Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 48
60
Helgarblað
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002
DV
.
IgffÍSS
ruliiu I ilatefirii
Laugardaginn 13. Apríl
Æfíngar hefjast kl: 11:30
og keppnin kl: 14:00
Verðlaunaafhending verður
strax að keppni lokinni
Grillveisla er í Glaumbæ kl:20:00
Hrikalegt Snocrossball með
Greifunum í Tjarnarborg
sem hefst með stórglæsilegri
flugeldasýningu kl:23:00.
Upplýsingar í
síma 894-2967
Aðgangseyrir á keppnina
er 1000 kr.
og eldri
SPORTFERÐSR
www.sporttours.is
Keppt verður í fimm flokkum og eru
sjö erlendir keppendur skráðir til leiks.
«»*' «ttðr :£. m
«wa jsbl á&m,
rt i
cPediSmyndir JHM Sport b.siomunosso« Jtf fíftEiflN.N
VWLWm MJÍíáí 4't&ihjy YAMAHA
Af samskiptum
Dana og íslendinga
Samskipti islendinga og Dana á skák-
sviðinu hafa verið margvísleg og oftast
góð og jákvæð. íslenskir námsmenn
hafa eflaust byijað snemma að kljást við
Dani á því sviðinu líka þó ekki séu
miklar heimildir um það. Bretar hafa þó
sennilega kennt okkur mannganginn,
miðað við nötn taflmannanna á íslensku
og má vel vera að það hafi verið brot á
einokuninni á sínum tima. Á þessari öld
eru það menn eins og Guðmundur Arn-
laugsson og Baldur Möller sem einna
fyrstir láta eitthvað að sér kveöa. Guð-
mundur dvaldi lengi í Danmörku og
Baldur varð okkar fyrsti Norðurlanda-
meistari i skák. Einvígi Friðriks Ólafs-
sonarog Bents Larsens um Norður-
landameistaratitilinn 1955 vakti mikla
athygli eins og kunnugt er og keppnin
þeirra á milli næsta áratuginn einnig.
Eftir að Friörik dró sig í hlé blómstraði
Larsen og varð stigahæstur Vestur-
landahúa um stuttan tíma, allt þar til
Bobby Fischer fór að tefla reglulega í
um 2-3 ár og malaði allt mélinu smærra.
Bent Larsen
Bent Larsen er nýorðinn 67 ára.
Hann býr í Argentínu og þar eru efna-
hagsmál með afbrigðum slæm. Bent
mun eiga í einhverjum fjárhagskrögg-
um vegna efnahagslegs hruns Argent-
ínu en unnið er að því að þessi lærifað-
ir dansks skáklifs fái heiðurslaun frá
danska rikinu í ellinni. Bent þjáist af
sykursýki á háu stigi og ég trúi því
seint að Danir ætli að láta þennan ská-
kjöfur grotna niður þeim til ævarandi
skammar! Helgi Ólafsson náði sínum
lokaáfanga að stórmeistaratitli í Kaup-
mannahöfn 1985 og varð þar með þriðji
stórmeistari íslendinga, en hinir í fjór-
menningaklfkunni náöu allir titlinum
innan 18 mánaða. Nokkrir þekktir
skákmenn eru hálfdanskir, eins og t.d.
Bjöm Brinck-Clausen sem varð nýlega
60 ára og er margfaldur Danmerkur- og
alþjóðlegur meistari. Lárus Knútsson,
einn af þessum ungu og efnilegu hér á
landi, er hálfdanskur. Carsten Höi,
sem er þekktur danskur meistari sem
oft hefur komið tO íslands, verður út-
nefndur stórmeistari á næsta FIDE-
þingi og er þar með næsti stórmeistari
Norðurlanda. Það merkOega er að síð-
asti áfangi hans er næstum því 10 ára
gamáO, en eftir að FIDE breytti sínum
reglum þannig að gamlir áfangar fym-
ast ekki þá kom í ljós eftir útreOminga
fram og tO baka að Carsten á rétt á titl-
inum. Ánægjulegt fyrir hann og Dani.
ísland, eyja skákarinnar
í danska skákblaðinu Skakbladet nr.
