Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Síða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 22. 2002 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 25 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akuroyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Alþjóðlegt óráð Alþjóða hvalveiðiráðið hefur á síðustu árum breyst úr hagsmunasamtökum hvalfangara í fagurgræna furðusam- komu. Ekki verður með nokkru móti séð hvað ráðið á lengur skylt við hvalkjöt, miklu fremur að það hafi hall- að sér á bekk með misjafnlega róttækum umhverfissam- tökum. Á að giska lítill munur er á afstöðu gamla ber- serksins Pauls Watsons og Svíans Bo Fernholms. Watson þó væntanlega ivið herskárri, en þegar kemur að hval vill hvorugur skera. Og sér ofsjónum. Bo þessi Fernholm stýrir Alþjóða hvalveiðiráðinu og tókst í gær með nokkrum klókindum að koma í veg fyrir að ísland kæmist þar að. Hann var umsvifalaust settur i hóp íslandsóvina og mun dúsa þar lengi. En það er bara á íslandi. Úti í stóra heiminum stýrir þessi haukfrái Svíi nýjasta sýndarveruleika hvalveiðiráðsins þar sem meira kapp er lagt á að fá liðsmenn San Marínó til liðs við sig en einhverja villta veiðimenn ofan af íslandi sem ofan i kaupið eru að setja stórþjóðunum skilyrði. Það var ráðinu líkt að fara þessa leið, því .langtum ör- uggara er að enginn hvalur veiðist eftir því sem þeim löndum íjölgar innan þess sem liggja ekki að sjó. Það seg- ir í reyndinni alla söguna um stöðu Alþjóða hvalveiði- ráðsins við dagsbrún nýrrar aldar að gamalt klaustur sem á seinni árum er hvað þekktast fyrir að selja ferða- mönnum fagurskreytta minjagripi skuli vera innan ráðs- ins, en ísland utan þess. í þessum efnum er það ólán ís- lands að vera girt af hafi en ekki hömrum. Það er engin nýlunda að Alþjóða hvalveiðiráðið komi á óvart. Miklu fremur er það orðið aðalsmerki þeirra sem þar ráða að ganga með nokkuð reglubundnum hætti fram af mönnum sem vilja stilla hvalveiðum i hóf og nýta sér aldagamla reynslu i að fanga þá forláta skepnu sem hval- urinn er. Onei. Miklu hyggilegra er að menn á borð við ferðafrömuðina í norðanverðum Appenníufjöllum hafi al- þjóðavitið í þessum efnum. Og byrsti sig við böðla hafs- ins. Svona veiði menn ekki. Vitaskuld á að veiða hval. Það er álika gáfulegt að gera það ekki og banna dráp á villtum hreindýrum. Hvalurinn við strendur íslands er fráleitt í útrýmingarhættu og reyndar hefur honum íjölgað svo ört á siðustu árum hér við land að vart er lengur pláss fyrir hvalaskoðunarbát- ana á helstu slóðum hans. Allar vísindamælingar benda til þess að hæglega má veiða hér hundruð hvala á ári án þess að nokkuð sjái á stofninum. Og í þessum efnum eiga vísindi að ráða, en ekki væmni. Hvalurinn er aftur á móti orðinn svo pólitískur á seinni árum að til vandræða horfir hvar flokka eigi hann innan dýraríkisins. Á sumum sviðum virðast dýravernd- unarsinnar meta hann að meiri verðleikum en manneskj- una. Þessa heimspólitík hafa íslendingar horft upp á og lítið aðhafst, nema ef vera kynni að leika af sér í stöð- unni. Vitaskuld voru það hrapalleg mistök á sinum tíma að mótmæla ekki hvalveiðibanninu. Það út af fyrir sig hefur einangrað íslendinga í alþjóðasamstarfi. Það er grátlegt fyrir gamla fiskveiðiþjóð að þurfa að grenja utan í jafn furðulega samkomu og Alþjóða hval- veiðiráðið er orðið. Það skiptir ráðið engu þótt það þurfi að brjóta