að rifja upp að hér er utn að ræða tvö fósturbörn sem Tom og Nicole Kid- man tóku að sér meðan þau voru gift. Spangir Toms era ekki þessar dökku með kubbunum á heldur glær útgáfa sem ber ekki mikið á hversdagslega. Hann getur tekið þær út úr sér meðan á tökum stendur en þarf að ganga með þær þess utan. Við verðum að vona að spangimar trufli ekki náin sam- skipti hans við Penelope Cmz en spangir hafa aldrei þótt mjög kyssi- legar. Tom Cruise Hann er kominn meö spangir á tennurnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.