12, 2001, skrifaöi Henrik Danielsen
skemmtOega grein um eina af mörgum
íslandsferðum sínum og fékk mikið
hrós fyrir. M.a. skrifar Klaus nokkur
Wolf í danska skákblaðið að það sé gam-
an að sjá grein um samskipti íslands og
Danmerkur þar sem ekkert er minnst á
nýlendutímann eins og Danir kaOa það
og stóra og litla bróður sambandið sem
einkennir danskar greinar oft, heldur
eru þetta mjög skemmtOegar persónu-
legar lýsingar, hæverskar og einlægar
að mati Klaus Wolf sem nú býr í Japan
og er hálfur íslendingur.
Ég ætla að reyna að endursegja meg-
ininntakið í grein Henriks, en hann er
sem betur fer stórvinur minn og höfum
við átt margar skemmtilegar stundir
saman. En hefjum nú frásögn stórmeist-
ara Danielsens en fyrirsögn greinarinn-
ar er: ísland, eyja skákarinnar, eldsins
og íssins. Skák er vinsæl baráttukeppni
á íslandi. Skákin á einkar vel við lund
íslendinga, í gegnum aldirnar hafa þeir
Islendingar barist haröri baráttu við
náttúruöflin og fátækt og nú í dag eru
þeir stolt þjóð af uppruna sínum og með
félagslegt sjálfstæði. Þrátt fyrir mikinn
þrýsting frá enskunni er enn flest þýtt
yfir á íslensku og nýyrði búin tO.
„Computer" heitir td. tölva (tal-
behandler). Á íslandi fá þeir stórmeist-
arar í skák sem vOja sinna skákinni
laun frá íslenska ríkinu. Upprunann má
rekja til þess er Friðrik Ólafsson hreO
með sér íslensku þjóðina og Alþingi ís-
lendinga með árangri sínum á alþjóðleg-
um skákmótum.
Svo var það einnig á Islandi sem
Fischer og Spasskí tefldu.
Bent Larsen
Frægastur danskra skákmanna.
Okkur Peter Heine Nielsen, Lars
Schandorff og mér (Henrik Danielsen)
var boðið að tefla með á Islandsmóti
skákfélaga. Peter og Lars fýrir Taflfé-
lag Reykjavíkur og ég fyrir „Kráarlið-
ið“. Félag mitt var stofnað fyrir
nokkrum árum á kránni Grand Rokk
þar sem nokkrir ákveðnir bjórþambar-
ar („fulderikker") komu sér saman um
að skrifa nýjan kafla í íslenska skák-
sögu. Þetta samkomulag var tekið upp
á myndband og var í stuttu máli
þannig að stofna skákfélag og vinna ís-
landsmót skákfélaga.
Þeir byijuðu í 4. deOd og komust
upp í 1. deOd eins fljótt og auðið var,
þó eftir nokkrar liðakeppnir þar sem
aOt gat gerst en heppnin var með þeim.
Stemningin i kringum liðið er næstum
því yfirgengOeg, og í ár höfðu þeir leigt
um 8-10 stórmeistara erlendis frá tO að
láta drauminn rætast. Það var liðs-
könnun á undan hverjum leik og þeim
gleymi ég aldrei. „Þið verðið að muna
að þeim er Ola við ykkur og vOja fyrir
hvem mun sigra ykkur vegna þess að
þið hafið náð frama." Þessi orð komu
frá Hrafni Jökulssyni, liðsstjóra og eld-
huga liðsins (Hróksins), sem er blaða-
maður og hefur m.a. skrifað um stríð-
ið á Balkanskaganum.
Friður og ró
Móttakan í Keflavík var sérstök. Ég
kom frá Danmörku með risastórt glóð-
arauga, það er ekki hættulaust að
vinna á geðsjúkrahúsi, og þurfti á frið
og ró að halda. I flugstöðinni tók ég
strax eftir myndatökumanni og hljóð-
manni og hugsaði: „Hvað „sören“, er
frægt fólk með vélinni? Og sneri mér
við tO að gá. Mér tO mikillar skelfmg-
ar uppgötvaði ég að það var ég sem var
verið að mynda og stóra glóðaraugað
mitt og fólk glápti á mig eins og naut á
nývJrki.
Ég varð svo ruglaður að ég gekk í
gegnum runna og hélt út á bflastæðið
með myndatökufólkið hlaupandi á eft-
ir mér. Ég fann fljótlega mann sem
stóð við bfl sinn með skottið opið. Ég
fleygði töskunum mínum niður í það,
en svo sá ég að náungi þessi varð
skrýtinn á svipinn, eins og hann hefði
dottið niður af tunglinu og ég hafði
gert tóma vitleysu og þetta var mynd-
að auðvitað aflt saman. Svo á leiðinni
í bæinn sögðu þeir mér að þeir væru
að gera heimOdamynd um skákliðið.
