Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 6
6 MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 Fréttir DV Framkvæmdastjóri Norðursiglingar gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega: Hótanir íslendinga okkur ekki til sóma - ekki stætt á öðru en að ganga út, segir formaður íslensku sendinefndarinnar Ekki eru allir jafnsáttir við fram- göngu stjórnvalda og íslensku sendinefndarinnar á ráðstefnu Al- þjóða hvalveiðiráðsins i Japan. „Ég held að forsenda fyrir þvi að íslend- ingar geti hafið hvalveiði í ein- hverri sátt við viðskiptalegt um- hverfi sitt sé innganga í Alþjóða hvalveiðiráðið og mér finnst afskap- lega dapurlegt að heyra af opinber- um hótunum íslenskra stjómmála- manna - jafnvel fyrir fundinn í Jap- an - i garð virtra þjóða eins og til dæmis Svía. Ég skil ekki svona mál- flutning," segir Hörður Sigurbjarn- arson, framvæmdastjóri hvalaskoð- unarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Hörður telur að sendinefndin ís- lenska og stjómvöld hafi farið fram með nokkru offorsi í málinu. „Þess- ar digm yfirlýsingar og hótanir fyr- ir fundinn eru dálítið undarlegur málflutningur á alþjóðavettvangi og okkur ekki til sóma,“ segir Hörður og telur að líkumar á hvalveiðum í atvinnuskyni hafi minnkað í kjölfar atburðarásarinnar á ráðstefnunni í Japan. „Ég hef talið að íslendingar verði að nálgast þetta markmið sitt í gegnum Alþjóða hvalveiðiráðið. Það séu engar forsendur til að hefja veiðar í trássi við ráðið og vilja flestra siðmenntaðra þjóða. Þetta er nú ekkert sérlega virðulegur klúbb- ur sem Japanar hafa keypt inn í ráðið og íslendingar stimpluðu sig inn í.“ Fjöldi ólögmætra aögeröa „Við mátum þaö þannig að okkur væri ekki stætt á öðru en að ganga út,“ sagði Stefán Ásmundsson, for- maður íslensku sendinefndarinnar, í samtali við DV í gærmorgun þar sem hann bjó sig til heimferðar frá Japan. í yfirlýsingu frá islensku sendi- nefndinni, sem lesin var upp áður en íslendingar kvöddu hvalveiðiráð- ið, segir: „í gær urðum við vitni að fjölda ólögmætra aðgerða. Þegar fjallað var um aðild tslands að stofn- samningi Alþjóða hvalveiðiráðsins voru framin brot á almennum regl- um þjóðarréttar, stofnsamningi ráðsins og fundarsköpum þess.“ Bandaríkin og Svíar brugðist Tilgreint er að Bandarikin hafl brugðist skyldu sinni sem vörsluað- ili stofnsamningsins. „ísland af- henti nýtt aðildarskjal 14. maí 2002. Samkvæmt 10. gr. samningsins hafa Bandaríkin sem vörsluaðili þá skyldu eina að tilkynna öðrum að- ildarríkjum um aðildarskjöl sem tekið hefur verið viö. Samkvæmt sömu grein verður ríki sjálfkrafa aðili að samningnum á afhendingar- degi aðildarskjals þess. Bandaríkin fóru ekki með aðildarskjal íslands á sama hátt og önnur ný aðildarskjöl og tilkynntu ísland ekki sem aðild- arríki að samningnum. Þar með misnotuðu Bandarikin stöðu sína sem vörsluaðili og brutu gegn samn- ingnum." Þá segir að formaður Alþjóða hvalveiöiráðsins, Bo Femholm frá Svíþjóð, hafi bæði brotið gegn stofn- samningnum með því að viður- kenna ekki aðild íslands i samræmi við aðildarskjal þess og einnig hafi Svíinn brotið fundarsköp ráðsins. „Fulltrúi Noregs kvaddi sér hljóðs varðandi fundarsköp og vefengdi vald ráðsins til að samþykkja eða hafna aðild íslands að ráðinu. Sam- kvæmt ákvæði F. 2 (b) í fundarsköp- um ráðsins hefur formaðurinn