Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Qupperneq 27
27
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
DV
Leiddist á lyftaranum
og fór aö selja plötur
- DV heimsækir skrýtnustu plötubúö landsins á Norðfirði
Pjetur Hallgrímsson, kaupmaður og trommari.
„Ég ætlaöi upphaflega aö opna billiardstofu en af því aö enginn var aö selja tónlist í bænum þá var ætlunin aö hafa
nokkrar plötur á boöstólum líka. En svo hætti ég einhverra hluta vegna viö þessar áætlanir og opnaöi þess í staö
þessa plötuverslun. Ég var bara oröinn leiöur á því aö vinna á lyftara í frystihúsinu. “
„Ég er löngu hættur að nenna að af-
saka draslið héma,“ segir Pjetur Hall-
grímsson, eða Pjetur í Tónspil, eins og
Norðfirðingar kalla hann, þegar hann
býður mér sæti í litlu bakherbergi fyr-
ir aftan afgreiðsluborðið í hijómplötu-
versluninni Tónspil í Neskaupstað.
Hér vantar ekkert nema troðfullan
öskubakka og sigarettustybbu en svo
er ekki þvi Pjetur hætti að reykja fyr-
ir þremur árum. Ég hef lengi hlakkað
til að eiga gott spjall við þennan ágæta
mann sem hefur þegið dágóðan hluta
af laununum mínum undanfarin
fimmtán ár. Við eigum eitt sameigin-
legt: Við erum báðir tónlistarfíklar.
Eini munurinn er sá að hann lét
draum allra plötusafiiara rætast og
opnaði plötubúð. Ég hef ekki einu
sinni unnið í slíkri.
Óhóflega bjartsýnn
Pjetur hefúr lagað sér te og bíður
greinilega eftir fyrstu spumingunni,
enda ekki eftir neinu að bíða. Það er
líklega eins eðlilegt og hvað annað að
spyija hann fyrst hvemig í ósköpun-
um honum hafi dottið í hug opna
hljómplötuverslun með jafn miklu úr-
vali af tónlist í 1500 manna sjávarþorpi
á Austfjörðum.
„Jú, jú, þetta var óhófleg bjartsýni,
en það bjuggu nú um 1700 manns
héma þegar búðin var opnuð,“ segir
Pjetur og glottir.
„Ég ætlaði upphaflega að opna billi-
ardstofú en af því að enginn var að
selja tónlist í bænum þá var ætlunin
að hafa nokkrar plötur á boðstólum
líka. En svo hætti ég einhverra hluta
vegna við þessar áætlanir og opnaði
þess í stað þessa plötuverslun. Ég var
bara orðinn leiður á því að vinna á
lyftara í frystihúsinu. En auðvitað hef-
ur þetta verið mikið basl.“
Pjetur lék á trommur með hljóm-
I sveitinni Amon Ra, einni fárra aust-
firskra hljómsveita sem rötuðu í rokk-
söguna hans dr. Gunna, en hljómsveit-
in starfaði með miklum mannabreyt-
ingum frá 1971 til vordaga 1981.
„Það var ég sem stjómaði tónlist-
arsmekk Austfirðinga á áttunda ára-
tugnum," segir Pjetur og skellihlær en
bætir við að þetta megi ég ekki hafa
eftir honum.
„Ég er nú bara að ljúga en ég átti
mikið af tónlist og ég hafði mikið fyrir
því að ná í tónlist sem ég kynnti svo á
æfmgum Amon Ra. Ég bjó fyrir sunn-
an i fjögur á, þegar ég var í Mennta-
skólanum í Reykjavík, og þá eignaðist
ég gríðarlegt magn af tónlist. Ég man
eftir því að ég heimsótti oft skólabróð-
ur minn sem átti stórt og mikið safn og
tók upp heilan helling af tónlist hjá
honum. Heimsóknir minar fóm óskap-
lega í taugamar á honum man ég. Svo
var bókasafhið í Hafnarfirði með plöt-
ur og ég gleymi þvi aldrei hvað ég var
spenntur á fimmtudögum en þá kom
ný sending," segir Pjetur og kímir þeg-
ar hann rifjar þessi ár upp. Ég skil upp
á hár hvað hann er að tala um.
