Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 21
29 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002______________________________________________ I>v Tilvera Naomi Campbell 32 ára Ofurfyrirsætan breska, Naomi Camp- bell, er orðin 32 ára í dag, sem er frekar aldr- að i tískubransanum. Enda hefur hún látið til sín taka á hinum ýmsu sviðum; sjónvarpsþátt- um, kvikmyndum, bókum og ýmsum hliðargreinum tískubransans, svo sem með eigið ilmvatn. Hún hefur í gegnum tíðina verið ansi oft á milli tannanna á fólki og hegðun hennar verið umdeild en enginn efast um feg- urð hennar. Hægt er að kíkja á hana i bíó en hún birtist í smáhlutverki í nýjustu mynd Ali G, Indahouse. Gildir fyrir fimmtudaginn 23. maí Vatnsberinn (PO. ian.-18. fehr.t: I Þú gerir einhverjum ' greiða. Þú þarft ekki að sjá eftir þvi þar sem þú færð hann margfalt endurgoldinn. Happatölur þínar eru 7,17 og 36. Fiskarnir Í19. febr.-20. marsl: Nauðsynlegt er að fólk Iræði saman um þá *■ stöðu sem upp er komin v í fjölskyldunni. Þar þarf að íeysa ákveðið mál sem best verður gert með samstUltu átaki. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: Þér gengur óvanalega Pvel að einbeita þér og verður mikið úr verki. Þess vegna verður þú ekkert upprifinn þegar stungið verður upp á skemmtun í kvöld. Nautið (70. anril-20. mail: Breytingar eru í að- sigi, jafnvel búferla- flutningar. Þú fagnar þeim þar sem þú héfur beðið þeirra lengi. Happatölur þínar eru 5, 28 og 30. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Miklar breytingar 'verða á lifi þínu á næstunni. Þú fagnar þeim þar sem þér finnst'tilveran hafa verið harla tilbreytingarlítil undanfarið. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Vinur þinn endur- I geldur þér gamla ' skuld sem þú varst _ _ nærri búinn að gleyma. Heimilisstörfin taka mikið af tíma þínum. Liónid (23. iúlí- 22. ágústl: , Best er að tala hreint út um mál sem er farið að verða talsvert þrúgandi í sam- skiptmn vina. Þér kemur á óvart hve lausnin reynist einfold. Mevian (23. ágúst-22. seot.): Þú ættir að finna þér nýtt áhugmál. Það ^^^ifcgæti hleypt nýju lifi i ^ f tilveruna hjá þér. Þú verður fyrir óvæntu happi í gármálum. Vogin (23. sePt-23. okt.): Þú ferð á fjarlægar slóðir og kynnist nýj- um háttum og siðum. Þú vinnur að undir- búningi þessa og miðar vel. Happatölur þínar eru 5, 18 og 26. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: Kenga virðist vera að hlaupa í mál sem er finnst tilver wukiii at: ý jbráðnauðsynlegt að : leysa með einhveiju móti. Þú ert fremur ráðalaus gagnvart þessum vanda. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.r LHætta er á misklíð 'milli vina. Ef þú átt einhverja sök ertu maður að meiri ef þú viðúrkénnir það og biðst afsökunar. Stéingeltin (22. des.-19. ian.i: . Vinur þinn biður þig að lána sér peninga. Þú ættir að fara var- lega, að minnsta kosti í að láta frá þér stórar upphæðir. Happatölur þlnar eru 3, 11 og 38. í bréfaskiptum við norska krakka: Kynntust gegnum flöskuskeyti „Við vorum að fá bréf og myndir frá krökkum í Norður-Noregi sem fundu flöskuskeyti frá okkur. Það var aðeins ell- efu mánuði á leiðinni þangað," segir Aníta Sif Elídóttir, ehefu ára, sem á heima á Akranesi. Fréttir af fiöskuskeytum vekja alltaf forvitni enda eru straumar hafsins óút- reiknanlegir flestu dauðlegu fólki og þeir sem biðja þá fyrir kveðjur vita aldrei hvar þær ber á land eða hvenær. Aníta og bróð- ir hennar, Bergþór Snær, skrifuðu lítið bréf í fyrrasumar, settu það í kókflösku úr plasti og báðu sjómanninn hann afa sinn að fleygja flöskunni fyrir borð á trillunni sinni. Afrnn, Gísli Hallbjömsson, gerði eins og fyrir hann var lagt og henti flösk- unni í flóann skammt út af Akranesi á punktinum 64-20 n og 22-43 v. Nú er flöskuskeytið sem sagt fundið í bænum Sortland í Norður-Noregi, skammt fyrir norðan Tromsö og þar með eru systkinin á Akranesi, sem eru þrjú talsins, komin í samband við þrjú systkini þar. Norsku krakkamir heita Oliver, Silja og Oskar og Silja er fimm ára, eins og Bergþór Snær, svo nú eru þau farin að skrifast á og skipt- ast á myndum. -Gun. DV-MYND GUN. Báöu sjóinn fyrir kveðjuna Aníta Sif og Bergþór Snær á bryggjunni með afa, Gísla Hallbjörnssyni. Trillan hans, Sigrún, liggur bundin viö bryggjuna en af henni