Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 DV Fréttir 9 Sementsverksmiöjan á Akranesi Verulegur taprekstur var á síöasta árí, en nýr stjórnarformaöur segir aö hald- iö veröi áfram aö hagræöa í rekstrinum. Stjórnarmönnum fækkað í þrjá: Brugðist við tapi með auk- inni hagræðingu - ekki áform um að selja verksmiðjuna Á aðalfundi Sementsverksmiðj- unnar hf. á Akranesi á föstudag- inn var fækkað í stjórn úr fimm í þijá. Þá voru afgreiddir ársreikn- ingar fyrir síðasta ár með 228,4 milljóna króna tapi miðað við 69 milljóna króna hagnað árið á und- an. Nýkjörinn formaður, Gunnar Örn Gunnarsson, segir að menn hafl verið að bregðast við tapi með hagræðingu í rekstri. Fækkun stjórnarmanna sé m.a. liður í að gera stjórnunina skilvirkari. „Starfsfólki hefur verið sagt upp og vinnustöðvar lagðar niður. Það hefur verið farið í alla þætti sem hægt er að hagræða og það starf heldur áfram.“ Hann nefnir sem dæmi að fyrir um 15-20 árum hafi um 180 manns starfað við verk- smiðjuna, en nú séu þeir um 80. Á þessum tíma sé líka búið að gera mjög mikið til að auka sjálfvirkni í framleiðsluferlinu. í nýrri þriggja manna stjóm sit- ur Gunnar Öm Gunnarsson, sem er nýr formaður, og var hann áður í viðskiptaráðuneytinu. Guðjón Guðmundsson alþingismaður er áfram varaformaður og auk þeirra situr Gísli Gislason, bæjarstjóri á Akranesi, einnig í stjórninni. Þá er Gylfi Þórðarson áfram fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðj- unnar hf. Gunnar Örn segir að ekkert sé því óeðlilegt viö skuldastöðu ein- stakra fyrirtækja við Sements- verksmiðjuna eins og ýjað hafi verið að með kæru Aalborg Portland i vetur. DV greindi frá því um síðustu mánaðamót að undir liðnum ábyrgðir og veðsetningar í árs- reikningum félagsins væru 477,4 milljóna króna óskilgreindar ábyrgðir „utan efnahags". Gunnar Öm sagðist í gær ekki hafa á tak- teinum nákvæma skilgreiningu á þessum ábyrgðum. Hann sagðist þó geta fullyrt að það væri ekki vegna neinna óeðlilegra viðskipta- hátta. Hann segir að þó Sementsverk- smiðjan á Akranesi sé með um 80% markaðshlutdeild á íslandi, þá sé hún samt bara lítið peð í samanburði við dönsku verksmiðj- una Aalborg Portland. Danska verksmiðjan framleiðir um 2,5 milljónir tonna á ári miðað við 150 þúsund tonna framleiðslu Sem- entsverksmiðjunnar. Gunnar örn telur að verðlagning á danska sem- entinu sé óeðlilega lág hér á landi þótt Samkeppnisstofnun hafi ekki þótt ástæða til að grípa í taumana. Málið hafi verið hins vegar verið kært til EFTA-dómstólsins. - Er á döfinni að selja verk- smiðjuna? „Það hefur verið á stefnuskrá ríkisins að fækka þeim fyrirtækj- um sem eru i eigu ríkisins. Þó eru engin áform um það í dag að rjúka til og selja Sementsverksmiðjuna. Ég var ekki settur sérstaklega í stjórn til þess,“ sagði Gunnar Örn Gunnarsson. -HKr. 7T > P R ©ÍTl Fliyi. 23. MAI KK VÍðPollinn Akureyrí BUFF........... Vídalín v. Ingóifstorg jfÖST. 24. MAt KK Hótel Mývatn Mývatni MIÖMES Vídalín V. Ingólfstorg NÝDÖNSK Kaffi Reykjavík SIXTIES Players Kópavogi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum á eftirtöldum svæðum í Reykjavík: Grafarholt svæði 3, Grænlandsleið 29-49 og 22-40 og stígakerfi við Grænlandsleið. Tillagan tekur einkum til húsanna nr. 29-49 og 22-40 við Grænlandsleið I Grafarholti auk þess sem gert er ráð fyrir nokkrum breytingu á stígakerfi við og í kringum húsin við Grænlandsleið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nokkrum lagfæringum á stígakerfi eins og áður greinir. Megin breytingin felst þó í því að húsunum nr. 22-32 og 29-39, sem eru raðhús skv. núgildandi skipulagi, breytt í tvíbýlishús og verður fjöldi húsa 16 í stað 12. Þá er húsunum nr. 34- 40 og 41-49, sem eru einbýlishús skv. núgildandi skipulagi, breytt í tvíbýlishús. Krafa er gerð um bílgeymslur neðanjarðar fyrir hluta húsanna auk þess sem settar eru kvaðir um eignarhald þeirra. Óverulegar breytingar eru og gerðar á lóðarmörkum þyrpinganna. Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði (nágrenni rafstöðvarinnar í Elliðaárdal). Tillagan tekur til svokallaðs rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal eða svæðisins í kringum Ártún u.þ.b. 16 ha að stærð. Svæðið afmarkast af hitaveitustokk til norðurs, ióðum við Silungakvísl, Sveinbjarnarlundi, götu vestan við íbúðarhúsið nr. 33 við Rafveituveg og útivistarsvæðinu á lóð OR við rafstöðina til austurs og austari kvísl Elliðaánna til suðurs og vesturs. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Markmið hennar er að heimilt verði að byggja á hentugum stað í dalnum byggingar fyrir þjónustu og fræðslu fyrir notendur útivistarsvæðisins og tryggja ráðstöfun lands fyrir ýmiskonar útivistar- iðkun. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir byggingum sem ætlaðar eru fyrir orkuminjasafn, fornbílasafn, fræðslustofu fyrir Elliðaársvæðið og aðstöðu fyrir stangaveiðifélag og veiðimenn. Þá gerir tillagan ráð fyrir núverandi skíðasvæði ásamt tilheyrandi mann- virkjum, púttvelli og aðstöðu fyrir kastæfingar stangaveiðimanna svo eitthvað sé nefnt. Um stærðir bygginga, lóðir, bílastæði, götu- og stígakerfi o.fl. vísast til tillögunnar sjálfrar. Elliðaárdalur, settjarnir við Árbæjarsafn og ofan við Árbæjarstíflu og tengdar framkv. Tiliagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að gera settjörn við Árbæjarsafn næst Höfða- bakka, syðst á athafnasvæði safnsins, og 4 settjarnir ofan við Árbæjarstíflu. Fyrsta tjörnin ofan stíflu er staðsett suður af Fella og Hólakirkju í svokallaðri Grænugróf. Önnur tjörnin er austan við syðstu húsin í Hólabergi, við Lágaberg, rétt ofan við "Efri- Sporðhyl". Þriðja tjörnin er staðsett við ána austan Trönuhóla við svokölluð "Þrengsli". Fjórða tjörnin ofan stíflu er staðsett í Víðidal norðan við dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur, austan árinnar. Markmið tillögunnar er m.a. að minnka mengunarálag frá ofanvatnskerfum í árnar. Mesta dýpi í tjörnunum miðað við stöðugt vatnsborð verður 1,2 m en næst bakka verður 1m breitt svæði þar sem dýpt verður ekki meiri en 0,20 m. Tjarnirnar verða afmarkaðar og eftir atvikum girtar þar sem ástæða þykir til. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 22. maí 2002 - til 3. júlí 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tiilögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 3. júlí 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 22. maí 2002. Skipulagsfulltrúi ime. 25. maí KK Gamla Bauk Húsavík í SVÖRTUM FÖTUM Sjallanum Akureyri BER................ Café Róm Hveragerði BUFF Valhöll Eskifirði STUEMENN Höllinni Vestmannaey. MIENES............. Vídalín v. ingólfstorg NÝDÖNSK Kaffi Reykjavík SIXTIES Players Kópavogi SUK. 26. MAt KK Kaffi Krók Sauðarkr. MI . 29. MAt ^ KK................Svörtu Loft Helliss. FRAMUKDÁK^ i FIM. 23. MAt i KK Gistiheim. óiafsvtk ' 1 ENGLAR Vídalín v. Ingólfstorg ! FÖS¥. 31. MAt 1 BUFF Vídalín V. Ingólfstorg Nánar augl. síðar Kaffi Reykjavík SÓLDÖGG Players Kópavogi i | LAUG. 1. JÚKt ! i KK Fimm fiskum Stykkish.1 PAPAR Höllinni Vestmannaey] BUTTERCUP Sjávarperl. Grundavík i BUFF Vídalín v. Ingólfstorg i Nánar augl. sfðar Kaffi Reykjavík 1 ÍRAFÁR Players Kópavogi ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.