Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
Helgarblað
DV
Verulegur samdráttur og tap hjá OZ eftir tíma mikillar uppsveiflu:
Mikil uppsveifla - enn meiri dýfa
Þaö hefur gengið á ýmsu hjá OZ
þann tíma sem fyrirtækið hefur ver-
ið i rekstri. í nokkur ár var fyrir-
tækið notað við hátíðleg tækifæri
sem gott dæmi um að íslendingar
gætu flutt út ýmislegt fleira en flsk
enda er það staöreynd að OZ stóð
mjög framarlega á mörgum sviðum
hugbúnaðargerðar. Þrívíddargrafik
var ein þess sterkasta hlið, enda er
Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi
fyrirtækisins, galdramaður á því
sviði. En þegar almennur samdrátt-
ur varð í hugbúnaðargeiranum fór
OZ ekki varhluta af því og gott
dæmi um það er afkoma fyrirtækis-
ins árið 2001 sem hijóðaði upp á tap
upp á 24,6 milljónir Bandaríkjadala
(um 2,4 milljarðar króna) sem var
Hugbúnaðarfyrirtœkið
OZ stendur nú á tíma-
mótum. Samningurinn
stóri sem fyrirtœkið gerði
við Ericsson er nú út-
runninn en á samnings-
tímanum hefur tap fyrir-
tœkisins aukist umtals-
vert. Uppsveifla fyrirtœk-
isins var mikil á sínum
tíma en fallið var svo
Skrifað undlr samstarfssamninginn vlð Ericsson 1999.
Skúli Mogensen skrifar hér undir þennan samstarfssamning sem nú er útrunninn. Óiafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, og fulltrúi frá Ericsson fylgjast meö. Þessi samningur tryggöi þaö aö OZ hélt lífi en haföi um leiö
heftandi áhrif á starfsemi þess.
enn þá meira þegar að
því kom. Nú eru hins
vegar líkur á að betri
tímar séu fram undan.
76% meira tap en árið áður. Og nú
eiga sér stað þau tímamót hjá OZ að
höfuðstöðvar fyrirtækisins verða
fluttar til Montreal í Kanada, þar
sem það hefur reyndar verið með
starfsemi um skeið.
Þegar tap síðasta árs er skoðað
sést að mest munar um að afskrift-
ir, fjármagnskostnaður og áhrif
dótturfélaga jukust um liðlega milij-
arð milli ára. Þessi aukning af-
skrifta er reyndar að mikiu leyti til
komin vegna breyttra reglna hjá
SEC (Securities an Exchange
Comission), þar sem fyrirtækið er á
skrá. Tap á reglulegri starfsemi fyr-
irtækisins er rúmlega 57% minna
en í fyrra, eða um 240 miiijónir
króna. Eignir fyrirtækisins hafa
hins vegar minnkað töluvert, eða úr
27 milijónum dollara i rúmar 10,7
milijónir sem bendir til verulega
hnignandi stöðu.
Flutningur fyrirtækisins á að
hafa í för með sér skattalegt hag-
ræði. Skúli Mogensen, forstjóri OZ,
flytur til Kanada með fyrirtækinu.
Fyrirtækið verður þó enn með starf-
semi á íslandi og samkvæmt heim-
ildum DV verða starfsmennimir á
bilinu 20-25. Fækkun starfsfólks í
heild hjá fyrirtækinu verður óveru-
leg.
Milljarðs innspýting
Það er óhætt að segja að saga fyr-
irtækisins hafi verið viðburðarík.
Guöjón Már stofnaði þetta fyrirtæki
og þykir hafa sýnt mikiö hugrekki í
uppbyggingu þess. Þrívíddarforrit-
un var í fyrstu aðalviðfangsefni
þess og hún fór fljótlega að vekja at-
hygli víða um heim. Fyrirtækinu
gekk vel, enda miklir peningar í
umferð á þessum tíma og forsvars-
mönnum þess gekk vel að ná í fjár-
muni með sölu á skuldabréfum og
hlutabréfum.
Hallgrímur
Indriðason
blaöamaöur
Fréttaljós
Stóra skrefið fram á við hjá OZ
var síðan þegar gengið var frá
þriggja ára samningi við Ericsson í
janúar 1999. Ericsson keypti þá
hlutabréf í OZ fyrir einn milljarð
króna og þar með var OZ komið
með nokkurt forskot því einn milij-
arður i eigiö fé er noldcuð sem fyrir-
tæki hlaupa ekki að því að öðlast.
Þessi kaup voru gerð með vilyrði
um það að fyrirtækið yrði skráð á
hlutabréfamarkað, þá bæði í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð. Það takmark
náðist hins vegar aldrei.