henti hann flöskunni þann 17. apríl í fyrra. Tónleikahúsið Tónleikarnir verða í Keflavíkurkirkju og það er Hákon Tumi Leifsson, organisti kirkjunnar, sem stjórnar þeim. Dagskrá Listahátíðar 23. maí: Leikrit á klósetti, ljóð og myndlist Óbóverk frumflutt Nýtt einleiksverk fyrir óbó verð- ur frumflutt á hádegistónleikum í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi kl. 12.30. Verkið er eftir Rík- harð H. Friðriksson, Atla Heimi Sveinsson og Elínu Gunnlaugsdótt- ur og það er Eydís Franzdóttir óbó- leikari sem flytur. Tónleikarnir falla undir liðinn Fyrir augu og eyru og eru ókeypis. Allt mannlíf aöflutt í Bankastræti rís ekkert lengur undir nafni - nema núllið er nafn á örleikverki eftir Benóný Ægisson og Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur. Það verður flutt verður á almenn- ingssaleminu í Bankastræti 0 kl. 17.05 í leikstjórn Hörpu Amardótt- ur. Tilvitnun I það verk er svohljóð- andi í prentaðri dagskrá: Þar sem íbúar Kvosarinnar eru örfáir er allt mannlíf aðflutt. Þeir sem eru þar eiga þar ekki rætur heldur erindi. Ljóö kvenna og list Sigurjóns Höggmynda- og ljóðasýning verð- ur opnuð í Listasafni Sigurjóns á Laugamestanga kl. 20. Þar munu ellefu virtar íslenskar skáldkonur flytja ljóð og texta sem samdir eru sérstaklega undir áhrifum högg- mynda Sigurjóns Ólafssonar. Sýn- ingin ber nafnið Konan - maddama, kerling, fröken, frú og verður opin til 30. júni alla daga nema mánu- daga. Hollendingurinn Esa Fjórða sýning á Hollendingnum fljúgandi verður í Þjóðleikhúsinu kl. 20. Til stóð að þeir Matthew Best og Esa Ruuttunen skiptust á að syngja titilhlutverkið en nú er ljóst að Esa Rututtunen mun syngja það á öllum sýningunum vegna veik- inda Matthew Best. Magnea Tómas- dóttir mun syngja hlutverk Sentu á þeim sýningum sem eftir eru. Aukatónleikar á Taraf de Haidouks. Vegna gífurlegrar eftirspumar á tónleika sígaunasveitarinnar Taraf de Haldouks hafa samningar nú tek- ist um að hljómsveitin bæti einum tónleikum við þá tvenna sem fyrir- hugað var að halda á Listahátíö. Aukatónleikamir verða þriðjudags- kvöldið 28. maí kl. 21.00 . Alls verða því tónleikar sígaunasveitarinnar Taraf de Haidouks í Broadway þrennir 28., 29., og 30. maí. Löngu er orðið uppselt á tónleikana 29. og 30. en miðasala á aukatónleikana 28. maí hefst þriðjudaginn 21. maí. Miðasalan í Bankastræti er opin 11 -20 alla daga og einnig er hægt að kaupa miða á Netinu. Kórsöngur í Keflavík Háskólakórinn og kór Keflavíkur- kirkju efna tfl kórtónleika í Keflavík- urkirkju í kvöld, 22. maí, kl. 20. Hvor kóranna mun flytja sjálfstæða efnis- skrá. Háskólakórinn flytur eingöngu íslenska kórtónlist og eru þjóðlagaút- setningar eftir John Heame og Haf- liða Hallgrímsson fyrirferðarmestar. Kór Keflavíkurkirkju mun syngja ýmis vinsæl lög, héðan og þaðan, aUt frá „Faðir vor“ Malotte yfir í „Þú ert aldrei einn á ferð“ eftir Rogers. Aðal- tflefni tónleikanna er að Háskólakór- inn er á leið utan á fimmtudaginn. Mun hann sækja heim háskólann í Lundi og flytja þar alíslenska efnis- skrá. Eins hafa báðir kóramir á að skipa sama stjórnanda, Hákoni Tuma Leifssyni, organista Keflavíkurkirkju, sem að sjálfsögðu stjómar tónleikun- um. við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík þann 25. maí 2002 verða þessir: Ráðhús Hagaskóli Kjarvalsstaðir Laugardalshöll BreiSagerSisskóli Ölduselsskóli IþróttamiSstöSin viS Austurberg Árbæjarskóli IþróttamiSstöS Grafarvogs Borgaskóli Fólkvangur Kjalarnesi Kjörfundur hefst laugardaginn 25. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli kjósenda er vakin á að kjósandi, sem ekki hefur meðferois persónuskilríki, getur ált von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aSsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og bar hefst talning atkvæSa þegar ao loknum kjörfundi. Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 563 2205. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík Eiríkur Tómasson Ástráður Haraldsson Gísli Baldur Garðarsson Vertu í beinu sambandi við þjónustudeildir DV 550 5000 ER AÐALNÚMERIÐ Smáauglýsingar i Auglýsingadeiíd : Orei/ing \ Þjónusíudeild \ Ljósmyndadeild ; iþróítadeild 550 5700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 550 5880 tr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.