Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 DV Fréttir Borgaryfirvöld hafa deilt hart um eignarnám í Norðlingaholti: Atta ára stríð gamall- ar konu virðist á enda - skrifað undir samkomulag um afléttingu kvaða í gær DV-MYND TEITDR Ólafía Ólafsdóttir Landiö sem deilt hefur verið um. Sjötlu og fimm ára gömul kona, Ólafía Ólafsdóttir, hefur átt í stríði við Reykjavíkurborg í átta ár vegna sölu á 8,2 hektara landi á Seláshletti 15A og 22A sem borgin hugðist nýta undir nýtt hverfl í Norðlingaholti. Því striði virðist nú loks vera að ljúka með sam- komulagi sem undirritað var i gær. Konan taldi sig vera í fjárhagslegri gíslingu borgarinnar sem hafi komið i veg fyrir að hún gæti gengið frá afsali vegna sölu landsins. Borgaryfirvöld hafi neitað að aflétta úr veðbókum ákvæðum um eignamámssamkomu- lag sem borgin hafði þó fallið frá 2. október 1998. Það bar svo til tíðinda í gær eftir að DV hafði spurst fyrir um málið að skrifað var undir samkomu- lag um að borgin falli frá öllu tilkalli til umrædds lands. I samkomulaginu sem gert var í gær skrifar lögmaður borgarinnar undir en án viðurkenningar á sjónar- miðum gagnaðila. Eigi að síður er þar tekið fram að með samkomulaginu séu aðilar sammála um að ljúka mál- inu með því að Reykjavíkurborg falli frá öllu tilkalli til landspildnanna og láti afmá allar kvaðir af landinu. Er þetta gert með fyrirvara um samþykki borgarráðs, en ekki tókst að leggja þetta fyrir fund borgarráðs í gær. Mál þetta hefur þótt í hæsta máta vandræðalegt sem sjá má af viðbrögð- um við fýrirspum DV fyrir og um helgina. í skipulagsmálum Reykjavík- ur er gert ráð fyrir mikilli uppbygg- ingu nýrra hverfa, þar á meðal bygg- ingu 1000 íbúða í Norðlingaholti rétt neðan við Elliðavatn. Þótt búið sé að teikna heilt hverfi í Norðlingaholti, þá var svæðið samt ekki nema að hluta í eigu borgarinnar. Samkomulag um eignarnám Forsaga málsins er sú að 1994 átti Ólafia í viðræðum um að borgin keypti af henni landið. Var gert sam- komulag sem afgreitt var á fundi borgarráös 14. júní 1994. Þar var samið um að borgin tæki landið eign- amámi á grundvelli matsgerðar. Sam- kvæmt lögum má skjóta slíku mati til dómstóla ef aðilar em ekki sáttir við matsverðið. Sá réttur var hins vegar takmarkaður í samkomulaginu án þess að Ólafía gerði sér grein fyrir þeirri réttarskerðingu. Matsnefnd eignarnámsbóta reiknaði verðmæti eignarinnar í heild á 17,5 milljónir króna. Mótmælti eigandinn þeirri nið- urstöðu og lét þinglýsa á eignina 8. desember 1994 að hún myndi ekki una þessari niðurstöðu. Þann 30. desem- ber sama ár þinglýsti svo borgarlög- maður samkomulagi eiganda og borg- arinnar frá því um sumarið. Niður- stöðu matsnefndarinnar var hins veg- ar ekki þinglýst. í samkomulaginu var ákvæði sem segir að samkomulag- ið og eignarnámsmatið teljist ígildi kaupsamnings. Reyndar er slíkt sam- komulag jaflivel talið brot á lögum um eignamám. Borgaryfirvöld hafa síðan neitað að viðurkenna rétt konunnar til að hafna matsgerðinni og hafa horið fyrir sig þinglýstu samkomulagi. Er það þrátt fyrir að í undirmati 1996 hafi landið verið metið á ríflega 56 milljónir króna og í yfirmati 1998 á 51 milljón króna. Landiö selt í ljósi þess að borgarlögmaður féll síðan frá eignamáminu 2. október 1998, þar sem einnig var lýst yfir að Reykjavíkurborg hefði ekki umráða- rétt yfir viðkomandi landareignum, var landið selt í september 1999 á 108 milljónir króna. Kaupendur voru Guðmundur Kristinsson ehf. og fyrir- tækið Eykt ehf. Borgaryfirvöld vom ósátt við þessa sölu og vísuðu