þá skyidu að úrskurða um öll álitamál varðandi fimdarsköp sem upp koma Enn enginn friöur Atburöarásin um helgina mun draga dilk á eftir sér og virðist þess enn langt að bíða að íslendingar geti hafið hval- veiðar í atvinnuskyni. Sumir vilja hefja veiðar strax á sjálfstæðum grunni en aðrir telja það dauðadóm. Enginn friður er í augsýn um málið. Árni Bryndís Mathiesen. Hlöðversdóttir. Höröur Halldór Sigurbjarnarson. Ásgrímsson. á fundum ráðsins. Formaðurinn ákvað að virða þessa skyldu að vettugi, að taka þetta mál ekki fyrir og að loka umræðu um viðkomandi dagskrárlið. Ákvörðun þessi kann að tengjast þeirri staðreynd að meirihluti aðildarrikja stofnsamn- ingsins lítur nú svo á að Alþjóða hvalveiðiráðið hafi ekki vald til að samþykkja eða hafna aðild íslands að ráðinu." Þjóöarréttur brotinn? Fjórða atriðið sem íslenska sendi- nefndin tilgreindi í yfirlýsingu sinni er að neitun á viðurkenningu íslands sem aðila að Alþjóða hval- veiðiráðinu hafi verið brot gegn al- mennum reglum þjóðarréttar og stofnsamningi ráðsins en um það eru deildar meiningar. Þannig telur Gunnar Schram, sérfræðingur i þjóðarrétti, að svo hafi ekki verið. í niðurlagi yfirlýsingarinnar seg- ir þetta: „Allar tilraunir til að viður- kenna ísland ekki sem aðila að Al- þjóða hvalveiðiráðinu eru ólögmæt- ar og hafa því ekki áhrif á stöðu ís- lands sem aðila. Nærri helmingur aðila ráðsins lítur á ísland sem að- ila að því. ísland telur atburöi gær- dagsins algjöriega óásættanlega og hefur því ákveðið að taka ekki frek- ari þátt í þessum fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins.“ Alls voru sjö í sendinefndinni. Tveir frá sjávarútvegsráðuneytmu, einn frá utanrikismálaráðuneytinu, Guöjón A. Gunnar Kristjánsson. Schram. Kolbrún Stefán Halldórsdóttir. Ásmundsson. einn frá íslenska sendiráðinu í Jap- an, tveir frá Hafrannsóknastofnun og Kristján Loftsson frá Hval hf. Sumir yrðu fegnir Ámi Mathiesen sjávarúvegsráð- herra segir að ákvörðun íslensku sendinefndarinnar sé í fullu sam- ræmi við sinn vilja. Hann fer var- lega í að spá fyrir um framvindu mála en segir viðbrögð íslendinga þegar hafa vakið mikla athygli. „Er- lendir fjölmiðlar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og við höfum fengið stuðning og lófaklapp frá þeim þjóðum sem styðja okkur. Ráð- ið er búið að ákveða að við séum ekki aðilar að því heldur áheyrnar- aðilar og það er okkar að vega og meta hvort við þiggjum þá stöðu. Við höfum alltaf þann valkost að ganga inn án fyrirvara en þá getum við ekki tekið þátt i atkvæðagreiðsl- um. Samtökin eru opin og eiga að okkar mati að vera opin fyrir inn- göngu með fyrirvara en eins og fram hefur komið er það vægast sagt mjög umdeilt. Það er hins veg- ar ekki umdeilanlegt að við getum gengið inn án fyrirvarans þótt ein- hverjir yrðu eflaust fegnastir þvi að við stæðum utan funda og samtak- anna,“ segir ráðherra. Stjórnarandstaðan styður Viðbrögð stjórnarandstöðunnar hafa í megindráttum birst í stuðn- ingi við ákvörðun íslendinga en Kolbrún Halldórsdóttir telur að við- brögð ráðsins hafi ekki komið á óvart. „Við getum ekki gengið í hvalveiðiráðið með því að halda fast við fyrirvarann um hvalveiðibann," segir Kolbrún. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylk- ingu, lýsir vonbrigðum með afstöðu hvalveiðiráðsins en telur viðbrögð sendinefndarinnar eðlileg. Hún tel- ur þó ekki vafamál að hagsmunum íslendinga væri betur borgið ef við hefðum fengið inngöngu. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur frjálslyndra, telur að mótmælin hafi verið rétt. Hann telur hins veg- ar að íslendingar eigi að hefja hval- veiðar strax. „Við áttum bara að hefja veiðamar fyrir löngu og taka áróðursslaginn á íslandi," segir Guðjón. Mótmælum komiö á framfæri Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að mótmælum verði komið á framfæri við Svía vegna málsins en hann segist oft hafa orð- ið vitni að einkennilegum vinnu- brögðum innan ráðsins. Snurða er hlaupin á þráðinn í samskiptum Svía og íslendinga vegna málsins en á þessu stigi er erfitt að meta lang- timaáhrif þessarar nýjustu orrustu í hvalastríðinu sem sumir telja hvergi lokið. Framkvæmdastjóri Norðursigl- ingar segir að erlendir ferðamenn, og einkum Bretar, fylgist vel með umræðu um hvort íslendingar hyggist veiða hval á ný. Hann telur barnaskap að ætla að menn geti lif- að í sátt og samlyndi, bæði með hvalaskoðun og veiði innan sömu svæða. Það yrði dauðadómur yfir ferðaþjónustunni en hins vegar mætti hugsa sér að hrefna yrði skot- in á Breiðafirði ef sátt næðist í al- þjóðlegu samfélagi um slíkt. Það myndi ekki endilega hafa áhrif á hvalaskoðun á Skjálfanda. -BÞ II Jl 1 ( 'i iljílýáL'-ÍÍjJj REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.00 22.46 Sólarupprás á morgun 03.48 03.32 Síðdegisfióö 15.19 19.52 Árdegisflóð á morgun 04.26 08.59 Jssns j y.jlJd Austlæg átt, víða 5-10 m/s, en 13-18 norðvestan til í kvöld og nótt. Skýjað en úrkomulítið í seinnipart dags en fer að rigna austanlands síðdegis og í kvöld. Rigning um allt land í kvöld og nótt. Styttir upp Á morgun styttir upp NV og V til en annars staðar áfram vætusamt. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands en kaldast við norðvesturströndina. Kití 7° til 15° Hiti 4° til 13° Sunnudagur Hiti 5° tif 15° Vindur: Vindun Víndur: 5-10 5-10m/s 5-8 "V* Austlæg átt og NA-læg átt og Hæg NA-læg átt, skýjaö meö rigning noröan tll skýjaö meö köflum og en breytileg átt köflum en þurrt úrkomulrtiö. sunnan til. aö mestu. Skýjaö og úrkomulrtiö. i£ »0 ' Ul.ltJBeWSK m/s Logn 0-0,2 Andvarí 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvióri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 Cl^jfjyr f*]. ij AKUREYRI skýjað 10 BERGSSTAÐIR skýjað 9 BOLUNGARVÍK skúr 4 EGILSSTAÐIR skýjað 8 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 8 KEFLAVÍK skýjaö 8 RAUFARHÖFN skýjaö 5 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI rigning og súld 7 BERGEN skýjaö 16 HELSINKI skýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 15 ÓSLÓ skýjað 16 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN rigning 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 17 ALGARVE skýjaö 15 AMSTERDAM rigning 17 BARCELONA BERLÍN heiöskírt 17 CHICAGO heiöskírt 6 DUBUN skúr 10 HALIFAX heíöskírt 7 FRANKFURT skýjaö 17 HAMB0RG skýjað 17 JAN MAYEN þoka 3 LONDON skýjað 13 LÚXEMBORG skýjaö 16 MALLORCA þokumóða 17 MONTREAL heiöskírt 7 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 2 NEW YORK heiðskírt 11 0RLAND0 léttskýjað 19 PARÍS rigning 14 VÍN alskýjaö 15 WASHINGTON heiðsklrt 2 WINNIPEG heiðskírt 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.