Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Qupperneq 52
60 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað DV Á kláf í klaustur - DV heimsækir klaustrið í Monserrat í Katalóníu’ í hjarta Katalóníuhéraðs á Spáni er undarlegur staður sem nefnist Monserrat. Þar ris hæsta fjall héraðs- ins rétt rúmlega 1000 metra yfir sjávar- mál afar tignarlega yfir umhverfið en það er hluti af fjallgarði sem er nær samfelldur klettur og stendur líkt og risavaxinn drangur yfir tiltölulega flatt umhverfið með lágum hæðum. Það sem gerir Monserrat að einum vinsælasta viðkomustaö ferðamanna í Katalóníu er nærri þúsund ára gamalt klaustur sem stendur á klettasyflu ná- lægt toppi fjallsins. Þetta er jafníramt nokkurs konar hjarta trúarlífs héraðs- ins því hér er varðveitt Svarta Madonnan, sérkennilega dökkt Maríu- líkneski sem þjóðsögur segja að hafi fúndist í helli hér í fjallinu á tólftu öld. Samkvæmt þjóðsögum hafa heima- menn alltaf haft mikla trú á þessu fjalli og það er sagt hafa verið aðsetur ein- setumanna og andlegra trúariðkana löngu áður en fréttir bárust af Maríu mey og fæðingu sonar hennar fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta svarta líkneski, sem gengur undir gælunafhinu Moreneta í munni heimamanna, dregur enn þá fólk til sín og hafa kaþólskir heimamenn mik- inn átrúnað á krafti hennar og heita á hana til lækninga og góðra hluta. Það er hægt að velja ýmsar leiðir til þess að heimsækja hina dökku Madonnu. Ein er að aka á bifreið upp á fjallið en slíkt er hægt. Önnur er að fara að hætti pílagríma fyrri tíðar fót- gangandi krókóttan klettastíg upp fjall- iö. Slikt er án efa mjög skemmtilegt en krefst góðrar þjálfunar og nægs tíma þvi göngustígurinn er býsna langur. Á vit Madonnu Klaustrið á tindi Monserrat er helgaö svartri Madonnu sem þar er sagt aö hafi fundist fyrir mörgum öldum í helli. Menn hafa mikinn átrúnaö á henni. Kofi sem flýgur Sú leið sem nýtur mesta vinsælda og sú sem greinarhöfúndar völdu er að taka kláf- ferju úr dalbotninum neðan fjallsins og svífa nærri þúsund metra upp í loftið á rúmum fimm mínút- um í einum rykk. Við vorum stödd í Barcelona og tókum einfaldlega lest frá Placa Espanya eða Spánartorgi og þrum- uðum nær beint í norður frá þessari fógru höfuðborg Katalóníu og tók ferðalagið um það bil 50 mínútur en ýmsar tafir urðu á vegi okk- ar þennan dag því lestin þurfti allvíða að bíða af einhveij- um ástæðum sem að- DV-MYNDIR RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓniR Sjáið tindinn, þarna fór ég Tindar Monserrat eru þeir hæstu í Katalóníu og frá ktaustrinu er auöveit að komast alla leiö á tindinn og þar blasa viö sléttur þessa frjósama héraös allt til Pýreneafjalla. Með hvíta hnúana Það verður að segjast eins og er að síðan Jökuldælir hættu að ferðast yfir ófærar ár á kláffeijum hefur þessi ferðamáti lítt verið iðkaður á íslandi. Þetta er mörlandanum þvi harla fram- andi og þetta er sannarlega ekki ferða- máti fyrir lofthrædda. Það sáum við skýrt dæmi um á leiðinni þar sem einn farþeganna var augljóslega afar skelfd- ur við svifið en beitti sig hörðu. Eigin- kona hans eða ferðafélagi leiddi hann eða togaði kríthvítan í andliti um borð í kláfinn og spymti hann við fótum í hveiju skrefi. Á leiðinni stóð hann við súlu í miðjum kláfnum, kreppti um hana hnefana svo hnúamir hvítnuðu, lokaði augunum og gerði taktfastar öndunaræfmgar. Ekki stappaði þetta beint