Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Side 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
DV
Nelson Mandela.
Nelson Mandela
kallar á hjálp
Nelson Mandela, fyrrum forseta
Suður-Afríku, er mjög umhugað um að
afla upplýsinga sem varpað gætu ljósi
á morð unga drengsins sem líkamsleif-
arnar fundust af í Thames-ánni í
London í september i fyrra. Það var
vegfarandi sem átti leið um Tower-
brúna sem uppgötvaði illa famar lík-
amsleifamar í ánni og er talið að þær
séu af suður-afrískum dreng sem fóm-
að hafi verið við afríska trúarathöfn.
Að sögn Mandela hefur þetta hræði-
lega mál hvílt þungt á honum aö und-
anfórnu og á fréttamannafundi í gær
hvatti hann heimsbyggðina, og þá sér-
staklega Afríkubúa, til að sameinast í
því að upplýsa málið. „Það litur út fyr-
ir að drengurinn hafl komið frá Suð-
ur-Afriku og ef einhver fjölskyida
saknar sonar á þessum aldri, þá endi-
lega látið lögregluna hér eða i London
vita. Við getum ekki látið það viðgang-
ast að lífi bamanna okkar sé fómað á
svo grimmilegan hátt og verðum koma
í veg fyrir að svona nokkuð gerist aft-
ur,“ sagði Mandela.
IRA-leyniskjöl
valda áhyggjum
Lögreglan á Norður-írlandi fann
nýlega við húsleit leyniskjöl sem rak-
in hafa verið til írska lýðveldishers-
ins, IRA og hafa þau m.a. að geyma
nöfn nokkurra þekktra forystumanna
í breska íhaldsflokknum auk upplýs-
inga um breskar herstöðvar.
Skjölin fundust í rassíu sem gerð
var eftir innbrot í lögreglustöð í
Belfast í síðasta mánuði, en að sögn
lögreglunnar var ekki um að ræða
skjöl sem hurfu í innbrotinu.
Stjórnvöld hafa af þessu miklar
áhyggjur og sagði Quentin Davies,
talsmaður íhaldsflokksins á Noröur-
Irlandi, að þetta sannaði að IRA-menn
væru alls ekki hættir hryðjuverkum
þrátt fyrir gefm loforð og afvopnun.
Skjölin gæfu til kynna að þeir væru
að skipuleggja árásir bæði á fólk og
og hemaðarmannvirki.
Unnlð að björgunaraögeröum
Sonurinn heldur
fram sjálfsmorði
Lögregluyfirvöld á Italíu útiloka
ekki að um sjálfsmorð hafi verið að
ræða þegar Svisslendingurinn Luigi
Fasulo, 67 ára, flaug vél sinni á
Pirelli-skýjakljúfinn í Mílanó í
fyrradag, með þeim afleiöingum að
tvær konur létu lífið auk flug-
mannsins.
Sonur Fasuios segir i viðtali við i
ítalska dagblaðinu La Repubblica í
gær að hann sé viss um að faðir
hans hafi framið sjálfsmorð. „Þetta
var sjálfsmorð, það er enginn vafi á
því. Það var fólk sem vildi koma
honum á kné fjárhagslega og þetta
eru afleiðingamar," segir sonurinn.
Ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs breiðist út:
Hörðustu átök á Gaza-
svæöinu í heilan mánuð
Ófriðurinn fyrir botni Miðjarðar-
hafs hefur nú breiðst út til Gaza-
svæðisins en í gær blossuðu þar
upp hörðustu átök sem orðið hafa á
svæðinu síðasta mánuðinn þegar
ísraelsk skriðdrekasveit réðst inn í
Rafah-búðimar á Suður-Gazasvæð-
inu. Að sögn sjúkrahúsyfirvalda í
Rafah munu að minnsta kosti þrír
Palestínumenn hafa fallið í inn-
rásinni sem gerð er á sama tíma og
ísraelsmenn halda áfram brottflutn-
ingi liðssveita sinna frá bæjum á
Vesturbakkanum.
