Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 DV Fréttir Fulltrúar stærsta álfyrirtækis heims hér á landi til að ræða álver í Reyðarfirði: Hugsanleg þátttaka Alcoa skýrist í maí - segir Valgerður Sverrisdóttir. Samstarfi þó ekki slitið við Norsk Hydro að svo stöddu Fulltrúar frá fjölþjóðlega álrisan- um Alcoa hafa verið á íslandi undan- farna daga til að kynna sér möguleika á byggingu álvers i Reyðarfirði sem nýti orku frá Kárahnjúkavirkjun. Valgerður Sverrisdóttir segir að full- trúar fyrirtækisins hafl verið áhuga- samir og hún hafl fulla trú á því að áhugi þeirra sé raunverulegur, enda bendi skjót viðbrögð þeirra ein og sér til þess að þeir telji þetta spennandi verkefni. Hún segist ánægð með þessi viðbrögð en vOl ekki hrósa neinum sigri, enda ekkert handfast í málinu enn þá og ekki búið að undirrita neinar áætlanir eða samninga. „Nei, þetta þýðir ekki að við séum búin að slíta samskiptum okkar við Norsk Hydro. Það tímabil sem er fram und- an, næstu vikur, felur í sér að við munum vinna málið með fyrirtækinu og sjá til þess að það fái allar þær upp- lýsingar sem það telur nauð- synlegar til að taka sínar ákvarðanir. En hins vegar erum við ekki bundin því á neinn hátt þannig að við gæt- um ekki talað við fleiri aðila ef svo ber undir,“ segir Val- gerður. Hins vegar segir ráð- herra ljóst að ráðuneytið muni ekki undirrita samninga við neina nýja aðila meðan á þessu við- ræðutímabili við Alcoa stendur. Valgerður segir að áhugi Alcoa og tilboðið til þess felist í því að koma inn í álversframkvæmdir fyrir austan og er fyrirtækið opið fyrir ýmsum útfærslum á málinu, þar á meðal að halda áfram á grundvelli Reyðarálsáætlun- arinnar. Varðandi tíma- ramma þessara viðræðna sagði Valgerður að áformað- ar væru frekari viðræður milli Alcoa og Fjárfestinga- stofu orkusviðs á næstu vik- um og því mætti reikna með að seint í maí myndu málin fara að skýrast. Aðspurð hvort menn væru e.t.v. að gera sér vonir um að fyrri tímaáætlanir um framkvæmdir kynnu eftir allt saman að raskast litið sagði Valgerður: „Það er í sjálfu sér ekkert útilokað í því sambandi en það liggur heldur ekkert fyrir um slíkt. Við töluðum jafnan um það í sambandi við Noral-verkefnið að i júní myndu mál skýrast og mér sýnist það eiga við enn þá.“ Ráðherra segir hins vegar of snemmt að spá neitt í það hvenær eða hvort menn gætu hugsanlega farið af stað í undir- búningsvinnu fyrir virkjun. Reynslan sýndi jú að vissara væri að halda væntingum innan skynsamlegra marka. Alcoa er stærsta fyrirtæki í áliðn- aði á Vesturlöndum og er með starf- semi á öllum sviðum þess iðnaðar, þ.e. súrálsframleiðslu, álframleiðslu og úrvinnslu. Starfsmenn fyrirtækis- ins eru 129 þúsund í 38 löndum og velta þess er um 2.300 milljarðar króna. -BG Valgerður Sverr- isdóttlr Iðnaðar- ráðherra Rússar vilja byggja súrálver á íslandi Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, ræddi stuttlega við forseta Rússlands, Vladimír Pútín, í gær en forsetinn er þar I opinberri heimsókn ásamt fylgdarliði. