Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 65 I>V Tilvera Bobby Fischer 59 ára Furðufuglinn og fyrrverandi heimsmeistari í skák, Bobby Fischer, verður fimmtíu og níu ára í dag. Fischer var ungur að árum þegar hann lagði Boris Spassky að velli í frægasta einvígi sem haldið hefur verið um heimsmeistaratitilinn í skák, en það fór fram í Reykjavík 1972. Fischer, sem varð stórmeistari aðeins fimmtán ára gamall, tefldi aldrei aftur um heimsmeistaratitilinn, sem var dæmdur af honum. Bobby Fischer hafði alitaf erfitt skap og ekki hefur það batn- að með árunum og hefur hann lengst af farið einfórum og býr um þessar mund- ir í Ungverjalandi. Undanfarin misseri hefur hann látið heyra í sér, aðallega á Netinu, og komið með yfirlýsingar um skák, hryðjuverkin 11. september og fleira og þykja yfirlýsingar hans hinar furðulegustu. Osama bin Laden 45 ára Osama bin Laden, frægasti hryðjuverkamaður i heimi um þessar mundir, heldur upp á aflnælisdag sinn á morgun, hvar hann verður vita fáir. Osama fæddist i Sádi-Arabíu og er sautjándi í röðinni af 52 bömum Awad bin Laden. Þegar hann var tíu ára dó faðir hans í þyrluslysi og erfði hann megnið af auðæfum föður síns. Sautján ára giftist hann í fyrsta sinn. 1979 fór bin Laden íyrst til Afganistans til að hjálpa heima- mönnum gegn Rússum. Þar varð hann helsti fjárstuðnings- maður við hóp öfgafullra araba sem kalla sig al-Qaeda. Þegar stríðinu lauk sneri hann á heimaslóðir til að stjóma byggingarfyrirtæki fjölskyldunnar. Þegar rikis- stjóm Sádi-Arabíu leyfði Bandaríkjamönnum að hafa bækistöð í landinu í stríð- inu gegn írak reiddist hann mjög og hóf í kjölfarið afskipti af hryðjuverkum sem með árunum hefur gert hann að versta hryðjuverkamanni sem sögur fara af. JSÍ Stjörnuspá Glldlr fyrlr súnnudaginn 10. mars og mánudaginn 11. mars Vatnsberinn (20, ian.-i8. febr.); WBgBL Þú átt von á einhverju skemmtilegu í dag sem þú haföir alls ekki búist við að kæmi fram. Happatölur þinar eru 16,19 og 28. Spa mánudagsins: Það er ekki allt sem sýnist og þó að einhverjum virðist ganga betur en þér á ákveðnum vettvangi skaltu ekki láta það angra þig. Hrúturinn f21. mars-19. apríH: Spa sunnudagsins: Varastu að trúa orðrómi sem þú heyrir um aðra. Dagurinn einkennist af togstreitu milli aðila sem þú umgengst mikið. Spa mánudagsins: Vinabönd styrkjast á næstunni. Þú finnur fyrir stuðningi við áform þín en jafnframt er ætlast til þess af þér að þú sýnir öðrum áhuga. Tviburarnir (21. mai-21. iúnír Spá sunnudagsins: ' Þú átt rólegan dag í vændum sem einkenn- ist af góðum samskipt- um við fjölskyldu og ástvini. Rómantíkin liggur í loftinu. Spa mánudagsins: Vinnan gengur fyrir þessa dagana enda mikið um að vera. Þetta kem- ur niður á heimilislífinu og kann að valda smávægilegum deilum. Uónið (23. iúlí— 22. ágústl: Spa sunnudagsins: ' Þér gengur vel að leysa verkefni sem ollu þér vandræðum fyrir nokkru. Þú ert í góðu jafnvægi og dagurinn verður skemmtilegur. Spá mánudagsins: Vertu hreinskilinn og heiðarlegur í samskiptum við aðra. Óheiðarleiki borgar sig aldrei og kemur mönn- um í koll. Kvöldið verður fjörugt. Vogin (23. sept.-23, okt,): Fiskamir (19. febr.-20. mars): Spa sunnudagsins: 'Einkamálin þarfnast meiri tíma og þú þarft kannski að neita þér um að hitta félagana til að koma málunum á hreint. Spá mánudagsins: Þú ættir að láta meira að þér kveða í félagslífinu. Vertu óhræddur við að láta skoðanir þínar í ljósi. Nautið (20. apríl-20. maiö: Forðastu að vera ná- lægt fólki sem lætur ailt fara í taugarnar á sér. Þú gætir lent í deilum við starfsfélaga í dag. Spá mánudagsins: Eitthvað sem þú hefur beðið eftir lengi verður loksins að veruleika. Þú átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigð- um. Rómantikin Uggur í loftinu. Krabbinn (22. iúni-22. jnlíli Spá sunnudagsins: I Núna er góður timi til að bæta fyrir eitthvað sem fór aílaga fyrir stuttu. Komdu tilfinningamálunum í lag. Happatölur þínar eru 4,11 og 25. Spá mánudagsins: Þú átt rólegan dag í vændum sem einkennist af góðiun samskiptum við fjölskyldu og ástvini. Rómantíkin liggur í loftinu. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Ayft Vinur þinn sækist eftir félagsskap þínum í dag. ■ Ef þú ert mjög upptek- inn skaltu láta hann vita af því í stað þess að láta hann bíða eftir þér. Spá mánudagsins: Þér gengur vel að leysa verkefni sem ollu þér vandræðum fyrir nokkru. Þú ert í góðu jafnvægi og dagurinn verður skemmtilegur. Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.t Spá sumuidagsins: ~ I Spá sunnudagsins: Þú þarft að einbeita þér að einkamálunum og rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjarlægj- ast. Kvöldið verður ánægjulegt. Spá mánudagsins: Ferðalag liggur í loftinu og hlakk- ar þú mikið til. Ef þú ert jákvæð- ur mun ferðin vera afar skemmti- leg og eftirminnileg. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.): Þú átt auðvelt með Isamskipti í dag. Streita er ríkjandi hjá þeim sem þú umgengst en þú getur fiuidið ráð til að bæta úr því. Spá mánudagsíns: Þú færð einhverja ósk þína upp- fyllta, verið getur að gamall draumur sé loksins að rætast. Þetta veldur þér mikilli gleði. Spá sunnudagsins: ÍÞér standa góð tækifæri til boða í vinnunni eða í sambandi við fjárfest- ingu. Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur ákvörðun varðandi peninga. Spá mánudagsins: Það verður mikið um að vera fyrri hluta dagsins og þú tekur ef til vill þátt í því að skipuleggja viðburð í félagslifinu. Steingeitin (22, des-19, janA Núna er rétti tíminn til að kynnast fólki betur. Þér bjóðast ýmis tækifæri í félagslífinu á næstunni. Spá mánudagsins: Þú gerir einhverjum greiða sem átti alls ekki von á sliku. Þetta veldur skemmtilegri uppákomu sem þú átt eftir að minnast. Russell Crowe. Aðrir sjá um leiðindin Russeil Crowe fer ekki bara í taugarnar á fjöl- miðlafólki, leikurum sem hann vinnur með og fyrr- verandi kærustum sem hann virðist leggja mikla áherslu á að pirra. Nú hefur stétt leikstjóra bæst i hópinn. Geoffrey Wright leikstýrði honum fyrir áratug í myndinni Romper Stomper og hefur kallað Russell dónaleg- asta leikara sem hann hefur nokkru sinni unnið með. Svipaða sögu hefur Taylor Hackford að segja eftir að hafa leikstýrt honum og Meg Ryan í myndinni Proof of Life. Taylor heldur því fram að ástarsamband Meg og Russells hafi verið megin- ástæða þess að myndin fór til helvítis. Siðasti leikstjórinn sem hefur tjáð sig um Russell Crowe er Lasse Hallström sem átti að leik- stýra Nýsjálendingnum í myndinni The Cinderella Man. Russell hætti við að leika í myndinni og hafði ekki fyrir því að hringja í Lasse og segja honum tíðindin. „Hann ákvað að seinka myndinni okkar um hálft ár án þess að láta mig vita,“ segir Lasse. „Við urðum mjög fúlir hvor við annan. Núna er hann að búa sig undir aöra mynd.“ Crowe segir hins vegar að það hafi ekki verið í hans verkahring að láta Lasse vita, það hafi snillingarn- ir hjá Miramax átt að gera sjálfir. „Ég lét þá því um það,“ segir Crowe sem er ekki óvanur því að láta aðra í leiðindin. Harry er ríkasti krakki í heimi Harry Potter er líklegast rík- asti krakki í heimi. Myndin Harry Potter and the Philosoph- er’s Stone hefur slegið met í vin- sældum um all- an heim og í síð- ustu viku kom í ljós að myndin væri önnur vinsælasta kvikmynd sögimnar og einungis Titanic væri vinsælli. Á heimsvísu hefur Harry Potter halað inn meira en 600 millj- ónir punda sem er um það bil helm- ingurinn af því sem Titanic halaði inn. Nú þegar hefur Harry slegið út myndir eins og Independence Day, Star Wars, Episode I og Jurassic Park. Auk þess að hafa þetta forskot á vinsælar myndir þá sló myndin öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum. Aldrei hafa fleiri komið á sýningu á opnunarhelgi, og það án þess að hún væri á besta tíma, en líklegt er að myndin hefði gengið mun betur hefði hún verið frumsýnd að sumri tfl þegar krakkar eru flestir í frii frá skóla. Þrátt fyrir þessar vinsældir hefur myndin aðeins náð því að vera í sjö- unda sæti yfir þær myndir sem hafa halað inn mesta peninga í Banda- ríkjunum. Stendur hún þar að baki myndum eins og ET og Forrest Gump. Menn skyldu þó bíða rólegir því enn er eftir að gefa myndina út á DVD í lok maí. Heimilisdagar " fl 10-40% J afsláttur gólfefni málning hreinlætistæki Miramar loftljós, hvítt Verð JOTAPROFF 10 Itr, gljástig 07 33,3x33,3 cm, óreglulegar HÚSASMIDIAN Simi S25 3000 - xvxyw.husa.is Blöndunartaeki Innanhússmálning Gólfflísar * sr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.