stefnusáttmála sinn til að koma í veg fyrir fulla aðild íslendinga að ráðinu. Undarlegust af öllu eru þau örlög eyþjóðar að geta ekkert aðhafst í þessum mikilvæga geira atvinnulífsins annað en að horfa á hvalinn ofan af bátum, fullum af klökkum útlendingum. Og vilja i ráðið en ganga út á meðan San Marinó gengur inn. Sigmundur Ernir. DV Hvers vegna verða rík Gunnlaugur Jónsson ráögjafí hjá GJ Fjármálaráögjöf „Sagan sýnir að þeim löndum sem búa við efna- hagslegt frelsi vegnar mun betur en öðrum. Fátækt þriðja heimsins er til kom- in vegna ófrelsis og skorts á alþjóðavæðingu." Andstæðingar alþjóðavæðingar halda fram að frelsi í viðskiptum komi niður á fátækum þjóðum. Sú staðhæflng hljómar kannski vel i eyrum sumra en er satt að segja fjarri sanni. Fátækt er vegna ófrelsis Sagan sýnir að þeim löndum sem búa við efhahagslegt frelsi vegnar mun betur en öðrum. Fátækt þriðja heimsins er til komin vegna ófrelsis og skorts á alþjóðavæðingu. í mesta lagi hefur alþjóðavæðingin gert fá- tæktina sýnilegri okkur Vestur- landabúum því nú eru okkur fluttar fréttir af fátækt og hörmungum í fjarlægum heimshlutum i sjónvarpi. vegna er mannát stundað norðan landamæra ríkjanna en ekki sunn- an? Sú tilraun sem gerð hefur verið í Kóreu sýnir svo ekki verður um villst hvaða hörmungar skortur á frelsi getur haft í for með sér. Frelsisvísitalan Árlega er reiknuð út vísitala efna- hagslegs frelsis fyrir flest lönd heimsins. Því minna sem ríkisvaldið er, því frjálsari sem markaðir eru, því betri sem peningamálastjómun er, því meiri vemd sem einkaeignar- réttur fær og þvi frjálsari sem milli- ríkjaviöskipti em, því betri einkunn fá lönd. Á meðfylgjandi súluritum hefur mest. Einnig má sjá að vöxtur tekna er mestur þar sem frelsið er mest. I raun hafa tekjur verið að lækka þcir sem frelsið er minnst. Ríku löndin eru rík vegna frelsis og halda áfram að verða ríkari vegna frelsis. Fátæk lönd eru fátæk vegna ófrelsis og halda áfram að verða fátækari vegna ófrelsis. Þess vegna verða rík lönd ríkari og hin fátæku fátækari. Einnig má sjá á súluriti mæli- kvarða Sameinuðu þjóðanna á fá- tækt í þróunarríkjum (Human Poverty Index-1). Ekki er reiknuð út sambærileg fátæktarvísitala fyrir iðnríkin. Sést að fátækt er meiri i þeim löndum þar sem frelsið er minna. Efnahagslegt frelsi og fátœkt 36,62 r 40 -35 -30 -25 5. hópur 4. hópur 3. hópur 2. hópur Frjálsasti fimmtungur Þróunarlöndum er skipt í fimm hópa eftir efnahagslegu frelsi. Tölur sýna fátæktarvísitölu SÞ fyrir þróunarlönd (HPI-1). Heimild: Economic Freedom ofthe World: 2001 Annual Report Tilraunin í Kóreu Til dæmis hafa þau lönd utan Evr- ópu og Norður-Ameríku sem við mest frelsi hafa búið og hafa átt mest frjáls viðskipti við Vesturlönd orðið mun ríkari en nágrannar þeirra. Lönd eins og Hong Kong, Singapúr og Suður-Kórea mega þakka alþjóða- væðingunni ríkidæmi sitt. Hvers vegna er þjóðarframleiðsla á mann 14 sinnum meiri í Suður- Kóreu en Norður-Kóreu? Hvers löndum heimsins verið skipt upp í fimm jafn stóra hópa eftir efhahags- legu frelsi. Sá fimmtungur sem býr við mest frelsi er lengst til hægri og sá sem býr við minnst frelsi er lengst til vinstri. Fátæk lönd verða fátækari vegna ófrelsis Sjá má að tekjur á mann eru mest- ar í þeim löndum þar sem frelsið er Lausnin er frelsi Alla síðustu öld var reynt að leysa fátæktarvanda heimsins með meiri miðstýringu, minna frelsi og meira ofbeldi