Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Síða 45
53 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 DV Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir lýsingaroröi. Lausn á gátu nr. 3284: Tangarfæðing íslandsmót í paratvímenningi 2002: Hjóna-„Hat trick“ Drafnar og Ásgeirs íslandsmótið í paratvímenningi var að þessu sinni haldið á Siglu- flrði og fjörutíu pör mættu til leiks. Mörg hjón reyndu með sér og þegar upp var staðið höfðu hjónin Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ás- bjömsson unnið nauman sigur. Þetta var þriðji íslandsmeistara- titill þeirra hjóna í paratvímenningi en fast á hæla þeim komu Maria Haraldsdóttir og Gísli Þórarinsson. Röð og stig efstu para var annars eftirfarandi: 1. Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 252 2. María Haraldsdóttir - Gísli Þór- arinsson 239 3. Björk Jónsdóttir - Jón Sigur- bjömsson 176 4. Guðlaug Márusdóttir - Birkir Jónsson 148 5. Ljósbrá Baldursdóttir - Matthí- as Þorvaldsson 143 Ásgeir og Dröfn hafa um árabil verið allt í öllu hjá Bridgefélagi Hafnarfjaröar, bæði i félagsstarfi og verðlaunasöfnun, enda bæði af- bragðs bridgespilarar. Skoðum eitt skemmtilegt spil frá mótinu: 4 D83 • N/0 * K1092 ♦ D94 ♦ D42 4 1075 *G2 4- ÁG873 * K85 4 KG94 V Á87 ♦ K5 4 Á963 Þar sem Dröfn og Ásgeir sátu n-s gegn Guðrúnu Jóhannesdóttur og Sævin Bjamasyni í a-v opnaði Ás- geir í þriðju hendi á einu grandi, sem sýndi 14-16 HP. Spil norðurs eru ekki sérlega bitastæð og ástæðulaust að pressa á geim, jafnvel þótt suður gæti átt 16 í u Bridgeþátturinn Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge punkta. Dröfn passaði því en það kom í hlut Ásgeirs að safna eins mörgum yfirslögum og unnt væri. Sævin spilaði út fjórða hæsta tígl- inum og Ásgeir fékk fyrsta slaginn á kónginn heima. Það liggur beinast við að ráöast á spaðann og Guðrún drap drottninguna. Hún spilaði síð- an meiri tígli sem Sævin ákvað að dúkka. Til greina kemur að drepa á ásinn, spila meiri tígli og bíða eftir innkomu á laufkónginn. Það hefði hins vegar dugaö skammt því Ás- geir hefði þá áreiðanlega ráðist á hjartað og búið til þrjá slagi þar. Ásgeir tók nú spaðaslagina og hugsaði sinn gang. Þar sem Sævar hafði dúkkað tígulinn þá var ljóst að samgangur var til staöar í tíglin- um og þess vegna enginn friður til að vinna úr hjartanu. Hann ákvað því að spila vestur upp á 3-2-5-3- skiptingu og tók ás og kóng í hjarta. Síðan spilaði hann vestri inn á tígul. Hann tók tígulslagina en varð siðan að spila frá laufkónginum. Upp fór drottningin og níu slagir voru mjög góð skor því flestir sem reyndu þrjú grönd fengu aðeins átta slagi. íslandsmótiö í tvímenningskeppni í bridge Undanrásir fyrir íslandsmótið í tvímenningskeppni hefjast á sumar- daginn fyrsta en úrslitakeppnin verður með hefðbundnu sniði helg- ina 27.-28. apríl. Tvímenningsmótið hefur nú verið fært aftur til vorsins, eftir að þátttökuleysi haustsins var nærri búið að ganga af henni dauðri. Vonandi reynist þessi breyt- ing til batnaðar. Egg^Smáauglýsingar byssur, ferðalög, feröaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veíðimenn, gisting, goifvörur, heiisa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útiiegubúnaður... tómstundir 550 5000 Gætum við fengið ... Dagfari getur ekki annað en tekið undir orð þeirra sem gagn- rýnt hafa veðurlýsingarnar í seinni tfð. 10 metrar á sekúndu, 15 metrar á sekúndu, 20 metrar á sekúndu, 25 metrar á sekúndu. Það hlýtur að þurfa veðurfræöing til að skilja þessar mælingar. Einhvers staðar las ofanritaður að 20 metrar á sekúndu fgilti nán- ast stormi, já, þá er orðið hvasst. En hvenær er minna hvasst og hvenær miklu minna hvasst? Hvenær er gola og hvað þarf til aö hægt sé að tala um logn? Af hverju þarf öll fslenska þjóðin að læra þessi óljósu viðmið núna þegar all- ir íslendingar 30 ára plús hafa alltaf haft á hreinu hin fornu heiti sem hér hafa lengst af verið notuð til að lýsa vindstyrk? Er eitthvað að orðum eins og gola, hægviðri, stinningskaldi og stormur? EES-samningurinn hefur verið blessaður í bak og fyrir og efast enginn um hagræði hans fyrir ís- lendinga þegar allt er talið. En því hljóta aö vera sett einhver mörk hvort allar samevrópskar reglugerðir eigi