Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 DV Kistan borln í kirkju Ekki er taliö útilokaö aö fremja hafi átt hryöjuverk í London daginn sem útför drottningarmóöur vargerö. Komið í veg fyrir hryðjuverkaárás Lögreglan í London kom hugsan- lega í veg fyrir hryöjuverkaárás dag- inn sem útfór Elísabetar drottningar- móður var gerð frá Westminster Abbey. Á netsíðu breska útvarpsins BBC kom fram að lögreglan hefði fundið tóma áburðarpoka í bíl sem hún sprengdi. Bíllinn hafði áður flúið á ofsahraða undan lögreglunni og var mannlaus þegar hann fannst nokkru síðar. BiUinn var með skráningar- númer frá Norður-írlandi. írskir hryðjuverkamenn hafa not- að sprengjur, búnar til úr áburði, en lögreglan sagði BBC að enn væri of snemmt að fullyrða aö ætlunin hefði verið að fremja hryðjuverk á útfarar- degi drottningarmóðurinnar. Hundaskíturinn var sýknaður Umtalaöasti hundaskítur Færeyja var hreinsaður af öllum áburði á fimmtudag þegar útibú Eystri landsréttar í Færeyjum sneri við dómi undirréttar sem hafði dæmt íslenskri konu 430 þúsund íslenskar krónur í skaöabætur. íslenska konan, Bryndís Guð- mundsdóttir, var á leið inn í svo- kallaða Reykstofu á Kirkjubæ, einn vinsælasta ferðamannastað Fær- eyja, þegar hún rann i hundaskít og sneri á sér annað hnéð. Dómarinn úrskurðaði að konunni bæru ekki bætur þar sem hún hafði komið mjög seint á staðinn og þurft að fara inn í Reykstofuna um eldhús staðarhaldara, Sólvár Patursson. Hundar höfðu verið á hlaupum þarna og gert stykki sín og því hefði slæmum þrifum ekki verið um að kenna. Sólvá var mjög ánægð með þann úrskurð, enda um fátt meira talað í færeyskum saumaklúbbum en hreinlætisskort í Reykstofunni. Frá frönsku Rívíerunni Vafasamt fé við Miðjarðarhafið Erlendir glæpaforingjar hafa í vaxandi mæli komið sér upp bæki- stöðvum á frönsku Rívíerunni til aö þvo illa fengið fé, að því er fram kemur í skýrslu sem franska þingið hefur sent frá sér. Skýrsluhöfundar segja að sólbak- aðar Miðjarðarhafsstrendur laði misindismenn að sér vegna þess að á þeim slóðum sé dómskerfið ekki með þvi strangasta sem þekkist. Það eru því ekki bara ríkir pen- sjónistar sem sóla sig þar á góðum degi heldur má búast við að rekast á erlenda þrjóta. Bandaríkjamenn vilja að Arafat láti verkin tala: Lítill árangur hjá Powell og Sharon Colin Powell, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, og Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, luku fundi sínum í gær án þess að komast að niðurstöðu um hvenær ísraelskar hersveitir héldu á brott frá borgum og bæjum Palestinumanna á Vestur- bakkanum. Sharon hefur sagt bandarískum stjórnvöldum að hann vonist til að gera bundið enda á hernaðaraðgerð- imar „mjög fljótlega", án þess þó að skilgreina það nánar. „Ég vona að við getum komist að samkomulagi um hversu lengi að- gerðirnar eiga að standa og að það leiði til þess að við getum náð póli- tískri lausn af því að hún er öllum efst í huga,“ sagði Powell eftir fund- inn með Sharon í Jerúsalem í gær. Bandaríski utanríkisráðherrann sagði að þeir Sharon væru báðir staðráönir í að koma stríðandi fylk- ingum að samningaborðinu þar sem REUTERSMYND Tveir vinir í Jerúsalem Ariel Sharon, forsætisráöherra ísra- els, og Colin Powell, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, ræddust viö í Jerúsalem ígær. samið yrði um frið sem myndi að lokum leiða til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestinumanna. Powell mun heimsækja Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, í höfuöstöðvar hans i Ramallah þar sem hann hefur verið í herkví ísra- ela frá því fyrir jól. Lítið er nú eftir af höfuðstöðvunum annað en skrif- stofur Arafats sjálfs. Annað hafa ísraelskir hermenn lagt í rúst. Powell sagði eftir fundinn með Sharon í gær að Bandaríkjamenn myndu reyna að fá Arafat til að láta verkin tala i þeirri viðleitni að binda enda á blóðbað undanfarinna vikna og mánaða. „Ég mun gera það alveg Ijóst í samtölum mínum við Arafat. Það sem ríður á núna er að verkin verði látin tala en að ekki verði látið duga að tala bara út í loftið, án þess að það hafi nein áhrif,“ sagði banda- ríski utanríkisráðherrann. REUTERSMYND Ungir styðja frelsishetjuna Ungir stuöningsmenn frelsishetjunnar Xanana Gusmaos á Austur-Tímor fagna sínum manni á fjöldafundi í höfuöborg- inni Dili í gær. Þá var síöasti dagur kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar á sunnudag. Ekki er búist viö ööru en aö Gusmao vinni yfirburöasigur og veröi fyrsti forseti landsins frá því þaö hlaut sjálfstæöi frá Indónesíu 1999. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna: Tímabært að senda friðar- gæslulið til Mið-Austurlanda Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti i gær til þess að aðþjóðlegar gæslusveitir yrðu sendar til Mið-Austurlanda til að reyna aö stemma stigu við sívax- andi ofbeldi í átökum ísraela og Palestínumanna. „Ástandið er svo hættulegt og staða mannúðaraðstoðar og mann- réttindamála svo hryllileg að ekki er lengur hægt að slá því á frest að leggja til að alþjóðlegt gæslulið verði sent þangaö," sagði Annan þegar hann ræddi stuttlega við fréttamenn i Genf í Sviss. Annan, sem áður hafði flutt er- indi á fundi mannréttindanefndar SÞ, tiltók ekki hvort hann vildi að alþjóðlega gæsluliðið yrði sent til átakasvæðanna áður eða eftir að ísraelar og Palestínumenn kæmu sér saman um vopnahlé. Þá sagði framkvæmdastjórinn REUTERSMYND Kofi Annan Framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóö- anna sagöi í gær aö tímabært væri aö senda alþjóölegar gæslusveitir til aö reyna aö stilla til fríöar í átökum ísraela og Palestínumanna. ekki heldur hverjir ættu að taka þátt í gæslusveitunum. Annan sagðist styðja friðarum- leitanir Colins Powells, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, heils hug- ar. Kofi Annan hefur hvað eftir ann- að hvatt ísraelsk stjórnvöld til að hætta þegar í stað hemaðaraðgerð- um sínum á heimastjómarsvæðum Palestinumanna, en þeim áskomn- um hefur ekki verið sinnt. ísraelskir hermenn hafa itrekað komið í veg fyrir það á undanfom- um dögum að særðir komist undir læknishendur. Skemmst er að minnast þess þegar hermenn skutu hringjarann í Fæðingarkirkjunni í Betlehem þar sem hann var fyrir ut- an kirkjuna. Ekki veit hægt að koma hringjaranum til aðstoðar og því blæddi honum út. Þá hefur ekki ver- ið hægt að jarðsetja látna. Skattur háður skuldum Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerk- ur, sagði á ftmmtu- dag að stjómvöld myndu ekki lækka skattinn á einstak- linga frá árinu 2004, nema skuldir ríkis- sjóðs lækki svo mikiö árlega að þær verði árið 2010 aðeins helmingur af þvf sem þær em nú. Fékk átta mánuði Þrítugur Dani var dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar í Fær- eyjum á fimmtudag fyrir að reyna að smygla einu kílói af hassi og 40 grömmum af kókaini til eyjanna, að sögn færeyska blaðsins Sosialurin. Réttarhöldum frestað enn Réttarhöldunum yfir fjórum mönnum, sem ákærðir em fyrir að hafa myrt bandaríska blaðamann- inn Daniel Pearl í Pakistan, hefur verið frestað einu sinni enn, nú um tíu daga. Verkfall í Kasmír íslamskir harðlínumenn boðuðu verkfall í indverska hluta Kasmirs í gær til að mótmæla kúgun á múslímum í Palestínu og Afganist- an, eins og þeir kölluðu það. Bók gegn fordómum Sænsk yfirvöld ætla að beijast gegn fordómmn gegn íslamstrú með því aö dreifa ókeypis bók um ís- lamska menningu. Níundi hver íbúi Svíþjóðar er innflytjandi. Netanyahu gefur góð ráð Benjamin Netanya- hu, fyrrum forsætis- ráðherra ísraels, hef- ur reynt að sannfæra stjómvöld i Wash- ington um að þau eigi að slíta öll tengsl við Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, og að ráðast eigi til atlögu gegn írak hið allra fyrsta. Leitað að morðingja Ástralska lögreglan sem rannsak- ar morðið á breskri stúlku sem var á bakpokaferðalagi hefur sent frá sér tölvugerða mynd af manni sem hún vill hafa tal af. Orban undir í Ungó Samsteypustjöm Viktors Orbans, forsætisráðherra Ungverjalands, er níu prósentustigum á eftir sósíalistum í stjómarandstöðu í síðustu skoðana- könnuninni sem birtist i gær. Könnunin er hin síð- asta sem verður gerð opinber fyrir kosningamar 21. apríl. Jarðlest vígð í haust Margrét Þórhildur Danadrottning mun taka jarðlestina undir götum Kaupmannahafnar formlega í notk- un í október i haust. Verra en í Tsjetsjeníu Hjálparstarfsmenn stofna sér í meiri hættu með því að sinna störf- um sinum á Vesturbakkanum en i Tsjetsjeníu, að því er háttsettur embættismaður ESB sagöi í gær. Hann sakaöi ísraela um að koma vísvitandi í veg fyrir að hjálpargögn berist til Palestínumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.