Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
Helgarblað
DV
*
Asama tíma og þjóðin hyllir
minningu Halldórs Lax-
ness á hundrað ára afmæli
hans er Auður Laxness að kveðja
Gljúfrastein sem verið hefur
heimili hennar í 56 ár. Ríkið hef-
ur keypt húsið ásamt ýmsum
munum úr eigu Auðar og Hall-
dórs Laxness. Auður flytur á
dvalarheimili í Mosfellsbæ þar
sem hún fær rúmgóða íbúð. Hún
er 82 ára, segist vera sæmilega
heilsuhraust og hafa ekki yfír
neinu að kvarta. Reyndar ber hún
það með sér að vera kona sem sé
ekki vön að kvarta. Hún er glæsi-
leg, með sérlega góða nærveru og
full af hlýju og jákvæðni. „Hér
áttum við Halldór gjöful ár en það
er ekki erfitt að kveðja Gljúfra-
stein,“ segir hún. „Nú á ríkið
þetta allt saman. Það þarf reynd-
ar ýmislegt að gera fyrir þetta
hús, enda 56 ár síðan það var
byggt, og ég treysti Davíð bara
fyrir því.“
Þau Halldór fluttu að Gljúfra-
steini árið 1945 og Auður viður-
kennir að fyrstu árin hafi verið
erfið. „Það kom mér mjög á óvart
þegar ég átti allt í einu að flytja
upp í sveit. Ég hélt að Halldór
hefði bara verið að byggja hér
sumarbústað. Svo var maður allt
í einu kominn hingað og átti ekki
neitt til neins, fékk lánað héðan
og þaðan. Pabbi var okkur mikill
styrkur og gerði mikið hér í hús-
inu, bjó til dæmis til lampa, lukt-
ir og kertastjaka. Það var svo lít-
ið til á þessum árum. Og fyrstu
tvö árin höfðum við ekki einu
sinni rafmagn. Svo kom þetta nú
smám saman."
Langaði ekki í neinn
annan mann
Auður kynntist Halldóri fyrst á
Laugarvatni áriö 1936 þegar hún
var í sumarfríi. Þá sátu þau sam-
an til borðs. Þremur árum síðar
hittust þau aftur á Laugarvatni
og Halldór bauð henni i
spássértúra með sér. „Mér fannst
hann svo skemmtilegur og kátur,
hann hló og gantaðist og sagði
sögur. Ég varð mjög ástfangin af
honum og mig langaði ekki í
neinn annan mann, hvorki þá né
síðar.“
AuöurLaxness
„Það getur vel verið að einhverjir líti svo
á að ég hafi fórnað mér fyrir Halldór. Ég
lít ekki á það þannig. Mér fannst ég
aldrei glata sjálfstæði mínu. En það er
skrýtið að allt umtaliö um Halldór undan-
fariö hefur leitt til þess aö nú er mig far-
ið að dreyma hann. “
DV-MYND E.ÓL.
Samband Auðar og Halldórs
stóð í fimm ár áður en þau gift-
ust. „Hann bjó á Vesturgötunni
og ég á Bárugötunni og hann
hringdi alltaf í mig á mínútunni
fjögur þegar ég var búin að vinna
á Landspítalanum. Þá fór ég heim
til hans og hitaði kaffi handa okk-
ur en ég var sjaldan með honum
á kvöldin, ekki nema þegar við
fórum eitthvað. Hann var mikið í
Unuhúsi en ég var ekki mikið
þar. Á þessum árum var ég með
Halldóri án þess að velta því fyr-
ir mér hvort ég myndi giftast
honum. Það var ekki fyrr en
hann fór að tala um að byggja
Gljúfrastein sem ég var nokkuð
viss um að við myndum giftast."
Þau giftu sig á aðfangadag 1945.
Tvö fyrstu árin í hjónbandi
þeirra vann Auður á Landspítal-
anum en fór síðan í Handíða- og
myndlistarskólann þar sem hún
lærði til handavinnukennara.
