Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 2002
DV
Fréttir
Lögregla til landsins með mann grunaðan um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar:
Gæsluvarðhalds krafist
yfir framseldum manni
- var yfirheyrður í gærkvöld - er grunaður ásamt öðrum manni sem neitar aðild
íslenskir lögreglumenn komu í
gær meö mann í flugi frá Amster-
dam sem framseldur var hingaö til
lands eftir aö hafa setiö í fangelsi í
Assen i Hollandi þar sem hann af-
plánaði dóm fyrir innflutning á 16
kílóum af kókaíni frá Mið-Ameríku.
Maðurinn er grunaður um aðild að
hvarfi Valgeirs Víðissonar í júní
1994. Lögreglan í Reykjavík tók
skýrslu af hinum grunaða i gær-
kvöld en í morgun var farið fram á
að dómari úrskurðaöi gæsluvarð-
hald yfir honum til að tryggja frek-
ari yfirheyrslur næstu daga. Maður-
inn var vistaður í fangageymslum í
nótt.
Vitni sem lögreglan hefur rætt
við á síðustu misserum hafa sagt að
á þeim tíma sem liðinn er frá hvarfi
Valgeirs hafi tveir menn hafi sagt
vitnunum frá því að framangreind-
ur maður og annar íslendingur, bú-
settur á höfuðborgarsvæðinu, hafi
staðið að því að bana Valgeiri i júní
1994. Hinn maðurinn hefur neitað
þessu staðfastlega og eins hefur það
torveldað rannsóknina að lík hefur
aldrei fundist.
Lögreglan i Reykjavík fór til As-
sen í desember 2000 til aö freista
þess að yfirheyra fangann. Maður-
inn neitaði hins vegar að tala við
lögregluna þar sem hann var ekki
með íslenskan lögmann. Var þá
gengið í að óska eftir því við hol-
lensk yfirvöld að framselja mann-
inn. Það gekk svo eftir á þessu ári
Nýjustu fylgiskannanir í Reykjavík:
Bilið eykst á
milli fylkinga
Skoðana-
kannanir
Talnakönnun-
ar og Gallups,
sem gerðar
voru 21. maí
annars vegar
og 18. og 20.
maí hins veg-
ar, sýna að R-
listinn hefur
forystu í
Reykjavík
fjórum dögum fyrir kosningar, fengi
9 menn kjörna samkvæmt Talna-
könnun en 8 samkvæmt Gallup.
Munurinn á fylgi listanna eykst frá
síðustu könun Gallups en er svipað-
ur frá síðustu könnun Talnakönn-
unar.
Úrtakið í könnun Talnakönnun-
ar, sem gerð var þriðjudaginn 21.
maí, var 461 maður. Samkvæmt
henni fengi D-listinn 41,3 prósenta
fylgi, R-listinn 53,5 prósent og F-list-
inn 4,2 prósent. A-, H-, og Æ-listi
fengju samteds 1,2 prósenta fylgi.
Munur á fylgi stóru framboðanna
hefur aukist frá því í könnun Talna-
könnunar 8. maí og telst nú mark-
tækur. 21 pró-
sent að-
spurðra tóku
ekki afstöðu
til spumingar
um fylgi við
flokka í könn-
un Gallups
nú.
í könnun
Gallups 18. og
20. mai mæld-
ist D-listi með
41,8 prósenta fylgi, R-listi með 52,4
prósent, F-listi með 3,7 prósent og
önnur framboð með 2,1 prósents
fylgi. Samkvæmt þessari könnun
þyrfti R-listi ekki að bæta við sig
nema 1 prósentustigi til að ná inn
níunda manni. í þessari könnun
mælist munurinn á milli stóru
framboðanna 11 prósentustig en var
3 prósentustig í könnuninni á und-
an. Munurinn milli D- og R-lista i
könnun Talnakönnunar nú er 12,2
prósentustig en var 11,3 prósentu-
stig í könnuninni 8. maí. 12,8 pró-
sent aðspurðra tóku ekki afstöðu til
spurningar um fylgi við flokka í
könnun Gallups nú. -hlh
en áður haíði hinn grunaði neitað
framsali.