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi þá við Kasyanov, forsætisráð- herra Rússlands, og Igor Ivanov ut- anríkisráðherra en þar kom m.a. fram að Rússar hafa mikinn áhuga á að reisa súrálver hér á landi. Við- ræður munu hefjast um byggingu álversins á næstunni. Einnig kom fram að gengið yrði frá samkomu- lagi um öryggismálasamvinnu Rússa og NATO-ríkjanna á fundi ut- anríkisráðherra NATO, Evrópu- sambandsins og Austur-Evrópu- þjóða í Reykjavík nú á vormánuð- um. Forsetar hittast Ólafur Ragnar ásamt Dorrit Moussaieff viö upphaf fundar meö Pútín forseta og konu hans. Reiðtygjum stolið: Trillukarl á Suðureyri: Biðst afsökunar á að hafa reynt að bjarga sér - það olli því að þorpið varð af byggðakvóta Mikiö tilfinn- ingalegt tjón Brotist var inn í hesthús í Víðidal í fyrrakvöld og stolið þaðan töluverðu af reiðtygjum. Þau eru öll í eigu stórrar fjölskyldu en hestar hennar voru geymdir í þessu sama húsi. Gunnhildur Viðarsdóttir, einn eig- enda reiðtygjanna, segir að öll reiðtyg- in sem geymd voru í húsinu séu horf- in. „Þama voru m.a. fjórir hnakkar, söðull, um 20 beisli, pískar, jáminga- sett og leðurskálmar," segir hún og giskar á að verðmætið sé á bilinu hálf til ein milljón króna. Gunnhildur segir tjónið ekki siður tilflnningalegt en fjárhagslegt. „Þama hurfu m.a. sérsaumaðar töskur, 20 ára gamlar. Þá átti amma min söðulinn sem hvarf. Þetta er alveg ömurlegt," segir Gunnhildur. Hún vill biðja alla þá sem kunna að hafa orðið varir við þessi reiðtygi að hafa samband við sig í síma 897 2420. Lögreglan fer með rannsókn málsins. -HI Guðni A. Einarsson á Suðureyri, sem undanfarin ár hefur rekiö hausa- þurrkunarfyrirtækið Klofning, biður Súgfirðinga afsökunar á að hafa reynt að bjarga sér á eigin spýtur í kvóta- kerfinu. Sú viðleitni hafi greinilega komið í veg fyrir að Súgfirðingar fengju eðlilega hlutdeild í byggða- kvótanum. „Ég er mjög ósáttur við að það sem ég er að reyna að gera til að bjarga mér sé látið bitna á öðrum," sagði Guðni A. Einarsson í samtali við DV. Hann segist ekki reikna með að þetta verði lagfært en aðeins um 19 tonn féllu í hlut báta í plássinu. í bréfl í héraðsfréttablaðinu Bæj- arins besta segir Guðni m.a.: „Fyrir viku var síðan úthlutað byggðakvóta til þeirra byggðarlaga sem verst þóttu hafa fariö út úr áður- nefndri kvótasetningu. Þá gerast þau undur og stórmerki að Suðureyri er nánast ekki með í þeirri úthlutun. Staður, sem hefur átt allt sitt undir veiðum smábáta síðan upp úr 1990! Frá Suöureyri Brölt sumra trillukarla til aö afla sér kvóta hefur oröiO til þess aö aörir í plássinu fá minna úr úthlutuöum byggöakvóta en ella. Og hver er ástæðan? Jú, mismunur- inn á veiðinni í fyrra og úthlutuninni i ár náði ekki ákveðinni viðmiðunar- tölu sem einhvers staðar hafði verið fundin út. Það þýðir að þær aflaheim- ildir sem ég hef verið að eignast á undanfömum árum, til að búa mig undir aö lögin taki gUdi, veröa bein- línis tU þess að byggðakvóti tU ann- arra báta á staðnum er lækkaður sem því nemur. Ég vU því hér með biðja ykkur innUega afsökunar á þessu frum- hlaupi og því að minnka samkeppn- ishæfni okkar á Suðureyri með því að eyða peningunum í það sem við hefðum eUa fengið og aðrir fá frítt. Ekki svo að skUja aö við séum ekki vanir svona trakteringum hér, því ekki höfum við séð svo mikið sem einn sporð af þeim byggðakvóta sem var úthlutað tU okkar síðast, þá var það bæjarstjóm ísafjarðarbæjar og Byggðastofnun sem sáu um að færa hann öðrum.