stálinu í aðra farþega sem vom að reyna að hemja eðlislæga loft- hræðslu sína. Ferðalagið með kláfnum liggur fyrst yfir dalbotni og verður geysifógur út- sýn. Síðan svífúr kláfur hratt og nú mjög bratt og er einungis fáa tugi metra frá klettaveggjum fjallsins en hrikaleg gljúfur á hinn veginn. Hér liggur vírinn mjög bratt og þegar kláf- urinn svífúr yfir möstur kemur hnykkur á svifið og sljákka þá nokkuð aðdáunarstunur farþega yfir útsýninu. eins vom útskýrðar á spænsku þótt lestin væri fúll af ferða- mönnum af ýmsu þjóðemi. Þessi ferða- máti er handhægur að því leyti að kaupa má saman i pakka á barutar- stöðinni miða í lestina og miöa í kláf- feijuna. Kláffeija er auðvitað í rauninni ekk- ert annað er lítill kofi sem hangir á vír og er dreginn með lausum vír upp eða niður eftir atvikum. Umrædd kláffeija eða loftlest reyndist vera hönnuð og smíðuð af þýskum verkfræðingum í upphafi tuttugustu aldar og reyndist þessi fróðleiksmoli vekja talsvert traust í bijóstum lofthræddra ferða- langa. Klefinn tekur um 30 manns í hverri bunu og er nokkuð þéttsetinn Svarfað- ardalur en reiknað er með að allir standi upp á endann þessa stund sem ferðalagið tekur. Stórir gluggar em all- an hringinn um klefann því réttilega er reiknað með því að ferðamenn vilji fylgjast grannt meö framgangi ferðar- innar. Kiaustrió á syllunni Þaö er ekki mikiö þláss á klettasyllunni þar sem klaustriö í Monserrat stendur. Þaö rúmar aöeins örfáar byggingar. Svíföu, kláfur Þaö er ekki fyrir lofthrædda að feröast í kláf en þessi var hannaöur 1918 af þýskum verkfræöingum. Þessi dalur liggur viö rætur Monserrat og þetta er útsýniö úr kiáfnum. Kominn á tindinn Þegar upp er komið liggja tröppur frá kláfhúsinu upp á klettasylluna sem hýsir þær byggingar sem em á fjall- inu. Þar er hægt að ganga um, biðjast fyrir í kirkju hinnar svörtu Madonnu, skoða safn um sögu fjallsins eða fá sér kaffi og kökur á veitingastöðum.. Þaðan liggja síðan gönguleiðir út á snasir og upp á brúnir fjallsins og mun vera hægt að taka riflega tveggja tíma hring frá klaustrinu. Víða á leiðinni em litlar kapellur og ýmislegt sem bænheitir og trúaðir geta unað sér við en þeir sem vilja njóta náttúrunnar fá óviðjafnanlega fagurt útsýni yfir fjal- lendi Katalóníu þar sem á góðum degi sést allt til hins bláa Miöjarðarhafs í suðri og til snævi þakinna Pýrenea- fjallanna í norðri. Þeir sem ekki em nátt- úraðir fyrir miklar göngur og brattar geta aukið sér leti og tekið frá klaustrinu sér- staka jámbraut sem gengur að nafninu til á teinum eða tannhjólum og prilar nær 65 gráða bratta upp á brún. Þetta er skemmti- legt og gefandi ferðalag með góðu út- sýni sem kostar samt ótrúlega mikið miðað við vegalengd. Sennilega skortir samkeppni þar efra. Ferðin niður aftur í kláfnum var ekki síðri, ekki síst vegna þess að kláf- ur fer hraðar niður en upp. Það er því æsilegt svif niður vírinn og tæpir 1000 metrar hverfa eins og dögg fyrir sólu á fáum mínútum. Veður var allgott þegar feröin var farin, þokuslæðingur í hlíðum en kalt og bjart uppi á fjaflinu. Það vora því glaðir og ánægðir feröalangar sem tóku lestina aftur inn til Barcelona um kvöldið eftir vel heppnað og upplífg- andi ferðalag til fjalla. -PÁÁ Margt býr í þokunni Daginn sem greinarhöfundur heimsótti Monserrat var þoka í miöjum hlíöum en sólskin efra. Þaö skilar sér í mjög dulúöugu útsýni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.