Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Arthur Conan Doyle. Höfundur Sherlock Holmes lelt ð bækurnar um hann sem léttvæga afþreyingu. Þegar hann lét Holmes deyja f elnnl bókanna gengu Lundúnabúar um götur meö svört sorgarbönd. Maðurinn sem þoldi ekki Sherlock Holmes Arthur Conan Doyle fæddist í Skotlandi áriö 1859. Hann læröi læknisfræöi í Edinborgarháskóla. Meðal kennara hans var Jos- eph Bell sem var 39 ára þegar Conan Doyle sá hann fyrst. Bell bjó yfir einstakri athyglisgáfu og gat á svipstundu sagt fólki sem hann var að hitta í fýrsta sinn hvaðan þaö kæmi og við hvaö þaö ynni. Bell varö fyrirmynd Conans Doyles aö Sheriock Holmes. Eftir að Conan Doyle útskriíaðist sem læknir reyndi hann að drýgja tekjumar með smásagnagerð. Tuttugu og sjö ára gamall byijaði hann að skrifa fyrstu Sherlock Holmes söguna, A Study in Scarlet. Þar birtist magur og fólur leynilögreglumaöur, þung- lynd listamannatýpa, sem Úæðist fjólubláum slopp, leikur á ftðlu og virðist háður kókaíni. Aöstoðarmað- urinn og sögumaðurinn er John Watson, sem Conan Doyle lýsti sem fremur treggáfúðum náunga. Manndráp í sjálfsvöm Alls skrifaði Conan Doyle 60 sögur um Sherlock Holmes, þar af 56 smásögur, og flestar birtust í tíma- ritinu The Strand. Lesendur biðu svo spenntir eftir nýrri sögu að biðraðir mynduðust við blaðastanda. Conan Doyle þreyttist snemma á Holmes og íhugaði margoft að koma honum fyrir kattamef. Hann sagði móður sinni fiá þessari áætlun sinni en hún grátbað hann aö leyfa Holmes að lifa. Þar sem Conan Doyle hafði ákafa ást á móður sinni lét hann undan óskum hennar. Árið 1893, eftir að hafa skrifað 26 sögur um Holmes, ákvað hann að losa sig viö hann fyrir fullt og allt. „Ég verð að ganga fiá honum, annars gengur hann fiá mér,“ sagði Conan Doyle við vin sinn. Hann skrifaði söguna The Final Problem og skapaði þar eitt eftirminnilegasta illmenni allra tíma, prófessor Moriarty. I lok sögu beijast Holmes og Moriarty við Reichenbach-fossana og viðureigninni lýkur með því að báðir steypast í fossinn. Holmes var dáixm og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Eftir að sagan birtist í The Strand sögðu 20 þúsund manns upp áskriftinni. Lundúnabúar gengu með svört sorgarbönd og meðlimir bresku konungs- fiölskyldunnar voru sagðir vera í uppnámi. Conan Doyle var krafðinn skýringa og sagði: „Þetta var ekki morð, heldur manndráp í sjálfsvöm. Ef ég hefði ekki drepið hann heföi hann drepið mig.“ Átta árum síðar lét Conan Doyle undan þrýstingi og lífgaði Holmes við í sögunni um Baskerville-hund- inn sem birtist í The Strand og áskrifendum fjölgaði um 30.000. Árið 1902 var Conan Doyle gerður að riddara. Hann íhugaði að hafna titlinum en móðir hans harð- bannaði honum það. Mörgum árum seinna, í The Adventures of the Three Garridebs, getur Watson þess að Holmes hafi verið boðin riddaratign en hafii- að henni. Það, segir Watson, gerðist árið 1902. Miðilsfundir og andatrú Conan Doyle vildi skrá nafn sitt í bókmenntasög- una sem alvöm rithöfúndur og leit á sögumar um Sherlock Holmes sem ómerkilega afþreyingu. Hann skrifaði sögulegar skáldsögur, leikrit og orti ljóð og skrifaði sagnfræðirit, þar á meðal 500 blaðsíðna bók um Búastríðið og sex binda bók um fyrri heimsstyrj- öldina. Þessar bækur em nú gleymdar en Sherlock lifir enn góðu lífi. Conan Doyle kvæntist tvisvar. Fyrir eiginkona hans lést 49 ára gömul úr berklum og hafði þá verið sjúk- lingur í þrettán ár. Allnokkrum árum fyrir dauða hennar hafði Conan Doyle orðið ástfanginn af annarri konu, Jean Leckie. Hann sagði henni að hann elskaði hana en myndi ekki skilja við konu sína og ekki eiga í ástarsambandi utan hjónabands. Þau Jean vom því vinir í mörg ár áður en þau giftust, tæpi ári eftir dauða eiginkonunnar. Þau eignuðust tvo syni. Conan Doyle hafði djúpstæðan áhuga á