Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 27
MIÐVTKUDAGUR 22. MAÍ 2002 35 Dyerí hópnum Sven Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari Englands, tók þá ákvörðun í gær að velja miðju- manninn snjalla hjá Newcastle, Kieron Dyer, í 23 manna hóp enska landsliðsins fyrir HM þrátt fyrir að Dyer sé ekki enn búinn að ná sér af hnémeiðslum sem hafa hrjáð hann síðan brotið var illa á honum í síðasta leik Newcastle í ensku úrvaisdeild- inni. Trevor Sinclair hjá West Ham verður áfram í startholun- um ef eitthvað skyldi koma upp á hjá Dyer en hann flaug heim frá Suður-Kóreu í gær. -ósk Varnarmaðurinn Christer Basma, sem er félagi Áma Gauts Arasonar hjá Rosenborg, verður ekki með norska landsliöinu gegn því íslenska í Bodo í kvöld vegna meiösla á ökkla. Þrir leikmenn liðsins, Ole Gurrnar Solkjær, sem er kvefaður, Jan Derek Sorensen, sem er meiddur á læri, og Eirik Bakke, sem á við meiðsli að stríða í baki, eru tæpir en Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna, bjóst viö að þeir yrðu allir klárir i slaginn í kvöld. Norskir fjölmiólar telja að Nils Jo- han Semb, þjálfari norska liðsins, muni aðeins gera eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum gegn Japan á dögunum fyrir leikinn gegn íslendingum i kvöld. Sú breyt- ing er að Jo Tessem, leikmaður Southampton, kemur inn í stað Jan Derek Sorensen, sem leikur með Bor- ussia Dortmund. Byrjunarlið Norðmanna verður samkvæmt því skipaö eftirtöldum leikmönnum: Markvörður: Thomas Myhre (Besiktas). Varnarmenn: Andre Bergdalmo (Ajax), Henning Berg (Blackbum), Ronny Johnsen (Manchester United), John Ame Riise (Liverpool); Miðjumenn: Jo Tessem (Southampton), Trond Ander- sen (Wimbledon), Eirik Bakke (Leeds), Oyvind Leonhardsen (Totten- ham). Sóknarmenn: Steffen Iversen (Tottenham), Ole Gunnar Solskjær (Manchester United). Norsku landsliðsmennirnir eru gif- urlega vinsælir í Boda enda ekki á hverjum degi sem slíkar stórstjömur heimsækja bæinn. Mörg þúsund manns tóku á móti liðinu þegar það mætti á fyrstu æfmgu í Bodo og fengu þeir Ole Gunnar Solkjær og John Ame Riise sérstaklega mikla athygli. Heimamenn í Bodo vonast til að norska liðið nái að skora fimm mörk í landsleiknum í kvöld. Ef það gerist mun fimmta markið verða þús- undasta landsliðsmark Norðmanna frá upphafi og því ljóst að Aspmyra- völlurinn í Bodo færi í sögubækur norskrar knattspymu. Mikill áhugi er fyrir landsleiknum, sem er sá fyrsti í Norður-Noregi. Aspmyra-vöilurinn tekur um átta þúsund manns og er fyrir löngu orð- ið uppselt á leikinn sem hefur vakið mikla athygli í bænum. Einn leikmaður heimaliðsins Bodo/Glimt er í hópnum. Það er framheijinn Bengt Sœternes sem er markahæsti leikmaður norsku úr- valsdeildarinnar á þessu keppnis- tímabili. Sæternes er fullur sjálfs- trausts fyrir leikinn og sagði í viðtali við norska fjölmiðla í gær að hann vonaðist til að fá að spila og ef þaö myndi gerast þá myndi hann skora. ísland og Noregur hafa 24 sinnum mæst í A-landsleik. tslendingar hafa unniö sjö leiki, einn leikur hefur end- að með jafhtefli og Norðmenn hafa unnið sextán sinnum. Fyrsti lands- leikur þjóðanna fór fram í Reykjavík 24. júlí 1947 og lauk honum með sigri Norðmanna, 4-2. Albert Guðmunds- son