Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 49
61 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002_______________________________ lO'V _______________________________________________________________________Helgarblað íslandsmótið í sveitakeppni 2002: 81 hefur unnið titilinn á 53 árum Á 53 árum hefur 81 einstaklingur unnið hinn eftirsótta titil, íslands- meistaratitilinn í sveitakeppni, en þessir hafa unnið oftast: Stefán Guðjohnsen 12 sinnum Einar Þorfmnsson 10 sinnum Símon Símonarson 10 sinnum Ásmundur Pálsson 9 sinnum Eggert Benónýsson 9 sinnum Hjalti Eliasson 9 sinnum Jón Baldursson 9 sinnum Karl Sigurhjartarson 8 sinnum Hallur Símonarson 7 sinnum Lárus Karlsson 7 sinnum Einar, Eggert, Hallur og Lárus eru látnir. Þegar spiluð eru sömu spil á öll- um borðum gefst tækifæri á fjöl- sveita- útreikningi og þótt útkoman sýni ekki ávallt hverjir spila best er óumdeilt að hann sýnir hverjir skora mest. Ólafur Lárusson, í sveit íslandsmeistaranna, skoraði mest, eða að jafnaði 0,72 impa í hverju spili. Erlendur Jónsson, i sömu sveit, skoraði 0,67 impa í hverju spili og Jón Baldursson skoraði einnig 0,67 impa. Af þeim sem spil- uðu minna en helming spilanna var hæstur Rúnar Magnússon, i sveit Is- landsmeistaranna, með að jafnaði 0,99 impa í spili. Tilkoma fjölsveitaútreiknings gerir spilarannsóknir auðveldari en áður, en áður fyrr gat verið lítið á samanburði skorblaða að græða. Tökum dæmi af spili úr leik ís- landsmeistaranna gegn sveit Subaru. Þegar árangur í spili 9 er skoðaður kemur í ljós að a-v á báð- um borðum fá 50. Það virðist síður en svo áhugavert spil, en þegar skoðaðúr er árangur á öðrum borð- um þá kemur i ljós að n-s hafa feng- ið allt frá 400 til 460 sín megin. Skoðum þetta nánar. N/A-V 4 75 10784 4- ÁKD * 10652 4 63 Á952 4 653 4 DG94 4 ÁKDGIO 4» KD 4 G10982 * 7 Á öðru borðinu sátu n-s Hermann Lárusson og Erlendur Jónsson, en a-v, Þorlákur Jónsson og Jón Bald- ursson. Sagnir gengu þannig: Noröur Austur Su&ur Vestur pass pass 14 pass 1 grand pass 2 4 pass 3 4 pass 44 Allir pass Fyrir skemmra komna er rétt að útskýra sagnir nánar. Grandopnun- in sýnir 15-17 HP, tvö hjörtu eru yf- irfærsla í spaða, tvö grönd sýna há- mark án fjórlitar í spaða, þrjú hjörtu eru litur, fjögur lauf er fyrir- stöðusögn, fjögur hjörtu er biðsögn og fjórir spaðar lýsa hámarki og þrí- lit í spaða. Þorlákur spilaði út laufdrottn- ingu, Hermann hleypti á kónginn heima og spilaði síðan spaðagosa og lét hann fara. Jón drap á kónginn og hugsaði málið. Af sögnum Her- manns má ráða, að hann á líklega 17 HP, spaðagosa, ás og kóng i hjarta, ás og drottningu í tígli og laufkóng. Spilið stendur þá alltaf, nema hægt sé að afvegaleiða Her- mann. Að auki þarf laufdrottning að vera einspil. Jón spilaði því laufi til baka, sem Þorlákur trompaði. Enn fremur treysti hann á að ef svo ólík- lega vOdi til að Þorlákur ætti tígulás þá myndi hann lesa stöðuna og gefa honum tígulstungu. Þorlákur spilaði trompi til baka og Hermann þurfti að lesa stöðuna. Það var ljóst, að austur átti níu rauð spil. Ef hann átti fjögur hjörtu og fimm tígla stóð spilið alltaf með kastþröng á austur, sama hvar tíg- ulkóngm- væri. Sú staðreynd að Jón spilaði ekki tígli, studdi það að tígl- amir lægju 5-2. Þess vegna mátti Hermann ekki spila litlum tígli á gosann, Jón gæti þá drepið á kóng- inn og spilað meiri tígli og þar með brotið upp kastþröngina á Þorlák. Hermann spilaði því laufníu, trompaði í blindum og svínaði tígul- gosa. Þorlákur drap á kónginn og spil- aði hjarta. Hermann stakk upp gos- anum og drap drottningu Jóns með kóng. Spilið stendur nú, ef austur hefur byrjað með fjögur hjörtu og fimm tígla. En vonbrigði Hermanns voru mikil þegar annað kom í ljós. Einn niður og 50 til a-v. Á hinu borðinu sátu n-s Aðal- steinn Jörgensen og Sverrir Ár- mannsson, en a-v Eiríkur Jónsson og Páll Valdimarsson. Lokasamn- ingurinn var sá sami og útspilið það sama. Páll spilaði hins vegar tígult- visti, þegar hann fór inn á spaða- kóng. Það er ólíkt Aðalsteini að missa einbeitinguna, en öllum getur