spíritisma, skrifaði nokkrar bækur um dulræn efiii og flutti fjöl- marga fyrirlestra um sama efiii. Þessi áhugi varð til þess að margir áttu erfitt með að taka hann alvar- lega. Sonur hans af fyrra hjónabandi lést í fyrri heimsstyijöldinni og Conan Doyle hélt þvi fram að hann hefði náð sambandi við soninn á miðilsfúndi. Hann sagði einnig að látin móðir sín hefði birst sér á öðrum fúndi og það svo sterklega að hún hefði lík- amnast og hann hefði snert hönd hennar. Skömmu seinna var viðkomandi miðill handtekinn fyrir svik. Handatakið varð fréttaefni og Conan Doyle að at- hlægi. Þegar hann hélt því síðan fram að álfar væra til vom þeir margir sem sögðu hann ekki vera með öllu mjalla. Forsaga málsins var sú að sextán ára stúlka í Yorkshire bað fóður sinn um að lána sér myndavél svo hún og yngri frænka hennar gætu tekið myndir af álfúm. Þegar faðirinn framkallaði myndfrnar sá hann sér til fúrðu að á þeim vora verur sem sannar- lega minntu á álfa. Conan Doyle frétti af þeim, sá myndfrnar og sýndi vinum sinum. Einhveijum þeirra þótti grunsamlegt að álfamir vora klæddir samkvæmt nýjustu Parísartísku og hárgreiðslan virt- ist sömuleiðis í takt við tískustrauma. Conan Doyle skrifaði bók um málið og myndimar og varð fyrir vikið að þola harða gagnrýni fyrir trúgimi. Áratug- um seinna viðurkenndi önnur stúlkan að þær vin- konumar hefðu einungis verið að leika sér og klætt brúður í álfagervi en þegar leikurinn varð alvara fannst þeim þær ekki geta tekið söguna aftur og hefðu því staðfastlega haldið því fram að á myndun- um væra alvöruálfar. Skilaboð að handan Fjölskylda Conan Doyles deildi áhuga hans á spírit- isma og eiginkona hans fór að skrifa ósjálfráða skrift þar sem fjölskyldunni vora gefm góð ráð. Góð ráð héldu einnig áfram að koma í gegnum miðla og kolleg- ar Conan Doyles létu ekki sitt eftir liggja, þótt dauðir væra. Joseph Conrad sendi skilaboð um að hann hefði ekkert á móti því að Conan Doyle lyki við ólokna bók hans, Suspense, og Charles Dickens sendi samstundis þau skilaboð að ef Conan Doyle tækist vel upp með Conrad gæti hann lokið við The Myster of Edwin Drood, sem Dickens hafði ekki tekist að ijúka við í jarðnesku lífi. „Það væri mér heiður, herra Dickens," sagði Doyle. „Kallaðu mig Charles," var svarið. Arthur Conan Doyle lést árið 1930, 71 árs. Síðustu orð hans í þessu lífi vora til eiginkonu hans: „Þú ert dásamleg." örfaum klukkustundum eftir að fréttir bár- ust af andláti hans tilkynntu miðlar að þeir væra í sambandi við hann. Þetta vora ekki einu fréttimar sem bárast af honum að handan því eiginkona hans var í sambandi hann í gegnum ósjálfráða skrift sína, allt þar til hún kvaddi þetta líf og sameinaðist honum á ný. Hver er morðinginn? í Eymundsson verður út mánuð- inn sérstakt tilboð á nokkrum saka- málasögum eftir Agöthu Christie en hver bók kostar einungis 695 krón- ur. Ein þessara bóka er Morö í þremur þáttum þar sem belgíski leynilögreglumað- urinn Hercule Poirot leysir dular- fulla morðgátu. Skemmtileg bók og spennandi með nokkuð óvæntri lausn. Skrifuð árið 1935 og ef hún er gamaldags þá er það bara einn af kostum hennar. Alltaf eru myrkraverkin eins, sagði karlinn þegar hann sá framan í nýfœtt bam sitt. Málsháttahandrit Kristínar Árnadóttur Bókalistinn Allar bækur 1. ISLENSK ORÐABÓK. Árni Böðvarsson ritstýrði 2. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 3. ENSK-ÍSL / ÍSL-ENSK ORÐABÓK. Orðabókaútqáfan 4. HÖND I HÖND. Hreinn S. Hákonarson ritst. 5. PASSÍUSÁLMAR. Hallgrímur Pét- ursson 6. ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK. Iðunn 7. ISL-ENSK / ENSK-ÍSL VASAORÐA- BÓK. Orðabókaútqáfan 8. ÍSLENSK ORÐTÖK. Sölvi Sveinsson 9. SAGA VERALDAR. Vaka Helqafell 10. AF BESTU LYST II. Ýmsir hófundar Ljóð vikunnar Á Ifadans - eftir Grím Thomsen I tungsljósi ó ís yfír Tungufíjót ég relð, teygði ég þar hestlnn ó snarpasta skelð: en vlðsjólt, vlðsjólt er ó vetrardegl vötnln að ríða. Snilldarleg minnisblöð Skáldverk 1. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 2. PASSlUSÁLMAR. Hallgrímur Pét- ursson 3. UÓÐASAFN TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR. Tómas Guðmundsson Hart grelp hann sprettlnn og sparði ei afí, spegllhólt var svelllð og stœttur var skafí. En vlðsjólt, vlðsjólt er ó vetrardegl vötnln að ríða. Allt í elnu fœldlst og frýsaði hótt fókurínn og öfuga snerlst í ótt. Því vlðsjólt. vtðsjólt er ó vetrardegi vötnin að ríða. Gat ég aö líta, hvar ólfa fímur fans fetaði út í vatnið og sté þar í dans. Jó, vlðsjólt, vlðsjótt er ó vetrardegl vötnln að ríða. Hver um annan kyrplngur kœnlega hljóp, köldum gelslum stafaðl fölvan ó hóp, svo vlðsjólt, vlðsjólt er ó vetrardegl vötnln að ríða. Annarteg svelf mér þó töngun I lund, lystl mlg að sœkja þann kynlega fund: en viðsjólt, viðsjólt er ó vetrardegl vötnin að ríða. En el fékk ég hestlnum otaö úr stað, og lofsé Guðl fyrír, hann bannaðl það, því vlðsjólt, vlðsjólt er ó vetrardegi vötnln að riða. Því þar sem ólfar frömdu slnn felknstafaleik, felgðarhylur geln þar, og spöngln var veik, svo vlðsjólt, viðsjólt er ó vetrardegi vötnln að ríða. Mikaél Torfason rithöfundur segir frá uppáhaldsbókinni sinni. 4. HRINGADRÓTTINSSAGA l-lll. J.R.R. Tolkien „Uppáhaldsbókin mín er Minnisblöð úr undirdjúpunum eftir Dostójevskí. Sú bók er svo mikil snilld og það er hægt að lesa hana aftur og aftur. Ég kynntist henni á bókasafni og eftir aö hafa tekiö hana nokkrum sinnum fjárfesti ég í þýðrngu á henni eftir Ingi- björgu. Og þetta er ein af bók- unum hans sem er ekki sápu- ópera eins og þessar stóru bækur. Þær eru að vísu finar, margar hverjar, en þeir Tolstoj áttu það til að vera svoldið eins og blanda af Dallas og Melrose Place. Allt í lagi afþreying og gömlu karlamir voru ívið dýpri í samfélagsrýni og samfé- lagsgagnrýni en oft jafn leiðin- legir. Það er hins vegar ekki hægt að finna fyrir því í Minnisblöðum Dostójevskis. Og hver lina í þýöingu Ingibjargar er svo snilldarlega samsett að þaö er hægt að lesa alla bókina upphátt. En það er ekki alltaf hægt með þýðingar því stundum verða erlendir höfundar klunnalegir á íslenskri tungu. Og ef ég má gripa niöur í Minnisblöðin og leyfa ykkur að njóta snilldarinnar: „Maðurinn er léttúðug vera og ósæmileg og kannski líkist hann skákmanni að því leyti að honum er eingöngu annt um að ná settu marki - markið sjálft skiptir hann ekki máli. Og hver veit (við getum ekki ábyrgst það) nema sérhvert mark sem mannkynið stefnir að hér á jörðu sé einmitt fólgið eingöngu í þessu endalausa streði að ná markinu, eða með öðrum orðum: í lífinu sjálfu en ekki hinu eiginlega marki sem getur auðvitað ekki verið neitt annaö en formúlan - tvisvar tveir eru fiórir - en tvisvar tveir eru fjórir, það er ekki líf- ið, herrar mínir, heldur upphaf dauðans." Svo mörg voru þau orð og auðvitað er búið að einfalda þessa speki í popplögum, íslenskum og útlendum, um að það sé leiðin en ekki markið sem skipti máli en Dostinn átti við KERFIÐ. Stóra kerfiö sem maðurinn væri alltaf að reyna að skapa. Hvort sem er í kommúnisma eða sósíal- isma eða þriðju leiðinni eða kapítalisma eða hvað þessi vitleysa heitir öllsömul.“ 5. HOBBITINN. J.R.R. Tolkien 6. MÝRIN. Arnaldur Indriðason 7. Tónn fyrir tónn. Aqatha Christie 8. BRENNU-NJÁLSSAGA. Jón Böðvarsson ritstvrði 9. STEINN STEINARR - Ijóðasafn. Steinn Steinarr 10. TlU LITLIR NEGRASTRÁKAR. Aqatha Christie. Metsölulisti Eymundsson 4. apríl -10. apríl Erlendar kiliur 1. THE VILLA, eftir Noru Roberts 2. DUST TO DUST eftir Tami Hoaq 3. A PAINTED HOUSE eftir John Grisham 4. 1STTO DIE eftir James Patterson 5. THE LONER eftir Joan Johnston Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.