Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 DV Viltu auka við atvinnumöguleikana? Viltu hvra til aukinna ökuréttinda Við kennum þér á leigu- vöru og bópbifreið einnig vörubifreið með eftirvagn. Frábær kennsluaðstaða. Kennarar eru reyndir atvinnubflstjórar og ökukennarar, góðir kennslubflar. Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til náms í auknum ökuréttindum, (allt að 40 þúsund krónur.) Greiðsluskilmálar við allra hæfi ! Hringið eða komið og leitið upplýsinga. Sími 567-0300 •• OWji^ E-mail miodd@bilprof.is i mjodd Þarabakka 3 109 Reykjavík Fagmennska í fyrirrúmi!! ít VIVAU PARISIVIKU -Rómantískasta höfuðborg Evrópu Frá 47 i200kr. á mann m.v. tvibýli á C.l. Sacré Coeur í júli eða ágúst. Innifalið: Flug, gisting i 6 nætur og föst aukagjöld Á FLUG 0G BÍLL -Spennandi sumarfrí á einstöku verði Frá 28.775kr. á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn í viku Frá 36.000kr. á mann m.v. tvo í bíl. Innifalið: Flug, bíll B-fl. og föst aukagjöld PARÍS-flugsæti Frá 23>950kr. á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn 2-11 ára Frá 26.800kr flugsæti fyrir fullorðna Föst aukagjöld innifalin !Þ TERRA INOVA V*V_ JSG -SPENNANDI VALKOSTUR- Stangarhyl 3A 110 Reykjavik Sími: 591 9000 terranova.is www.smartsms.com SendurSMSgœytið MrQIÍlI’ á þitGþjónustunúmer og þú^ gætirlunnið tif frábærra vinnmga. I pottinum eru rr, miðar á SPIDER-MAN þann 3. maí tölvuleikir, tónlist úr myndinni og m.fl. 1415 (Tal) 18^8 (Sírnirml^Sn!^i) Gluggi>Nýtt (Íslandssími). Hvert skeyti kostar 59 kr. Meö því að taka þáttieSþu kominn ‘,'Ýyi C.lub SmartSMS Skífunnar. Útlönd Vajpayee heimsækir víglínuna: Stríðsóttinn magnast enn Indverski forsætisráö- herrann Atal Behari Vajpa- yee heimsótti víglínuna í indverska hluta Kasmírs i morgun og sagði hermönn- um þar aö nú væri kominn tími til að heyja úrslitaorr- ustu. Forsætisráðherrann sagöi enn fremur að þjóðin stæði með hermönnum sín- um. „Við skulum vinna að sigri. Verið reiðubúnir að færa fórnir. En markmið okkar ætti að vera sigur. Af því að tími lokaorrustunnar er runninn upp,“ sagði Vajpayee í Kupwara í norðanverðu Kasmír, eina héraði Indlands þar sem múslimar eru i meirihluta. Mikil spenna ríkir milli Indlands og Pakistans vegna deilnanna um Kasmir og hefur ótti manna um stríð milli kjamorkuveldanna tveggja auk- ist mjög undanfarna daga vegna stöðugra landamæraskæra. Heimsókn Vajpayees ber upp á daginn eftir að hóf- samur leiðtogi aðskilnaðar- sinna í Kasmír, Abdul Gani Lone, var myrtur. Indverjar og Pakistanar kenna hvorir öðrum um að bera ábyrgð á morðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, ætlar að halda fund með helstu öryggisráð- gjöfum sínum í Islamabad í dag vegna málsins. Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, vakti at- hygli á þeirri miklu hættu sem nú væri á stríði milli Indlands og Pakistans. Hann sagðist myndu heim- sækja löndin í næstu viku og hvatti jafriframt þjóðir heims tii að gera sitt til að draga úr spennu. „Hættan á stríði er raunuveruleg," sagði Straw. A.B. Vajpayee Forsætisráöherra Indlands heimsótti dáta. REUTERSMYND Kínverskur menningardans Kínverjar héidu í gær upp á þaö aö sextíu ár voru þá liöin frá því Maó hélt fræga tímamótaræöu í Guangzhou-borg í Suöur-Kína, í tilefni menningar- og listahátíöar í Yanan-iistasafninu. Stjórnarkreppan í ísrael: Sharon gerir aðra tilraun í