yfir- sést. Refsingin var hins vegar al- gjör. Eiríkur drap á kónginn, spil- aði fjarkanum til baka, Páll tromp- aði og spilaði laufi. Einn niður og spilið féll. * SlWi' *G85 ♦ 74 4 ÁK83 ísfólkið án Júróvisjón Eitthvað vantaði í vorfíling- inn. Sunnanáttin var komin, snjórinn að hverfa. Göturykið þyrlaðist upp og hlandlyktin af túnunum boðaði betri tíð. Upp- haf sumars á íslandi. Krakkarnir voru komnir með olnbogann út um gluggann á rúntinum. í sundlauginni hafði fólk lagst í sólbað þótt aðeins væri tveggja stiga hiti. Útlend- ingur náði að lifa af gönguferð úr búningsklefanum að heita pottinum og starði furðu lost- inn á ísfólkið sem lá í sólbaði og reyndi að taka lit. Vorið var þarna. Samt vantaði eitthvað. Frí- dagarnir á næsta leiti. Sumar- dagurinn fyrsti, rauði maídag- urinn, uppstigning og hvíta- sunna. Endurnar komu fljúg- andi yfir haflð og döðruðu inn- byrðis. íbúarnir í götunni voru farnir að huga að görðunum sínum en eitthvað vár öðruvísi en fyrr. Á gangi, heim úr sjoppunni, rann það loks upp fyrir honum hvað vantaði í vorið. Það yrði ekkert almennilegt Júróvisjón sem tryggja myndi vorkomuna. Ekkert íslenskt júróvisjónlag. Ekkert rifrildi um hvort fram- lagið væri gott eða lélegt, engin skoðanaskipti um tattú í hand- arkrika eða hallærislegan kjól. Engin spenna um hvort lagið yrði efst eða neðst. Engar frétt- ir að utan um að íslenski hóp- urinn vekti langmesta athygli og væri langflottastur. í sjoppupokanum voru flögur og kókflöskur sem vissu ekki hvað rann upp fyrir Dagfara. Það yrði ekkert Júróvisjónpartí þetta árið. Og þar af leiðandi engin almennileg sumarkoma. Sandkorn____________________________ Umsjón: Björn Þorláksson • Netfang: sandkorn@dv.is Vangaveltur um að ísienska Sjónvarpsfélagið sem rekur Skjá einn hafi áhuga á kaupum á Norð- urljósum hafa vakið nokkra eftirtekt. Hermt er að þessi kaup séu langsótt þar sem að- standendur Skjás eins eigi fullt í fangi með að reka sína sjónvarps- stöð. Hitt mun ljóst að hópur fjár- festa hafi áhuga á fjölmiðlaveldi Norðurljósa og kunna sumir ein- staklingar í þeim hópi að tengjast íslenska sjónvarpsfélaginu að ein- hverju leyti. Jón Ólafsson sagði í samtali við blaðamann DV í gær að enginn frá Skjá einum hefði talað við sig um þessi kaup en vUdi að öðru leyti hvorki játa né neita að þreifingar ættu sér stað. Forsvarsmenn Norður- ljósa reyna nú að leysa fjárhagsvanda fyrirtækisins en hann er ærinn eins og víðar i Qölmiðlaheiminum. Hástökkvarar GaUupkönn- unarinnar um vinsældir fjölmiðl- anna voru morgunsjónvarpsmenn- imir á Stöð 2. Þau Þórhall- ur Gunnars- son og Jó- hanna Vil- hjálmsdóttir þáttastjóm- endur þykja hafa aukið líkurnar á að þátturinn fái að lifa áfram en engin ákvörðun liggur fyrir um fram- haldslíf. LítU hefð er fyrir morgun- sjónvarpi á íslandi en æ fleiri lands- menn tyUa sér fyrir framan skjáinn á morgnana og er víst að þeir sem vUdu starta morgunsjónvarpi hjá Ríkissjónvarpinu á sinum tíma naga sig nú í handarbökin. Þingmenn kvarta sáran þessa dagana undan miklu vinnuálagi og löngum vökum. Næturfundir hafa teygst fram til klukkan fjögur á nóttunni og þykir stjómarandstöð- unni með eindæmum hve ríkis- stjórnin hyggst keyra mörg stórmál í gegn á síðustu dögum þingsins. Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður þessa og segir ein þeirra að stjórnarliðum þyki vænlegast að hafa stjómarandstöðuna hálfsof- andi. Hún rífist þá minna, með örfá- um undantekningum. Bryndís Hlööversdóttir þingmaður er stödd í Noregi þar sem hún fundar með ekki minni mönnum en Stoltenberg og Jagland. Það er í sjálfu sér engin saga heldur vek- ur meiri at- hygli að Bryndís mun ræða i möguleika á sameigin- legri aðild íslands og Noregs að Evr- ópusambandinu í ferðinni. Stjómarliðum þykir sem þarna hafi þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar sýnt óvænt frumkvæði og án nokkurs umboðs. Á hinn bóg- inn liggur fyrir að Samfylkingin rær nú öllum árum að því að gera aðild að ESB að einu helsta kosn- ingamáli flokksins. Myndasögur 3 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.