Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Blaðsíða 26
34 Rafpóstur: dvsport@dv.is MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 Kynning á úrvalsdeild kvenna 2002 4SBSÞ Olga með 28 mörk í fýrra Hér til hægri sjást íslands- meistarar Breiðabliks í fyrra en Breiðablik hefur unnið titilinn tvö síðustu árin og alls 14 sinnum frá upphafi eða oftast allra fé- laga í kvennaflokki. DV-mynd E.ÓI. Olga Færseth átti frábært sum- ar með KR í fyrra og vann til allra verðlauna sem einstak- lingur gat unnið, þar á með- al var hún kosin besti leik- maður deildarinnar af mótherjum sínum. Olga er hér til hliðar með tvo af gullskóm sínum sem marka- drottning úrvalsdeUdarinn- ar. KR-liðið náði þó ekki að hampa neinum titlum þrátt fyrir mörkin hennar. Olga skoraði alls 28 mörk i leikjunum 14 i fyrrasumar og hefur skorað 54 mörk á síðustu tveimur sumrum. Olga bætti einnig markamet Ástu B. Gunn- laugsdóttur í júlí í fyrra með sínu 155. marki á ferlinum. Olga hefur farið vel af stað í vor og setti með- al. annars marka- met með 17 mörkum deUdabik- arnum í ti vor. -ÓÓJ vera í nokkrum sérflokki en önn- ur lið deildarinnar eru hins veg- ar jafhari en ofl áður og það gæti því stefnt í hörkubaráttu um önn- ur sæti deildarinnar, titillinn er aftur á móti á leiðinni í Vesturbæinn. íslandsmeistarar Breiðabliks hafa misst marga leikmenn en einnig fengið sterka leikmenn til baka því Margrét Ólafsdóttir er komin heim auk flögurra ann- arra ungra stúlkna frá Val, Grindavík og Víði. Blikastúlkur hafa mikla hefð með sér í liði og verða seint afskrifaðar, það hafa þær sýnt undanfarna áratugi. ÍBV náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra en liðið hefur gengið í gegnum miklar breyting- ar í vetur. ÍBV verður án fyrir- liða síns, írisar Sæmundsdóttur sem veikir sérstaklega vörnina en miðjan hefur aftur á móti styrkst með tilkomu þeirra Lauf- eyjar Ólafsdóttur og Rakelar Logadóttur. Eitt er þó víst að El- ísabetar Gunnarsdóttur bíður krefjandi frumraun í efstu deild en reynist Skotarnir vel í vörn- inni og haldi Bryndís Jóhannes- dóttir áfram að hrella markverði mótherjanna er ýmisfegt í spilun- um í Eyjum í sumar. Vcdskonur kórónuðu góða haustmánuði með bikarmeist- aratitli í fyrra og þar streyma leikmenn upp í meistaraflokk úr hinum sigursæla öðrum flokki fé- lagsins. Til að Valsliðið blómstri í sumar þurfa hins vegar margar þessara ungu stelpna að komast yfír „annars-árs vegginn" svo- kallaða. Þær sýndu síðasta sum- ar að þær eru efni I góða feik- menn en nú er meiri pressa á þeim um að standa sig og þær þurfa að komast yflr það að vera efnilegar í það að verða góðar. Helena Ólafsdóttir þekkir hvað þarf tO að vinna og það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar þroskast undir hennar stjórn. Stjaman dalaði nokkuð á síð- asta tímabfli eftir frábært ár þar á undan en þær hafa sýnt í gegn- um tiðina að liðið getur unnið öfl liö og þær eru líka eina liðið sem hefur unnið KR, Breiðablik og ÍBV í vormótunum. Stjaman hef- ur endurheimt fyrirliða sinn, Heiðu Sigurbergsdóttur, úr barn- eignarfríi og það gæti fært þeim stöðugleikann á miðjuna sem kannski skorti síðasta sumar. Af öðrum liðum má búast við harðri baráttu FH og Þór/KA/KS um að sleppa við umspflið en bæði þessi lið hafa sýnt miklar framfarir í vor og gætu fyrr en varir farið að stefna