Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Síða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöatritstjóri: Óli Björn Kárason
Rítstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsia, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númoR Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Fjölgun innflytjenda
Sögur innflytjenda á íslandi eru margvislegar - og mis-
gamlar. Nokkrar þeirra nýjustu lýsa rikri útþrá og sömu-
leiðis gríðarlegum umskiptum. Ein þeirra fjallar um hjón
sem bjuggu við lítil efni í Manila, höfuðborg Filippseyja.
Þau áttu ekki kost á mikilli grunnmenntun í æsku, hvað
þá að þau ættu möguleika á framhaldsmenntun. Þau vissu
sem var að heima biði þeirra fátækt og fáir kostir og stop-
ul ef nokkur vinna. Og það sem meira var; börnum þeirra
yrði búin sama snauða framtíðin.
Þetta fólk afréð að freista gæfunnar og fara úr landi. Því
tókst með útsjónarsemi og staðfestu að spara sér fyrir
farareyri til Evrópu. Það hafði heyrt sögur af mörgum
landa sinna sem tókst að koma ár sinni vel fyrir borð í
gamla heiminum. Hjónin þekktu meðal annars fólk sem
hafði flutt alla leið til íslands og þar hefði þvi líkað vistin
svo vel að vant var orða; varla væri hægt að ímynda sér
öruggara og heiðarlegra samfélag en ísland. Jafnvel veðr-
ið væri mildara en því hafði verið sagt.
Hjónin frá Manila komu til íslands fyrir þremur árum.
Þrjú börn þeirra, 8,14 og 16 ára, urðu eftir hjá ömmu sinni
og afa, enda dugði farareyririnn ekki fyrir allri fjölskyld-
unni. Hjónin leigðu sér lítið herbergi með aðgangi að eld-
húskrók og salerni í kjallara i vesturbæ Reykjavíkur og
fengu þegar i stað vinnu við ræstingar á sjúkrahúsi og
elliheimili. Þau tóku að sér alla aukavinnu sem bauðst og
unnu myrkranna á milli, enda var gleðin yfir þvi að fá
vinnu meiri en svo að hægt væri að hafna henni.
Á íslandi töldu þessi hjón sig kynnast miklu manngildi.
Þau kynntust nýju lífi, nýjum gildum og nýjum möguleik-
um. í fyrsta skipti á ævinni sáu þau að þeim voru flestir
vegir færir. Þau sáu framtíð barna sinna í hillingum; víð-
tæka möguleika þeirra til menntunar, fjölbreytta vinnu-
kosti og háar lífslíkur. Þetta var þeim opinberun. í fyrsta
sinn á ævinni kynntust þau þjóðfélagsgerð sem gerði ráð
fyrir þvi að allir menn ættu jöfn tækifæri og það sem
meira var; gert var ráð fyrir öllum í þessu sama samfélagi.
Filippeysku hjónin festu kaup á þrettán ára gömlum
bílgarmi nokkru eftir að þau fluttu hingað til lands, en bíll
var þeim nauðsyn til að komast á milli heimila sem þau
voru að þrífa utan sinnar fóstu atvinnu. Og þeim heimil-
um fjölgaði ört. Rösku ári eftir að þau komu til landsins
keyptu þau nýlegan bíl og nú í dag aka þau um á nýjum
japönskum jepplingi. í millitíðinni gerðust þau tíðindi í
lífi hjónanna að börnin komu til íslands, fyrst það yngsta,
síðar þau eldri. Og leigð var 120 fermetra íbúð.
Þessi fimm manna fjölskylda býr í Reykjavik og sinnir
störfum sínum og námi af miklum þrótti og ætlar sér að
nýta þau fjölbreyttu tækifæri sem ísland býður þeim.
Þessi fimm manna fjölskylda er dæmi um þann mikla
fjölda útlendinga sem hefur á síðustu árum valið sér eina
veðramestu eyju heims sem framtíðarland. Og ástæðan er
falin í gildum sem íslendingum þykir sjálfsagðari en svo
að þeir séu að ræða þau mikið sín á milli. Ástæðan er
manneskjuleg þjóðfélagsgerð - og möguleikar.
