Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 DV Helgarblað Kvennaferð Fjallasports og 4x4 í Landmannalaugar: Hvað gerir kona sem dags daglega skottast á litlum Yaris um bæinn og hefur varla farið lengra út á land en á tjaldsvæðin í Húsafelli þegar henni er boðið að fara í jeppaferð upp í Land- mannalaugar á þessum tíma árs, ak- andi sjálf á lánsjeppa? Hún segir auð- vitað já, þrátt fyrir litla reynslu af ferð- um í óbyggðum og enga af akstri jeppa. Til öryggis var hringt í vinkonuna, sem er gamall skáti, i þeirri von að hún myndi bjarga því sem úrskeiðis færi. Og ef í hart færi gæti hún dund- að sér við að kenna mér að hnýta skátahnúta á meðan beðið væri eftir björgunarsveitunum. Hinn bráðnauð- synlegi aftursætisbílstjóri var síðan fenginn að láni hjá Ijósmyndasafni DV. Tilefni ferðarinnar var að Fjalla- sport og ferðaklúbburinn 4x4 höfðu skipulagt kvennaferð í óbyggðimar helgina 6.-7. apríl og þótti bUablaði DV tUvalið að senda ftdltrúa sinn í þessa ferð. BUahúsið-Ingvar Helgason lagði tU Nissan Terrano II jeppa á 38“ dekkj- um sem var lágmarkið í þessari ferð því á þessum tíma árs getur færið ver- ið erfitt. Hvemig þeim datt í hug að lána næstum flmm mUljón króna breyttan bU tU slíks viðvanings er og verður leyndardómur sem aldrei fæst svar við. Eða kannski vom þeir bara vel tryggðir! Hvaða græjur? Ferðin hófst við höfúðstöðvar FjaUa- sports við Malarhöfða þar sem 56 kon- ur á 22 bUum komu saman og nutu frá- bærs morgunverðar í boði Jóa Fel. við harmonikuundirleik. í hópnum vora þrælreyndar jeppakonur, sem og aörar minna reyndar. Yflr morgunverðinum var rætt um færð, leiðir og ekki sist græjur. Hvaða græjur ert þú með? spurði einhver mig. Ég er með blásar- ann minn, er ekki öragglega innstunga fyrir hann uppi i Laugum? svaraði ég kotroskin en komst síðar að þvi að með græjum er átt við hluti eins og GPS-tæki, talstöðvar, dráttartaugar, kontaktsprey, jámkarla, tjakka, tölv- ur, dráttarspil, loftmæla og annað sem nauðsynlegt þykir að hafa með í for þegar lagt er á fjöU. Ekkert af þessu vorum við þó með, enda vissum við ekki tU að við þyrftum á því að halda. Um tiuleytið var lagt af stað frá FÍaUasporti og í hálendismiðstöðinni Hrauneyjum var stoppað og „tankað", svo maður hljómi eins og alvön jeppa- kerling. Ferðin sóttist vel framan af þrátt fyrir að upp brattar brekkur væri að fara og að stundum væri mað- ur ekki viss um að bUlinn, eða öUu heldur bUstjórinn, myndi hafa þær af. En aUt gekk nú vel enda bUlinn þokka- lega kraftmikUl og lét vel að stjóm. Frá hálendismiðstöðinni var ekið inn að Sigölduhálsi, þar sem hleypt var úr dekkjum í fyrsta sinn. Síðan var línrnmi inn að BjaUavaði fylgt, eða þar tU við komum að girðingunni, en þá fylgdum við Tungnaá í gegnum hraunið þar tU við vorum komnar fram hjá Gönguskörðunum. Þar var tekinn sveigur fram hjá krapa í átt að Dómadal og inn að skUtinu Land- mannalaugar/Dómadalur. Því næst var ekið að Frostastaðavatni og þaðan hraunið inn að Landmannalaugum. Nú festi ég mig Leiðin var nokkuð greið framan af en þegar komið var að hraunjaðrinum hófst gamanið. Við vissum að nokkur krapi væri á leiðinni en ég held að eng- inn hafi gert sér grein fyrir hversu mikill hann var. Reyndar var rætt um að hætta við ferðina og snúa við fljót- lega eftir að við komum inn á hraunið en tekin var ákvörðun um að halda áfram enda úrræðagóðar konur á ferð- inni. Ekki var laust við aö örlítið um sínum og hóf þegar að grafa, moka, festa spotta og gera aUt sem tU þurfti tU að losa bUinn. Ég veit svo sem ekki hvemig þetta er hjá öðra jeppafólki á fjöllum en samstaðan og samvinnan var ótrúleg. Ég trúði ekki eigin augum DV-MYNDIR: AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, EYGLÓ STEFÁNSDÓTTIR, ÓSB Vaskar konur Áöur en lagt