Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 DV 7 Fréttir 204.923 á kjörskrá fyrir kosningarnar á laugardag: Mest fjölgun í Bessa- staöahreppi og Kópavogi - fjölgun í Reykjavík minni en fjölgun á landinu öllu Fjöldi á kjörskrá og breytingar frá 1998 Fjöldi Breyting Landiö allt 204,923 15.8% 82,508 4 7% Seltjarnarnes 3,362 2.7% Kópavogur 17,58» HBÉÉÉÉÉMMÉÉÉÉÉÉIÉHriÉÉÉÉrilÉÉÉÉÉÉÉÉ 22.5% Bessastaðahreppur 34 2% Garðabær 6,178 11.4% Hafnarfjörður 13,989 11.8% Mosfellsbær 4,321 21.4% Reykjanesbær 7,686 ; 6.2% lAkureyri 11,245 4.0% Fjölgun á kjörskrá hefur orðið mest í Bessastaðahreppi, 34,2 pró- sent, í Kópavogi 22,5 prósent, og í Mosfellsbæ 21,4 prósent frá því i sveitarstjómarkosningunum 1998. Fjölgunin í Reykjavik er ekki nema 4,7 prósent sem er minni fjölgun en á landinu öllu en hún nemur 5,8 prósentum á þeim fjórum árum sem liðin eru frá kosningunum 1998. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu islands sem gefið hefur út yfirlit yfir kjósendur á kjörskrár- stofni fyrir sveitarstjómarkosning- amar 25. maí. Á meðfylgjandi grafl má sjá fjölda og íjölgun á kjörskrá í nokkrum helstu sveitarfélögum landsins og svo á landinu öllu. Alls eru 204.923 kjósendur á kjör- skrá á landinu öllu. Þeir voru 192.632 fyrir kosningamar 1998 og nemur fjölgunin því 5,8 prósentum. Af einstökum sveitarfélögum eru flestir á kjörskrá í Reykjavík, eða 82.508 manns, í Kópavogi 17.580, Hafnarfirði 13.989 og á Akureyri þar sem 11.245 eru á kjörskrá. Næst kemur Garðabær með 6.178 manns á kjörskrá. Á höfuöborgarsvæðinu er fjölgun á kjörskrá minnst á Seltjamamesi, eða 2,7 prósent, sem kann að skýr- ast af því að litlir möguleikar em tO umtalsverðrar fólksfjölgunar á nes- inu. Fjölgun og fækkun Af einstökum sveitarfélögum, þar sem fjölgun á kjörskrá hefur orðið umtalsverð og fram fara hlut- bundnar kosningar, eins og í stærstu sveitarfélögunum, má nefna Vatnsleysustrandarhrepp, 14,1 prósent, Árborg, 10,1 prósent og Hveragerði, 11,5 prósent. Mest fækkun í sveitarfélögum með hlutbundna kosningu er í Súðavíkurhreppi, . -10,6 prósent, Hólmavikurhreppi og Kirkjubóls- hreppi, -102 prósent, Rangárþingi eystra, -8,6 prósent og Hálshreppi, Ljósavatnshreppi, Bárðdælahreppi og Reykdælahreppi, -11,5 prósent. Fæstir kjósendur eru í Þing- vallahreppi og Kirkjubólshreppi, eða 33 í hvorum. Erlendir kjósendur Hver maður á kosningarétt í því sveitarfélagi þar sem hann á skráð lögheimili 3 vikum fyrir kjördag, nú 4. maí. Kosningarétt til sveitar- stjórna eiga allir íslenskir ríkis- borgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram. Enn frem- ur eiga kosningarétt danskir, fmnskir, norskir og sænskir ríkis- borgarar, 18 ára og eldri, enda hafi þeir átt lögheimili á íslandi í þrjú ár samfellt fram á kjördag. Nú eiga einnig kosningarrétt til sveitarstjórnar í fyrsta skipti aðrir erlendir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, hafi þeir átt lögheimili hér á landi samfleytt í fimm ár hið minnsta fram á kjördag. Þessi ríkisfangslönd eru algeng- ust: Danmörk (þar með taldar Fær- eyjar og Grænland) 536, Bandarík- in 246, Pólland 230, Noregur 183, Bretland 174, Þýskaland 162, Sví- þjóð 142, Taíland 100, Filippseyjar 70, Holland 51, Finnland 46, Frakk- land 46, Spánn 37 og Portúgal 33. -hlh HJ0LAB0RÐ FRCOfTI MEÐ SKUFFUM Fhco/vj-Plastbakkar fyrir öll verkfæri Öruggur staður fyrir FflCOM verkfærin, og ailt á sínum stað! ..þa ú sem fagmaðurinn notar! Smáauglýsingar atvinna 550 5000 Sími Góð vörn gegn blindandi sól og endurskini gluggafilmur Vörn gegn innbrotsþjófum og skemmdarvörgum Dregur úr hitasveiflum og lælckar hitareikninginn Dregur úr slysahættu ef glerið brotnar Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík 520 6666 Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.