Við þetta tækifæri var þvl spáð að
gengi hlutabréfanna myndi snar-
hækka, og þar af leiöandi einnig
verðmæti fyrirtækisins. Þetta gekk
eftir og þegar búið var að ganga frá
samningnum stóra við Ericsson
hækkuðu hlutabréfin hratt í verði.
Til marks um það var gengi fyrir-
tækisins í ársbyrjun 1999 2,3 dollarar
á hlut en var komið upp í 3,80 doll-
ara í mars sama ár. OZ var á tíma-
bili meira virði á markaði en rótgró-
in fyrirtæki á borð við Flugleiðir og
Eimskip.
Hallar undan fæti
En ekki leið á löngu þar til fór að
halla undan fæti og gengi hlutabréfa
í fyrirtækinu hríðféll. Menn sem
keypt höfðu hlutabréf í fyrirtækinu
meðan gengið var lágt, og höfðu því
grætt vel á viðskiptunum, sáu sér nú
leik á borð og seldu bréfin. Við það
fór gengið niður á við að nýju og
smátt og smátt dvínaði áhugi fjár-
festa á fyrirtækinu. Það fór að tapa
töluverðum íjármunum og í maí í
fyrra sagði OZ upp öllu starfsfólki
sínu í Svíþjóð og lokaði þar skrifstof-
unni. Samningurinn við Ericsson
rann síðan út í janúar síðastliðnum
og þá sendi OZ frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem stóð m.a.: „OZ var
skuldbundið til að vinna eingöngu
fyrir Ericsson í rannsóknum og þró-
unarverkefnum tengdum símamark-
> ISPO-múrkerfið samanstendur af
einangrun sem sett er utan á húsið, iini,
glertrefjaneti og múr úr hvítu Portland-
sementi, möluðu kvarsefni og
akrýlblöndu. Hægt er að fá margar
áferðir og mismunandi grófleika.
Einangrun utan frá - betri kostur
• ISOP-MÚR er einnig hægt að nota
innanhúss, bæði til skrauts og
viðgerða.
• Ef húsið er ekki mjög illa farið er
haegt að gera við það með ISPO-
MUR, án þess að einangrun sé
nauðsynleg.
• Ódýrasti kosturinn.
MÚRKLÆÐNING
SMIÐSBÚÐ 3,210 GARÐABÆ
• ISPO-MÚR á ný hús og þú þarft ekki
að óttast,frost- eða alkalískemmdir.
ISPO-MÚR hleypir ekki frostinu inn í
veggina.-
• Ef þú velur ISPO-MÚR á nýja húsið
þitt sparar þú bæði sement og
járnbindingu því steyptir veggir mega
vera þynnri.-
aðnum. Þessum höftum er nú lokið
og hefur OZ þegar hafist handa við
að semja við síma- og tæknifyrirtæki
i Bandaríkjunum og Evrópu."
Meginhluti tekna fyrirtækisins
hefur komið frá Ericsson en þær
tekjur eru nú ekki lengur fyrir
hendi. Þessi samningur viö Ericsson
var dálitið tvíbentur. Það má lesa út
úr fréttatilkynningunni frá OZ að
hann hafi haft hamlandi áhrif á
starfsemina, enda mátti fyrirtækið
ekki vinna fyrir aðra en Ericsson á
samningstímanum og ekki einu
sinni selja aðrar vörur en þær sem
framleiddar voru fyrir fyrirtækið.
Hins vegar eru viðmælendur DV
sammála um að ef ekki hefðu komið
til þessir fjármunir frá Ericsson
væri OZ ekki til sem starfandi fyrir-
tæki í dag.
Minna fé og stefnuleysi
Það er erfitt að skýra hvemig
stendur á því að afkoman hefur
versnað svo mikið á svo stuttum
tíma hjá fyrirtækinu en vissulega
skýrist það að einhverju leyti af því
að minni peningar eru í umferð og
starfsskilyrði hafa almennt ekki ver-
ið hagstæð fyrir hugbúnaðargeirann
á síðustu misserum. En það kemur
fleira til, og einn heimildarmanna
DV talar um að stefnuleysi hafi ver-
ið ríkjandi í fyrirtækinu.
„Fyrst var farið út í þrívíddarfor-
ritun en svo var því hætt. 1 staðinn
einbeittu menn sér að alls kyns for-
ritun fyrir Internetið og tengsl milli
farsíma og Netsins. Menn einbeittu
sér ekki fast að einhveiju ákveðnu
markmiði og því komu engar niður-
stöður úr þeirri vinnu sem unnin
var. Þeir voru líka óábyrgir í upplýs-
ingagjöf og vom dálítið að reyna að
selja norðurljósin," segir heimildar-
maður DV.