var af staö frá Landmannalaugum gáfu feröalangarnir sér tíma til aö stilla sér upp fyrir myndatöku. Þótt stoppiö heföi veriö styttra en ætlaö var var almenn ánægja meö dvölina. Lítib mál Eftir ævintýri næturinnar þóttu svona krapaelgir lítiö mál á heim- leiöinni, meira aö segja fyrir alger- lega óreynda jeppakonu eins og greinarhöfund. þegar svo tU ókunnugar konur óðu krapaelginn upp á mið læri tU að koma spotta í bUinn, mokuðu snjó, lán- uðu tólin sín og gáfú góð ráð og klapp á bakið þegar það átti við. Ætli þær séu hetjur í bænum lika? hugsaði ég, eða er þetta fjaUaloftið hreina og tæra sem hefur þessi áhrU? Bara loka augunum En þó kom að því að okkar beið, að því er virtist, óyfirstíganleg hindrun. Myrkur var skoUið á og fram undan var stór og breiður krapaelgur sem enginn komst yfir nema fúglinn fljúg- andi og, sem betur fer, tveir eða þrír fyrstu jeppamir. Eftir að þeir höfðu böðlast yfir þetta stórfljót sátum við aUar á bakkanum hinum megin og engin vissi hvað tU bragðs skyldi taka. Að lokum var tekin sú ákvörðun að draga alla jeppana yfir. Þegar röðin kom að okkur varð okkur ekki um sel. Bakkinn þar sem fariö var ofan í var því sem næst lóðréttur þannig að bU- amir stóðu nær upp á endann, ljósin fóra í kaf og vatnið flæddi upp á húdd- ið. Maður var ekki viss hvort maður ætti að horfa ofan í ískalt vatnið eða bara loka augunum og láta sig gossa. Þegar ofan I var komið var ekið ofur- varlega yfir að bakkanum hinum meg- in og þar biðu vaskar konur i klofstíg- vélum sem snárlega festu spotta í bU- inn og kraftmikftl Land Rover mjakaði sér upp snarbratta fjallshlið tíl að koma bflnum upp úr. Við hvem bfl sem kominn var yfir var fagnað ákaft, æpt og klappað, enda um þrekvirki að ræða. Eftir þessa raun var aUt annað bamaleikur. Við tók akstur í snjó, sem ekki var eins blautur en blautur þó, en ferðin sóttist seint þar sem ekið var í niðamyrkri. Og aUtaf hélt maður að Landmannalaugar væra handan við næstu hæð. Þetta getur ekki verið svona langt var hugsun sem oft kom upp, enda var komið fram yfir mið- nætti. En það var ekki fyrr en klukkan var að verða tvö sem langþráð ljós skálans sáust í fjarska og í fyrsta sinn Samvinna Þegar einhver okkar sat föst þusti hóþur kvenna út úr þílum sínum og hóf þegar aö grafa, moka, festa Sþotta oggera allt sem til þurfti til aö losa bílinn. stress gerði vart við sig hjá undirrit- aðri þegar fara þurfti yfir fýrsta krapa- elginn. Nú festi ég mig, hugsaði ég en lét vaða. En viti menn, ég og jeppinn komumst auðveldlega upp úr og var því ákaft fagnað. Þetta er svo sem ekk- ert mál, hugsaði ég og var farin að trúa Söguleg stund Hún Kristín er búin aö festa sig, þiö veröiö aö ná mynd afþessu! Kristín Sig- uröardóttir, einn afeigendum Fjalla- sports og þauireynd jeppakona, varö, eins og aörir, stundum aö láta kippa í bílinn hjá sér en þaö kemur víst afar sjaldan fyrir hjá henni. að ég væri þrátt fyrir aUt ágætis bU- stjóri. Lítið vissi ég þá hvað beið okk- ar. Því lengra sem við fórum inn í hraunið því stærri urðu krapapollam- ir og æ erfiðara varð að komast upp úr þeim. Stóri Terranóinn stóð sig eins og hetja en þó varð að draga hann nokkrum sinnum upp úr verstu pytt- unum. Ökumaðurinn óreyndi gat huggað sig við að þetta kom fyrir nær aUa jeppana, jafiivel þá með vönustu ökumönnunum. Ótrúleg samstaða Eftir nokkra stund var aUur kvíði farinn úr manni því ef einhver okkar sat föst þusti hópur kvenna út úr bU- Fagurt á fjöllum Nissan Terrano II lánsbíllinn frá Bílahúsinu-lngvari Helgasyni reyndist vel, þó um erfiöan veg væri aö fara. Eftir skamman akstur haföi ökumaöurinn óreyndi fengiö fulla trú á getu bílsins og lagöi ótrauöur í hverja torfæruna á fætur annarri. Kerlingar í krapinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.