ríkisins. Það hefur ekki virk- að. Það er raunar ótrúlegt að enn sé fólk að berjast á móti frelsinu á þeim forsendum að það skapi fátækt. Það þarf algera blindu til. Eina lausnin á fátæktinni er frelsi. Sandkom Stríð er skollið á íslendingar eru komnir í stríð við Svía. Allavega við Bo Femholm, for- mann Alþjóða hvalveiðiráðsins. Sjávar- útvegsráðherrann, Ámi M. Mathiesen, og utanríkisráðherrann, Haildór Ás- grímsson, eru sammála um að maður- inn sé gjörsamlega ófeijandi eftir að hann kom í veg fyrir með útúrsnúning- um að ísland gerðist á ný aðili að ráðinu. Gerðu íslending- ar þá það eina rétta í stöðunni og strunsuðu á dyr undir miklu lófaklappi vinveittra ráðsmanna. Látið er að því liggja að Islendingar muni finna Svía í fjöru á öðrum vett- vangi. Ekki er þó ljóst með hvaða hætti stríð við Svía verð- ur háð. Gárungar benda á að einfaldast sé að setja við- skiptabann á þá og banna þangað aila sölu á hvalkjöti. Veit nú engitin Stjómmálaspekingar em famir aö íhuga í alvöru þann möguleika að F-listi Fijálslyndra og óháðra nái inn manni í borgarstjóm Reykjavíkur. í því sambandi velta menn því að- allega fyrir sér með hvorri fýlkingunni F-listinn myndi Ummæli Gíslamálið „Hvað líður rannsókn Gíslamálsins? Eins og menn muna kom Gísli Helgason blokkflautuleikari fram á sjónarsviðið þegar mest gekk á í þeim málum sem kennd eru við Áma Johnsen, þáverandi alþingismann, og upplýsti að fyrra bragði að hann sjálfur, Gísli, hefði sem forsvarsmaður hljóðvers Blindrafélagsins ekki gefið viðskipti félagsins og umrædds Árna upp til skatts. Gísli greindi frá þessu til þess að koma höggi á Áma en hvorki Gísli né ákafir fjölmiðlamenn áttuðu sig á því að með þessu braut Gísli lög - en ekki Ámi.“ Vefþjóöviljinn Brauð og lúxus „Neytendamál em mér ávallt hugleikin og það er auðvelt að láta þau pirra sig. íslendingar borga allt of mikiö fyrir nauðsynjavörur eins og kjöt, fisk, græn- meti, brauð og mjólk. Slíkar vömr eiga að vera ódýrar meirihluta, D- eða R-lista. Virðist flest- um líklegra að R-listinn yrði fyrir valinu þótt ekkert sé útilokað í þeim efnum. Fleiri spumingar vakna hins vegar þeg- ar þessi staða er hugleidd. Við þessi úr- slit myndi t.d. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir missa sæti sitt i borgarstjóm en hún skipar sem kunnugt er 8. sæti R-list- ans. Þótt reglur mæli ekki á móti þvi yrði óneitanlega óvenjulegt að borgar- fulltrúi sem félli úr borgarstjóm í kosningum settist í stól borgarstjóra. Fœddur víðal Á vefsíðunni flateyri.com er ýmis speki um Guðbjart Jónsson, framkvæmdarstjóra fiskmarkaðs Flateyrar. Hann þykir hafa annan skiining á notkun íslenskunnar en flestir aðrir og hafa margar ambögur hans orðið að sannkölluðum gullkomúm sem kallaðar era Búbbólinur. Einhveiju sinni var Guðbjartur spurður um hvort hann væri fæddur Flat- eyringur. Hann neitaði því og sagði stundarhátt: „Upphaf- lega var ég fæddur i Hafnarfirði, svo inni á Hesti í Önundar- firöi og eftir það á Flateyri." en síðan má smyrja einhverjum krónum á það sem flokkast gæti sem lúxusvara. Þannig er þaö t.d. í Bret- landi og víðar. Allir eiga að ráða við aö kaupa það sem telst nauðsynlegt til að lifa en síöan getur fólk ráðið því hvort það eyði í alls kyns „óþarfa" eða mun- að og borgi þá meira fyrir hann.