Sá þriðji besti á landinu
„Við munum ræða um plötusöfnun
síðar,“ hugsa ég með sjálfiim mér og
núna vil ég ræða um árin sem Pjetur
var í „bransanum". Daginn áður hafði
góðvinur Pjeturs sagt mér að á áttunda
áratugnum hefðu fair trommarar stað-
ist Pjetri snúning. Hann var ekki eftir-
bátur neins, nema þá kannski Jökuls-
ins og Sigga Karls, en þetta vora báðir
menn sem höfðu lifibrauð sitt af
trommuleik. Amon Ra starfaði ein-
göngu yfir sumarið.
Pjetur gefur lítið fyrir þessar fúll-
yrðingar vinar síns en er þó greinilega
skemmt. „Ég þótti ansi „beijinn" í
æsku og ætli ég hafi ekki byijað að
tromma í kringum fermingaraldurinn
og svo keypti ég mitt fyrsta sett árið
1967.
Ég man að ég stillti upp trommun-
um mínum hjá ömmu að þar barði ég
húðimar látlaust. Síðan spilaði ég í
nokkrum grúppum þar til við stofiiuð-
um Amon Ra. Þetta vora afskaplega
skemmtileg ár og við spiluðum eigin-
lega það sem okkur datt í hug, sem var
aðaUega þungt rokk, og ég held að við
höfúm haft töluverð áhrif á tónlist-
arsmekk fólks héma á fjörðunum."
Með Kalla Sighvats
„Þú spilaðir nokkrum sinnum með
Karli Sighvatssyni heitnum, orgelleik-
ara í Trúbrot og fleiri hljómsveitum.
Hvemig kom það til?“ spyr ég.
„Það var nú reyndar, held ég, bara í
einum sjónvarpsþætti. Og þó, ætli ég
hafi ekki spilað á einu eða tveimur
böllum líka. Ég hef ekki skilið það enn
þá hvemig þetta kom til. Ég var í Iðn-
skólanum og var að labba eitthvað nið-
ur i bæ og allt í einu stoppar mig mað-
ur sem reyndist vera Karl Sighvats-
son, og hann spurði mig hvort ég vildi
ekki spila með honum í einum sjón-
varpsþætti eða svo. Ég kom alveg af
fjöllum og vissi ekki mitt ijúkandi ráð
en sagði honum svo eftir litla umhugs-
un að ég væri til í þetta, en ég hafði
aldrei komið nálægt því að spila í
hljóðveri, hvaö þá í sjónvarpi. En þetta
vora bara þessi fau skipti og þannig
séð ekkert merkilegt," segir Pjetur og
ég fæ það á tilfinninguna að hann hafi
enga hugmynd um hvað hann þótti
góður trommari.
Tónspil er Pjetur og Pjetur
er Tonspil
Við erum komnir fram í búð aftur og
allt virðist vera orðið eðlilegra, þ.e. ég
skoða plöturekkana og Pjetur er eitt-
hvað að bardúsa fyrir aftan afgeiðslu-
borðið. Við erum einfr í búðinni og hér
er mun notalegra andrúmsloft en 1 stór-
verslunum Skífunnar i Reykjavík. Einn
fastakúnni rak inn nefið áðan en fór
rakleitt út aftur þegar hann sá að Pjetur
var upptekinn. Kúnnamir eru nefnilega
vanir því að hann veiti þeim óskipta at-
hygli.
Á meðan ég fletti í gegnum rekkana
átta ég míg strax á því að þetta er sér-
vitrasta plötubúð landsins. Úrvalið seg-
ir meira um eigandann en nokkuð ann-
að. Hér fást ótal titlar með löngu
gleymdum hljómsveitum sem bera nöfh
eins og Audience, Tempest og Chase.
Markaðshyggjan hefur ekki hafið inn-
reið sina í Tónspil. Pjetur segist hafa
eina vinnureglu:
„Ég fer ekki niður fyrir fimmtán
Zappa-titla. Það má bara ekki gerast og
reyndar er ég kominn hættulega nálægt
lágmarkinu núna. Verð að bæta úr
þessu sem fyrst,“ segir Pjetur og kannar
lagerinn.
Ég spyr hann hvort hann hafi ein-
hvem tímann séð eftir því að selja
ákveðna plötu úr búðinni. „Jú, það gerö-
ist einu sinni en það var þekktur plötu-
safiiari hér í bæ sem keypti hana og ég
fæ hana lánaða þegar mér hentar," svar-
ar Pjetur um hæl og ég hugsa með sjálf-
um mér hvort það sé einhver annar
kaupmaður á landinu sem hugsar
svona.
„En er þetta ekki hættulegt í við-
skiptalegu tilliti, þ.e. að hlusta ekki á
markaðinn?" spyr ég um leið og ég rekst
á einn disk sem ég vil eignast undireins.
