Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Qupperneq 13
13
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002
DV_____________________________ Útlönd
Tylö
Ekkert hrifinn
Anders Fogh Rasmussen, forsætis-
ráöherra Danmerkur, er ekkert hrif-
inn af því sem hann kallar afskipta-
semi sænsks ráöherra af dönskum
innanríkismálum.
Danir skammast
út í gagnrýni
sænsks ráðherra
Nokkurrar reiði gætir í garð Svía
meðal danskra ráðamanna vegna
gagnrýni á útlendingastefnu dönsku
stjómarinnar.
Anders Fogh Rasmussen, forsæt-
isráöherra Danmerkur, fór þess á
leit við Monu Sahlin, ráðherra í
sænsku stjóminni, um að hún hætti
að skipta sér af útlendingastefnu
Dana. Þá hefur Pia Kjærsgaard,
leiðtogi Danska þjóðarflokksins,
lagt til að Svíum verði meinað að
aka yfir Eyrarsundsbrúna til Dan-
merkur.
„Það er auðvitað á valdi hvers
lands hvemig það hagar stefnu
sinni í málefnum útlendinga, flótta-
manna og innflytjenda, svo fremi
sem staðið er við alþjóðlega samn-
inga sem maður hefur skrifað und-
ir,“ sagði Anders Fogh við danska
blaðið Politiken í gær.
Mona Sahlin hefur gagnrýnt
stranga útlendingastefnu Dana sem
hún segir að standist ekki erlendar
samþykktir.
Ekki spurning um hvort
heldur hvar og hvenær
Bush leggur upp í Evrópuferð:
Búist er við miklum
mótmælaaðgerðum
- segja bandarísk stjórnvöld sem enn vara við aukinni hryðjuverkavá
toga um að Bandaríkin séu enn
traustur vinur og bandamaður,
þrátt fyrir ágreining um mörg mál,
svo sem viðskipti, írak, Mið-Austur-
lönd og gróðurhúsaáhrifin.
„Ég fer til Evrópu fuUur bjartsýni
um samskipti okkar og bjartsýnn á
getu okkar tU að vinna saman að
lausn vandamála," sagði Bush.
Búist er við að Bush muni taka á
helstu ágreiningsmálunum í ræðu
sem hann flytur í þýska þinginu í
Berlín á morgun.
Tylö-sánaklefar.
Sérpöntum sánaklefa
eftir þínum óskum,
allar stærðir og gerðir.
Eigum á lager
fylgihluti fyrir sánaböð.
Lítið inn í Ármúlanum.
VATNS VIRKINN ehf
Ármúla 21,108 Rvk. s. 533-2020
www.vatnsvirkinn.is.
anríkisráðherra og núna síðast í gær
Donald Rumsfeld vamarmálaráð-
herra, sem sagði augljóst að hryðju-
verkasamtök reyndu nú hvað þau
gætu tU að komast yfir gjöreyðingar-
vopn.
Þá blandaði talsmaður lögreglunn-
ar í New York sér í málið í gær og
sagði að FBI teldi mögulegt að hryðju-
verkamenn væru nú að undirbúa end-
urteknar árásir á borgina og hefðu
meðal annars Frelsisstyttuna og
Brooklyn-brúna í sigtinu.
Daginn áður hafði utanríkisráðu-
neytið birt árlega skýrslu sína um
hryðjuverk í heiminum, þar sem fram
kemur að írakar séu helstu stuðnings-
aðUar hryðjuverka og sagði Rumsfeld
í ávarpi tU þingsins í gær að Banda-
ríkjamenn yrðu að gera sér strax
grein fyrir því að hryðjuverkahópar
væru í beinum tengslum við ríki eins
og írak sem hefðu yfir gjöreyðingar-
vopnum að ráða. „Þeir ætla sér aug-
ljóslega að komast yftr þau og munu
ekki eina minútu hika við að nota þau
gegn okkur,“ sagði Rumsfeld og bætti
við að helsta ógnin stafaði frá löndum
eins og frak, fran, Líbýu, Sýrlandi,
Norður-Kóreu, auk eins eða tveggja
annarra.
Þar með höfðu þrír háttsettir
stjómarliðar á jafnmörgum dögum
boðað yfirvofandi hættuástand, en
Colin PoweU sagðist í viðtali í gær
telja að hryðjuverkahópar reyndu að
komast yfir hvers konar gjöreyðingar-
vopn. Áður hafði Robert Mueller, yfir-
maður FBI, á mánudag lýst skoðun
sinni á því að fyrr en seinna mætti
búast við sjálfsmorðsárásum í Banda-
ríkjunum og á sunnudag sagði Dick
Cheney varaforseti að ekki væri
spuming um hvort heldur hvenær og
hvar næstu árásir yrðu gerðar.