“ Elín Albertsdóttir í Vikunni Einn versti óvinur lýðræðisins „Hér á landi er pólitík einkennilega mikið við- kvæmnismál. Oft er fólk miklu opinskárra um kynlíf sitt og önnur einkamál en stjórmálaskoðanir. Það er helst að stjómmálamennimir sjáifir megi hafa þær ... Einhver versti óvinur lýðræðisins er það viðhorf að engum komi við hvemig okkar sameiginlegu málum sé stjómað nema atvinnumönnum í greininni." Sr. Svavar Alfreö Jónsson í Safnaöarblaöi Akureyrarkirkju Skoðun lönd ríkari? Viö viljum Geldinga- nes fyrir fólk Efnahagslegt frelsi og tekjur fimmtungur Löndum er skipt í fimm hópa eftir efnahagslegu frelsi. Tölur sýna tekjur á mann í dollurum árið 1998. Heimild: Economic Freedom ofthe World: 2001 Annual Report „Á meðfylgjandi súluritum hefur löndum heimsins ver- ið skipt upp í fimm jafn stóra hópa, eftir efnahagslegu frelsi. Sá fimmtungur sem býr við mest frelsi er lengst til hœgri og sá sem býr við minnst frelsi er lengst til vinstri. “ Efnahagslegt frelsi og vöxtur tekna 5. hópur 1,06% 4. hópur 0,88% 3. hópur' 2,27% 2. hópur' Frjálsasti fimmtungur -1,45% 2,50% 2,00% 1,50% 1,00% 0,50% 0,00% -0,50% -1,00% -1,50% -2,00% Löndum er skipt í fimm hópa eftir efnahagslegu frelsi. Tölur sýna vöxt tekna á mann á tíunda áratugnum. Heimild: Economic Freedom ofthe World: 2001 Annual Report „Öll rök standa til þess að hverfa frá þeirri eyðileggingu og umhverfisspjöllum sem R-listinn er þessa dagana að láta vinna á nesinu. Reykvíkinga sárvantar lóðir og hef- ur andvaraleysi og lóðaskortsstefna R-listans síðastliðin átta árin bitnað sárt á Reykvíkingum“ „Skipulagsmálin eru ákaflega mikilvægt verk- efni sveitarfélaga og andvaraleysi í þessum málaflokki hefur skaðleg- ar afleiðingar fyrir borg- arbúa.“ Mikið hefur verið rætt um Geldinga- nes í kosningabaráttunni enda ærin ástæða til. Valið stendur um það að byggja 10.000 manna íbúðabyggð á nes- inu eins og D-listinn vill, eða grafa stóran hluta nessins upp og flytja það út á Eiðsgranda eins og R-listinn vill. Þessi framkvæmd mun kosta 3,5 millj- arða en fyrir þá upphæð væri hægt að efha stóran hluta kosningaloforða D- listans. Þetta fallega nes vill R-listinn svo að verði notað undir stórskipahöfh sem myndi breyta því úr eftirsóknar- verðu íbúðahverfi í iðnaðarsvæði. Aldrei fleiri heimilislausir í Reykjavík Öll rök standa til þess að hverfa frá þeirri eyðileggingu og umhverfisspjöll- um sem R-listinn er þessa dagana að láta vinna á nesinu. Reykvikinga sár- vantar lóðir og hefur andvaraleysi og lóðaskortsstefna R-listans síðastliöin átta árin bitnað sárt á Reykvíkingum. Verð á lóðum hefur hækkað um 140% og verð á íbúðum um 90%. Jaðaráhrif þessa er hækkandi verð á leiguhúsnæði og hefur leiguverð á 2-3 herbergja íbúðum hækkað um allt að 100% á síðustu tveimur árum. Þessi þróun bitnar sérstaklega illa á lág- launafólki og ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð eða leigja. Aldrei hafa jafiimargir verið á biðlist- um eftir félagslegum ibúðum í borg- inni og aldrei hafa fleiri verið heimilis- lausir f Reykjavík. Fjölgum lóðum Slíkt ástand er ekki hægt að líða og ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna gegn þessari þróun með því að fjölga lóðum undir íbúðabyggð í borginni. Er íbúðabyggð á Geldinganesi því afar mikilvæg en einnig vilja sjálfstæðis- menn skipuleggja íbúðabyggð á SVR- lóðinni við Kirkjusand og á Kjalamesi. Einnig viljum við byggja, bæði fyrir fólk og fyrirtæki, í Gufunesi, i Gunnu- nesi, í Norðlingaholti og við Dugguvog- inn. Skipulagsmálin em