Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 60
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREISEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
5M 5555
FRJÁLST, ÓHAÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 13. APRIL 2002
Uv-MYND HILMAR
Koma sér fyrir í nýju húsi
Þorbjörg Albertsdóttir þjónustufulltrúi og Ólafur Teitur Guðnason blaðamaöur koma sér fyrir í DV-húsinu, Skaftahjíð 24, í gær. Sjá bls. 31
Einkaaðili annast hönnun, byggingu, fjármögnun og rekstur ráðstefnumiðstöðvar:
Ekki Ijóst hver muni
eignast mannvirkin
Ekki liggur fyrir hver verður eigandi
mannvirkjanna sem hýsa munu nýja
tónlistar- og ráðstefhumiðstöð í Reykja-
vík. Ákvörðun á að liggja fyrir áður en
framkvæmdin verður boðin út. Stefht er
að útboði fyrir lok þessa árs.
Framkvæmdin verður boðin út sem
einkaframkvæmd. Einkaaðili mun ann-
ast hönnun mannvirkja, byggingu
þeirra, fjármögnun og loks sjálfan rekst-
urinn. Við slíka framkvæmd tekur hið
opinbera þátt i kostnaði verksins, til
dæmis með jöfhum innborgunum í til-
tekinn árafjölda, gjaman 25 ár.
Allur gangur er hins vegar á því hvað
gerist að þeim tíma liðnum. Þannig er
gert ráð fyrir að Hvalfjarðargöngin verði
eign Vegagerðarinnar þegar samningur-
inn við Spöl hf. rennur út. Hins vegar
verður Iðnskólinn í Hafharflrði áfram
eign Nýsis hf., sem byggði skólann og
rekur hann, eftir að 25 ára einkafram-
kvæmdarsamningur rennur út.
Stoftikostnaður tóniistarhúss og ráð-
stefhumiðstöðvar er áætlaður rétt tæpir
6 milljarðar króna, að meðtöldum bíla-
stæðum, lóðum og fjármagnskostnaði á
byggingartíma. Við þessa upphæð bætist
svo fjármagnskostnaður eftir að rekstur
hefst en leigutekjur sem nýtast til endur-
Ekkert liggur fyrir um hvernig tónlistar- og ráöstefnumiöstöðin mun líta út.
Myndir sem birtar hafa verið af mannvirkinu í fjölmiðlum eru vinningstillaga í
hugmyndasamkeppni um skipulag hafnarsvæðisins. Sú tillaga lýtur því ein-
göngu að skipulaginu - ekki útliti mannvirkja.
greiðslu stofnkostnaðar koma til lækk-
unar. í samkomulagi ríkis og borgar
um bygginguna, sem undirritað var i
fyrradag, kemur fram að 54% af hlut-
deild þessara aðila i verkinu falla á rík-
issjóð en 46% á borgarsjóð.
Borgin losi hlut í Landsvirkjun
„Ef þetta verður hefðbundin einka-
framkvæmd er gert ráð fyrir að hún
verði fjármögnuð að öllu leyti af fram-
kvæmdaaðilanum og hann fái svo
greiðslur fyrir það á einhveiju árabili
með fóstu framlagi, annaðhvort í formi
leigu eða fóstu framlagi sem leiðir til
eignar,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri.
Ingibjörg Sólrún segir vel koma til
álita að borgin eignist mannvirkið.
„Það má til dæmis kanna hvort borgin
geti flutt hluta af þeim fjármunum sem
nú eru bundnir í Landsvirkjun inn i
svona mannvirki. Þegar uppbygging
virkjana hófst var ekki öðrum til að
dreifa en opinberum aðilum. Núna
stöndum viö frammi fýrir öðrum veru-
leika. Og ef það reynist nauðsynlegt
vegna umfangs þessa verkefnis að
borgin fjárfesti í því með beinum hætti
gæti verið eðlilegt að gera það með þvi
að losa um eignir í Landsvirkjun."
Leitað verður að rekstraraðila og
fjárfesti að hóteli sem rísi í tengslum
við tónlistarhúsið og ráðstefnumið-
stöðina. Heildarstofhkostnaður hótels-
ins er áætlaður 5,5 milljarðar króna.
-ÓTG
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Hæstaréttardómur í amfetamínmálinu:
„Þetta er Salómonsdómur"
„Þama virðist mér Hæstiréttur vera
að fara nokkuð torsótta leið til að gæta
hagsmuna ríkisins. Þetta er Salómons-
dómur,“ sagði Karl Georg Sigurbjöms-
son hdl., verjandi mannsins sem hand-
tekinn var í janúar sl. vegna innflutn-
ings, vörslu og sölu á alls fimm kílóum
af amfetamíni. Hæstiréttur hefur úr-
skurðað að samkvæmt 3. grein laga um
ávana- og fíknieftii hafi umsvif manns-
ins með efhið verið refsiverð þótt í gildi
hafi verið reglugerð heilbrigðisráðu-
neytisins þar sem ekki hafði verið
merkt við amfetamín sem fíkniefhi á
bannlista. Hins vegar staðfesti Hæsti-
réttur úrskurð héraðsdóms um að
hafna kröfu lögreglustjórans í Reykja-
vík um gæsluvarðhald yfir manninum
á þessum tíma.