“ Guðni segist tU margra ára hafa reynt að vinna með því fiskveiði- stjómarkerfi sem í gUdi er í það og það skiptið. Árið 1999 voru sett lög um aö aukategundir í þorskaflahá- markinu yrðu settar í kvóta. Reyndi hann að búa sig undir að þessi lög tækju gUdi og fjárfesti í hlutdeUd á ýsu og steinbít og flutti á bát í sinni eigu. Eftir endurtekna frestun tóku þessi lög gUdi 1. september í haust. -HKr. Blnftift í dn£ 0- Forseti, skáld og stríðsmaður Erlent fréttaljós Framsóknar- genin eru sterk Mikil uppsveifla - enn meira fall Innlent fréttaljðs 50 Vinsæl á veitingastöðum Rauðspretta Kaup á ísfugli staðfest Gengið var endanlega í gær frá kaupum Kaldbaks, Norðlenska og Sparisjóðs Norðlendinga og Spari- sjóðs Svarfdæla á kjúklingafyrir- tækinu íslandsfugli í Dalvíkur- byggð. Að sögn framkvæmdastjóra Norðlenska, var ákveðið að ganga frá málinu eftir að jákvætt svar barst frá Byggðastofnun um að- komu að þessu dæmi. Á borði stofnunarinnar liggur umsókn um 60 miUjóna króna fyrirgreiðslu vegna íslandsfugls. Fagnar verðlækkun Verðlækkun á erlendum bókum er kjarabót fyrir nemendur á fram- halds- og háskóla- stigi sem árlega kaupa erlendar bækur fyrir tugi þúsunda. Bryndís Loftsdóttir, verslunarstjóri Penn- ans - Eymundsson, fagnar að sam- ræma eigi reglur á þann veg að all- ar bækur beri 14% virðisauka- skatt. Grafa í Skálholti Fornleifastofnun íslands mun í næsta mánuði, fyrir tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs, hefja fomleifa- uppgröft í Skálholti. Unnið verður eftir fimm ára áætlun. Fomleifa- fræðingar binda vonir við þennan uppgröft vegna þess að Skálholts- staður var stórbýli og höfðingjaset- ur í 700 ár. Kanni breytta heilsugæslu Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að kanna hug starfsmanna heilsu- gæslunnar í Garðabæ og heilbrigð- isráðherra til breytts rekstrar- forms heilsugæslustöðvarinnar. í tillögu segir að skoða megi til dæmis beina aðild starfsmanna að rekstrinum. Staðfestir sameiningu Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hefur stað- fest sameiningu Hólmavíkur- og Kirkjubólshreppa, en í slðamefnda sveitarfélaginu hafa veriö færri en 50 íbúar síðustu þrjú ár. Þar með er ljóst að sveitarfélögin í landinu verða 105 í komandi kosningum. Gengið í hámarki Gengi krónunnar hækkaði um rúm 0,7% í gær. Það hefur hækkað um rúm 6% frá áramótum, en um 13% frá því gengið var lægst í lok nóvember á síðasta ári. Gengið hef- ur ekki verið eins hátt siðan um mánaðamótin apríl og maí í fyrra. Síminn hefur sagt upp sjö starfsmönn- um húslagnadeildar sirmar a Akureyri. W ” Samið verður við verktaka um að taka að sér verk- efni deildarinnar. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Símans, stendur hins veg- ar til að efla starfsemi nyrðra að öðru leyti eins og kostur er. Slæm magapest Slæm magapest herjar nú á landsmenn. Henni fylgir niður- gangur, slæmir verkir og jafnvel hiti. Það getur tekið 2-3 daga að hún gangi yfir. í sumum tilvikum hefur hún orðið svo svæsin að fólk hefur leitað læknis og talið að það væri komið með matareitrun. Fólki er bent á að taka það rólega meðan magapestin er að ganga yfir- -sbs/JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.