Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 28
36 MIÐVTKUDAGUR 22. MAÍ 2002 Sport vor nýliðanna 1- 0 Blrgir Rafn Birgisson . . 5. min. 2- 0 Sævar Eyjólfsson .......80. Það stefnir í gott vor fyrir nýliða ef marka má úrslit fyrstu leikja tveggja efstu deildanna í knattspymunni. Ný- liðar Hauka í 1. deildinni, sem hafa farið upp um tvær deildir á tveimur árum, létu sitt þar ekki eftir liggja og unnu Breiðablik sannfærandi, 2-0, á ' heimavelli sínum á Ásvöllum í gær. Margir leikmanna Hauka voru að spila sína fyrstu leiki í 1. deildinni og tveir af þeim áttu allan heiðurinn af því að Hafnarfjarðarliðið var komið yflr eftir rétt rúmar fjórar mínútur. Birgir Rafn Birgisson slapp þá í gegnum Blikavörnina eftir skemmti- legt þríhymingsspil við Sævar Eyj- ólfsson og skoraði fyrsta mark Hauka í 1. deild í ellefu ár. Báðir áttu þeir félagar eftir að halda áfram að stríða Blikunum og aðeins stórkostleg markvarsla Ólafs Péturssonar sá til þess að Birgir skor- aði ekki annað mark 10 mínútum síð- ar. Sævar, sem hafði skorað 62 mörk í 58 leikjum með Njarðvík í D-deiIdinni undanfarin fjögur ár, var síógnandi með hraða sínum og baráttu og hann fékk síðan laun erfiðisins tíu mínút- um fyrir leikslok þegar Goran Lukic spilaði hann einn í gegn. Sævar var lika sáttur með sinn leik í leikslok. „Þetta er töluvert stökk aö fara upp um tvær deildir en það var um að gera að mæta ákveðinn og reyna að byrja vel og ég er mjög sátt- ur við minn leik. Það er draumur bæði að vinna og skora í fyrsta leik en þetta var fyrst og fremst baráttusigur og dæmi um það sem við getum gert ef allir leggjast á eitt,“ sagði Sævar kátur í leikslok. Auk Sævars og Birgis átti Goran Lukic mjög góðan leik á miðjunni og eignaði sér hana ásamt Guðmundi Magnússyni. Darri Johansen og Veig- ur Sveinsson gáfu einnig fá færi á sér I vörninni. Þorsteinn Halldórsson þjálfari gat líka ekki verið annað en sáttur I leikslok. „Þetta var mjög sanngjamt og við áttum eiginlega öll færin í leiknum. Við lögðum upp með að leyfa þeim að stjórna leiknum og vera með boltann en síðan ætluðum við að sækja hratt á þá og það heppnaðist. Þessir strákar hafa verið að vinna mikið á síðustu árum og þeir komu með mikið sjálfs- traust inn í leikinn en okkar markmið er áfram fyrst og fremst að halda okk- ur uppi og svo sjáum við hversu langt það nær,“ sagði Þorsteinn. Blikar áttu slæman dag, margir leikmenn liðsins fundu sig illa á ósléttum vellinum en einnig vantaði mikið upp á baráttuna og viljann í lið- inu. Bestur þeirra var Ólafur Péturs- son markvörður auk þess sem Stein- þór Þorsteinsson átti góða spretti. Maður leiksins: Sævar Eyjólfsson, Haukum. -ÓÓJ Stóllinn hjá Stoke vinsæll Fjölmargir knattspyrnustjórar hafa lýst yfir áhuga sínum á því að setjast í knattspyrnustjórastólinn hjá Stoke eftir brotthvarf Guðjón Þórðarsonar þaðan. Peter Taylor, fyrrum knatt- spymustjóri Gillingham, Leicester og síðast Brighton sem hann kom beint upp í 1. deild, þykir vera efst- ur á óskalista stjómar Stoke. Aðr- ir sem koma til greina eru Steve Coppell, Steve Cotterill og Adrian Heath. Nú hafa tveir stjórcir, þeir Colin Todd, sem var rekinn frá Derby fyrr í vetur eftir þriggja mánaða veru, og markvörðurinn litríki Bruce Grobbelaar, sem hefur þjálf- að í Suður-Afríku, lýst yfir áhuga sínum á starfmu hjá Stoke. Gunnar Þór Gíslason sagði við DV-Sport að nýr stjóri yrði ráðinn í næstu viku. -ósk Vér mótmælum næstum allir Æstir stuðningsmenn Stoke fjölmenntu i gærkvöldi á mót- mælafúnd fyrir utan Britannia- leikvanginn í Stoke til að mót- mæla því að Guðjón Þórðarson var ekki endurráðinn sem knatt- spymustjóri Stoke. Þessir ann- ars ágætu stuðningsmenn vilja að stjómin endurskoði ákvörðun sína um framtíð Guðjóns hjá fé- laginu og krefjast þess að hann verði endurráðinn á nýjan leik. Á enskum netmiðlum i gær var talað um að Guðjón sjálfur myndi mæta á fundinn og ávarpa stuðningsmenn sina. DV- Sport hefur ekki heimildir fyrir því hvort Guðjón hafi mætt á fundinn en næsta víst má teljast að stjórn Stoke láti ekki undan þrýstingi stuðningsmannanna sem vilja Guðjón aftur í stjórastólinn. -ósk Jón Gunnar Gunnnarsson úr Hauk- um skýlir hér boltanum frá Blikan- um Kristjáni Óla Sigurðssyni en Guðmundur Magnússon og Goran Lukic fylgjast með álengdar. DV-mynd E.