Hún þótti einkar góð handa-
vinnukona og vann mikla handa-
vinnu sem hún seldi. Einn vetur-
inn hannaði hún skotthúfur sem
komust í tísku í Reykjavík og svo
að segja hver einasta stúlka í
Kvennaskólanum gekk með slíka
húfu. Þessa miklu handavinnu
vann Auður til að auka tekjur
þeirra hjóna en fjárhagurinn var
ekki sterkur fyrstu árin. Þegar
fjárhagurinn batnaði gerðist Auð-
ur heimavinnandi húsmóðir. Hún
hafði nóg að gera því gestagangur
Gjöful ár á
Gljúfrasteini
I viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir Auður Laxness
um lífið með Halldóri Laxness og árin á Gljúfrasteini
- En voru ekki einhverjir að
vara þig við því að þetta væri
stórhættulegur maður og þar
að auki giftur?
„Ég man eftir að vinkona
mömmu, fngibjörg Benediktsdótt-
ir sem var i eina tíð tengdamóðir
Kristmanns Guðmundssonar,
hringdi í hana og sagðist hafa
heyrt þau slæmu tíðindi að ég
væri með Halldóri. Mamma svar-
aði: „Ef það gengur ekki þá kem-
ur hún bara aftur heim.“
„Menn voru að rœða það
að hann hefði verið mik-
ill kommi. Hann var það
á tímabili. Það er ekkert
Ijótt við það. Halldór
skipti oft um skoðanir og
fannst það normalt, eins
og það er. Maður getur
haft mikla skoðun á ein-
hverju en svo missir
maður áhugann og snýr
sér að öðru. Það er ekkert
óeðlilegt við það.“
var mikill og hún gestrisin hús-
freyja. Hún segir að Halldór hafi
hvatt fólk til heimsókna. „Halldór
hafði þann sið að segja við alla
sem buðu honum í heimsókn:
„Komið þið til mín.“ Þannig varð
það og gestagangur var geysimik-
ill. Ég bara tók því. Það var ekk-
ert annað að gera. Fyrir vikið
kynntist ég líka alls konar fólki.
Ég er félagslynd og kann vel við
mig innan um fólk.“
Maður með sterkan vilja
Auður og Halldór voru gift í
rúm fimmtíu ár. Hjónabandið var
einkar gott en engin samskipti
eru alveg laus við átök og ég segi
við Auði að einhvem tíma hljóti
þau Halldór að hafa rifist.
„Já, við rifumst stundum en
ekkert að ráði. Hann gat rokið
upp og svo var það bara búiö. Ég
var rólegri en ef ég reiddist sat
það lengur í mér. En þetta voru
aldrei deilur sem orð var á ger-
andi. Okkur kom vel saman. Það
var gaman hjá okkur, enda höfð-
um við svipaða kímnigáfu. Hall-
dór var mér alltaf óskaplega góð-
ur en hann vildi ráða. Ég skipti
mér ekkert af því sem hann vildi
gera. Aldrei. Hann réð sér alveg
sjálfur."
- Fannst þér í góðu lagi að
gefa honum þetta mikla frelsi
eða var það erfitt?
„Það var ekkert annað hægt.
Halldór var þannig maður. Hann
hafði sinn vilja og réð algjörlega
sínu lífi.“
Auður og Halldór eignuðust
tvær dætur, Sigríður fæddist 1951
og Guðný þremur árum síðar.
Hvemig faðir var Halldór?
„Ég hef aldrei vitað jafn góðan
foður. Við vorum gift í fimm ár
áður en við eignuðumst bam.
Mig langaði mikið til að eignast
bam en Halldór var ekki eins
áhugasamur. En þegar stelpurnar
fæddust sá hann ekki sólina fyrir
þeim. Hann var afskaplega góður
við stelpurnar og þegar hann var
í útlöndum geymdi hann myndir
af þeim í veskinu sínu og alltaf
keypti hann eitthvað handa þeim.
Þegar við mættum til að taka á
móti honum þegar hann kom að
utan lifnaði hann allur þegar
hann sá okkur og leit ekki af okk-
Síðasta myndin saman
Ein af síöustu myndunum sem var
tekin af Halldóri og Auði saman viö
Gljúfrastein á níræöisafmæli skálds-
ins. Þann dag stóðu Bandalag ís-
lenskra listamanria og Rithöfunda-
samband íslands að blysför að heim-
III skáldsins.