hærra upp tölfuna. Grindavík á hins vegar erfitt tlmabfl fyrir höndum og bíður það verkefni að sfeppa með sem minnst töp úr leikjunum. Sigur eða stig virðast hreinlega ekki vera raunhæf markmið fyrir liðið í sumar. DV-Sport mun halda áfram að fjalla vel um stelpumar og einkunnagjöf blaðamanna verður tfl staðar eins og tvö siðustu sumur. -ÓÓJ M Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld: Qgnar einhver KR? ÚrvalsdeOd kvenna í knatt- spyrnu hefst i kvöld með heflli umferð en í DV í dag má finna glæsflega kynningu DV-Sport á átta liðum defld- arinnar. Þar má fmna myndir og upplýsingar um afla leikmenn defldarinnar. í spá fyrirliða þjálfara og for- ráðamanna á dögunum fékk lið KR yfirburðakosningu og ef marka má mikinn liðstyrk KR- liðsins í vetur þá ætti spurning sumarsins aðeins að vera um hvort eitthvert lið ógni KR. KR hefur misst af titlinum tfl Breiðabliks tvö síðustu ár á að- eins samtals sex stigum þrátt fyr- ir að hafa skorað 56 fleiri mörk en íslandsmeistaramir í leikjunum 28. Það efast því eng- inn um sóknarstyrk Vestur- bæjarliðsins en með tflkomu landsliðsmarkvarðarins, Þóru B. Helgadóttur, og systur hennar og fands- liðsfyrirliða, Ásthfldar Helgadóttur, á miðjuna er hætt við því að róður- inn verði þungur fyrir önnur lið defldarinnar. Ekki má gleyma því að við stjómvölin hjá KR er nú komin Vanda Sigur- geirsdóttir sem hefur skflað íslandsmeist- aratitli öO fjögur ár sín sem þjálfari í efstu defld kvenna og enn fremur 52 sigrum og engu tapi í þeim 56 leflfium sem hún hefur stjómað með Breiðabliki (1994-96) og KR (1999). KR virðist keppni i hverju orði Bobby Jackson hjá Sacramento Kings í baráttu viö þá Lindsay Hunter og Derek Fisher hjá Los Angeles Lakers. Úrslitakeppni NBA: Sacramento jafnaði - á heimavelli gegn LA Lakers Sacramento Kings tókst að jafna metin, 1-1, í einvíginu gegn Los Angeles Lakers i úrslitum Vestur- defldarinnar með þvi að sigra í öðr- um leiknum í Sacramento aðfar- amótt þriðjudagsins, 96-90. Sacramento hafði góða forystu, 89-74, þegar sex og hálf minúta var eftir af leiknum en gaf eftir á enda- sprettinum. Það nægði þó ekki Lakers sem misnotaði mörg góð tækifæri tfl að komast inn í leik- inn. Los Angeles Lakers leið fyrir það að Kobe Bryant var ekki hefll heflsu eftir að hafa fengið matar- eitrun nóttina fyrir leikinn. Það hindraði hann þó ekki í því að skora 22 stig í leiknum. Shaquifle O’Neal var stigahæstur hjá Lakers með 35 stig og tók 12 fráköst, Rick Fox skoraði 10 stig og Robert Horry skoraði 8 stig og tók 20 fráköst. Chris Webber var atkvæðamestur hjá Sacramento, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Mike Bibby skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar, Bobby Jackson skoraði 17 stig og Vlade Divac skoraði 15 stig og tók 14 fráköst fyrir Sacramento. Celtics jafnaði metin í Austurdeildinni mættust New Jersey Nets og Boston Celtics í öðmm leik liðanna á heimavelli Nets í New Jersey og unnu gestimir þar sannfærandi sjö stiga sigur, 86-93, og jöfhuðu þar með stöðuna í einvíginu í 1-1. Antoine Walker var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst, en næstur kom Paul Pierce með 18 stig og 14 fráköst. Jason Kidd var aflt í öllu hjá Nets með þrennu, skoraði 23 stig, tók 16 fráköst og átti 10 stoö- sendingar. -ósk/EK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.