skoraði bæði mörk Islands í leiknum. Siðasti sigurleikur íslands gegn Norðmönnum var í Ósló 23. septem- ber 1987 þar sem íslendingar foru með sigur af hólmi, 1-0. Atli Eðvalds- son, núverandi landsliðsþjálfari, skoraði sigurmarkið í leiknum. Síð- asti leikur þjóðanna var leikur í Norðurlandamóti landsliöa á La Manga á Spáni 31. janúar árið 2000. Þeim leik lauk með markalausu jafh- tefli. -ósk Sport Jafnt hjá Englandi Englendingar og Suður Kóreu- menn gerðu jafntefli, 1-1, í vináttu- landsleik i Seogwipo í Suður-Kóreu í gær. Michael Owen kom Englend- ingum yfir á 26. mínútu en Park Ji- Sung jafnaði metin fyrir Suður- Kóreu á 51. mínútu. Sven Göran Eriksson, þjálfari Englendinga, gerði sjö breytingar á liði sínu í hálfleik en leikur enska liðsins þótti vera heldur bragðdaufur. Miðju- maðurinn Owen Hargreaves var eini ljósi punkturinn í annars slöku liði Englands. Englendingar virtust eiga í vandræðum með loftslagið i Suður-Kóreu enda höfðu þeir aðeins dvalið i tvo sólarhringa í landinu áður en leikurinn hófst. -ósk Meö sitt besta lið Nils Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Noregs, segist ætla að stilla upp sínu sterkasta liði gegn íslandi í Bodo í dag. „Ef við værum að fara að spila gegn Dönum í dag í undankeppni EM þá er þetta liðið sem ég myndi stilla upp. Þessi leikur er gífurlega mikilvægur fyrir okkur sem undir- búningur fyrir undankeppnina en ég er ekki í vafa um áð hann verður erfiður. Islenska liðið á að baki tvær mjög góðar undankeppnir og þessi leikur verður allt ööruvísi heldur en leik- urinn gegn Japönum um daginn. Is- lendingamir eru líkamlega sterkir og spila svipaðan fótbolta og við. Þeirra spil gengur að mestu út á að eyðileggja spil andstæðinganna. Þeir eru með marga leikmenn sem spila í Englandi og hér í Noregi svo að þeir þekkja alla okkar leik- menn. Ég á von á hörkuleik í Bodo og veit að mínir menn eru vel stemmdir," sagði Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Noregs, í viðtali við norska netmiðilinn Nettavisen. -ósk Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United verður í eldlín- unni i framlínu Norömanna í kvöld en Hermann Hreiöarsson, hinn sterki varnarmaöur Ipswich, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og veikir þaö vörn íslenska liös- ins verulega. Reuters Michael Owen, fyrirliöi enska landsliösins í fjarveru Davids Beckhams, fagnar hér marki sínu gegn Suöur-Kóreumönnum í gær. Meö honum á myndinni er félagi hans hjá Liverpool, Emile Heskey. Reuters Þurfum aö bæta okkur Sven Göran Eriksson, þjálfari Englendinga, var ekki sáttur við leik sinna manna gegn Suður- Kóreu í gær. „Það er alveg ljóst að við þurf- um að spila mikið betur en þetta þegar við mætum Svíum í fyrsta leiknum á HM 2. júni. Þessi leikur svaraði nokkrum spurningum en þó ekki mörgum. Mér fannst liðið eiga í erfiðleikum með aðstæðurn- ar sem voru ólíkar því sem það á að venjast frá Englandi. Mér fannst við spila ágætlega í fyrri hálfleik en í þeim síðari fórum við að flækja hlutina of mikið. Kórea er með gott lið sem getur komið á óvart á HM,“ sagði Eriksson. -ósk • • Vináttulandsleikur íslendinga og Norðmanna i Bodo i kvöld: - segir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari um andstæðinga íslenska liðsins Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari íslands, var brattur fyrir leikinn gegn Norðmönnum í kvöld þegar DV-Sport náði tali af honum í gær. „Þessi leikur leggst vel í mig. Hann er fyrsti leikurinn af þremur í undirbúningi okkar fyrir leikinn gegn Skotum i undankeppni EM í haust og því geysilega mikilvægur. Það er að vísu slæmt að við skulum vera án ellefu leikmanna sem hafa spilað með landsliðinu undanfarin tvö ár en það virðist ætla að vera erfitt fyrir okkur að ná að stilla upp okkar sterkasta liði. Við munum nota þetta tækifæri til að skoða þá leikmenn sem hafa lítið fengið að spreyta sig með landsliðinu undan- farið og vonandi grípa þeir tækifær- ið,“ sagði Atli Eðvaldsson. Er ekki slœmt fyrir liöið að þú get- ir nánast aldrei stillt upp þínu sterkasta liði í vináttulandsleikjum? „Auðvitað er það slæmt. Við höf- um hins vegar lítið sem ekkert val. Ég hélt að ég gæti fengið nánast alla mína sterkustu menn í leikinn í dag en því miður kom annaö á daginn. Sumir minna stráka eru hálfmeidd- ir og þreyttir eftir langt og strangt tímabil og við verðum að taka tillit til þess. Ef við tökum Eið Smára sem dæmi þá var hann meiddur í þrjú ár og var undir gifurlegu álagi í vetur. Hann er enn að venjast þessu álagi og því skiljum við af- stöðu hans. Það er samt slæmt aö geta ekki stillt upp sterkasta liðinu því að við höfum þörf fyrir að spila saman, kynnast leikkerflnu og fá stöðugleika í liðið.“ Hvað veistu um norska liöió sem þiö mœtió í dag? „Ég veit að þeir munu stilla upp gifurlega sterku liöi. Það nægir að líta á það með hvaða liðum þessir leikmenn eru að spila til að sjá í hvaða gæðaflokki þeir eru. Norð- menn eru með öflugt landslið sem er enn i sárum eftir að liðinu tókst ekki að komast á HM. Þeir hafa lýst því yfir aö þeir muni taka alla vin- áttuleiki alvarlega og munu því mæta brjálaðir til leiks. Þeir munu spila 4-4-2 sem er sama leikaðferð og þeir spiluöu þegar þeir rúlluðu yfir Japana um daginn. Viö þurfum að varast leikmenn eins og Ole Gunnar Solskjær og Steffen Iversen en þeg- ar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta meira um það hversu stemmd- ir við verðum í leiknum. Ef við mættum ekki grimmir og ákveðnir til leiks þá verður okkur slátrað. Ef strákamir gera hins vegar það sem fyrir þá er lagt verður þetta spenn- andi leikur og ég hef fulla trú á því að við getum velgt þeim verulega undir uggum,“ sagði Atli Eðvalds- son. Hvernig œtlar þú aó leggja leikinn upp? „Við munum reyna að byggja á þvi sem höfum verið að gera undan- fariö ár. Á útivöllum leggjum við upp með sterkan og agaðan vamar- leik og reynum síðan að sækja hratt þegar við vinnum boltann. Grunn- kerfið hjá okkur er 4-4-2 en við mun- um geta flutt okkur yfir í 4-5-1 ef að- stæður eru þannig. Ég er mjög spenntur aö sjá hvemig leikmenn eins og ívar Ingimarsson og Indriði Sigurðsson koma út en þeir hafa verið að spila vel með sínum liðum. Þeir fá möguleika í kvöld til að sýna hvað í þeim býr og ég vona svo sannarlega að þeir nýti tækifærið," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðs- þjálfari íslands, í samtali við DV- Sport í gær. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.