Þá bárust fréttir af því að tveir
Palestínumenn hefðu verið skotnir
til bana nálægt Netzarim-landnema-
byggðinni en að sögn talsmanna ís-
raselshers vom þeir dulbúnir sem
ísraelskir hermenn. Annar palest-
ínskur byssumaður var í fyrrinótt
skotinn til bana við Dugit-landnema-
byggðina á Norður-Gazasvæðinu og
sögðu ísraelsmenn að hann hefði
verið með sprengiefni innanklæða.
I Gush Katlif-landnemabyggðinni
sprengdi palestínskur sjálfs-
Fööurmlssir í Jenln
Ungur drengur í Jenin kveöur fallinn föö-
ur sinn hinstu kveöju.
morðsliði sig í loft upp í bíl sínum
með þeim afleiðingum að tveir ísra-
elskir hermenn slösuðust alvarlega.
íslömsku Jihad-samtökin hafa
þegar lýst ábyrgð á sjálfs-
morðsárásinni og mun hún sú
fyrsta sem samtökin standa fyrir
síðan kona sprengdi sig í loft upp á
markaðstorgi í Jerúsalem i síðustu
viku þar sem sex manns fómst.
Þá handtóku ísraelskir hermenn
Khalid al-Tafesh, háttsettan foringja
í Hamas-samtökunum, en hann náð-
ist á heimili sinu í Betlehem í fyrri-
nótt. Tafesh er grunaður um að vera
einn helsti skipuleggjandi hryðju-
verkaárása Hamas og hafði áður
verið í haldi palestínskra stjóm-
valda að kröfu ísraela.
I Jenin-flóttamannabúðunum
voru liðsmenn alþjóðlegra hjálpar-
stofnana komnar til starfa i gær til
að grafa lík úr rústunum og aðstoða
heimilislausa sem margir hafa
misst allt sitt í aðgerðum ísraels-
manna síðustu daga. ísraelsmenn
em enn þá með búðimar í strangri
gæslu og er svæðið enn skilgreint
sem lokað átakasvæði en það gerir
fréttaöflun erfiöa.
REUTERSMYND
Daglegur vlöburöur í palestínskum flóttamannabúöum
Þrjú fórnarlömb árása ísraeismannna á Rafah-flóttamannabúöirnar á Gaza-svæöinu í gær voru borin samdægurs til grafar.
Forsetakosningarnar í Frakklandi á morgun:
Vart mælanlegur mun-
ur á Chirac og Jospin
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun,
sem birt var í Frakklandi í gær, að-
eins þremur dögum fyrir fyrstu um-
ferð forsetakosninganna sem fram fer
á morgun, hefur heldur betur dregið
saman með þeim Jacques Chirac
Frakklandsforseta og Lionel Jospin
forsætisráðherra í kapphlaupinu um
forsetaembættið. Miðað við skekkju-
mörk er forskot Chiracs vart mælan-
legt en hann hlaut rúm tuttugu pró-
sent í könnuninni á móti átján pró-
sentum Jospins. Óvissan er þó enn
mikil þar sem þriöjungur aðspurðra
sagðist ekki ætla að kjósa og þar að
auki var hópur óákveðinna stór.
Fjórtán aðrir frambjóðendur, víðs
vegar úr litrófi stjómmálanna, fengu
saman upp undir tvo þriðju atkvæða í
könnuninni og sýnir það viðtæka
óánægju með báða toppmennina.
Þegar spurt var um aðra umferð
kosninganna, sem fram fer 5. maí,
fékk Chirac 51 prósent á móti 49 pró-
sentum Jospins.
Jacques Chirac
Sumirsegja Chirac ofgamlan í forseta-
stólinn ogJospin ofdaufan.
I þriðja sæti könnunarinnar varð
þjóðemissinninn Jean-Marie Le Pen,
en hann hefur verið að sækja í sig
veðrið að undanfomu og er kominn í
fjórtán prósent. Hans stuðningur gæti
þó í raun verið mun meiri þar sem
fólk hefur verið feimið við að viður-
kenna stuðning við hann vegna öfga-
stefnu hans.
Stjómmálaskýrendur segja mjög
óljóst hvemig mál muni þróast í ann-
arri umferð kosninganna en að und-
anfómu hefúr aukin harka færst í
kosningabaráttuna milli þeirra
Chiracs og Jospins sem hamast við að
koma stefnumálum sínum á framfæri.
