Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002
DV
21
Helgarblað
Bílstjóri Lizu Minnelli
kom í veg fyrir rán
Leikkonan nýgifta, Liza
Minnelli, varð fyrir þeirri
hræðilegu lífsreynslu í
Lundúnum i síðustu viku,
þar sem hún eyddi hveiti-
brauðdögunum með sin-
um heittelskaða númer
fjögur, kvikmyndafram-
leiðandanum David Gest,
að unglingur reyndi að ná
af henni dýrindis dem-
antshálsfesti, þar sem hún
sat ásamt eiginmanninum
viö opinn glugga í bil á
rauðu ljósi við Holland
Park í vesturhluta Lund-
úna.
Aðeins skjót viðbrögð bílstjórans
komu í veg fyrir að ræningjanum
unga tækist ætlunarverkið, en
snöggur bílstjórinn sá hvað verða
vildi og renndi rafmagnsdrifmni
rúðunni upp og tókst þannig að
klemma hönd ræningjans um leið
og hann keyrði af stað.
„Þetta var hræðileg lífsreynsla,"
sagði Minnelli i viðtali eftir
ránstilraunina en eiginmað-
urinn bætti við i grini að
þau væru öllu vön sem New
York-búar og aðeins meira
þyrfti til að hræða þau.
Minnelli sagðist fyrst
hafa haldið að ungi maður-
inn, sem stóð þarna við
gatnamótin ásamt tveimur
vinum sínum, væri að biðja
um eiginhandaráritun og
því ekki áttað sig strax á
því að hann ætlaði að ná af
henni hálsmeninu, sem
mun metið á um tíu þúsund
pund.
„Kannski voru þetta bara stráka-
pör,“ sagði Minnelli og bætti við að
hún hefði af þessi litlar áhyggjur.
„Það amar ekkert að mér og mér líð-
ur vel. Við höfum átta frábæra daga
í London, sem er mitt annað heim-
ili,“ sagði Minnelli sem haíði ekki
fyrir því að kæra atburðinn.
Liza Minnelli
New York-búinn
Minnelli slapp
með skrekkinn í
hveitibrauðsferö-
inni í Lundúnum.
Julia laus og
liðug enn á ný
Stórmynnta leikkonan Julia Ro-
berts er enn einu sinni frjáls eins og
fuglinn. Hún er sem sé búin að losa
sig við kærastann og sjálfsagt ekki
seinna vænna. Gæinn virtist ekki
geta gert upp við sig hvort harrn væri
skilinn við eiginkonuna fyrrverandi
eður ei og var því sífellt að viðra sig
upp við hana. Það var meira en Julia
gat þolað, enda skapstór kona og
þekkt fyrir stormasamt ástarlíf.
Kærastinn fyrrverandi, kvik-
myndatökumaðurinn Danny Moder,
var kvæntur maður þegar Julia lagði
snörur sínar fyrir hann siðastliðið
haust.
„Hann blindaðist hreinlega þegar
Julia fór að sýna honum áhuga en nú
virðist sem skynsemin hafl náð yfir-
höndinni," segir vinur Dannys við
netmiðilinn PeopleNews.
SALT
blómapottur
14 cm 195 kr.
26 cm 995 kr.
—
í dag eru síðustu forvöð að gera
frábær kaup á brosdögum!
Nú standa yfir brosdagar í Bílaþingi Heklu. Við erum í
sólskinsskapi og bjóðum fjölda notaðra bíla á skínandi
góðu verði. Ekki missa af þessu.
olkswqgen
i
Volkswagen
Bílaþing Heklu býður 50 notaða, vel með farna Volkswagen
Golf á einstöku tilboðsverði. Fyrstur kemur fyrstur fær.
ar a
Opið laugardag frá kl. 12 -16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5040 • Heimasíða www.bilathing.is • Netfang hekla@hekla.is
BÍ LA M N Q I IE Kl LU
■ Nvrvte-r eiH" í notvZvM t>(hw!
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN EHF/SIA.IS IKE 17274 D4 ,2D02