enn til þinglýsta samkomulagsins frá 1994 og kröfðust þess að sölunni yrði rift og sú gjörð afmáð úr þinglýsingarbók- um. Niðurstaða sýslumanns var að ekki kæmi til greina að rifta þinglýsingu kaupsamnings og að umrætt sam- komulag frá 1994 sé sjálft ekki ígildi kaupsamnings. Er nú beðið staðfestingar pólitískra fulltrúa Reykjavíkurborgar á sam- komulaginu frá í gær. Ekki er ljóst hvort slík staðfesting fæst fýrir kosn- ingar. -HKr. Hæstiréttur hafnar kröfu Eggerts Haukdals um endurupptöku: Ætlar að halda áfram með málið Skjálfandabyggð eða Húsavíkurbær Húsavíkurbær er eitt þeirra nafna sem Ömefnanefnd fellst á að kosið verði um á hinu nýja sveitarfélagi sem verður til við sameiningu Húsa- víkur og Reykjahrepps. Kosið verður um nafnið samhliða sveitarstjómar- kosningum og bárast fjölmargar til- lögur um nöfn. Nafnanefnd vísaði fjórum þeirra til Ömefnanefndar til umsagnar og geta kjósendur valið á milli Húsavíkurbæjar, Húsavíkur- byggðar, Reykjabyggðar og Skjálf- andabyggðar. Ihúi sem DV ræddi við á Húsavík í gær taldi allar likur á að Húsvíkingar myndu greiða Húsavík- urbæ atkvæði sitt. -BÞ „Ég gefst ekki upp og hef i höndum góð gögn sem ég ætla að nota til að halda áfram með málið þrátt fyrir þetta," sagði Eggert Haukdal, fv. al- þingismaður og oddviti Vestur-Land- eyjahrepps, í samtali við DV í gær- kvöld. Hæstiréttur hafnaði í gær beiðni Eggerts um að mál hans yrði tekið upp að nýju fyrir réttinum. Fyrir um ári var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Hæstiréttur segir að óhaggað standi að skuld Eggerts við hreppssjóð hafi verið jöfnuð út með ólögmætum hætti. Hann vajr Eggert Haukdal. Að svo hafi verið dæmt segir þingmaðurinn fyrrverandi að sé sök tveggja löggiltra endurskoðenda sem unnu fyrir sveitarfélagið. Vinnubrögð þeirra hafi verið óeðli- leg þannig að á sér hafi lent rangar sakir. „Það er búið að sýkna mig af fjár- dráttarkröfum annars endurskoðand- ans sem námu 1,7 milljónum króna. Núna er ég að leita gagna sem geta hreinsað mig af hinni kröfúnni sem hinn endurskoðandinn kom á mig og hún er upp á hálfa milljón króna,“ segir Eggert. „Ég ætla að svara þessari dómsnið- urstöðu. Ég tel mig sýknan saka og það er sárt að uppkveðnir dómar fáist ekki endurskoðaðir," sagði Eggert. -sbs Höfuðborgarsamtökin um Reykjavíkurflugvöll: Segja engan samning til um starfsemi flugvallarins - aðeins bókun borgarstjóra og ráðherra A-listinn, eða Höfuðborgarsamtökin boðuðu til fjölmiðlafundar i gær þar sem gagnrýnd var harðlega sú fullyrð- ing R- og D- og F-lista um að gerður hafi verið samningur um flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri til ársins 2016. Segja fulltrú- ar A-lista þetta vera alrangt, því aðeins hafi verið undirrituð bókun vegna Reykjavíkurflugvallar 14. júní 1999, en ekki samningur. Sú bókun skuldbindi engan og sé ekki pappírsins virði. Hafa fulltrúar Höfuðborgarasamtak- anna lagt fram áðumefnda bókun máli sínu til stuðnings. Undir hana rituðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra. Bókunin er í þrem liöum og benda samtökin sérstaklega á lið a, en þar segir: „í samræmi við markaða stefhu í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 þar sem kveðið er á um að Reykjavik- Frá fundi Höfiöborgarsamtakanna Guðjón Þór Erlendsson og Örn Sigurðsson á fundi A-listans í gær. DV-MUND HARI urflugvöllur skuli vera miðstöð innan- landsflugs á skipulagstímanum, sam- þykkir Reykjavíkurborg breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi Reykja- víkurflugvallar.