Batnandi horfur
Samkvæmt heimildum DV má bú-
ast við því aö hagur OZ vænkist
nokkuð á árinu. Fyrirtækið hefur
þegar gefið út afkomuviðvörun þar
sem reiknað er með að það skili
hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs. Uppgjörið verður væntanlega
birt fyrir næstu mánaðamót.
Það er þó Ijóst að OZ, sem hefur
tvisvar sinnum náð inn á lista yfir
500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu,
hlýtur að eiga framtíðina fyrir sér ef
það nær góðum samningum sem
tryggja því aukið fjármagn og svig-
rúm til að vinna að því sem það ger-
ir best. Samkvæmt heimildum DV er
tilkynningar að vænta frá OZ um
nýjan samning, en sá samningur
yrði væntanlega ekki jafn hamlandi
fyrir fyrirtækið og samningurinn
við Ericsson var.
Innlendar fréttir vikunr
Á móti ríkisábyrgð
Þjóðhagsstofnun leggst í umsögn
til efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis gegn ríkisábyrgð vegna nýrr-
ar lyfjaþróunardeildar ÍE. Segir í
umsögninni að engin rök styðji rík-
isábyrgð; þvert á móti sé líklegt að
inngrip í markaðinn með þessu
móti geti leitt til lakari lífskjara
þegar fram líða stundir. Vilhjálmur
Egilsson, formaður nefndarinnar,
kveðst ekki búast við efnislegum
breytingum á frumvarpinu þrátt
fyrir þetta.
Hagkaup lækkar
Hagkaup kynnti um miðja vikuna
lækkun á verði rúmlega 700 vöru-
tegunda, þar af um að jafnaði átta
prósenta verölækkun á um 300 mat-
vörutegundum. Útspilið hratt strax
af stað verðlækkunum á öðrum bæj-
um og ASÍ segir þetta hafa verið af-
skaplega jákvætt skref sem styrki
gengi krónunnar. Þetta hljóti að
hafa áhrif á lækkun gengisvísitöl-
unnar, það er auka líkumar á að
rauða strikið haldi.
Upphaf að vaxtalækkunum
„Mér sýnist allt benda til að það
muni standa sem við sögðum þegar
við lækkuðum vextina um daginn,
að sú lækkun yrði upphafið að
frekara vaxtalækkunarferli." Þetta
sagði Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri í DV i vikunni um
hvort sú slökun spennu sem menn
teldu sig nú sjá í efnahagslífinu gæfi
ekki tilefni til enn frekari vaxta-
lækkana.
Ólík sjónarmið
Alls 37% lands-
manna vilja ganga í
Evrópusambandið
samkvæmt könnun
fyrir LÍÚ sem kynnt
var í vikunni.
Ámóta margir voru
á móti. Þetta er
verulega ólik niðurstaða þeirri sem
fékkst út úr könnun Samtaka iðnað-
arins fyrr i vetur, en þar var fólk
spurt hvort það væri hlynnt hugs-
anlegri aðild. Þá sögðu 52% já.
„Menn geta kreist út neikvæðari
svör með því að spyrja hvort menn
vilji afdráttarlaust og skilyrðislaust
ganga inn,“ segir Sveinn Hannesson
hjá SI.
Hvalur strandaði
Ekki tókst að bjarga hnúfubakn-
um sem strandaði á Óslandsskeri í
Homafirði á sunnudagskvöld og
drapst hann aðfaranótt mánudags.
Ágúst Þorbjörnsson, sem fyrstur
fann hvalinn, byrjaði þá um morg-
uninn ásamt fleiri að skera hvalinn.
Náðust af honum 2,5 tonn af kjöti
sem víða var í matinn eystra. Ekki
var leyfilegt að selja hvalkjötið í
verslanir þar sem hvalurinn var
ekki afloífaður.
Sjávarútvegur vanmetinn
Sjávarútvegur á íslandi er van-
metin atvinnugrein. Ná þarf sátt
um greinina sem hefur goldið fyrir
þær illdeilur og afskiptaleysi sem
um hana er. „Jafnframt eigum við
ekki að sætta okkur við að ríkis-
valdið mismuni atvinnugreinum
með þeim hætti sem við erum að
upplifa þessa dagana," sagði Friðrik
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Burðaráss og stjómarformaður ÚA,
á hádegisverðarfundi Verslunar-
ráðs íslands á Akureyri. Enginn
velktist í vafa um að tilvitnuð orð
Friðriks voru vegna ríkisábyrgðar
þeirrar sem ÍE er nú að fá. -sbs