ÓI. 6 milljóna styrkur til HSI Handknattleikssambandi íslands hefur verið út- hlutað sex milljóna króna i styrk vegna undirbúnings fyrir leikina tvo gegn Makedónum i umspili um sæti á HM í Portúgal í janúar á næsta ári. Það er Ólymp- íusamhjálp Alþjóða Ólympíunefndarinnar sem styrk- ir HSÍ með þessum hætti fyrir tilstuðlan íþrótta- og Ólympíusambands íslands. Það er til mikils að vinna fyrir íslenska liðið að vinna Makedóna og komast á HM i Portúgal því að þá bíður þeirra enn frekari styrkur frá Ólympíu- hjálpinni til undirbúnings fyrir þá keppni. Takist lið- inu síðan að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 með góðri frammistöðu í Portúgal halda styrkimir áfram og telja forystu- menn íþrótta- og Ólympiusambands íslands að nái íslenska landsliðið inn á Ólympiuleikana í Aþenu þá geti styrkimir numið um 20-25 millj- ónum króna. Það væri ágætis búbót fyrir HSÍen stjómarmenn sam- bandsins vinna nú hörðum höndum að þvl að minnka skuldir þess á sama tíma sem þeir þurfa að fjármagna dýrar keppnisferðir til að halda liðinu i fremstu röð. -ósk Guömundur Ingv- arsson. Við undirskrift styrktarsamningsins. F.v Kristján Guðmundsson, þjálfari Pórs, Árni Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Pórs, Baldvin Guðnason, stjórnarformaður Hörpu Sjafnar og framkvæmdastjóri Mjallar, Ingvar Gíslaon, stjórnarmaður í knattspyrnudeild KA, og Þorvaldur Makan, fyrirliði KA-liðsins. DV-mynd ÓK Garðartekur við Grindavík Garðar Páll Vignisson hefur samkvæmt heimildum DV-Sport tekið að sér þjálfun liðs Grinda- víkur í úrvalsdeild kvenna í knattspymu. Grindavikurliðið hefur verið þjálfaralaust síðan um helgina en þá sagði Jón Ólaf- ur Danielsson upp störfum. Garðar, sem er 39 ára gamall, hefur þjálfað yngri flokka í Grindavík undanfarin ár en hann stjórnaði kvennaliöi Grindavíkur í annarri deild árið 1997 þar sem liðiö hafnaði í fimmta sæti A-riðils og komst ekki 1 úrslitakeppnina. -ósk Víkingar beittir O-l Danlel Hjaltason ......21. min. 0-2 Þórir Ólafsson..............30. 0-3 Þórir Ólafsson .............56. 0-4 Jón Grétar Ólafsson ........61. Vikingar vom ekki í vandræðum með ÍR í gærkvöldi þegar liðin mætt- ust í Breiðholtinu. Víkingar sigruðu 4-0 og lofa virkilega góðu undir stjóm Luka Kostic í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru snemma komnir með undir- tökin. Eftir rúmlega þrjár mínútur voru Víkingar búnir aö fá tvö frn færi. Svona hélt þetta áfram en fyrsta markið kom eftir 21 mínútu og var þar að verki Daníel Hjaltason. Hann fékk frábæra sendingu inn fyrir vöm ÍR frá Bjama Hall og afgreiddi bolt- ann snyrtilega í netið. Annað markið kom níu mínútum síðar og var það aftur Bjami sem sendi góða sendingu inn fyrir vöm ÍR og núna var það Þórir Ólafsson sem kom sínum mönnum í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik en ekki liðu nema rúmar tíu mínútur þangað tið þriðja markið leit dagsins ljós. ÍR- ingar höfðu sótt og náð að setja ágæta pressu fyrir framan mark Víkings en Víkingar náðu hröðu upphlaupi sem endaði með því að Þórir skoraði sitt annað mark í leiknum. Fimm mínútum síðar tók Bjami aukaspyrnu af 30 m færi sem hafnaði í þverslánni og náði Jón Grétar Ólafs- son frákastinu og skallaði í markið og úrslit leiksins orðin ráðin. Víkingar léku flna knattspymu á köflum og náðu oft fínu spili. Þeir voru einnig miklu ákveðnari í sínum aðgerðum og gáfu ekkert eftir í öllum einvígjum á vellinum. Maður leiksins: Bjami Hall, Víkingi. -Ben Styrkja KA og Þór til jafns Knattspyrnudeildir Akureyr- arliðanna KA og Þórs skrifuðu í gær undir samninga við Hörpu Sjöfn hf. og Mjöll hf. sem kveða á um fjárhagslegan stuðning fyrir- tækjanna við deildimar. Áætlað er að samningurinn geti gefið hvoru félagi um sig um eina milljón króna, 500 þúsimd í vörum og þjónustu hjá fyrirtækj- unum og þá allt að 500 þúsund i gegnum sérstaka staðgreiðslu- reikninga í verslun fyrirtækj- anna á Akureyri. Hvort félagið um sig mun þar hafa sinn reikn- ing þar sem velunnarar félag- anna geta látið hluta af viðskipt- um sínum skila sér út í félögin. Þessu til viðbótar munu fyrir- tækin greiða allan kostnað við gerð auglýsingaskilta, merkinga og auglýsinga og þátttöku í kynningarstarfi þeirra. Félögin munu á móti aðstoða fyrirtækin með alls konar kynningarmál. í fréttatilkynningu frá fyrirtækj- unum segir að með samningum séu þau að sýna vilja sinn til að styrkja knattspymuna á Akur- eyri, ekki aðeins meistaraflokk- ana í úrvalsdeildinni heldur einnig yngri flokka félaganna tveggja. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.