Síðustu daga hefur DV birt fréttaröð um innflytjendur
á íslandi. Þar hafa komið fram tölur sem sýna að æ fleiri
útlendingar kjósa að setjast að á íslandi. í ljósi sögu þessa
fólks frá Filippseyjum kemur ekki á óvart að alþýðufólk
sé tilbúið að fara um langan veg og brjóta af sér bönd
ólíkrar arfleifðar til að eygja tækifæri til lífshamingju.
Viða um land hafa kraftar þessa fólks skipt sköpum fyrir
byggðarlög. Við eigum að taka á móti því eins og við vilj-
um að okkur sé tekið í útlöndum.
Sigmundur Ernir
r
________________________________________LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002
DV
Kílóin og öfundin
„Ég er 75 kíló, fiflið þitt,“ svaraði
hún með þjósti og barmur hennar
reis og hneig af þeirri ofsareiði sem
barðist um í brjóstum henni. Hann
fékk samviskubit þar sem starfs-
systirin strunsaði í burtu. „Enn
einn félaginn hefur snúið við mér
baki,“ hugsaði hann án þess þó að
örvilnast. „Ég er bara að grínast,“
kallaði hann á eftir konunni sem
leit ekki um öxl. Maðurinn sat einn
eftir í vægum ilmvatnsilmi sem
gufaði smám saman upp.
Hann hafði verið í megrun í þrjá
mánuði og hélt upp á 20 kílóa af-
mæli sitt með því að varpa fram
uppáhaldsspurningunni sinni.
Hann vissi ekkert skemmtOegra en
að tala um megrun sína. Þetta tal
jókst í réttu hlutfalli við að kílóin
fuku. í fyrstu fannst starfssystkin-
um þetta skemmtilegt og hann fékk
næga viðmælendur og samúð með
aðdáunarívafi sem sprottin var af
þeirri athygli sem feitt fólk fær í
samfélagi sem þolir ekki spik.
Þegar hann hélt upp á 15 kúóa af-
mælið umkringdur misfeitum
vinnufélögum fann hann að tónn-
inn var að breytast. Margir hans
dyggustu stuðningsmanna voru
hættir að hrósa honum og voru
jafnvel pirraðir þegar hann varpaði
fram uppáhaldsspumingunni
sinni. „Hvað ertu þungur?"
Reyndar var þessi spuming hon-
um svo hjartfólgin vegna þess að
sjálfur hafði hann um funm ára
skeið ekki þolað að óviðkomandi
væru að spyrja hann svo persónu-
legrar spurningar sem hann hafði
heldur engin svör við. Um árabO
sniðgekk hann baðvogina og frysti
í huga sér tölu um eigin þunga sem
„losaði 100 k0ó“ um árabO. Hann
þoldi ekki magurt fólk og sneri
gjaman út úr spumingum um eig-
in þunga.
Maðurinn móðgaðist af minnsta
tOefni og jafnvel þegar einhver
vOdi hrósa honum með því að segja
þvert ofan í eigin sannfæringu að
hann hefði ábyggOega grennst.
Erfiðir tímar
Þetta höfðu sumpart verið erfiðir
tímar. Strax og bera fór á því að
vömbin minnkaði þannig að sjónar-
munur varð spruttu fram ótal ráð-
gjafar sem í fyrstu spurðu um að-
ferðafræðina. Hann útskýrði
hamstrakúrinn sem væri helst í
því fólginn að henda út öOum syk-
urvörum og fitu og borða ómælt kál
og annað grænmeti. Þá sagði hann
þeim sem hlýddu að ein helsta
meinsemdin í neyslu Vesturlanda-
búa væri kartöflur sem hann hefði
fleygt út af matseðli sínum. Þetta
oOi miklum deOum heima og á
vinnustað. „Ertu vitlaus, maður?"
spurði sálfræðimenntaður starfs-
maður á fimmtugsaldri og hélt
langa ræðu um að kartöflur hefðu
bjargað stórum hluta mannkyns frá
því að deyja úr hungri. „Kartaflan
er hoO og engin ástæða tO að sleppa
henni," sagði sálfræðingurinn og
tók af sér gleraugun til að
undir-
strika
orð
sín.
