Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 18
26 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 Tilvera DV DV-MYND ÞORSTONN G. KRISTJÁNSSON Líf og fjör Þaö er gaman aö syngja eins og sjá má á þessum fögru konum og fræknu körlum í Grindavík. Söngleikjaveisla í Grindavík Þegar sól hækkar á lofti kemur vetrarstarf margra þeirra sem leggja stund á slíkt i ljós. Söngsetur Estherar Helgu í Grindavík er þar engin undantekning og voru haldn- ir tónleikar í Grindavíkurkirkju á dögunum undir yfirskriftinni söng- leikjaveisla. Þar komu fram Brim- kórinn, Kammerkór Brimkórsins og Bíógagnrýní Brimlingamir ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Voru lögin valin úr þekktum söngleikjum, meðal ann- ars Kabarett, Hárinu og Söngvaseið. Sáu kórfélagar um einsöng. Esther Helga Guðmundsdóttir hefur rekiö söngsetur sitt í Grinda- vík í nokkur ár og er kórstarflð alltaf að eflast. Hefur það aukið áhuga fólks fyrir að sækja tónleika sem þessa enda var húsfyllir á þeim. Óhætt er að fullyrða að söngv- aramir koma vel undan vetri. Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar fólk syngur af innlifun og áhuga og kunnu áheyrendur vel að meta sönginn. -ÞGK Háskólabíó - Apocalypse Now Redux ★ ★ ★ ★ Snilld Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Það hefur færst í aukana að þekktir kvik- myndaleikstjórar sendi frá sér endurútgáfu af þekktustu kvikmyndum sínum. í langflestum til- vikum er um litlar breytingar að ræða. eitt atriði tekið út og annað l sett í staðinn án þess að heildarmyndin breytist að einhverju ráði, kvik- myndin verður aðeins öðravísi. Francis Ford Coppola var með allt annað f huga þegar hann tók til við að gera sína útgáfu af meistara- verki sínu, Apocalypse Now. Hann tók ekkert úr frummyndinni en hætti við næstum heil- um klukkutíma. Og út- koman er öðruvísi Apocalypse Now og ef eitthvaö er þá er nýja útgáfan betri, mun dramatískari, með atriðum sem, eftir á að hyggja, maður skilur ' ekki af hverju sum þeirra voru ekki með i upphafi. Skýringin á þvi að Coppola fer þessa torfæruleið í að gera Apocalypse Now Redux eins og hann vildi sjá hana í byrjun er einfaldlega sú að hann hefur aldrei verið ánægður með fram- myndina þó aðrir væra það. Það kom strax í ljós á kvikmyndhátíð- inni í Cannes árið 1979 þegar Apocalypse Now var fyrst sýnd að hann var ekki alls kostar sáttur, þá sagði hann í viðtali að myndin væri ekki fullgerð. Hingað til hef- ur mönnum ekki þótt mikið til þessara ummæla koma, en þau öðlast skilning þegar horft hefur verið á meistaraverkið verða að enn meira meistaraverki. Þeir sem þekkja Apocalypse Now sjá strax að breytingin er ekki í grundvallaratriðum sög- jt unnar, sem að nokkrum hluta er byggð á skáldsögu Josephs Con- rads, Heart of Darkness. Myndin gerist í Víetnamstríðinu og fjallar um leiðangur Willards kapteins (Martin Sheen) til að hafa uppi á Kurtz ofursta (Marlon Brando) og drepa hann. Inn í þessa sögu flétt- ast stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam, kröftug lýsing á aðstæð- um og því brjálæði sem þarna skapaðist þar sem sérstaklega eft- irminnilegur er brjálæðingurinn Kilgore ofursti (Robert Duvall) sem finnur ekki betri lykt á morgnana en brennisteinsfýluna af napalm. Viðbótin er sýnilegust í atriði þegar Willard og félagar hans dvelja hjá frönskum plantekraeig- anda þar sem Frakkar segja Bandaríkjamönnum til syndanna og Willard á í ástarævintýri með franskri ekkju og einnig þegar dvalið er nótt eina með Playboy- kanínum. Þessi atriði gera mynd- inni aðeins gott til, sérstaklega fyrmefnda atriðið. Það sem er þó áhrifamest og sterkast í nýju út- gáfunni er hversu Kurtz verður sýnilegri. Segja má að með því er aðeins verið að slá á dulúðina. í staðinn kemur upp mynd af manni sem ætlaði að gera allt rétt en mistókst, má til dæmis nefna atriðið þar sem hann les greinar úr Time. Þar fæst að hluta til skýring á hegðun hans. Það er endalaust hægt að kafa i einstök atriði í Apocalypse Now Redux, hvemig ný atriði gefa skýrari mynd af persónum og gefa myndinni annað yfirbragð eöa hvort einhver eldri hefðu mátt fara í staðinn. Otkoman er samt alltaf sú sama, Apocalypse Now er ótrúlegt kvikmyndaafrek, klassísk kvikmynd sem lætur áhorfandann ekki í friði allt frá því fyrstu þyrluspaðahljóðin heyrast og þar til Marlon Brando hvíslar á áhrifamikinn hátt „Horror ... Hor- ror“. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handrit: Francis Ford Coppola og John Milius. Kvikmyndataka: Vittorio Storaro. Tónlist: Carmaine Coppola og Mickey Hart. Aöal- hlutverk: Martin Sheen, Marlon Brando, Robert Duvall, Dennis Hopper, Frederick Forrest, Sam Bottoms, Laurence Fish- burne og Harrison Ford. Bíófréttir Kvikmyndir í Bandaríkjunum: Köngulóarmaður- inn stendur enn Svo virðist sem tímasetning á útgáfu myndarinnar um Könguló- armanninn hafi verið hárrétt því ekki tókst Stjörnustríði, þætti 2, að slá nýsett met Köngulóarmanns- ins. Myndin komst yfir helgina í 110 milljónir, með fimmtudeginum að vísu, og varð þar með önnur fljótasta myndin i sögunni að kom- ast yfir 100 milljóna strikið. Að- eins fyrrgreindur Köngulóarmað- ur var sneggri til. Þá var Star Wars þriðja tekjuhæsta mynd sög- unnar yfir 3ja daga helgi með þær 80 milljónir sem myndin halaði inn á þeim dögum, á eftir Könguló- armanninnum og Harry Potter. Munurinn á Attack of the Clones, sem nú var verið að frumsýna og The Phantom Menace (1999) í að- sókninni eru 15 milljónir en taka verður með í reikninginn að miða- verð hefur hækkað um 15% vestra. Engu að síður seldust milljón fleiri Obi-Wan og Anakin Þaö dregur til tíöinda í Stjörnustríöinu miðar nú um helgina en um frum- sýningarhelgina fyrir þremur árum. Köngulóarmaðurinn er nú að nálgast 300 milljónirnar og verður að teljast vinsælasta mynd ársins til þessa en það þarf ansi mikið til að skáka henni. -esá HELGIN 17.-19. MAI ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆTl FYRRI VIKA TTTILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O - Star Wars: Episode II 80.027 110.169 3161 O 1 Spider-Man 45.036 285.573 3615 Q 2 Unfaithful 10.013 29.535 2624 O - About a Boy 8.557 8.557 1207 © 3 The New Guy 6.478 17.305 2687 O 5 Changing Lanes 3.106 61.563 2158 O 4 The Scorpion King 2.912 85.191 2555 O 6 The Rookie 1.727 70.510 1849 O 7 Murder by Numbers 1.672 29.911 1580 © 11 My Big Fat Greek Weddlng 1.135 5.669 275 © 8 lce Age 1.057 172.369 1180 © 9 Panlc Room 906 94.427 937 © 14 High Crimes 651 40.222 680 © 16 Y Tu Mama Tambien 597 10.235 271 © 13 Hollywood Ending 536 4.461 605 © 18 Monsoon Wedding 460 10.458 242 © 12 Deuces Wild 425 5.803 757 © 19 The Lord of the Rings 411 310.078 418 © 10 Life or Something Like It 410 14.049 649 © 15 Jason X 387 12.376 609 Vinsælustu myndböndin: Harry á toppinn Eftir fjórar vikur á toppi vinsældalista myndband- anna á leigum landsins hef- ur The Others verið velt af stalli sinum. Og það þurfti engan annan til en sjálfan galdradrenginn Harry Pott- er. Myndin segir frá 10 ára dreng sem á ekki sjö dagana sæla. Hann býr hjá frænd- fólki sínu eftir að foreldrar hans létust í bílslysi og er farið með hann eins og hvert annað húsdýr í stað mannvera, hvað þá sonar. Hinn rétti son- ur hjónanna á heimil- inu er sífellt að angra Harry litla sem fær þó uppreisn æru á 11 ára afmælisdegi sín- um þegar honum er boðin skólavist við hinn virta Hogwart skóla sem kenndur er við galdramennsku. Um leið kemst Harry að hinu sanna um foreldra sina og uppgvötar um leið meðfædda hæfileika sína. Meðal annarra nýrra mynda má nefna Corky Romano með Chris Kattan úr Saturday Night Live og íslensku unglinga- ræmuna Gemsa eftir Mikael Torfason. -esá Harry og félagar Hrædd en vinsæi jrcnrorfl gnrrn— FYRRI SÆT1 VIKA TITILL (DREIRNGARAWU) VIKUR ÁUSTA O o © o o © o o © © © - Harry Potter (Sam myndböndi i 1 The Others (bergvík) 5 - Corky Romano (sam myndbönd) 1 4 Evil Woman (skIfanj 4 3 The Score (sam myndböndi 8 2 The One (myndform) 3 7 Legend of the Drunken Master isam m.) 2 5 3000 Miles to Graceland isam myndbönd) 4 9 The Pledge isam myndbönd) 3 6 Legally Blond (skífanj 10 8 Good Advlce (myndformi 8 - Gemsar (skIfan) 1 10 Kiss of the Dragon (Sam myndböndj 6 - Caveman's Valentine (myndform) 1 17 Ghosts of Mars (skífan) 2 11 Jay and Sllent Bob.... (skífan) 6 12 0 (SKÍFAN) 3 16 Moulin Rouge (skífan) 11 15 American Pie 2 isam myndböndj 9 ai American Sweethearts (myndform) 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.