“ Fulltrúar A-lista benda á að þessi bókun geti ekki verið bindandi fyrir borgarbúa varðandi nýtingu flugvallar- svæðisins. Auk þess sem bókunin sé í sjálfu sér marklaust plagg, þá sé borgar- yfirvöldum skylt samkvæmt skiplags- lögum að endurskoða aðalskipulag á fjögurra ára ffesti. Þvi sé fráleitt að Reykvíkingar geti verið bundnir af veru ReykjavíkurflugvaUar í Vatnsmýri til 2016. Telja Höfuðborgarsamtökin að full- trúar R-, D- og F-lista séu að taka af- stöðu gegn meginhagsmunum höfuð- borgarsamfélagsins. Það geri þeir ann- aðhvort að yfirlögðu ráði með sértæka einka- og flokkshagsmuni að leiðarljósi eða af hreinum aulaskap. -HKr. Sérfræðingar í rústabjörgun Hópurinn sem mun næstu daga kenna rústabjörgun hér á landi. Bandarísk rústa- björgunarsveit stödd hér á landi Tíu manna hópur frá bandarísku alþjóðasveitinni í Fairfax í Virginíu er staddur hér á landi og mun á næstu dögum halda fyrirlestra og námskeið í rústabjörgun. Heimsókn þessi er liður í samstarfi Slysa- vamafélagsins Landsbjargar, Al- mannavama rikisins, Brunamála- stofnunar, slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, sendiráðs Bandarikjanna á íslandi og bandarísku alþjóða- stofnunarinnar Office for Foreign Disaster Assistance. Margvísleg námskeið og fyrir- lestrar munu fara fram í þessari viku og byrjun þeirrar næstu. Helst ber þar að nefna stórt námskeið í rústabjörgun að Malarhöfða 6 sem nú stendur yfir og mun standa fram á laugardag. Þá mun hluti hópsins halda fyrirlestur á Grand Hótel á sunnudag, kl. 14, um aðgerðir i New York og Pentagon eftir hryðjuverka- árásimar 11. september. Markmiðið með þessu samstarfi er að efla þekkingu í rústabjörgun á íslandi, efla samstarf þeirra hópa sem hana stunda og auðvelda sam- starf við öfluga alþjóða rústabjörg- unarsveit ef kalla þyrfti á erlenda aðstoð hingað til lands. -HI Mikil ásókn í hestaferðir Vel gengur að bóka í hestaferðir sumarsins samkvæmt upplýsingum frá íshestum. Lengri ferðir ganga sér- staklega vel og er nú svo komið að uppselt er í margar slíkar ferðir í sumar. Starfsmenn íshesta merkja all- nokkra aukningu frá því í fyrra, sem skýrist sennilega helst af því að Landsmót hestamanna fer ffarn í sum- ar en þau ár sem þetta mót fer ffarn eru hestaferðimar yfirleitt vinsælli. Ásóknin er að aukast mest hjá Norð- urlandabúum og Bretum og þá er Am- eríkumarkaðurinn að hjama við eftir lægðina sem þar varð í haust. Það má því búast við góðu hesta- sumri í sumar. -HI Húmanistar: Vilja stöðva Silfur Húmanistahreyf- ingin hefur krafist þess að yfirkjör- stjóm Reykjavíkur, Sýslumaðurinn í Reykjavík og út- varpsréttamefhd stöðvi án tafar væntanlega útsend- ingu á þættinum Silfur Egils á Skjá- Einum. Þátturinn er á dagskrá í kvöld. í yfirlýsingu ffá Methúsalem Þórissyni, talsmanni Húmanista, segir að í auglýsingum vegna þáttarins sé sagt að leiðtogar framboðanna í Reykjavík muni sitja á palli í síðari hluta þáttarins og svara spumingum. „Þetta er hins vegar ekki rétt þvi Húmanistum í Reykjavík hefur verið synjað um þátttöku í þessum pall- borðsumræðum. Með þessu háttemi er þáttarstjómandi Siifurs Egils og Skjár 1 að grafa undan lýðræðinu í landinu og á beinan hátt uppi með tilburði til að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Reykjavík," segir í yfirlýsingunni. Húmanistar íhuga nú að kæra úrslit kosninganna og fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þ.e. verði þeim ekki gefinn tími til jafns við önn- ur ffamboð í sjónvarpi. -aþ Egils Methúsalem Þórisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.