þinginu Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, hefur ákveðið að gera aðra tilraun til að koma niðurskurðartillögum stnum í gegnumn ísraelska þingið, eftir að þær höfðu verið felldar þar í gær, en tillögurnar gera ráð fyrir skattahækkunum og niður- skurði í velferðarkerfinu vegna aukins stríðskostnað- ar við nýlegar aðgerðir gegn Palestínumönnum á Vesturbakkan- um. Eins og fram kom í fréttum í gær neituðu fjórir ráðherrar Shas-flokks- ins og jafnmargir aðstoðarráðherrar Torah-flokksins að styðja tillögumar og varð það tii þess að Sharon rak þá úr ríkisstjórninni, en báðir flokkarnir eru harðlínu- flokkar strangtrúaðra. Þar með hafði Sharon misst meirihlutann í þing- inu og reynir nú að fá Shinui-flokkinn, sem er ver- aldlegur miðjuflokkur, til liðs við sig, auk þess sem hann hefur rætt við nokkra þingmenn Þjóðarbandalags- ins, sem er á hægri kantin- um. Það gæti hugsanlega gengið upp, en Shinui-flokkinn hefur hingað til ekki verið til viðræðu um ríkisstjóm- arsamstarf með Shas-flokkinn innan- borðs. Samkvæmt ísraelskum lögum hefur Sharon tíma til morguns til að koma saman starfhæfum meirihluta. Ariel Sharomn mmmi. - Kallsberg vill reyna enn Anfinn Kalls- berg, lögmaður Færeyja, ætlar að gera enn eina til- raun til að mynda meirihlutastjóm með Þjóðveldis- flokknum og Jafn- aðarflokknum. Hann telur að hægt verði að fá flokkana til að gefa aðeins eftir af kröfum sínum til að mynda megi breiða samsteypustjóm, að sögn færeyska blaðsins Sosialurin. Ekki nóg að gert Saksóknarar Sameinuðu þjóð- anna sökuðu í gær stjómvöld í Belgrad um aö hafa ekki staðið við sitt í að handsama og framselja meinta stríðsglæpamenn til dóm- stólsins í Haag. Lögga endurheimtir fé Breska lögreglan hefur endur- heimt rúmar tvær milljónir punda í ýmsum gjaídmiðlum sem var stolið á Heathrow-flugvelli í mars og handtekið tólf manns. Páfi leggst í ferðalög Jóhannes Páll páfi lagði upp í 96. ferð sína til útlanda í morgun þegar hann hélt í flmm daga ferð til Aserbaídsjan og Búlgaríu. Páfi var fluttur í lyftu upp í flugvélina. Flóttamönnum sleppt Svo virðist sem fimm Norður- Kóreumönnum, sem voru dregnir út úr japanskri ræðismannsskrifstofu í Kína, hafi verið sleppt og að þeir séu á leið til Suður-Kóreu. Ekki haldið aftur af írak George W. Bush Bandarikjaforseti sagði í gær að ekkert þýddi að reka þá steínu að halda aftur af írökum þar sem markmið þeirra væri að koma sér upp gjöreyðingar- vopnum. Bush hefur einsett sér að koma Saddam Hussein íraksforseta frá völdum. Sprengjum varpað Bandarískar flugvélar vörpuðu sprengjum á meinta vígamenn Ed-Qa- eda og taiibana nærri landamærum Afganistans og PakistEms en ekki er vitað um mannfall. Carter upplýsti Bush □ Jimmy Carter, fyrr- um Bandaríkjaforseti, greindi George W. Bush forseta í gær- kvöld frá fundum sín- um með kúbverskum ráðamönnum í síðustu viku. Carter og Bush eru ekki sammála um hvort viðhalda beri viðskiptabanni Bandaríkjanna gagnvart Kúbu. Eþíópar ásaka Sómala Eþíópísk stjómvöld ásökuðu í gær ríkisstjórn Sómalíu um að skjóta skjólshúsi yfir öfgamenn sem standa í heilögu íslömsku stríði i þessum hluta Austur-Afríku. Arafat hreinsaður Bandaríska utanríkisráðuneytið hreinsaði í árlegri skýrslu sinni í gær Yasser Arafat, forseta Palestinu- manna, og helstu samstarfsmenn hans af öllum ásökunum um að hafa staðið fyrir árásum á ísraelska borg- ara á árinu 2001.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.