Næsta dag var flogið tO Vestmanna-
eyja (þar sem fyrri hluti keppninnar
fór fram) og myndasmiðimir voru auð-
vitað með í fór. Henrik lýsir eyjunum
skemmtflega, nefnir gosið 1973 og að
hann hafl gengið á EldfeUið tfl að ná í
steina fyrir dóttur sína og vinkonu
hennar. Keppnin gekk vel, þeir unnu,
Hróksmenn.
Danskt1* víkingur
Fjárhagur Hróksins er góður, skrifar
Henrik, og það eru aUs kyns stuðnings-
aðUar, m.a. Gammel Dansk! Sá vökvi
er góður á bragðið og það er skfljanlegt
að þeir þurfi að hafa danskan víking
með í liðinu með svona stuðningsaðUa.
Þeir báðu mig um að auglýsa veigam-
ar í myndatöku. M.a. átti ég að ganga
að bamum og panta tvo Gammel Dansk
og færa íslenskri fegurðardís og síðan
áttum við að drekka veigamar og tefla
skák. Þeir voru aldrei ánægðir og vfldu
endurtaka ansi oft og drykkurinn er
góður svo ég hafði næstum því tapað
fyrir henni. Mér rétt tókst að taka mig
saman i andlitinu og máta hana og
komast hjá tapi en ég gekk mikð á ská
á leiðinni á hótelið mitt aftur! Eftir ís-
landsmót skákfélaga tefldum við á
minningarmótinu um Jóhann Þóri
Jónsson. Ég verð að flýta mér að segja
frá því að Peter Heine Nielsen náði
efsta sætinu á því móti ásamt Ivan
Sokolov og Heine þýðir hæna á ís-
lensku og þannig tefldi Peter Heine hér
áður fyrr en er sem betur fer hættur
því. Hann lýsir ánægju sinni með móts-
haldið þó að hann sjálfur hafi ekki náð
verðlaunasæti.
En Henrik vinur minn var þó í aug-
lýsingunum! Hann kom hingað fýrst á
vegum Jóhanns Þóris Jónssonar og
tefldi á alþjóðlega skákmótinu í Ólafsvík
og Lars Schandorff var þá einnig með í
fór. Þá vom þeir ungir og hressir Danir,
núna era þeir enn þá hressir. Ég minn-
ist þess að þeir sendu póstkort með
þremur lömbum á og skrifuðu: „Þessa
tO vinstri borðuðum við í gær, þessa í
miðið borðuðum við í dag og þessi
lengst tO hægri verður í matinn á morg-
un! Danskir húmoristar af guðs náð og
vonandi koma þeir sem oftast hingað.
Snaggaralcg skák
Eftir þessa uppákomu ætla ég að
skunda tU Indlands á opið skákmót
og sýna ykkur eina stutta og snagg-
aralega skák á mUli skákmanna
sem ég veit hvorki haus né sporð á!
Hvítt: G. Swathi (2362)
Svart: A. AbduIIa (2432)
Caro-Kan vöm.
13. Goodricke skákmótið,
Kalkútta (4), 20.03. 2002
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4.
Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rgf6 6. Bd3 e6 7.
Rlf3 Bd6 8. De2 h6 9. Re4 Rxe4
10. Dxe4 Dc7 11. Dg4
Meistari Karpov leikur hér alltaf
11. Kf8 og tapar ekki nema fyrir
Kaspa. Það er ljóst að Abdulla verð-
ur ekki boðið að styrkja lið Garða-
bæjar á íslandsmóti skákfélaga. Þar
er Caro-Kan vöm í hávegum höfð
og þeir sem misþyrma henni eiga
ekki upp á pallborðið þar!? 11. - g5?
12. Dh3 Hg8 13. Rd2 c5 14. Re4
cxd4 15. Bd2 Be7 16. 0-0-0 Re5 17.
Bb4 Bd7 18. Bxe7 Kxe7 19. Be2
Da5 20. Hxd4 Dxa2 .
Nú kemur náðarstuðið, hrókur-
inn á hl er einskis virði fyrir svart.
21. Dc3 f6 22. Dc5+ 1-0.