Valgeir fór síðast frá heimili sínu
þann 18. júní 1994, niður aö Lækjar-
götu, að því er talið er. Hinir grun-
uðu hafa áður sagt að þeir hafi ver-
ið í sumarhúsi á Suðurlandi um
þetta leyti. Formleg leit hófst ekki
fyrr en þann 7. júlí. Það voru svo al-
menna deild og fikniefnadeild lög-
reglunnar sem í raun rannsökuðu
mannshvarfið. Málið fór svo þaðan
til RLR áður en það var lagt niður
árið 1997. Eftir það fór Valgeirsmál-
ið aftur til lögreglunnar í Reykja-
vík. Formleg lögreglurannsókn
vegna gruns um manndráp fór í
raun ekki fram fyrr en misserum
eftir að Valgeir hvarf.
-Ótt
DV-MYND HARI
„Sjáðu þessa!“
Bú/'ð er að opna fjölskyldugaröinn í Laugardalnum og hafa margar fjölskyldur,
bæöi afmannfólki og fiöurfé, notiö útiverunnar þar. Sú fjölskylda sem stúlk-
urnar tvær eru aö fylgjast meö á myndinni ergreinilega af síöarnefndu teg-
undinni og viröist njóta sín á þann hátt sem stúlkunum finnst spaugilegt aö
einhverju leyti. Þar ergreinilega vor í lofti bæöi hjá mönnum og dýrum.
Hass á fótum
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
stöðvaði um helgina 25 ára gamlan
mann en hann hafði eitt kíló af
hassi í fórum sínum. Maðurinn
hafði brugðið á það ráð að líma
hassið fast við fóöeggi sína en toll-
verðir sáu við honum eins og fyrr
segir.
Fylgst meö kosningum
Eiríkur Tómas-
son, formaður yflr-
kjörstjórnar, segir
það hlutverk yfir-
kjörstjórnar fyrst
og fremst að sjá um
að kosningarnar
fari fram í sam-
ræmi við kosninga-
lög. Þau lög séu sérlög í samanburði
við lög um persónuvemd og öflun
persónuupplýsinga. Yflrkjörstjórn
Reykjavíkur gerir ekki athugasemd
þótt fulltrúar framboðslista fylgist
með því hverjir hafa kosið og með
framkvæmd kosninganna almennt.
RÚV greindi frá.
Verkfræðingar funda
Metþátttaka var á aðalfundi Lif-
eyrissjóðs verkfræðinga sem fram
fór í gær. Á fimmta hundrað verk-
fræðinga mætti til fundarins. Áhug-
inn mun einkum hafa verið sprott-
inn vegna þess að þrír verkfræðing-
ar lögðu fram tillögu til breytinga
um réttindi sjóðsfélaga. Sú tillaga
var felld á fundinum með yfirgnæf-
andi meirihluta. mbl.is greindi frá.
Sumarskóli í Ármúla
Fjölbrautaskólinn í Ármúla býð-
ur upp á nýbreytni í sumar þegar
nemendum verður boðið að stunda
fjarnám allt árið hér á landi. Að
sögn Sölva Sveinssonar skólameist-
ara er búist við allt að 200 nemend-
um á sumarönninni.
Söngur og tölur
Beinni útsend-
ingu Evrópu-
söngvakeppninnar
næstkomandi laug-
ardag lýkur ekki
fyrr en klukkan
verður langt gengin
í tíu um kvöldið. Af
þessum sökum
hefst kosningavaka Sjónvarpsins
ekki fyrr en um tiu eða þegar kjör-
stöðum verður lokað. Pétur Matthí-
asson fréttamaður segir i samtali
við mbl.is að hann hafi ekki áhyggj-
ur af málinu enda séu menn fyrst og
fremst að bíða eftir tölunum.
Launavísitala hækkar
Launavísitala hækkaði um 0,2%
í apríl frá mánuðinum á undan
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Hækkun hefur verið lítil undan-
fama mánuði og er skýringin á
hækkvminni nú rakin að hluta til
umsaminna hækkana í kjarasamn-
ingum.
Fv. rafmagnseftirlitsmaður með áhyggjur af rafmagnsmálum fjölbýlishúsa í borginni:
Brot á reglunt sem getur
allt eins valdið dauðaslysi
- hættan lítil, segir forstöðumaður rafmagnsöryggissviðs Löggildingarstofu
Sigurður Magnússon, fyrrverandi
rafmagnseftirlitsmaður hjá Rafveitu
Suðumesja, hefur í þrjú ár barist
fyrir því að nauðsynlegar endurbæt-
ur verði gerðar á rafmagnstöflum
fjölbýlishúsa í Reykjavik. Hann tel-
ur núverandi ástand í mótsögn við
allar reglur og segir það geta valdið
slysi, jafnvel dauðaslysi.