Chirac réðst með látum að Jospin á
miðvikudaginn og sagði öfgar ein-
kenna allan málflutning hans og i gær
var komið meinyrt dreifibréf í gang
sem þrir sérfræðingar em látnir vima
um hrakandi geðheilsu Chiracs vegna
skjaldkirtilssjúkdóms.
Kosningastjórar Jospins viidu ekk-
ert við bréfið kannast og sögðu það
dæmigerða kosningabrellu ihalds-
manna í örvæntingu þeirra.
En þrátt fyrir spennuna taka kjós-
endur lífmu létt og heyrst hefur að
mörgum fmnist Chirac of gamall og
Jospin og daufúr.
Amnesty krefst þvingana
Alþjóðlegu mannúðarsamtökin Am-
nesty International hafa hvatt forystu-
menn Evrópusambandsins til þess að
beita stjómvöld í Alsir efnahagslegum
þvingunum vegna sifellt fleiri póli-
tískra morða í landinu. Þessi krafa AI
kemur fram þegar ESB undirbýr við-
skiptasamning við alsírsk stjómvöld
sem væntanlega verður undirritaður í
næstu viku.
Mótmæli í Jemen
Lögreglan í Sanaa, höfuðborg
Jemens, notaði táragas og skaut við-
vörunarskotum upp i loftið þegar þús-
undir manns mótmæltu meintum
fjöldamorðum Israelsmanna á palest-
ínskum borgurum í Jenin-flótta-
mannabúðunum á Vesturbakkanum
og stuðningi bandarískra stjómvalda
við máistað Israelsmanna. Brúður af
Bush og Sharon voru brenndar og far-
ið fram á að sendiráðinu verði lokað.
Að minnsta kosti Qórir slösuðust í að-
gerðum lögreglunnar.
Sættir á Madagaskar
íbúar á eyjunni
Madagaskar fógnuðu
í gær samkomulagi
þeirra Didiers Ratsi-
raka, fyrrum forseta
landsins, og helsta
keppinautar hans,
Marcs Ravaloman-
ana, sem krefst emb-
ættisins, um að binda enda á hat-
rammar deilur sem staðið hafa síðan
umdeildar forsetakosningar fóru fram
í landinu í desember sl. Samkomulag
náöist um endurtalningu atkvæða
undir eftirliti þriðja aðila og að aðrar
kosningar fari fram innan hálfs árs
hafi annar frambjóðenda ekki náð
hreinum meirihluta.
Geimskutlan til baka
Geimskutlan
Atlantis lenti heilu
og höldnu við
Kennedy-geimrann-
sóknarstöðina í
Flórída í gær eftir
ellefu daga geim-
leiðangur til alþjóð-
legu ISS-geimstöðv-
arinnar þar sem sjö
manna áhöfn vann
við uppsetningu burðarvirkis utan á
geimstöðina.
Hollendingar tilbúnir
Hollenski herinn er tilbúinn tii að
taka við stjóm friðargæslu í Make-
dóniu í sumar þrátt fyrir klúðrið við
friðargæsluna í Bosníu sem kostaði
afsögn hollensku rikisstjórnarinnar
fyrr í vikunni. NATO hafði fyrr á ár-
inu farið fram á það við Hollendinga
að þeir tækju við stjóm friðargæsl-
unnar í júní og eru stjómvöld tilbúin
til þess að senda alit að 400 hermenn
á svæðið.
á írak
Bandarískar orr-
ustuþotur gerðu í gær
loftárásir á loftvarnar-
virki í Irak eftir aö
miðunartækjum hafði
verið beint að vest-
rænum flugvélum sem
flugu eftirlitsflug á flugbannssvæðinu
yfir Norður-írak fyrr um daginn. Að
sögn talsmanna bandaríska hersins
var sprengjum varpað á loftvarnar-
virki íaustur af borginni Mosui.
Bandarískar F-16 þotur gerðu árásim-
ar og sneru þær allar heilu og höldnu
til bækistöðva sinna í Tyrklandi.
Breskar og bandarískar orrustuþot-
ur gerðu einnig árásir á mannvirki í
Suður-írak á mánudaginn eftir að
skotið hafði verið á eftirlitsvél. Engin
viðbrögð höfðu í gær borist frá irösk-
um yfirvöldum.
Loftarasir