Karl Georg sagði að Hæstiréttur
nálgaðist málið frá nýju sjónarhomi,
þ.e. 3. grein í lögum um ávana- og fikni-
efni. Héraðsdómur hefði skoðað málið
út frá 2. grein laganna og komist að
þeirri niðurstöðu að varsla amfetamíns
hefði veriö leyfileg í átta mánuði á síð-
asta ári vegna gallans í reglugerðinni.
„Krafa umbjóðanda míns um að
hann yrði látinn laus úr gæsluvarð-
haldi náði fram að ganga," sagði Karl
Georg. „Ég get þó ekki séð að hann eigi
rétt á skaðabótum. Það verður þó að
koma í ljós hvort menn vilja láta reyna
á þetta með einhverjum skaðabótakröf-
um eða slíku.
Sú refsing sem umbjóðandi minn
fær hugsanlega verður liklega mun
vægari en ella vegna þessarar breyting-
ar á reglugerðinni. Ef varslan er
óheimil þá varðar brotið sem hann
fremur að hámarki sex ár.
Mér finnst vera álitamál hvort
varsla efnisins hafi verið bönnuð á
þessu tímabili. Hafi hún ekki. verið
bönnuð þá hefur hún varla verið refsi-
verö. Líklega hefur inn- og útflutningur
verið bannaður en ekki varslan. “
-JSS
Morfínsprenging
Sprenging hefur á síðustu misser-
um orðið í neyslu fikla á morfini sem
þeir sprauta í æð. Hópur ungra neyt-
enda fer stækkandi og á meðferðar-
stofnunum eru í dag unglingar allt
niður í fimmtán ára aldur sem eru
sprautufíklar morfins. „Núna er mor-
finið í tísku og þetta á eftir að aukast.
Við höfum enn ekki riðið á öldufald-
inum,“ segir einn heimildarmanna
DV sem vel þekkir til á fíkniefna-
markaðnum. Sá segir efnin yfirleitt
fengin í gegnum lækna. Um tiu lækn-
ar séu öðrum drýgri við útgáfu lyf-
seðla á morfin og fólk í neyslu viti
þar af haukum í homi.
Margrét Frímannsdóttir hefur ósk-
að eftir utandagskrárumræðu um
málið' Sjá fréttaljós bls. 14
Iðnó í kvöld:
Kokkurinn steikir
- norskar dúfur
Ámi Gylfason, matreiðslumeist-
ari í Iðnó, steikir norskar dúfur í
Dúfnaveislu sem
haldin verður á
veitingastað
hans í kvöld til
heiðurs Halldóri
Laxness. Er mat-
arveislan haldin
í tengslum við
leikmunasýn- SIíBHmwbmIÍPhBH
ingu sem verður Ámi Gylfason.
opnuð í Iðnó í
dag og tengist á margvíslegan hátt
ritstörfum nóbelskáldsins. Ámi hef-
ur aldrei áður steikt dúfur og kaus
að flytja þær inn frá Noregi frekar
en að veiða á þaki Iðnós því.ég
myndi ekki treysta þeim“, eins og
hann segir sjálfur. Sjá bls. 67.
Risaskjá stolið
úr húsi DV
Flötum stórum sjónvarpskjá var
stolið úr húsnæði DV í Þverholti,
væntanlega aðfaranótt fimmtudags.
Verknaðurinn krafðist töluverðrar
fyrirhafnar þar sem skjárinn var
festur við súlur og þurfti nokkum
tíma til verksins. Ljóst er að
þjófamir hafa nýtt sér flutninga á
ritstjóm og skrifstofum DV. Verð-
mæti skjásins, sem er 42ja tomma
stór flatur plasmaskjár, er talið vera
á um 900 þúsund krónur.
Þjófnaðurinn hefúr þegar verið
kæröur til rannsóknarlögreglunnar
sem hefur tekið málið til skoðunar. -aþ
MA'&ARA
FLUTTUR!
Verð stöðugra
Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækk-
aði mikið í gær en í upphafi vikunnar
var það um 27 Bandaríkjadalir á tunnu
en var í gær komið niður í 23. Þetta þarf
þó ekki að leiða til lækkaðs olíuverðs
fyrir hinn almenna borgara enda ganga
slikar lækkanir yfirleitt skjótt til baka.
Sérfræðingar telja hins vegar að
framundan sé mun stöðugra oliuverð en
verið hefur á síðustu mánuðum og verð-
ið á hráolíu verði í kring um 23-24 dali
það sem eftir lifir árs. Þetta kemur með-
al annars til vegna breytinga á stjómar-
háttum í Venesuela sem er einn stærsti
olíuframleiðandi heims og hefur verið
leiðandi afl innan OPEC, samtaka olíu-
framleiðsluríkja. Að öllum líkindum
verða hækkanir og lækkanir á bensín-
verði því litlar næstu mánuði. -áb
IBrother PT-2450 merkivélln er
MðgnuAvél
sem, meö þinni hjálp,
hefur hlutina (röö
ogreglu.
Snjöll og góö lausn á
óreglunni.
Rafport
Nýbýlavegi 14 • simi 554 4443 •