við á þessu landi. Hér eru náttúruöflin í öndvegi at- burðarásar. Vetrarferðalög fslend- inga eru strangt til tekið aldrei laus viö áhættu. Hin harðbýla náttúra tekur með skömmum fyr- irvara alla stjórn af mannskepn- unni og þá þurfa viðvaranir að vera sem skýrastar. Ágreiningur hlýtur að hafa ver- ið innan Veðurstofunnar um hvort farið skyldi í þessar breyt- ingar. Mistök eru óhjákvæmileg f ákvarðanatöku en þegar þau verða er yfirleitt best að leiörétta þau. Ekki er of seint f rassinn gripið því enginn hefur enn þá tamið sér heitin á þessum veður- lýsingum hvað þá skilið þær. Gæt- um við fengið að heyra eitthvað íslenskt? Sandkorn Umsjón: Höröur kristjánsson • Netfang: sandkorn@dv.is >' '-í-; - -fxAflií, Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur gjaman á opinber- um ferðum sínum erlendis fengið að hlýða á þjóð- I sönginn okkar, eða j „Guðsvorslands- inn“ eins og ódannaöir spjátr- ungar gjaman nefna hann. Var engin undantekn- ing á því þegar forsetinn lenti á Moskvuflugvelli á fimmtudag í op- inberri heimsókn til Rússlands. Virtust tafir vegna eldingar sem fiugvél forsetans varð fyrir engin áhrif hafa á vandaöa móttöku Rússa. Nú heyrast hins vegar þær raddir að forsetinn hafi eignast ann- að lag sem allt eins gæti oröið hans helsta óskalag á ferðalögum erlend- is. Það mun ekki vera eftir ómerk- ari mann en sjálfan Bubba Morthens. Þó að lagið sé ekki glæ- nýtt þá gæti textinn sem best átt við atburði vikunnar en titill þess er: - „Stórir strákar fá raflost...!“ íslendingar virðast eiga margt skylt með læmingjum ef marka má einkennilegar sveiflur í háttalagi þeirra. Læmingjar ganga á nokkurra : ára fresti tugþús- j undum saman í sjóinn og fyrirfara sér af ástæðum sem ekki eru með öllu ljósar. Á fjög- urra ára fresti æða íslendingar hins vegar af stað þúsundum saman og taka að framkvæma aUs kyns hluti sem annars eru látnir ógerðir. Þessa má nú m.a. sjá stað í Reykja- vík. Þar hafa menn dregið fram margvísleg tæki og hamast við að framkvæma eitthvað. Má sjá hvar verið er að koma upp göngubrú yfir Miklubraut. Þetta hefur greinUega smitað út frá sér því nú hamast Garðbæingar líka við að koma upp göngubrú yfir Reykjanesbrau.t. Virðist dagskipunin vera einfóld: Göngubrú hér og göngubrú þar og göngubrú aUs staðar...! Fyrrverandi prófastur í vatns- firði við Djúp, Séra Baldur Vilhelms- son, hefur löngum ekið á jeppa og þá helst af WUlys-gerð. i Fyrsti bUlinn sem hann eignaðist mun hins vegar hafa ver- ið Rússajeppi með blæju og mikið tor- j færutæki. Þegar Baldur fékk bUinn j var hann kennari i héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Eftir kennslu fór Baldur gjaman út á hlað tU að prófa jeppann. í einni slíkri ferð bauð hann nemanda sínum, Indriða Aðalsteinssyni, núverandi bónda á Skjaldfonn, í bUtúr. Þáði Indriði boðið og var ekið sem leið lá vegslóða með- fram sjó og í átt að sléttu innar á nes- inu, þar sem nú er UugvöUur. í einni beygjunni, þar sem brattur kantur var niður i fiöru, fipaðist sr. Baldri og gleymdi að taka beygjuna. Ók hann með látum fram af veginum og endaði niðri í fjöru. Indriða krossbrá en Bald- ur virtist ekkert kippa sér upp við þetta en heyrðist tuldra: „Jamm, og jæja - en ég er nú viss um að þessi beygja var hér ekki i gær ...“ Formaður stjómar LÍÚ, Krist- ján Ragnarsson, er ekki vanur að láta menn eiga neitt inni hjá sér, aUa- vega ekki þegar stór deUumál eru ann- ars vegar. Gallup gerði fyrir nokkru skoðanakönnun sem sýndi að mik- U1 meirihluti ís- lendinga vUdi að farið yrði í aðUdar- viðræður að ESB. Könnunin hristi þó verulega upp í frændum vorum, Norðmönnum. Kristján lét sér fátt um finnast og hringdi í PricewaterhouseCoopers og bað um nýja könnun. Niðurstaðan varð á aUt annan veg en hjá Gallup. Nú var jafht á munum. Sagt er að nú logi síminn hjá Stjána frá norskum útgerðarmönnum. Þeir vUji fá nám- skeið tU að læra hvernig hægt sé að snúa við skoðunum heiUar þjóðar á punktinum ... Myndasögur ■H l Seinn heim aftur! Eg kíki og athuga hvort allt er klárt. Svínafótabakan var eins og alltaf en vinsturbakan var soláið - mygluð 1 Hann kastaði / hálf°sneii Gangi þérí— betur næst, Erllngur Erlingur? pökurnarl rmínar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.