ákaflega mikil- vægt verkefni sveitarfélaga og and- varaleysi í þessum málaflokki hefur skaðlegar afleiðingar fyrir borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að snúa vöm í sókn í lóðamálum Reykvíkinga svo að borgin megi vaxa og dafna. Aldraðir, öryrkjar og íhaldið „Á valdatíma íhaldsins hafa lífeyrisþegar, sem hafa eingöngu almanna- tryggingarnar sér til fram- færslu, þurft að greiða sem svarar einum mánaðargreiðslum frá Tryggingastofnun til baka til ríkisins í formi skatta á ári. Þessi hópur greiddi áður engan skatt.“ Blugi Gunnarsson, aðstoðarmað- ur Daviðs Oddssonar, er sendur út af örkinni til aö koma Bimi Bjama- syni til liðs í kosningabaráttunni með grein í DV á mánudaginn. Þar ræðir hann um kaupmátt grunnlíf- eyris aldraðra og öryrkja. Það er stórmannlegt af þeim sjálfstæðis- mönnum að reyna að berja sér á brjóst fyrir frammistöðu sína í ríkis- stjóm í málefnum lífeyrisþega. Aðstoðarmaðurinn tekur í grein sinni litinn hluta lífeyrisgreiöslna, þ.e. grunnlífeyrinn, og tíundar kaupmáttaraukningu hans. Vita menn almennt hve grunnlífeyrir al- mannatrygginga er há fjárhæð? í dag er hann innan við 20.000 krónur á mánuði. Grunnlífeyrir er aðeins einn bótaflokkur af lífeyri aldraöra og öryrkja. í mesta góðæri í langan tíma hefur lifeyrir hækkað nokkuð en alls ekki í takt við hækkun lág- markslauna. Sjálfstæðismenn í fjár- málaráðuneytinu hafa síðan séð um að ná þessum hækkunum til baka í formi skatta. Skattpíning sjálfstæðismanna I því góðæri sem ríkt hefur á valdatíma Daviðs Oddssonar undan- farið hafa skattleysismörk lækkað að raungildi. Það hefur haft í fór með sér mestu hækkun á skatt- heimtu hjá láglaunafólki og þar með öryrkjum og fjölmörgum öldruðum. Á valdatíma íhaldsins í forsætis- og fjármálaráðuneytinu hafa lífeyris- þegar, sem hafa nánast eingöngu al- mannatryggingamar sér til fram- færslu, þurft að greiða sem svarar einum mánaðargreiðslum frá Trygg- ingastofnun til baka til ríkisins í formi skatta á ári. Skattleysismörk- in voru áður undir í tekjum þessa hóps og greiddi hann því engan skatt. Hver trúir því aö flokkur sem skattpinir lífeyrisþega árum saman í ríkisstjóm ætli siðan að lækka skatta hjá sama hópi ef hann kemst í borgarstjóm? Lífeyrisþegar þekkja hið rétta andlit Sjálfstæðisflokksins í kjaramálunum, það hafa þeir reynt Eldri borgarar gera samning við ríkisstjórnina í mars á síðasliðnu ári. á eigin skinni undanfarinn áratug. Milljónatuga auglýsingar duga ekki til að breyta því. Hjúkrunarheimili í Reykjavík! Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvemig sjálfstæðismenn leyfa sér að koma eigin dugleysi í málefnum aldraðra yfir á aðra og lofa svo öllu fögru ef þeir fái kosn- ingu í borgarstjórn. Vitað er að rík- isstjóm Davíðs Oddssonar hefur veitt fé í byggingu og rekstur hjúkr- unarheimila á flestum öðrum stöö- um á landinu frekar en í Reykjavík. Það er ein meginástæðan fyrir því að staðan í hjúkrunarmálunum hér er eins og raun ber vitni. Þótt samstarfsflokkurinn hafi reynt að bæta úr skák hefur tak Geirs um ríkiskassann verið það fast að staðan er ekki betri. Reykja- víkurlistinn mun bæta þjónustu við aldraða í borginni og standa við sinn hlut eins og í öðru en til þess þarf ríkið að gera sitt, enda er það í verkahring þess. Málflutningur sjálfstæðismanna í örvæntingar- fullri baráttu um borgina dæmir sig sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.