Fleiri
lögðu
orð í
belg og fram-
söguræður
um hina og
þessa megrun-
arkúra voru
fluttir. Hann
fékk að heyra
um
vetnakúrinn"
sem byggðist upp
á því að honum
skildist að borða
sem mest af beikoni
og eggjum á morgnana
og fram eftir degi. Þá
kom ræða um „vatns-
kúrinn" sem hafði þá einstöku
kosti að meðfram honum mátti
borða eins og fólk vOdi. Aðalatriðið
var að drekka ómælt vatn; marga
lítra á dag. Svo var það Herbalife
og Nupo-kúramir sem sumir töldu
vera svarið við offituvandanum.
Megrunarmaðurinn hlustaði
grannt á aOa fyrirlestrana og hóf
síðan eigin tölu um hamstrakúrinn
sem byggðist upp á því einu að
spegla mataræði svo-
nefndra dýra
og fara eftir
því í meg-
inat-
rið-
Að þrýsta á vini sína
Guðlaugur
Bergmundsson
blaöamaður
yr Igggfj
Sjónarhorn
■■
Mikið hlýtur valdamesta manni
heimsins að líða Ola. Er það annars
kannski eintómur misskilningur
að George W. Bush Bandaríkjafor-
seti ráði meiru og hafl meiri áhrif
á jörðu hér en nokkur annar mað-
ur, dauðlegur að minnsta kosti? í
fljótu bragöi verður aOa vega ekki
séð að orð hans vegi þungt austur í
Jerúsalem hjá Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísraels, og herfor-
ingjum hans sem hafa farið ham-
förum gegn Palestínumönnum á
Vesturbakkanum síðan í marslok.
Bush hefur síðustu daga skorað á
Sharon, og jafnvel krafist þess, að
kaOa hersveitir sínar tafarlaust
heim frá palestínsku landi. Forset-
inn sá meira að segja ástæðu tO
þess að taka það sérstaklega fram
við fréttamenn um daginn að hann
hefði meint það sem hann sagði.
Svo var nefnOega komið að margir
voru farnir að efast stórlega um að
Bandaríkjaforseti meinti nokkuð af
því sem hann sagði um nauðsyn
þess að ísraelar hypjuðu sig á brott
frá heimastjórnarsvæöunum. AÖ-
eins væri um leiksýningu af hans
hálfu að ræða, Sharon hefði á bak
við tjöldin fengið boð um það, bein
eða óbein, að hann mætti halda
áfram að haga sér eins og hann
teldi réttast tO aö ganga endanlega
mOli bols og höfuðs á palesínskum
hryðjuverkamönnum.
Hvort slíkar vangaveltur eiga við
einhver rök að styðjast er erfítt að
fuOyrða. Hitt er deginum ljósara að
Sharon hefur hunsað öO tilmæli
bandarískra stjórnvalda, og ann-
arra (íslensk stjómvöld sendu frá
sér harðorð mótmæli gegn hemaði
ísraela á miðvikudag og því ber að
fagna), um að láta af hemaöarað-
gerðum sínum. Þvert á móti hefur
hann eflst og gengið fram af sífeUt
meiri grimmd og hörku gegn
palestínsku þjóðinni, látið her-
menn sina drepa og særa saklausa
borgara og koma svo í veg fyrir að
sjúkir geti leitað læknishjálpar.
Nú síðast á miðvikudag hafnaði
Sharon að fara að áskorunum
bandarískra stjómvalda, Kremlar-
bænda, Sameinuðu þjóðanna og