Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 JO"V Fréttir Vilja fella framsókn Aðstandendur Gríndavíkurlistans við opnun kosningaskrifstofunnar. Grindavíkurlistinn opnaði kosninga- skrifstofu sína á sunnudag og mætti fjölmenni til að skoða stefhuskrána, ræða við frambjóðendur og fá sér kaffi og pönnukökur. Hörður Guðbrandsson, efsti maður á listanum og starfandi bæj- arfulltrúi, segir að það sé þeirra helsta markmið að koma framsóknarmönnum frá völdum en þeir hafa verið við völd í 20 ár. Bæjarfulltrúar Grindavíkurlistans telja sig eiga harma að hefha eftir tveggja ára samstarf við Framsóknar- flokkinn. Oddviti framsóknar sleit sam- starfmu fyrirvaralaust. Áður hafði slitnað upp úr samstarfi framsóknar- manna við sjáifstæðismenn en fram- sóknarmenn kusu að taka upp þráðinn aftur i því samstarfi. Hörður sagði að Grindavíkurlistinn legði aðaláherslu á fjölskyldu- og félags- mál og bæri málefni aldraðra þar hæst enda hefði alls ekki verið staðið nægj- anlega vel að þeim málum í bænum. Hörður og félagar hans hlakka til að taka þátt í kosningaslagnum sem fram undan er en listinn er þannig skipaður: 1. Hörður Guðbrandsson bæjarfulltrúi, 2. Garðar Páli Vignisson bæjarfulltrúi, 3. Ingibjörg Reynisdóttir skrifstofumað- ur, 4. Magnús Andri Hjaltason verslun- armaður, 5. Ásta Björg Einarsdóttir húsmóðir, 6. Sigurður Enoksson bak- arameistari. -ÞGK Grindavíkurlistinn : Markmiðið er að koma Framsókn frá Miðvikudaginn 29. mat næstkomandi tylgir DV sérstakur blaðauki, tileinkaður HM í knattspyrnu 2002. Auglýsendur, athugið: Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 24. maí næstkomandi. ■r-' Mannanöfnin Timon og Karl- ína samþykkt Mannanafnanefnd hefur á fundi sínum tekið til afgreiðslu all- nokkrar beiðnir um mannanöfn. í nefndinni sitja Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Mar- grét Jónsdóttir. Nefndin hefur m.a. samþykkt beiðnir um eiginnöfnin Tímon og Karlína þar sem þau taka eignar- fallsendingu og teljast fullnægja 1. mgr. laga nr. 45/1996 um manna- nöfn. Mannanafnanefnd samþykkti einnig nafnið Jóa. Mannanöfnunum Liisa, Kathar- ína, Sybilla og Kai var hafnað þar sem þau teljast m.a. ekki í sam- ræmi við almennar ritreglur ís- lensks máls og fullnægja þar með ekki lögum um mannanöfn. Beiðni um breytingu á rit- hættinum Sesar í Cesar var hafn- að þar sem Cesar telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst hefð fyrir slíkum rithætti. Cesar full- nægir þvi ekki 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. -GG Holtavörðuheiði: Byggja tvíbreiða brú í heiðarsporði framkvæmdum lýkur um mitt sumar Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir við smíði nýrrar brúar yfir Norðurá í Borgarflrði, upp undir sporði Holtavörðuheiðar. Það var fyrir nokkrum vikum sem framkvæmdir fóru af stað og á þeim að vera lokið fyrir mánaðamót júní og júli, að sögn Einars Hafliðasonar í framkvæmdadeild Vegagerðarinn- ar. Allmörg slys hafa orðið við þessa brú í áranna rás og eitt banaslys varð þar snemma á þessu ári, þegar þar lést Sigurjón Péturs- son, fyrrv. borgarfuiltrúi. Kostnaður við brúarsmíðina er um 40 milljónir króna, en við bætist síðan nokkur upphæð vegna vega- "the perfect pizza" John Baker gerðar framkvæmdinni samfara. Meðan á brúar- smíðinni stendur er um- ferðinni beint á tengiveg vestan við brúarstæðið. Víðar á landinu standa nú yflr framkvæmdir í því brýna þjóðþrifamáli sem breikkun einbreiðra brúa á hringveginum er en þær hafa löngum verið miklar slysagildrur. Framkvæmdir heíjast í haust við byggingu nýrr- ar 70 metrar breiðrar brú- ar yfir Vatnsdalsá i Húnaþingi og er útboðs- gerð vegna þeirrar fram- kvæmdar í vinnslu. Þá er hafin bygging nýrrar brú- ar yflr Þverá i Rangár- þingi, skammt austan við Hvolsvöll og á framkvæmum að ljúka í júlí í sumar. Nýja tvibreiða brúin þar verður 58 metra löng, tólf metrum styttri en núverandi brú. Breikkaö í heiðarsporði Framkvæmdir við breikkun brúarinnar á Noröurá í Borgarfirði eru í fullum gangi um þess- ar mundir. Viðar á landinu er unnið að því að útrýma þessum skæðu slysagildrum. Þá hafa framkvæmdir við breikk- un brúarinnar yfir Reykjadalsá i Suður-Þingeyjarsýslu nýlega verið boðnar út og ætti framkvæmdum þar að ljúka seint á þessu ári. Þá er Hrúteyjarkvísl við Skjálfandafljót að komast á dagskrá von bráðar, að sögn Einars Hafliðasonar. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.