REUTERSMYND
Le Pen vígreifur
Franski hægriöfgamaöurinn Jean-
Marie Le Pen segist ætla aö skaöa
heföbundnu flokkana í þingkosning-
unum í næsta mánuöi.
Þýska lögreglan býst við miklum
mótmælaaðgerðum þegar George
W. Bush Bandarikjaforseti kemur
til Berlínar i dag, við upphaf viku-
langrar heimsóknar sinnar til Evr-
ópulanda.
Yfirvöld hafa kvatt til tíu þúsund
lögregluþjóna, sem er met fyrir
heimsókn erlends þjóðhöfðingja, til
að hafa hemil á væntanlegum mót-
mælaaðgerðum.
Bush bíður það vandasama verk
að reyna að sannfæra evrópska leið-
Bandarískir stjórnarliðar keppast
nú hver af öðrum við að vara banda-
rísku þjóðina við aukinni hryðju-
verkavá í kjölfar ásakana um að þar-
lend stjómvöld hafi soflð á verðinum
fyrir árásirnar á Worid Trade Center
og Pentangon þann 11. september sl„
en í síðustu viku var upplýst að bæði
alríkislögreglan, FBI og bandaríska
leynþjónustan, CIA, hefðu varað Bush
Bandaríkjaforseta við hugsanlegum
árásum án þess að nokkuð væri að
gert.
Þessar nýju upplýsingar hafa vald-
ið miklum úlfaþyt í Bandarikjunum
og orðið til þess að forystumenn
stjórnarandstöðunnar hafa farið fram
á að fá afhent leyniskjöl varðandi mál-
ið auk þess sem ýmsir aðstandendur
fórnarlamba hryðjuverkaárásanna
hafa farið fram á skýringar og jafhvel
rannsókn málsins.
Viðbrögð stjórnvalda hafa síðan
orðið þau að stjómarandstaðan er
sökuð um að blása málið upp í póli-
tískum tilgangi vegna kosninga til
þingsins sem fram fara i nóvember
nk. og í kjölfarið hafa þau hafið her-
ferð þar sem allir helstu ráðherrar á
stjórnarheimili auk embættismanna
keppast við að vara landsmenn við
aukinni hættu á hryðjuverkum, þar
Donald Rumsfeld varar við hryðjuverkavánni
Hver embættismaöurinn áf öörum hefur á undanförnum dögum varaö viö
aukinni hættu á hryöjuverkum í Bandaríkjunum f kjölfar ásakana um aö
stjórnvöld hafi sofiö á veröinum fyrir árásirnar þann 11. september sl.
sem ekki aðeins er varað við hugsan-
legum árásum al-Qaeda-samtaka
Osama bin Ladens, heldur líka sam-
taka eins og Hamas og Jihad, auk þess
sem „öxulveldi hins illa“ era nefnd til
sögunnar.
Þeir sem tekið hafa þátt í umræð-
unni til þessa era, auk Bush Banda-
ríkjaforseta, þeir Robert Mueller, yfir-
maður FBI, Condoleezza Rice, öryggis-
málaráðgjafi ríkisstjómarinnar, Dick
Cheney, varaforseti, Colin Powell ut-
Le Pen ánægður
með mikið fylgi
Franski hægriöfgamaðurinn
Jean-Marie Le Pen fagnaði mjög
góðu gengi i nýrri skoðanakönnun í
gær og sagðist myndu valda hefð-
bundnu stjómmálaflokkunum jafn-
miklum skaða í þingkosningimum í
næsta mánuði og hann gerði í for-
setakosningunum í apríl. Þá hreppti
Le Pen annað sætið í fyrri umferð-
inni og keppti við Jacques Chirac
forseta í þeirri síðari.
Þjóðarfylking Le Pens fær að
minnsta kosti 12,5 prósent atkvæða
í fyrri umferðinni, samkvæmt
könnun Ipsos-stofnunarinnar, og
heldur þeim í síðari umferðinni.
Hann beitti þeirri aðferð með góð-
um árangri í kosningunum 1997
þegar atkvæði hægrimanna dreifð-
ust svo mikið að vinstriflokkamir
fóru með sigur af hólmi.
REUTERSMYND
Komu Bush mótmælt
Andstæöingar stefnu bandarískra stjórnvalda gengu um götur Berlínar í gær
til aö mótmæla komu Bush Bandaríkjaforseta þangaö f opinbera heimsókn í
dag. Bush veröur eina viku í Evrópuferö sinni og hittir þjóöaríeiötoga.
Komdu með bílinn
-við græjum hann
Verð frá 29.900
............. \
• •• þegar híjómtæki
skipta máli
HLJÓMTÆKI
Lágmúla 8 • Sími 530 2800