Þaö sem Sigurður telur svona
hættulegt má rekja til breytinga
sem gerðar voru á rafkerfinu í
Reykjavík 1960. Þá var kerfinu
breytt úr 3x220 volta kerfi í 400 volta
kerfi með svokallaðri núll-taug.
Þessu var breytt í aðaltöflu Reykja-
víkurborgar en ekki í töflum fjölbýl-
ishúsanna sjálfra.
„Þetta getur skapað hættuástand
því ef öryggi bilar getur leynst út-
leiðsla í lögninni með þeim afleið-
ingum að straumur færi inn á jarð-
teininn í rafmagnstöflunni. Þar með
væri komin spenna í allar vélar sem
tengdar eru við jarðtengda kló. Og
ef komið er við tvö raftæki sem
spenna er í getur maður hreinlega
fengið spennu í gegnum sig.“
Sigurður hefur staðið í bréfaskrif-
um bæði við iönaðar- og viðskipta-
ráðuneytið og Orkuveitu Reykjavík-
ur og einnig leitað til Úmboðs-
manns Alþingis.
„Hjá Orkuveitunni fékk ég m.a.
þau svör að það væri í lagi að láta
núll-taug fara í gegnum öryggi og að
Orkuveitan teldi enga hættu vera af
þessu. Þetta er í öllum reglugerðum
bannað og Orkuveitan er með þessu
að brjóta settar reglur. Þess vegna
vil ég ganga svo langt að segja að
þúsundir Reykvíkinga séu í lífs-
hættu vegna þessa.“
Þá bendir Sigurður einnig á að
þegar önnur sveitarfélög hafi gert
slíkar breytingar á rafkerfmu er
töflunum í húsunum breytt um leið.
í Reykjavík var þetta ekki gert. Sig-
urður bendir einnig á að engin
spennujöfnun sé í þessum umræddu
fjölbýlishúsum en slíkt sé hægt að
láta gera.
DV leitaði til Orkuveitu Reykja-
víkur vegna málsins en þar var vís-
að á Löggildingarstofu þar sem hún
ætti að beina tilmælum um úrbætur
til Orkuveitunnar. Jóhann Ólafs-
son, forstöðumaður rafmagnsörygg-
issviðs Löggildingarstofu, segir að
framangreint verklag sé ekki við-
haft lengur. Þetta sé fyrst og fremst
að finna í eldri húsum en þegar
þetta var gert á sínum tíma hafði
Rafmagnsveita Reykjavíkur heimild
til að gera þetta. Hann segir Sigurð
hafa nokkuð til sins máls en að
hættan sé þó ofmetin hjá honum.
„Ég vU þó ekki segja að þetta sé
gjörsamlega hættulaust. Við höfum
hins vegar mælt með því að þar sem
svona er ástatt sé þessu breytt þeg-
ar raflagnir eru endumýjaðar. Ég
þekki ekkert slys sem hefur átt sér
stað af þessum völdum og ég tel
hættuna af þessu mjög litla."
-HI
Hræ liggja óuröuö
Hræ af ám og skotinni kú, auk
kálfs, liggja nú í landi Vatnsness í
Grímsnesi án þess að hafa verið
urðuð. Að sögn ábúanda staðarins
eru hræin látin liggja tU að egna
fyrir tófur. mbl.is sagði frá.
Innbrot í Nóatún í Rofabæ
Brotist var inn í verslunina Nóa-
tún í Rofabæ í morgun. Tveir menn
sáust hlaupa af vettvangi, en þeir
náðu einhverri skiptimynt og fleira
lauslegu, s.s. sigarettum. Lögregl-
unni var tilkynnt um innbrotið kl.
06.17 og náði hún öðrum mannin-
um. Hinn var ófundinn í morgun,
en grunur lék á um hvem er að
ræða. -GG/-aþ
Leiörétting
Þau mistök urðu við uppsetningu
kjaUaragreinar eftir Össur Skarp-
héðinsson, formann Samfylkingar-
innar, sem birtist í blaðinu í gær að
hún var merkt sem fréttaljós en
ekki kjallari. Lesendur hafa vænt-
anlega áttaö sig á mistökunum,
enda nokkuð um liðið frá því kjaU-
arahöfundurinn stýrði skrifum
blaðsins.