„Uppistaðan í því sem hér er til era
plötur sem ég hef gaman af og annað er
það sem fólk biður mig sérstaklega um
að panta. Ástæðan fyrir þessu er
praktísk. Mér gengur miklu betur að
selja tónlist sem ég hef gaman af og mér
finnst óskaplega gaman að selja fólki
góða tónlist. Þess vegna streittist ég
gegn danstónlistinni og rappinu. Maður
verður að hafa áhuga á þvl sem maður
gerir. Ég vona að það verði grafskriftin
mín.“
Hefurðu heyrt um þessa?
Það er draumur allra alvöra plötu-
safiiara að vera spurður um hver uppá-
haldsplatan sé af blaðamanni - í það
minnsta er það minn draumur - og ég
Helgarblað
Pétur er magnaður trommarl
Hér sést hann á fullri ferö bak viö settiö
einhvem tímann á áttunda áratugnum.
bauna þessari erfiðu spumingu á Pjet-
ur. Eins og alvöra tónlistarfíkli sæmir
fer hann í dálitla flækju en segir svo að
hann geti gefið upp nafn á plötu en slær
þann vamagla að þetta sé svona „heat of
the moment“-val. Pjetur á jú fleiri
hundrað platna heima hjá sér, upprað-
aðar í stafrófsröð. „Ef þú spyrðir mig á
morgun myndi ég sennilega nefha ein-
hverja aðra plötu en ætli ég segi ekki
„Lamb Lies Down on Broadway," með
Genesis. Því miður fór Phil Collins að
gaula eftir þessa, segir Pjetur um leið og
hann heldur fyrir framan mig diski með
hljómsveit sem heitir Klaatu og spyr
mig ákveðinn hvort ég hafi heyrt um
þessa. Ég neyðist til að svara neitandi
en ég bið hann um að fmna einhvem
disk í snarheitum því ég ætli ekki að
fara tómhentur héðan út.
Hann tekur sér góðan tima og loks
dregur hann fram disk með hljómsveit
sem heitir Retum to Forever og skellir
honum í spilarann. „Aðra eins
fmgraleikfimi hef ég ekki heyrt,“ segir
Pjetur, en orðin drukkna í bassadrun-
unum sem koma út úr hátölurunum
þegar fyrsta lagið kemst í gang. „Þvílík-
ar „fraseringar“, ha?! Þú þarft að hlusta
á þennan ansi oft áður en þú verður
„hooked", kallar Pjetur í gegnum hávað-
ann með bros á vör og slær taktinn með
löppunum. En hann þarf ekki að hafa
áhyggjur. Ég er þegar orðinn „hooked"
og labba heim með enn einn diskinn í
safnið. Pjetur hefur skorað aftur sem er
kannski lítið mál þegar kúnninn er jafn
veikur fyrir freistingum og ég er.
DV, Neskaupstaö:
Jón Knútur Ásmundsson
"the pe :rfect pizza"
John Bákcr
Nýttu þér formútuna
Dekkin frá Bridgestone, sem þérbjóðast undir
bíiinn þinn, eru byggð á sömu formúlu og dekkin
undir kappakstursbíium meistaranna í Formúlu 1.
Uttu við á næsta alvöru dekkjaverkstæði og fáðu
þér meistaradekk undir bílinn þinn.
520 3500 w
Gnoðavogur
Brekkuhús JMSl'
• Hjólbarðaverkstæði Gunna Gunn
Hafnargötu 86 - Keflavík
• Smurstöðin Klöpp
V/Vegmúla - Reykjavík
• Smur, bón og dekk
Sætúni 4 - Reykjavík
• Smur og dekkjaþjónustan
Jafnasel 6 - Reykjavík
• Gfsli Stefán Jónsson
Dalbraut 20 - Akranesi
jJniUQESTOílE
Betri akstur
• B.O. Dekkjaverkstæði
Ármúla 1 (bakvið) - Reykjavík
Lágmúla 8 • Slmi 530 2800
ZllllUUESTOIIE UHlOliESTQIIE UlllUUESTOllE ZtlllUUESTUIIE HlllUUESTOIIE JlllUUESTUIIE ítltlUUESTUIIE itlllUUESTUIIE itlllUUESTUIIE itlllUUESTOIIE JIIIIUUESTOIIE itlllOUESTOIIE JlllUUESTOIIE JlllUUESTOIIE JlllUUESTUIIE